Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GERT er ráð fyrir því að nýsett þing Afgana, Loya Jirga, muni fela Hamid Karzai, sem stýrt hefur bráðabirgðastjórn í landinu undan- farna sex mánuði, það hlutverk að mynda nýja ríkisstjórn í landinu er starfi fram að almennum þingkosn- ingum en óljóst er hvenær þær verða haldnar. Hinn 87 ára gamli konungur Afganistans, Moham- med Zahir Shah, sneri heim fyrir nokkrum vikum eftir 29 ára útlegð á Ítalíu og lýsti hann yfir stuðningi sínum við Karzai við þingsetn- inguna á þriðjudag. Konungur og Karzai eru báðir Pastúnar en þeir eru um 40% Afgana, önnur stór þjóðarbrot eru Tadzhíkar, Úzbekar og Hazarar. Zahir Shah vill á hinn bóginn ekki fá nein raunveruleg völd en segist munu þiggja boð um að verða þjóðartákn eins og konungar eru nú í mörgum ríkjum með þing- bundna konungsstjórn. Þess má geta að talibanarnir, sem hraktir voru frá völdum með aðstoð Banda- ríkjamanna, voru flestir Pastúnar. Þingið kemur saman í risastóru tjaldi utan við höfuðborgina Kabúl. Um 1.500 fulltrúar, þar af nær 200 konur, sitja þingið. Um 1.000 þeirra voru kosnir í héruðum sínum en aðrir valdir af skipulagsnefnd þingsins. Nokkur ringulreið ríkti á fyrstu fundunum, var meðal annars deilt um lista yfir fulltrúana og þess krafist að hindrað yrði að menn sem laumast hefðu inn á fundarstaðinn reyndu að taka þátt í kosningum. Burhanuddin Rabbani, fyrrver- andi forseti, sagðist á þriðjudag ekki myndu leggjast gegn kjöri Karzai. En ljóst þykir að jafnvel þótt mönnum takist að ná samstöðu um Karzai í stöðu forsætisráðherra verði deilt hart um það hverjir eigi að skipa önnur ráðherraembætti. Einn af liðsmönnum sitjandi bráða- birgðastjórnar, Yunus Qanooni innaríkisráðherra, sagði af sér á þriðjudag og sagðist hann gera það til að efla þjóðareiningu. Af þekktri valdaætt Hamid Karzai er 44 ára gamall, fæddur í Kandahar í suðurhluta landsins og af þekktri valdaætt. Afi hans var forseti þjóðarráðs sem starfaði áður en Zahir Shah var rekinn frá völdum 1973. Karzai stundaði nám við háskólann í Simla á Indlandi og talar reiprennandi ensku, einn af bræðrum hans á og rekur fyrirtæki í Bandaríkjunum. Fljótlega eftir að náminu lauk 1982 gerðist Karzai liðsmaður mujahed- in-skæruliðanna sem börðust gegn hernámsliði Sovétmanna og lepp- stjórn þeirra í Kabúl. Varð hann stjórnandi aðgerða hjá hreyfingu er nefndist Þjóðfrelsishreyfing Afgana. Lengst af hafði hann bæki- stöð í borginni Peshawar í Pakist- an, skammt frá afgönsku landa- mærunum. En árið 1992 varð hann aðstoðarráðherra utanríkismála eftir fall hins sovétholla Najibullah. Fyrst eftir að talibanar tóku völdin í Kabúl 1996 virtist hann hlynntur þeim eins og flestir aðrir Afganar sem fögnuðu því að eftir margra ára glundroða tækju við menn sem virtust geta sameinað þjóðina og komið á festu. Honum var boðin staða sendifulltrúa tali- banastjórnarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum en hafnaði boðinu og varð fljótlega andstæðingur nýju stjórnarinnar vegna harðlínustefn- unnar sem hún fylgdi. Einnig gagn- rýndi hann talibana hart fyrir sam- starfið við arabana í al-Qaeda samtökunum og sagði arabana gera Afgana að skotmörkum. Faðir Karzais, Abdul Ahad Karzai, var myrtur í Quetta í Pak- istan árið 1999 og er sonurinn sann- færður um að talibanar hafi verið að verki. Hann varð nú, að föður sínum látnum, höfðingi Popalzai- ættarinnar sem lengi hefur verið ein af öflugustu ættum Pastúna í suðurhluta Afganistan. Karzai tókst að laumast inn í Afganistan í október í fyrra og rak hann þar áróður gegn talibönum og reyndi að efla stuðning við Zahir Shah konung sem Karzai vill nú að fái titilinn „Faðir þjóðarinnar“. Talibanar gerðu harðar árásir á Uruzgan þar sem Karzai hafði að- setur og reyndu ákaft að klófesta hann en án árangurs. Síðar var Karzai einn af hers- höfðingjunum sem stjórnuðu liðinu er hrakti talibana frá aðalvígi þeirra í Kandahar. Er veldi þeirra hrundi tók hann við forystu bráða- birgðastjórnarinnar og þótti einn helsti kostur hans vera að hann er Pastúni. Mönnum leist mörgum illa á að foringjar Norðurbandalagsins, sem eru margir Tadzhíkar eða Úz- bekar, yrðu einráðir og hagsmunir um 40% þjóðarinnar þannig huns- aðir. Misjafnar skoðanir eru á því hvernig Karzai hafi tekist við erf- iðar aðstæður að miðla málum inn- anlands en flestir eru sammála um að út á við hafi hann reynst glæsi- legur fulltrúi þjóðarinnar og bætt ímynd hennar. Karzai þykir hafa tryggt stöðu sína Líkur á að hann myndi nýja stjórn er starfi fram að þingkosningum Reuters Hamid Karzai á blaðamannafundi í Kabúl fyrir skömmu. Hann er af þekktri og áhrifamikilli ætt Pastúna í suðurhluta Afganistan. Kabúl. AFP, AP. NÝ skoðanakönnun sem birt var í Frakklandi í gær gefur til kynna að hægri- og miðjuflokkarnir vinni yf- irburðasigur í seinni umferð þing- kosninganna á sunnudag. Þá verður kosið milli tveggja efstu í kjördæm- um þar sem enginn frambjóðandi hreppti meirihluta í fyrri umferðinni 9. júní. Fylkingu hægri- og miðju- manna er nú spáð 56% fylgi í kjör- dæmum þar sem þeir berjast við sósíalista, sem tryggja ætti hægri- mönnum öruggan þingmeirihluta. Flokkar umræddrar fylkingar hafa lýst yfir stuðningi við Jacques Chirac forseta sem hefur hvatt landa sína ákaft til að tryggja að næsta rík- isstjórn verði til hægri eins og hann. Á fyrra kjörtímabili forsetans, sem lauk er hann vann mikinn sigur á þjóðernisöfgamanninum Jean-Marie Le Pen í maí, fóru sósíalistar með ríkisstjórnarforystuna. Segja marg- ir Frakkar að slíkt ástand bjóði heim hættu á stöðnun vegna þess að öfl- ugustu aðilar stjórnkerfisins togi þá oft hvor í sína áttina. Er sósíalistinn Lionel Jospin sagði af sér eftir ósigur í forsetakjörinu var Jean-Pierre Raffarin skipaður forsætisráðherra til bráðabirgða. Um 80% sögðust styðja þá ákvörðun stjórnarinnar að stofna sérstaka lög- reglu til að taka á ofbeldisglæpa- gengjum, 76% styðja áform um skattalækkanir og 69% styðja kaup- hækkun sem læknar fengu eftir verkfall í liðinni viku. Frönsk skoðanakönnun Hægri- mönnum spáð meirihluta París. AFP. ÞÝSK yfirvöld sögðu í gær, að þau hefðu verið vöruð við, að hryðju- verkamenn hygðust reyna að skjóta niður farþegaflugvél yfir landinu. Tekið var fram, að engar aðrar vís- bendingar væru um áætlanir af þess- um toga. Udo Bühler, talsmaður lögregl- unnar í Hessen, sagði, að upplýsing- arnar væru komnar frá óbreytttum borgara, sem hlerað hefði fjarskipti í Miðausturlöndum, en þar var rætt um árásir á flugvélar. Að sögn Rai- ners Lingenthals, talsmanns þýska innanríkisráðuneytisins, er þetta tek- ið alvarlega þótt yfirvöld hafi ekkert í höndunum, sem bendi til, að hryðju- verk sé í undirbúningi. Þá er ekki vit- að til, að útsendarar al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Lad- ens, eða annarra íslamskra hryðju- verkasamtaka séu í Þýskalandi. Varað við hryðjuverki Berlín. AP. FRÁ og með næsta sunnudegi verð- ur unnt að fara á milli Óslóar og Stokkhólms með hraðlest á aðeins fjórum og hálfum klukkutíma. Hing- að til hefur ferðin með lest á milli borganna tekið rúmar sex klukku- stundir. Farið aðra leiðina mun kosta um 3.500 krónur íslenskar. Nýja hraðlestin, X2000, er í eigu sænsku og norsku járnbrautanna. Talið er að lestin muni hafa þau áhrif að færri fari með flugi milli borganna. Það tekur álíka langan tíma að ferðast með flugi og lestinni ef allt er talið með, þ.e. ferðalagið til og frá flugvöllum og bið. Þá er mun dýrara að ferðast með flugi, en farið með flugi kostar rúmar 10 þúsund krónur íslenskar aðra leiðina. Ný hraðlest milli Óslóar og Stokkhólms ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.