Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR GARÐEIGENDUR SEM VILJA GÓÐ VERKFÆRI SLÁTTUORF ÞAR SEM GÓÐU GARÐVERKFÆRIN FÁST 31 cc Létt og lipur. Fyrir sumarbústaðinn og heimilið. Öflugt hörkuorf fyrir alvöru sláttumenn. Þau mest seldu. SLÁTTUORF SLÁTTUORF Verð aðeins kr.13.900.- VIÐ skólaslit Andakílsskóla þriðju- daginn 4. júní sl. voru mættar þær Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Sigrún Helgadóttir verkefnisstjóri Grænfánans með Grænfána handa Andakílsskóla, en hann er þriðji skólinn á Íslandi sem flaggar slík- um fána. Átta metra há flaggstöng hafði verið reist við skólann og þar mun þessi fáni blakta næstu tvö ár- in, að minnsta kosti. Andakílsskóli er einn af tólf skólum á Íslandi ásamt Landvernd og umhverfisráðuneytinu sem eru stofnendur Grænfánans á Íslandi. Til að eiga möguleika á að hreppa Grænfánann er fram- gangsmátinn sem hér segir: 1. Skólinn hefur samband við Landvernd og lætur í ljós ósk um að komast á græna grein og fá Grænfána í fyllingu tímans. 2. Landvernd sendir skólanum upplýsingar um Grænfánann, um- sóknareyðublað og gát-lista. 3. Skólinn kýs umhverfisráð, metur stöðu umhverfismála í skól- anum með hjálp gátlistans, ákveður þema/u, vatn, orku, rusl, áttahaga eða samgöngur, setur sér a.m.k. 5 markmið innan þemanna, útfyllir umsókn og sendir Land- vernd ásamt greiðslu. 4. Stýrihópur Landverndar um Grænfána og verkefnisstjóri fara yfir umsóknina og samþykkja hana eða leiðbeina um breytingar ef þurfa þykir. 5. Þegar umsókn skólans hefur verið samþykkt fær skólinn viður- kenningarskjal því til staðfest- ingar að skólinn stefni að Græn- fána. 6. Skólinn hefst handa. Eftir a.m.k. hálfs árs starf á skólatíma og þegar öllum settum mark- miðum hefur verið náð er send skýrsla til Landverndar/stýrihóps með upplýsingum um verkefnið, hvernig það vannst og hverjir gerðu hvað. 7. Stýrihópur fer yfir og metur skýrsluna, samþykkir hana eða leiðbeinir um frekari vinnu. 8. Ef verkefnið er samþykkt koma fulltrúar frá Landvernd og fleirum í skólanum og fylgjast með nemendum útskýra verkefnið og árangur þess á sem fjölbreyttastan hátt. Síðan fær skólinn viðurkenn- ingu og Grænfánann. Fáninn er dreginn að húni við hátíðlega at- höfn og blaktir þar stöðugt svo lengi sem skólinn fylgir eftir markmiðum sínum en þó ekki lengur en tvö ár. 9. Þegar fáninn blaktir er kom- inn tími til að velja aftur fólk í um- hverfisráðið, meta stöðuna og setja skólanum ný markmið. Til að hægt sé að fá nýjan fána þarf að vera búið að ná nýjum markmiðum eða sömu markmiðum með nýjum nemendum. Eftir að fáninn hafði verið dreg- inn að húni voru veitingar bornar fram, utan dyra í veðurblíðunni. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Andakílsskóli þriðji skólinn sem hlýtur Grænfánann Skorradalur NÝ sveitarstjórn sameinaðs sveitar- félags Biskupstungnahrepps, Laug- ardalshrepps og Þingvallahrepps samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að taka upp nafnið Bláskógabyggð á sameinað sveitarfélag. Þá var Ragnar Sær Ragnarsson jafnframt ráðinn sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Áður höfðu íbúar valið nafnið í al- mennri skoðanakönnun með 55,7% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu. Bláskógar er svæðið norðan, vestan og sunnan Þingvallavatns, þ.e. Þing- vallaskógur og Þingvallahraun, allur sigdalurinn, skógi og kjarri vaxinn. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Nafnið er talið stafa af dökkum, blá- grænum lit sem stundum slær á birki- kjarrið á þessu svæði, t.d. í skúra- veðri. Bláskógar við Þingvelli eru nefndir í Íslendingabók þar sem þess er getið að maður að nafni Þórir kroppinskeggi, sem land átti í Blá- skógum, hafi orðið sekur um morð á þræl eða leysingja. Talið er líklegt að Þórir hafi búið á þeirri jörð sem síðar varð Þingvöllur. Bláskógaheiði er nefnd í Íslendingasögum og í Sturl- ungu og svo nefndist afrétturinn norður og vestur af Þingvöllum öld- um saman. Hið nýja sveitarfélag nær að mörk- um Reykjavíkur í vestur og snertir mörk Skagafjarðar og Húnaþings í norður og austur og nær því yfir mjög víðfeðmt landsvæði.“ Innan þess eru m.a. Þingvellir, Laugarvatn, Skálholt, Gullfoss og Geysir. Ráðinn sveitarstjóri Blá- skógabyggðar Ragnar Sær Ragnarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Bláskóga- byggðar, nýs sameinaðs sveitarfélags Þingvallasveitar, Laugardals og Biskupstungna. Ragnar Sær er fædd- ur árið 1961. Hann lauk námi frá Fósturskóla Íslands árið 1986, í hót- elstjórnun frá Viðskiptaskólanum 1990, námi í rekstrar- og viðskipta- fræðum frá endurmenntunardeild Háskóla Íslands árið 1997 og námi í opinberri stjórnun og stjórnsýslu árið 2000 frá sömu stofnun. Ragnar Sær starfaði sem sveitar- stjóri Biskupstungnahrepps á árun- um 1998–2002, en var áður fram- kvæmdastjóri við eigið fyrirtæki á sviði skólaþjónustu í miðbæ Reykja- víkur. Hann hefur unnið nokkur þró- unar- og stefnumarkandi verkefni um gildi arðsemi í skólastarfi. Þá hefur hann gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum og unnið að verkefnum inn- anlands og utan, m.a. á vegum Nor- rænu ráðherranefndarinnar, athugun á stöðu unglinga á Norðurlöndum, auk dvalar í Bandaríkjunum á vegum Rotary International. Ragnar Sær situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Nafnið Bláskóga- byggð samþykkt í sveitarstjórn FRÁ sveitarstjórnarkosningunum 25. maí sl. hafa staðið yfir formlegar og óformlegar viðræður milli þeirra fjögurra framboðslista, sem buðu fram til sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra í vor. Hinn 5. júní var sam- þykkt samkomulag milli B-lista framsóknarmanna og T-lista óháðra í Húnaþingi vestra, um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Efsti mað- ur á T-lista, Heimir Ágústsson á Sauðadalsá verður oddviti til tveggja ára og Elín R. Líndal á Lækjamóti formaður byggðaráðs til tveggja ára. Meirihluta skipa því tveir frá hvor- um lista, en minni hluta skipa tveir af D-lista sjálfstæðisfélaga og einn af S-lista Samfylkingarinnar og óháðra. Að sögn Heimis Ágústsson- ar er ákveðið að auglýsa starf sveit- arstjóra laust til umsóknar, en Brynjólfur Gíslason gegnir nú þeirri stöðu. Aðaláherslan verður lögð á at- vinnumálin og að standa vörð um það þjónustustig, sem nú er í sveitarfé- laginu. Ekki eru fyrirhugaðar breyt- ingar í rekstri grunnskólans, en yngri börnum er kennt á Hvamms- tanga og þeim eldri á Laugarbakka. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Mynd frá framboðsfundi á Hvammstanga í maí 2002. Efstu menn allra lista. Í fremstu röð: Elín Líndal 2 f.v. og Heimir Ágústsson 2. f.h. Meirihluti í Húnaþingi vestra Hvammstangi „Í DAG er eintóm hamingja eins og einn ykkar í hópnum er vanur að hafa á orði“ sagði Halldór Páll Hall- dórsson, nýskipaður skólameistari ML, er brautskráning fór fram frá Menntaskólanum að Laugarvatni í fertugasta og níunda sinn föstudag- inn 31. maí sl. Fimmtán nýstúdentar voru brautskráðir frá skólanum, sex af náttúrufræðibraut og níu af mála- braut. Alls luku 111 nemendur próf- um við skólann í vor. Hæstu einkunn nýstúdenta hlaut Þorkell Snæbjörnsson frá Austurey II í Laugardal af náttúrufræðibraut, 9,02. Hæstu einkunn af málabraut, 8,95, hlaut Anna Kristín Sigurðar- dóttir frá Laugarvatni. Dux Scholae varð Sigrún Guðjónsdóttir frá Mel- um, Hrunamannahr., með 9,67. Nýr skólameistari, Halldór Páll Halldórsson, hefur nú tekið við stjórn Menntaskólans að Laugar- vatni úr hendi Kristins Kristmunds- sonar, sem gegnt hefur því starfi í þrjátíu og tvö ár samfellt. Halldór Páll, sem gegndi starfinu í forföllum Kristins í vetur, hefur nú verið ráð- inn til næstu fimm ára. Á þeim 32 ár- um sem Kristinn Kristmundsson var skólameistari við ML brautskráði hann yfir 1200 nýstúdenta. Kristni og konu hans Rannveigu Pálsdóttur voru færðar gjafir og þakkir frá skól- anum, nemendum og starfsfólki auk starfsfólks Íþróttafræðaseturs KHÍ að Laugarvatni. ML braut- skráir 15 stúdenta Nýstúdentar ásamt nýskipuðum skólameistara Halldóri Páli Halldórs- syni, og fráfarandi skólameistara Kristni Kristmundssyni. Laugarvatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.