Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Þrengsli á bílastæðum MIG langar til að þakka skrif Víkverja fyrir stuttu varðandi þrengsli á bíla- stæðum. Ég sé að bíllinn minn ber þess greinileg merki á mörgum stöðum að bíl- hurðum hefur verið skellt ótæpilega utan í hann. Er til of mikils mælst að fólk gæti að sér þegar það opnar bílhurðir? H.B. Bjartar nætur á Eiðum ÉG undirrituð er listunn- andi og vil benda fólki á að láta sýninguna „Cosi fan tutte“ ekki framhjá sér fara. Þetta er listviðburður og frábært stykki og setja börn alveg sérstakan blæ á sýninguna. Allir sem fram komu stóðu sig afburðavel. Vil ég benda höfuðborgar- búum á að sjá þessa sýn- ingu þegar hún kemur til Reykjavíkur. Herdís Eiríksdóttir, Háafelli 2. „Mexíkóskt“ svar til Helgu FIMMTUDAGINN 6. júní sl. ritar Helga Guðmunds- dóttir í Velvakanda þar sem hún furðar sig á að íþróttafréttamaðurinn Þor- steinn Guðmundsson og landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, Atli Eðvalds- son, hefðu talað um mexí- kóska landsliðið sem „mexíkóa“ en ekki „mexík- ana“ þegar þeir lýstu leik fyrrnefnds liðs við Króatíu 3. júní sl. Mexíkóskur er sá maður er kemur frá Mexíkó, eða Mexíkói. „Mexíkani“ kæmi þar af leiðandi frá „Mexík- an“ en það land hef ég aldr- ei heyrt á nafn nefnt. Þetta er jafnmikil fásinna og að „Mexíkanar“ hefðu leikið við „Króatíuana“ í um- ræddum leik. Ragnar Eiríksson. Tapað/fundið Hálsmen týndist ÉG týndi hálsmeni ein- hvern tímann frá mánudeg- inum 3. júní til föstudagsins á eftir. Mjög líklega ein- hvers staðar nálægt Hlemmi eða á Ægisíðunni eða í Skerjafirði. Annars gæti það verið um allan bæ. Þetta er grönn gullkeðja og festingin er þannig að mað- ur tekur tvær lykkjur af endanum og opnar það svo. Þetta hálsmen er mér mjög kært og mér þætti vænt um að finnandi myndi hringja í Höllu í síma 562 1112 eða 866 8729 – fundarlaun í boði. Canon-myndavél týndist CANON IXUS Z 70 myndavél tapaðist í apríl. APS-filma var í vélinni (myndir frá Kanarí). Góð fundarlaun í boði fyrir vél- ina og/eða filmuna. Ef ein- hver hefur fundið vélina/ filmuna eða fengið hana lánaða, vinsamlegast hafið samband við Önnu í síma 5624431/8681087 eða í tölvupósti aedouglas@isl.is Svört taska týndist SVÖRT kvenhliðartaska tapaðist laugardaginn 8. júní annaðhvort í leið 6 eða við Seilugranda. Ýmisleg persónuleg verðmæti voru í töskunni t.d. brúnt seðla- veski með skilríkjum, fjöl- skyldumyndum og gleraug- um og er missirinn mikill. Finnandi komi veskinu í mínar hendur eða til lög- reglu. Upplýsingar hjá Guðlaugu Magnúsdóttur í síma 561 1272 og 869 2666. Barnaúlpa týndist BARNAÚLPA (kraftúlpa) týndist. Úlpan er rauð með svartri hettu og er merkt í bakið að innanverðu. Henn- ar er sárt saknað. Senni- lega hefur hún týnst í Vest- urbænum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 899 7707. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag koma Mánafoss, Flor- inda og Baldvin. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Ontika væntan- legt. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl 13 vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 11–12 hjúkr- unarfræðingur til við- tals. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Púttvöllurinn er opinn alla daga. Allar uppl. í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 14–15 dans. Farið verður á Hólmavík fim. 20. júní kl. 8. Sr. Sigríður Óla- dóttir tekur á móti okk- ur í Hólmavíkurkirkju. Sýningin Galdrar á Ströndum og Sauðfé í sögu þjóðar skoðaðar. Kaffi og meðlæti í Sæ- vangi. Kvöldverður í Hreðavatnsskála. Leið- sögumaður: Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir. Skráning í s. 568 5052. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handavinnu- stofan opin, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Farið verður til Vest- mannaeyja mán. 24. júní með Herjólfi og komið til baka mið. 26. júní. Farið frá Þorláks- höfn kl. 12, skoðunar- ferð um Eyjar, kvöld- verður. 2. dagur, skoðunarferðir á landi og sjó, kvöldverður. 3. dagur. Brottför frá eyj- um kl. 15.30. Vinsam- lega skráið ykkur sem fyrst. Rútuferð frá Gjá- bakka kl. 10.15 og Gull- smára kl. 10.30. Þátt- tökugjald greiðist til Boga Þóris Guðjóns- sonar fyrir 14. júni. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opið hús, Sumarfagnaður fé- lagsins kl. 14. Dagskrá: Harmonikkuleikur, upplestur, nunnusöngur og línudans. Kaffisala. Á morgun, föstudag, brids og frjáls spila- mennska kl. 13, pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Dagsferð að Skógum mið. 19. júní. Lagt af stað frá Hraunseli kl. 10. Súpa og brauð á Hvolsvelli. Ekið að Skógum og umhverfið skoðað. Kaffi í Fossbú- anum. Ekið til baka um Fljótshlíð. Allar uppl. í Hraunseli í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fim.: Brids kl. 13. Fundur með fararstjóra Vestfjarðaferðar verður í Ásgarði, Glæsibæ, fim. 13. júní kl. 14. Nokkur sæti laus í Vestfjarðaferð 18.–23. júní vegna forfalla, þeir sem ekki hafa sótt far- seðlana eru beðnir að vitja þeirra fyrir helgi. Söguferð í Dali 25. júní, dagsferð, Eiríksstaðir –Höskuldsstaðir – Hjarðarholt – Búðar- dalur – Laugar – Hvammur. Skráning hafin. Þeir sem hafa skráð sig í Hálendisferð 8. júlí þurfa að staðfesta fyrir 15. júní. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikud. frá kl. 10–12 í s. 588 2111. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama síma- númer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. Félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Jónsmessuferð á Þingvöll, Selfoss og Stokkseyri, mán. 24. júní. Lagt af stað kl. 15 frá Damos. Uppl. og skráning hjá Svanhildi í síma 586 8014 e.h. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa m.a. glerskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 14 myndlistarsýning. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni. Frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn. Veit- ingar í Kaffi Berg. Fim. 20. júní er jónsmessu- fagnaður í Skíðaskál- anum, Hveradölum, m.a. kaffihlaðborð, söngur, happdrætti og dans. Umsjón Ólafur B. Ólafsson. Skráning haf- in. Fim. 27. júní ferð um Suðurnes. Leiðsögn staðkunnugra. Nánar kynnt síðar. Allar uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin. Kl. 20–21 gömlu dans- arnir, kl. 21–22 línu- dans. Þjóðhátíðar- stemmning í Gjábakka 17. júní eftir að skemmtiatriðum á Rút- stúni lýkur. Sjá nánar í dagskrá 17. júní í Kópa- vogi. Gjábakki opnaður kl. 14.30. Vöffluhlað- borð. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, hádegismatur alla virka daga, heitt á könnunni og heimabakað með- læti. Handavinnustofan er opin kl. 9.15–16 á þriðjudögum og mið- vikudögum kl. 13–16 og fimmtudögum kl. 9.15– 16. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 félagsvist. Fótaaðgerð- ir, hársnyrting. Allir velkomnir. 26. júní nk.: Eyrarbakki – Stokks- eyri. Ekið með strönd- inni austur að Þjórsá og þaðan í Skálholt og borðað þar. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia. Dagsferð 19. júní kl. 9. Ekið að Skógum með viðkomu í kaupfélaginu á Selfossi. Léttur hádegisverður í Fossbúanum við Skóga- foss. Byggðasafnið á Skógum og rjómabúið á Baugstöðum skoðað. Ekið um Eyrarbakka, Stokkseyri og Óseyr- arbrú að Hótel Örk í Hveragerði þar sem snæddur verður kvöld- verður. Heitir pottar og sundlaug á staðnum fyrir þá sem vilja. Dansað undir stjórn Sigvalda. Leiðsögu- maður Nanna Kaaber. Ath. takmarkaður sæta- fjöldi. Uppl. í síma 562 7077. Sækja miða í síðasta lagi 14. júní. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 morgunstund og handmennt, kl. 10 leikfimi, kl. 10.45 boccia, kl. 13 brids – frjálst. Mið. 19. júní verður farið í rútuferð og ekið um Álftanes, Hafnarfjörð, Heiðmörk, Hafravatn, Mosfellsbæ og nýju hverfin í Graf- arvogi. Kaffihlaðborð í Ásláki, Mosfellsbæ. All- ir velkomnir. Uppl. í síma 561 0300. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- daga og fimmtud. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara á Suðurnesjum og tóm- stundastarf eldri borg- ara fara í sameiginlega óvissuferð. Dagsferð verður farin mið. 19. júní, farið verður frá SBK kl. 9.30, komið við í Hornbjargi, Hvammi, Hlévangi og Seli. Þátt- taka tilkynnist fyrir 15. júní. Ferðanefndin. Farin verður 4 daga ferð á Vestfirði, Suður- firðina, 22., 23., 24. og 25. júlí, nánar auglýst í Suðurnesjafréttum og dagbók Morgunblaðs- ins. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði eru hópar sem rað- ast þannig: 18.–21. júní og 1.–5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Í dag er fimmtudagur 13. júní, 164. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Skírn á ég að skírast. Hversu þungt er mér, uns hún er fullnuð. (Lúk. 12,50.) Víkverji skrifar... ÞEIM fer fækkandi bílunum ágötunum sem eru eldri en einkabíll Víkverja sem er orðinn fullra fimmtán ára og lætur tiltölu- lega lítið á sjá. Að sama skapi fjölgar athugasemdum sem gerðar eru við Víkverja um hvort hann sé virkilega ennþá á skrjóðnum og hvort ekki sé kominn tími til að fá sér aðeins skárri farkost. Þetta lætur Víkverji sem vind um eyru þjóta enda hefur bíllinn reynst afar vel í þau rúmlega tvö ár sem hann hefur átt hann. Raunar hefur hann þurft að eyða rúmlega kaupverði bílsins í viðgerðir en það kemur ekki að sök þar sem bíllinn var svo hræódýr til að byrja með. Enn hefur samanlagt kaupverð og viðgerðarkostnaður ekki náð lág- marksmánaðarlaunum verkamanns. Finnst Víkverja stundum sem fleiri mættu taka hann til fyrirmynd- ar og nota gömlu bílana aðeins leng- ur. Hann skilur ekki almennilega hvers vegna sumir telja sig alltaf þurfa að vera á nýjum bílum. Víst getur kostnaður vegna viðgerða á gömlum bílum verið talsverður en ekki má gleyma því að afföll á nýjum bílum eru gríðarleg. Á þremur árum fellur nýr bíll yfirleitt um 45-50% í verði en að mati Víkverja er vand- fundin lakari fjárfesting. Ef við bæt- ist fjármagnskostnaður vegna bíla- lána, sem þó teljast tiltölulega hagstæð neyslulán, lítur dæmið enn verr út. Í frétt í Morgunblaðinu í fyrra var tekið dæmi af þriggja millj- óna króna jeppa. Fyrsta árið eru af- föll um 500.000 krónur og við bætist þungaskattur upp á 130.000 krónur. Kostnaðurinn við að eiga nýjan jeppa er því að nálgast 700.000 á ári sem myndi duga fyrir hátt í 20 bílum eins og Víkverji á. x x x VÍKVERJI er reyndar sannfærð-ur um að það væri hið mesta glappaskot fyrir hann að kaupa nýj- an bíl því þrátt fyrir að Víkverji telji sig öruggan ökumann er hann stund- um dálítill klaufi við aksturinn. Þann- ig hefur honum tekist að rispa eða beygla hvern einasta bíl sem hann hefur nokkurn tíma átt, ýmist með því að keyra á bensíndælu, aka utan í handrið eða bakka á fullri ferð á bíl nágrannans. Sem betur fer hefur enginn meiðst í þessum árekstrum sem hefur farið blessunarlega fækk- andi á síðustu árum. Væri Víkverji á nýjum bíl væri kostnaður vegna sprautunar og réttinga áreiðanlega orðinn svimandi hár þótt einnig megi halda því fram að Víkverji myndi aka betur ef bíllinn væri verðmætari. x x x NÚ HALDA kannski sumir aðVíkverji sé bara svekktur yfir því að hafa ekki efni á nýjum bíl en vilji ekki horfast í augu við það. Og víst verður að viðurkennast að Vík- verji á æ oftar leið á bílasölur borg- arinnar sem selja notaða bíla – bara til að skoða að sjálfsögðu. Þegar hann hins vegar sér fallega, lítið ekna jeppa verður hann oftar en ekki hreint alveg veikur fyrir þeim og langar afskaplega mikið til að kaupa. Með því að rifja upp það sem Vík- verja hefur verið sagt um óheyrilega bensíneyðslu, himinhátt verð á jeppadekkjum og þá staðreynd að Víkverji myndi væntanlega nota jeppann mest til að aka um á malbiki, þá stenst Víkverji freistinguna og gerir bara tilboð í jeppana í hugan- um. Það er líka miklu ódýrara. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 haltra, 4 þref, 7 hnött- um, 8 sterk, 9 álít, 11 sleit, 13 eru minnugir á misgerðir, 14 starfið, 15 sjálfshreykni, 17 líkams- hluta, 20 elska, 22 dug- lausi maðurinn, 23 fjand- skapur, 24 drepa, 25 nemum. LÓÐRÉTT: 1 tvínónar, 2 dýs, 3 sárt, 4 rök og svöl, 5 fiskar, 6 hlýða, 10 dugnaðurinn, 12 raklendi, 13 bókstafur, 15 tölum, 16 kaldur, 18 huldumaður, 19 tómum, 20 ilma, 21 tölustafur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 páfagauks, 8 skæli, 9 göfgi, 10 níu, 11 asinn, 13 narri, 15 starf, 18 hrasa, 21 lár, 22 lagni, 23 orgar, 24 passasamt. Lóðrétt: 2 áræði, 3 arinn, 4 augun, 5 kofar, 6 assa, 7 gili, 12 nýr, 14 aur, 15 síld, 16 angra, 17 fliss, 18 hross, 19 augum, 20 arra. K r o s s g á t a MIG langar að taka undir orð Sigríðar Hjartardóttur varðandi framkomu Fréttablaðsins við blaðbera sína. Dóttir mín er 13 ára og byrjaði að bera út Frétta- blaðið í haust. Fyrstu mán- uðina fékk hún launin sín á réttum tíma og launaseðil sendan heim um hver mán- aðamót. Launin fyrir mars komu í lok apríl en enginn launaseðill. Samvisku- samlega bar hún blaðið út í apríl og maí en hætti því 1. júní, því þá höfðu launin fyrir apríl ekki enn skilað sér. Í dag, 9. júní, hefur hún hvorki fengið launin fyrir apríl né maí þrátt fyrir ítrekuð símtöl við starfs- menn Fréttablaðsins sem lofa alltaf öllu fögru! Mér finnst þessi framkoma Fréttablaðsins fyrir neðan allar hellur. Margir blað- berar þeirra eru ungmenni sem eru í sinni fyrstu laun- uðu vinnu og þessi fram- koma er svo sannarlega ekki til eftirbreytni. Að lokum vil ég nefna að í apríl sl. gaf svo Frétta- blaðið 60 blaðberum geisla- spilara meðan aðrir áttu inni mánaðarlaun hjá þeim! Oddfríður Jónsdóttir. Ömurleg framkoma við blaðbera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.