Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Mixa læknir geysist fram á ritvöllinn með látum og hamas(t) gegn Ísr- ael eins og heilagur stríðsmaður hins ís- lenska djíhads (Morg- unblaðið 28/5). Engu líkara er en að Mixa hafi verið með andar- teppu þegar hann setti skrif þetta saman. Honum er svo mikið niðri fyrir að hann myndar vart heillega setningu. Til að bæta gráu ofan á svart „prýðir“ hann skrif sín með orðaleppum á borð við „díll“ og „USA“. Síðast- nefnda fyrirbærið hét „Bandaríkin“ eða „Ameríka“ í mínu ungdæmi og þóttu bæði orðin ágæt. Þó tekur steininn úr þegar Ólafur segir lesendum sínum að yfirgang- ur gyðinga eigi sér fornar rætur, þeir hafi vaðið yfir Kanaansland fyrir 3.500 árum og myrt og drepið (ég hugsa að Hitler hafi verið sam- mála Ólafi). Ástæðan er trúin á hin hefnigjarna Guð Jahve, segir Ólafur (ég held Göbbels hafi verið sömu skoðunar). En Ólafur veit augljós- lega ekki að gyðingatrúin tók að breytast róttækt þegar gyðingarnir voru í útlegð í Babýlón. Þá mildast sýn þeirra á Jahve, hann er ekki lengur ættbálkaguð, belgfullur af hefndarþorsta. Reyndar er talið um trúna á hinn hefnigjarna Jahve á sama plani og blaðrið um að gyð- ingar telji sig öðrum æðri. Þegar trúaðir gyðingar segjast tilheyra „Guðs útvaldri þjóð“ þá eiga þeir við að Guð hafi kosið þá til þján- inga, til að bera syndir heimsins. Þrátt fyrir Kanaans-snakkið er Ólafur fremur hógvær miðað við aðra félaga íslenska djíhadsins. Hann hefur þó manndóm í sér til að viðurkenna að Arafat eigi vissa sök á ástandi mála. Ólafur segir rétti- lega að með því að fúlsa við Camp David samningunum hafi Arafat misst af sögulegu tækifæri. Ólafur hefði mátt bæta við að margt bend- ir til þess að Arafat sé ekki alsak- laus af sjálfsmorðsárásunum. Því til stuðnings má nefna að talsmaður Hamas, Osama (!!) Hamdan, var spurður í viðtali við BBC nýlega hvort Arafat hafi gefið fyrirskipanir um að hætta skuli sjálfsmorðsárás- um. Hamdam mun hafa svarað „nei, Arafat hefur alltaf gefið okkur hina gagnstæðu fyrirskipun“. Sé þetta rétt hafa Ísraelsmenn fyllstu ástæðu til að tortryggja Arafat. En auðvitað er stefna Ísraels ekki heil- ög. Til dæmis á ísraelska landnámið engan rétt á sér, að minni hyggju eiga landnemarnir að hypja sig burt hið snarasta. Hugsanlega gætu Ísr- aelar fjarlægt landnemana gegn því að Palestínumenn banni Hamas, Al Aqsa og íslamskt djíhad (gott væri að láta banna hið íslenska líka!). Engir aðrir en einfeldningar sjá að þetta eru stórhættuleg hryðju- verkasamtök. Lýsing tímarita á borð við Der Spiegel á þessum sam- tökum er ekki beint uppörvandi, tímaritið kallar leiðtoga þeirra „Drottna hins illa“ (Prinzen des Bö- sen). Einn Hamas-leiðtoganna segir í viðtali við tímaritið að hann óski þess að að minnsta kosti eitt barna hans verði sjálfsmorðssprengjari. Þýsk blöð og tímarit virðast vera gagnrýnni á Palestínumenn en fjöl- miðlar víðast annars staðar í Evr- ópu. Engu líkara er en að evrópskir fjölmiðlar hafi lagst flatir fyrir Pal- estínuaröbum. Til dæmis ráku norskir fjölmiðlar upp skaðræðis- vein um meint fjöldamorð í Jenin og staðnum líkt við gyðingagettóið í Varsjá. En svo kom upp úr dúrnum að aðeins um 50 Palestínumenn féllu í Jenin, rúmlega 20 Ísraelar. Jenin var nefnilega ekkert Varsjár- gettó heldur vígahreiður af verri gerðinni. Ísraelar halda því fram að ekki færri en 20 sjálfsmorðsárásir hafi verið skipulagðar í Jenin. Vest- ur-evrópskir fjölmiðlar hafa ekki of- reynt sig á að koma þeirri staðhæf- ingu á framfæri. Rétt eins og íslenska djí- hadið „vita“ blaða- mennirnir að Ísrael er byggt af morðóðum skríl. Svo má ekki ræða staðreyndir á borð við þær að sjálfs- morðssprengjuliðið lætur hjá líða að ráð- ast á ísraelska her- menn. Þess í stað bein- ir það „kröftum“ sínum að óbreyttum borgurum. Í einu til- viki sá sprengjuhetja ólétta konu koma út úr byggingu, vatt sér að henni og sprengdi í loft upp. Skyldi vinurinn vera í paradís núna með sjötíu gellur sér við hlið? Þetta má helst ekki ræða, hvað þá heldur þá staðreynd að pal- estínskir múllar hvetja til sjálfs- morðsárása í moskunum. Það myndi nú verða uppi tippið á sum- um ef einhver sérann færi að hvetja til hryðjuverka í Hallgrímskirkj- unni! Annað sem helst ekki má ræða eru ásakanir á hendur sjálfstjórn- inni um að palestínskum skólabörn- um sé kennt að hata gyðinga. Enn annað tabú er sú staðreynd að Ara- fat er einræðisherra og stjórn hans gegnsýrð af spillingu. Sænski fræði- maðurinn Sune Persson segir að ástandið á svæðum Palestínuaraba hafi versnað eftir að palestínska sjálfstjórnin tók völdin. Til dæmis virði sjálfstjórnin mannréttindi enn síður en ísraelska hernámsliðið gerði. Persson tekur sem dæmi mannránið á ritstjóra dagblaðsins al-Quds. Menn Arafats rændu hon- um vegna þess að hann hafði flutt fréttina um jólaheimsókn Arafats til Betlehem frá forsíðu til áttundu síðu! Var þetta mál mikið rætt í vestrænum fjölmiðlum. Það alvarlegasta við hlutdrægni fjölmiðla er sú staðreynd að hún hefur verið olía á eld gyðingahat- urs. Leiðtogar gyðinga í Noregi segja að börn af gyðingaættum þori ekki lengur að hafa Davíðsstjörnu um háls sér. Þau verði fyrir aðkasti og orsakanna sé að leita í áróðri fjölmiðla gegn Ísrael. Sama virðist vera upp á teningnum hérlendis, Yair Sapir segir að íslenskir gyð- ingar þori ekki að verja málstað Ísraels opinberlega (Morgunblaðið 26/5). „Við óttumst um öryggi okkar og barna okkar,“ segja þeir. Sapir telur að einhliða fréttaflutningur eigi drjúgan þátt í þessu. Hann seg- ir að í raun og veru sé engin rök- ræða um deilur Ísraels og Palest- ínumanna á Íslandi. Menn keppist við að ganga sem lengst í fordæm- ingu á Ísrael og barnalegri dýrkun á palestínskum terroristum. Mér er svo ekki launung í því að þessi grein er sett saman til að breyta þeirri mynd, sýna að til eru Íslend- ingar sem ekki eru ginnkeyptir fyr- ir sírenusöng PLO-snobbhænsn- anna. Deilur Ísraela og Palestínumanna eru flóknar og margþættar. Hvor- ugur aðilinn er alsaklaus eða alsek- ur. En það hjálpar engum að reka upp org og tala um gyðinga eins og hverjar aðrar skepnur. Það gerir læknirinn Ólafur Mixa, það gerir hið íslenska djíhad sem hamas(t) gegn Ísrael með djöfuldómi og lát- um. Íslenskt djíhad Stefán Snævarr Höfundur er doktor í heimspeki og býr í Noregi. Stríð Deilur Ísraela og Pal- estínumanna eru flókn- ar og margþættar, segir Stefán Snævarr. Hvor- ugur aðilinn er alsak- laus eða alsekur. HUGMYNDIR og áætlanir Háskóla Ís- lands um að byggja upp vísindagarða í Vatns- mýrinni eru án efa með stærri tíðindum í at- vinnumálum landsins á seinni árum. Háskólinn sýnir mikla framsýni með þessum áætlunum og mikilvægt frum- kvæði. Það er ljóst að þetta svæði hefur marga góða kosti til að bera; það er í nágrenni við öflugan háskóla þar sem stundaðar eru rannsóknir á breiðum grunni, það nálægt miðju höfuðborg- arinnar, það er í nágrenni við háskóla- sjúkrahús og inn á svæðið er nú þegar komið öflugt fyrirtæki í einum mest spennandi hluta þekkingariðnaðar- ins. Vanda verður til Það er því líklegt að þarna verði um mjög spennandi svæði að ræða fyrir atvinnurekstur. Í því ljósi er mikil- vægt að það sé vandað vel til þessa verkefnis þannig að starfsemin á svæðinu verði sem öflugust og skili þjóðarbúinu mikilli þekkingu. Þróun þessa svæðis skiptir ekki einungis máli fyrir Háskólann og Reykjavík- urborg, hún skiptir verulegu máli fyr- ir allt höfuðborgarsvæðið og reyndar landið allt. Í marga áratugi hefur verið rætt um nauðsyn þess hér á landi að breikka grunn atvinnulífsins og á allra síðustu árum hefur umræða um þekkingariðnað og hið svokallaða nýja hagkerfi orðið æ meira áberandi. Við höfum séð fjölmörg dæmi um það erlendis frá að uppbygging svokall- aðra vísindagarða, oft í tengslum við háskóla, er góð leið til þess að þróa hagkerfið fram á við og styrkja þar með atvinnulíf viðkomandi svæðis eða lands. Vegna smæðar Íslands og þess að stærstur hluti þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu hafa því flestir hagsmuni af því að þróun vísinda- garðanna verði sem jákvæðust. Margir hafa hagsmuni Þróun og uppbygging vísindagarð- anna varðar mun fleiri en Háskólann. Það er því mikilvægt að Háskólinn leiti sér samstarfsaðila í málinu til þess að reyna að tryggja sem hag- stæðastan framgang. Þá er að mínu mati einnig nauðsynlegt að búa strax í upphafi til áætlun, í samráði við samstarfsaðila, um hvernig atvinnustarf- semi menn geti helst hugsað sér að verði byggð upp í görðunum. Opin aðferð, þar sem næstum hver sem er getur orðið leigjandi eða eigandi í görðunum, dregur verulega úr möguleikum þess að þetta fyrirbæri skili því til þjóðarbúsins sem þörf er á í formi þekk- ingar og verðmæta. Klasamyndun Þegar byggja á upp vísindagarða liggur nokkuð beint við að líta til þess framsæknasta sem til er í atvinnulífi viðkomandi svæðis eða lands. Hvar eru möguleikarnir mestir til þess að skapa aukin verðmæti og aukna þekkingu? Hér á landi hefur oft verið rætt um þróun og rannsóknir í tengslum við orkuvinnslu, hugbúnað- argerð og fjarskipti, líftækni og tengdar greinar, framleiðslu há- tæknibúnaðar við matvælavinnslu af ýmsu tagi, heilbrigðis- og stoðtækni- greinar svo nokkrar greinar séu nefndar. Að mínu mati þarf Háskól- inn að leita eftir samstarfi við fyrir- tæki í greinum eins og þessum til þess að byggja upp öfluga vísindagarða á þann hátt að framsækin fyrirtæki í svipaðri starfsemi geta haft stuðning af nábýli hvert við annað. Klasamynd- un er þekkt við uppbyggingu atvinnu- lífs og í tilviki vísindagarðanna liggur beint við að reyna að stuðla að kla- samyndun í heppilegum greinum. Öflugir frumbyggjar Í vísindagörðum er oft reynt að byggja á öflugum og þekktum frum- byggjum sem reynt er að nota sem segul til þess að auka tiltrú fyrirtækja í tengdum greinum á svæðinu sem góðum staðsetningarkosti. Í tilviki vísindagarðanna er augljóst að Ís- lensk erfðagreining er nú þegar kom- in inn á jaðar svæðisins og því liggur beint við að reyna að ná samstarfi við það fyrirtæki um kynningu og upp- byggingu garðsins. Önnur öflug fyr- irtæki gætu einnig komið til greina í þessu sambandi. Í lok apríl kom fram- kvæmdastjóri Copenhagen Capacity, sem er eins konar sölu- og kynning- arstofa Kaupmannahafnar- og Eyr- arsundssvæðisins í heimsókn til Afl- vaka hf. Í samtölum við stjórnarmenn Aflvaka um möguleika vísindagarð- anna taldi hann hæpið að inn í þá myndu sækja stór erlend fyrirtæki með stórar starfsstöðvar. Hann taldi hins vegar líklegt að stór fyrirtæki myndu vilja setja upp minni þróunar-, tilrauna- og hönnunarsetur í vísinda- garði í Reykjavík og notfæra sér þar nábýli við háskóla og önnur fyrirtæki í svipaðri starfsemi. Í þessu tilliti eru öflugir og þekktir frumbyggjar nauð- synlegir og að mínu mati er Íslensk erfðagreining möguleiki sem liggur beint við að skoða í því sambandi. Þrátt fyrir að bygging vísindagarð- anna sé ekki enn hafin er hönnunin komin mjög langt á veg. Það er því fyrir löngu orðið tímabært að kynna fyrirbærið á markvissan hátt fyrir mögulegum þátttakendum eða við- skiptavinum. Það kann líka að vera þannig að einhverjir stórir aðilar hefðu áhuga á því að koma að málinu áður en málið er komið of langt hvað hönnun og útfærslur varðar. Það er t.d. hugsanlegt að einhver sú starf- semi sem gæti átt heima í vísinda- görðunum rúmist ekki endilega innan þeirrar hönnunar á húsnæði sem ver- ið er að vinna með í tilviki garðanna. Í þessu tilliti er því nauðsynlegt að tryggja ákveðinn sveigjanleika. Eitt af verkefnum Aflvaka hf. er að kynna Reykjavíkurborg sem hag- stæða staðsetningu fyrir fjárfesting- ar og uppbyggingu atvinnulífs. Í þessu sambandi fara hagsmunir Há- skólans og Aflvaka saman. Uppbygg- ing vísindagarðanna er það stór hluti af áætlaðri atvinnuuppbyggingu í borginni að það hlýtur að vera á könnu Aflvaka að kynna garðana sem hluta af kynningu á Reykjavíkurborg. Að mati Aflvaka er nauðsynlegt að hægt sé að hefja þá kynningu sem fyrst. Vísindagarðarnir í Vatnsmýri Ari Skúlason Atvinnumál Íslensk erfðagreining, segir Ari Skúlason, er nú þegar komin inn á jaðar svæðisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Afl- vaka hf. Úrslit í Sumarbrids 2002 Miðvikudagskvöldið 5. júní mættu 20 pör til leiks og urðu þessi hlut- skörpust (meðalskor 216) NS Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson 291 Baldur Bjartmarss. – Jörundur Þórðars. 259 Þórður Sigurðsson – Gísli Þórarinsson 257 AV Guðmundur Baldurss. – Hallgr. Hallgr. 274 Guðjón Sigurjónsson – Helgi Bogason 249 Arnar Ægisson – Þorvarður T. Ólafss. 233 Fimmtudagskvöldið 6. júní var spilaður 16 para tvímenningur og urðu þessi pör efst (meðalskor 210): Daníel Sigurðss. – Vilhjálmur Sig. jr 260 Ísak Örn Sigurðsson – Helgi Bogason 240 Hermann Friðrikss. – Þorsteinn Joens. 238 Torfi Ásgeirss. – Jón Viðar Jónmundss. 237 Tómas Jónsson – Óðinn Þórarinsson 229 Föstudagskvöldið 7. júní mættu 42 pör til leiks sem er nýtt met í hinu nýja húsnæði BSÍ. Ástæðan var sú að um var að ræða Alheimstvímenn- ing Heimssambandsins (WBF). Spil- að var í 2 riðlum og urðu þessi pör efst (meðalskor 216): A-riðill NS Sigurður Steingrímss. – Óskar Sigurðss. 253 Ljósbrá Baldursd. – Ásmundur Pálsson 243 Böðvar Magnúss. – Kristinn Kristinss. 238 A-riðill AV Árni Hannesson – Oddur Hannesson 273 Birna Stefnisd. – Aðalsteinn Steinþórss. 244 Dröfn Guðm. – Ásgeir P. Ásbjörnsson 239 B-riðill NS Birkir Jónsson – Bogi Sigurbjörnsson 267 Leifur Aðalsteinsson – Torfi Ásgeirsson 243 Stefán Jónsson – Þorsteinn Joensen B-riðill AV Eiríkur Jónsson – Hermann Lárusson 268 Sveinn Þorvaldss. – Gísli Steingrímss. 262 Unnar A. Guðmundss. – Helgi Samúelss. 247 Að loknum tvímenningi var spiluð sveitakeppni að vanda, alls tóku tíu sveitir þátt og voru spilaðar þrjár umferðir með Monrad-fyrirkomu- lagi. Lokastaða efstu sveita: Ólöf H. Þorsteinsdóttir (Stefán Stefánsson, Stefán Jónsson og Þorsteinn Joensen) 59 Ljósbrá Baldursdóttir (Ásmundur Pálsson, Hermann Lárusson og Eiríkur Jónsson) 58 Siglósveitin (Björk Jónsdóttir, Jón og Bogi Sigurbjörnssynir og Birkir Jónsson) 56 Gylfi Baldursson (Hermann Friðriksson, Ísak Örn Sigurðss. og Vilhjálmur Sig jr) 48 Laugardaginn 8. júní var spilaður annar Alheimstvímenningur, spilað var í einum riðli og efstu pör voru (meðalskor 256): Torfi Ásgeirsson – Óli Björn Gunnarss. 294 Sveinn Þorvaldss. – Vilhjálmur Sig. jr 291 Björn Árnason – Sigurður Steingrímss. 288 Guðlaugur Sv. – Hermann Friðrikss. 282 Vilhjálmur orðinn stigahæstur Í stigakeppni sumarsins hefur Vil- hjálmur Sigurðsson yngri tekið for- ystu eftir gott gengi um helgina, en topp-tíu listinn er svona: Vilhjálmur Sigurðsson jr 169 Hermann Friðriksson 167 Guðlaugur Sveinsson 141 Þorsteinn Joensen 131 Torfi Ásgeirsson 120 Baldur Bjartmarsson 115 Erla Sigurjónsdóttir 96 Gylfi Baldursson 95 Alfreð Kristjánsson 91 Sigurður Steingrímsson 89 Erla að stinga af? Erla Sigurjónsdóttir hefur náð góðri forystu hjá konunum, en lík- lega hafa aðrar spilakonur ekki sagt sitt síðasta í þessari keppni: Erla Sigurjónsdóttir 96 María Haraldsdóttir 48 Halldóra Magnúsdóttir 48 Harpa Fold Ingólfsdóttir 44 Guðrún Jóhannesdóttir 44 Soffía Daníelsdóttir 43 Ljósbrá Baldursdóttir 32 Anna Guðlaug Nielsen 30 Birna Stefnisdóttir 29 Kristjana Steingrímsdóttir 28 Í Sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19 í Síðumúla 37. Allir eru velkomnir og keppnisstjóri að- stoðar við að mynda pör, mæti spil- arar stakir. Reynt er að taka vel á móti byrjendum og óvönum spilur- um. Mætið því hress til leiks í af- slöppuðu andrúmslofti. Nánari upp- lýsingar fást hjá BSÍ (s: 587-9360) eða hjá Matthíasi (s: 860-1003). Einnig má senda tölvupóst til sum- arbridge@bridge.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.