Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætis-ráðherra segir að út affyrir sig hafi mátt eigavon á að ákvarðanir um að takmarka komu meðlima Falun Gong til Íslands myndu vekja við- brögð, vegna þess að talað væri um þetta fólk sem leikfimihóp, sem stjórnvöld væru vond við. ,,Það hefur hins vegar verið farið alveg ótrúlega mildilega að þessu öllu saman. Það er kannski hluti af vandanum. Þetta fólk er mjög ýtið. Menn verða að gera sér grein fyrir því. Það fer eins langt og það kemst. Þessu fólki er sagt erlendis að það sé ekki óskað eftir nærveru þess. Því er afhent yf- irlýsing frá ríkisstjórn Íslands um að það sé ekki velkomið til Íslands þessa daga en það lætur sér ekki segjast og kemur til landsins. Alls staðar annars staðar hefðu stjórn- völd sett það með valdi inn í flugvél- arnar aftur. Það var hins vegar ekki gert, heldur farið mildilega með það, miklum mun mildilegar en gert hefði verið í nokkru öðru landi,“ segir Davíð. Hann segir að menn líti fram hjá þessari staðreynd í umræðu um mál- ið. ,,Þetta fólk var allt saman varað við en það gerði ekkert með yfirlýs- ingar íslenskra stjórnvalda og hafði einnig sagt að það myndi ekki fara að íslenskum lögum. Það ætlaði sem sagt að hafa rýmri rétt á Íslandi en íslenskir borgarar. Svo er bara talað um þetta sem leikfimifólk, sem sé verið að ofsækja hér,“ segir Davíð. Hann var spurður hvort nauðsyn- legt hefði verið að grípa til þeirra að- gerða að loka landinu fyrir þessu fólki. Davíð sagði ljóst að Falun Gong-hópurinn ætti ekkert annað erindi til Íslands en að elta forseta Kína á meðan hann væri í opinberri heimsókn hér á landi. Þetta fólk væri ekki að heimsækja Ísland, eins og menn væru að láta liggja að. Það hefði alla aðra daga ársins til þess og væri þá velkomið. ,,Það er eingöngu að koma hingað vegna þess að það er að elta kínverska forsetann og það gerir það ekki bara hér, heldur út um hin og þessi lönd og virðist hafa allan þann tíma og peninga sem það þarf til þess, hvaðan sem þeir peningar nú koma,“ segir Davíð. Aðspurður segir Davíð engan vafa leika á því að stjórnvöld hafi nægar lagaheimildir fyrir því að synja þessu fólki landgöngu. Stjórnvöld hafa ákveðið að banna komu fólksins um borð í Flugleiða- vélar í erlendum flughöfnum. Davíð bendir á að í fyrstu hafi verið reynt að takmarka komu þess með góðu, þegar fólkinu var tjáð að það væri ekki velkomið til Íslands þessa til- teknu daga og greint frá því að það fengi ekki land- gönguleyfi. ,,Það gerði bara ekkert með það. Menn tala um að þetta sé frið- samt fólk, og sjálfsagt er það það, en það er þó ekki friðsamara en svo, að það þvingaði sig inn í land, sem var búið að tilkynna því að það væri ekki velkomið,“ segir hann. Reginmisskilningur í gangi Stjórnvöld gáfu Flugleiðum fyrir- mæli um að flytja ekki Falung Gong- fólk til Íslands á þessum tiltekna tíma og eru notaðir nafnalistar frá dómsmálaráðuneytinu við að fram- fylgja því í erlendum flughöfnum. Davíð segir rétt að stjórnvöld hafi gefið þessi fyrirmæli. Hin aðferðin hefði verið sú, að flytja fólkið til landsins og senda það svo til baka með vélunum sem væri afar bjánaleg aðgerð og ekki auðvelt að fylgja henni eftir ef fullbókað er í vélarnar til baka. Þetta væri því eðlilegri ráð- stöfun. Davíð var spurður hvort hann teldi að of langt hefði verið gengið sl. þriðjudag þegar 70 manns sem synj- að var um landvist voru í haldi í Leifsstöð og Njarðvíkurskóla. ,,Það var búið að segja þessu fólki að það væri ekki velkomið til landsins. Íþróttahúsið, sem menn tala um eins og Sing Sing, var nú bara húsaskjól og matur fyrir fólk, sem hefði í öllum öðrum löndum verið látið hanga á flugvöllum. Það er því reginmisskiln- ingur í gangi hér á landi um þessar aðgerðir,“ segir Davíð og minnir til samanburðar á að í Bandaríkjunum hafi íslensk kona, sem sagði brand- ara við bandarískan landamæravörð, mátt dúsa handjárnuð í fangelsi. ,,Þannig er þetta yfirleitt vegna þess að ríki verja sín landamæri og það leikur enginn vafi á því að hvert ríki hefur einhliða ákvörðun um það hvort annað fólk fær að heimsækja það eða ekki,“ segir hann. Aðspurður hvað hafi breyst á þriðjudagskvöldið þegar samráðs- nefnd þriggja ráðuneyta ákvað að veita Falun Gong-meðlimunum, sem voru í haldi í Leifsstöð og Njarðvík- urskóla, landvist. Davíð sagði að annmarkar hefðu verið á þeirri fyr- irætlan að senda fólkið samdægurs til baka vegna þess að sumar flugvél- arnar voru fullbókaðar og ekki hefði verið vilji til að beita fólkið, sem neit- aði að snúa til baka, handafli eins og gert hefði verið undir sömu kring- umstæðum í öðrum löndum. ,,Þá var það met- ið svo að það væri hægt að ráða við hóp af þessu tagi ef hann hyrfi frá þeirri yfirlýsingu að hann myndi ekki fara að lögum hér á landi og ef ekki fjölgaði um of í þessum hópi. Ef við hefðum ekki gert þetta, hefðum við orðið að aflýsa heimsókninni og tilkynna að við værum ekki fær um að taka á móti gestum. Það voru kostirnir sem við stóðum frammi fyr- ir,“ segir Davíð. Ferðakostnaður greiddur af öðrum, sem sendu fólkið hingað Hann segir að treysta verði því að þeir Falun Gong-félagar sem hingað eru komnir muni standa við þá yf- irlýsingu sem þeir hafi undirritað, jafnvel þótt einhverjir þeirra hafi síðar sagt að þeir hafi út af fyrir sig ekki lofað þessu eða hinu. Ekki sé heldur ljóst hver sé leiðtogi svona hóps eða beri ábyrgð á honum. Þá segir hann stjórnvöld telja sig vita að ýmsir úr þessum hópi hafi ekki greitt ferðakostnað sinn sjálfir heldur ein- hverjir aðrir aðilar, ,,sem sendu fólk- ið hingað, sem er nokkuð athyglis- vert,“ segir hann. –Hafið þið upplýsingar um það? ,,Við teljum okkur vita það.“ Davíð segir að ekki hafi komið til greina að leyfa öllum Falun Gong- félögum sem hingað stefndu, að koma til landsins, gegn því að þeir undirriti yfirlýsingu um að þeir fari að fyrirmælum lögreglu, því þá hefði fjöldi þeirra orðið óviðráðanlegur. –Hvaða hættumat liggur hér til grundvallar? ,,Þetta fólk kemur eingöngu til þess að trufla heimsókn þessa þjóð- höfðingja. Það á ekkert annað erindi. Það hefur sýnt að þótt það sé ekki með barefli á lofti, gengur það afar langt og er mjög ýtið í þeim efnum og fer eins langt og það kemst. Það þarf því mannskap til að halda utan um þetta en það er talsverður mis- skilningur í gangi hér á þessu. Við höfum ekki þann mannskap sem þarf ef hingað kemur stór hópur sem áskilur sér rétt til að fara ekki að ís- lenskum lögum,“ segir Davíð. Aðspurður hvaðan þær upplýsing- ar væru fengnar sem nafnalisti dómsmálaráðuneytisins yfir Falun Gong-félaga væri byggður á, sagðist Davíð ekki geta greint frá því. ,,Það er hvergi gert í heiminum að greint sé frá hvernig samstarfi lögregluyf- irvalda er háttað. Ef það yrði gert, yrði Ísland strax útilokað frá slíku samstarfi,“ segir hann. Hyggst ræða mannréttindamál Davíð segist alls ekki hafa orðið var við mikla og útbreidda óánægju meðal fólks vegna þess hvernig stað- ið hefur verið að þessum málum. 20 krakkar hafi að vísu verið fyrir utan stjórnarráðshúsið í gærmorgun, en að verulegu leyti væri hér um að ræða fjölmiðlafólk, sem væri að hafa ofan af fyrir sér. Davíð var einnig spurður hvort hann ætlaði að ræða ástand mann- réttinda í Kína við Jiang Zemin, for- seta Kína, á meðan á heimsókn hans stendur. ,,Já, það mun ég gera. Ég gerði það þegar ég var í heimsókn í Kína á sínum tíma og geri það einnig hér,“ svaraði hann. –Menn þekkja ástand mannrétt- indamála í Kína og þessi hópur Fal- un Gong-fólks er meðal þeirra sem sæta ofsóknum þar í landi. Er ekki orðið öfugsnúið að við skulum vera í því hlutverki að gæta öryggis leið- toga Kína með því að takmarka frelsi þessa fólks? ,,Þetta er alstaðar gert í heiminum. Forseti Kína er boðinn velkominn til allra lýðræðisríkja og menn hafa þegið boð til Kína. Hon- um var boðið hingað árið 1995 og það boð hefur síðan verið ítrekað og þá verðum við að sinna því en látum ekki erlent fólk koma hingað og taka stjórnina í landinu eins og sumir Ís- lendingar virðast mæla með,“ sagði Davíð Oddsson að lokum. Davíð Oddsson segir að mildilega sé tekið á málum Falun Gong-fólksins Þetta fólk fer eins langt og það kemst Davíð Oddsson for- sætisráðherra segir að tekið hafi verið mjög mildilega á málum meðlima Falun Gong. Stjórnvöld hafi staðið frammi fyrir þeim kost- um að grípa til þeirra aðgerða sem gert var eða aflýsa heimsókninni. Morgunblaðið/Júlíus Davíð Oddsson gengur upp tröppur stjórnarráðsins í gærmorgun, framhjá mótmælendum. ’ ,,Þá hefðum viðorðið að aflýsa heimsókninni“ ‘ STJÓRN Landssambands lögreglumanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna um- mæla ráðamanna þjóðarinnar vegna heimsóknar forseta Kína til Íslands, eins og það er orðað. Segir í yfirlýsingunni að þessi ummæli renni enn frek- ari stoðum undir þá skoðun Landssambandsins að veita þurfi meira fjármagni til lög- gæslumála og fjölga lögreglu- mönnum. Þá bendir stjórnin á að ís- lensku lögreglunni hafi áður verið falin verkefni af þessari strærðargráðu og hún hafi leyst þau með sóma, enda hafi þá gefist góður tími til undirbúnings og allt tiltækt lögreglulið virkjað til starf- ans. Vilja meira fé til lög- gæslumála VEGNA heimsóknar Jiang Zemin, forseta Kína, til Ís- lands vill Íslandsdeild Am- nesty International mótmæla grófum mannréttindabrotum yfirvalda í Kína á stórum hópum íbúa landsins. Íslands- deild Amnesty International hefur ritað forseta Íslands, forsætisráðherra, utanríkis- ráðherra og dómsmálaráð- herra bréf þar sem farið er fram á að íslensk yfirvöld mótmæli mannréttindabrot- um í Kína. Í bréfinu er meðal annars bent á að kúgun á pólitískum andstæðingum kínversku stjórnarinnar hafi aukist síð- ustu ár, dauðarefsingum sé beitt, pyndingar og önnur slæm meðferð fanga og ann- arra sem eru í haldi séu mjög útbreiddar og fjölda fólks sé haldið í vinnubúðum og fang- elsum án dóms og laga. Þá séu réttindi verkafólks fótum troðin í landinu og á síðustu árum hafi ofsóknir á hendur ýmsum trúarhópum aukist mjög mikið. Vilja að yfirvöld mótmæli mannrétt- indabrotum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.