Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 65
Eina myndin sem birta mátti frá brúðkaupinu prýddi margar forsíður breskra dagblaða og skyggði meira að segja á um- fjöllun um HM í knattspyrnu. ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta að Eminem er farsælasta rappstjarna sögunnar. Og það hefur honum tekist án teljandi málamiðl- ana – fram til þessa. The Eminem Show er nefnilega fyrsta platan þar sem maður hefur á tilfinningunni að herra Mathers sé umhugað um að geðjast einhverjum, að rembast við að uppfylla væntingar. Sem er mið- ur, því hans stærsti kostur var alltaf að honum var skít- sama um allt til hægri og vinstri, lét engan segja sér hvað hann ætti að segja eða gera, tal- aði umbúðalaust, var hættulegur. Vissulega talar hann enn umbúðalaust en nú er einhvern veginn eins og hann sé bara að gera það því til þess er ætlast af honum. Hann bætir þannig engu við það sem hann hefur þegar sagt, er enn gátt- aður yfir því að vera átrúnaðargoð, finnst ennþá jafnfyndið að vera fyr- irmynd ungra Bandaríkjamanna, er enn að opinbera sínar innstu tilfinn- ingar í garð gagnslausrar móður sinnar og kvartar enn yfir því hversu erfitt það er að vera svona frægur og hversu margar stelpur reyni að not- færa sér hann. Á síðustu plötu, The Marshall Mathers LP, fór hann hreinlega á kostum er hann létti þessum hugsanaflækjum af sér en síðan hefði hann alveg mátt snúa sér að fleiri hugðarefnum. Og Dr. Dre má alveg fara að endurnýja í plötu- skápnum hjá sér og prófa að smala saman tónum úr nýjum lögum og má ég þá biðja um eitthvað annað en gamla Aerosmith-slagara takk! En til að fyrirbyggja misskilning ber að taka fram að The Eminem Show er fjarri því að vera vond plata. Ég hafði bara svo miklar væntingar til Eminem eftir snilldina sem hann sendi frá sér síðast. Það eru allnokk- ur fantafín lög á plötunni, eins og t.d. reiðilesturinn „White America“, „Square Dance“, „Drips“ og „When The Music Stops“. Þeir sem þráðu meira af því nákvæmlega sama og síðast ættu örugglega að fá nóg fyrir sinn snúð og vinsældirnar munu ekki láta á sér standa. Ég er bara heimtu- frekari en það, vil fá meira næst, og er viss um að Eminem á ekki eftir að bregðast mér.  Tónlist Sami Slim Shady Eminem The Eminem Show Aftermath Records Þriðja plata vinsælasta rappara sem um getur. Ennþá jafnreiður. Skarphéðinn Guðmundsson Kringlunni, s. 533 1727 Laugavegi, s. 511 1727 Brjálað Kringlukast Allt að 50% afsláttur Teg.: GCA 085 Áður 16.990, nú 8.990 Litir: Vínrautt, brúnt Teg.: Done 1290 Áður 8.990, nú 3.990 Litir: Rautt, beige Teg.: BB624 Áður 17.990, nú 9.990 Litir: Svart, beige, rautt, blátt Teg.: ADALPD0571 Áður 12.990, nú 8.990 Teg.: BB5058 Áður 11.990, nú 5.990 Litir: Rautt, brúnt Teg.: BB3408 Áður 9.990, nú 4.990 Litir: Beige, brúnt, svart Teg.: BB3413 Áður 9.990, nú 4.990 Litir: Beige, svart, hvítt Teg.: BB3236 Áður 9.990, nú 4.990 Litir: Beige, svart Teg.: TRE15255 Áður 6.990, nú 3.990 Litir: Svart, koníaksbrúnt Nýtt kortatímabil MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 65 Wyclef Jean handtekinn TÓNLISTARMAÐ- URINN Wyclef Jean var handtekinn á dög- unum fyrir að syngja! Ekki stendur þó til að svipta þennan fyrr- verandi liðsmann Fu- gees lifibrauðinu held- ur var ástæða handtökunnar sú að hann söng í mótmæla- skyni. Hópur fólks kom saman í New York til að mótmæla niður- skurði á fjárstyrkjum til skóla í landinu. Meðal mótmælenda voru auk Jean kollegar hans P. Diddy, Alicia Keys og Jay-Z. „Óeirðaseggurinn“ Wyclef Jean. Re ut er s SAKSÓKNARAR í málaferlunum gegn leikkonunni Winonu Ryder hyggjast leiða líkur að því að þjófnaður, sem hún er sökuð um, hafi verið hluti af stærra hegðun- arvandamáli. Leikkonan hefur aldrei fyrr verið ákærð fyrir glæp, en talið er að saksóknarar hyggist draga fyrri misgjörðir hennar fram í dagsljósið. Ryder er sökuð um að hafa reynt að stela fatnaði í glæsiversluninni Saks Fifth Avenue í des- ember á síðasta ári en dómari úrskurðaði í síðustu viku að ástæða væri til að fara með málið fyrir dóm. Leikkonan segist saklaus af ákærunni, en hún gæti átt tæp- lega fjögurra ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hún fundin sek um þjófnaðinn. Fyrri misgjörðir dregnar fram Winona Ryder hefur tekið mála- ferlunum létt hingað til. Réttarhöld yfir leikkonunni Winonu Ryder Reuters Frá framleiðendum I Know What You Did Last Summer og Urban Legend. STUART TOWNSEND AALIYAH Frá Anne Rice, höfundi Interview with a Vampire, kemur þessi magnaða hroll- vekja með Stuart Townsend og Aaliy- ah í aðalhlutverki, en þetta var jafn- framt hennar seinasta mynd. This time there are no interviews Sýnd kl. 5.30 og 8. Vit 384. Sýnd kl. 10.30. Vit 367 Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 358. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  SV Mbl Skilin milli heima hinna lifenda og dauðra er um það bil að bresta. Tryllingsleg og yfirnáttúruleg spenna. Sýnd Kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára Vit 385.Sýnd Kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. Vit 388. Mögnuð margverðlaunuð mynd í anda PulpFictionsem er það ófyrirsjáanleg að það er hreint unum að horfa á hana. Sýnd kl. 7, 8.30 og 10. Stranglega bönnuð innan 16. Vit 381. Sýnd kl. 6.55. Síðustu sýn. B.i. 16. Vit nr. 360. DV ÓHT Rás 2 DV Kvikmyndir.is  Mbl  Kvikmyndir.com The ROYAL TENENBAUMS Sýnd kl. 9.30. Síðustu sýn. Vit 337. Sýnd kl. 7.15. Síðustu sýn. B.i. 12. Vit 335. Ertu að f ara í frí ? Panta›u Frífljónustu Morgunbla›sins á e›a í síma 569 1122 Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 16. Yfir 47.000 áhorfendur! 1/2 RadióX  DV kvikmyndir.com  1/2 kvikmyndir.is  Sánd Einn magnaðasti spennutryllir síð- ustu ára! Jodie Foster, t vöfaldur Óskarsverð- launahafi, hefur aldrei verið betri. „Meistari spennu- myndanna hefur náð að smíða enn eitt meistaraverkið“ 1/2kvikmyndir.com Radíó X 1/2HK DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 16 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10.Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. .B. i. 10. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  Rás 2 Yfir 30.000 áhorfendur J O D I E F O S T E R SIR PAUL McCartney og fyrrum fyrirsætan Heath- er Mills voru gefin saman í sannkölluðu ævintýra- brúðkaupi á Írlandi síð- astliðinn þriðjudag. At- höfnin fór fram í Leslie-kastala í Glaslough í Monaghan-sýslu og voru vinir brúðhjónanna við- staddir auk fjölskyldu. Mills fylgdi þeirri hefð að láta brúðgumann bíða eftir sér og mætti nokkr- um mínútum of seint til athafnarinnar. Hún var íklædd hvítum kjól sem hún hannaði sjálf í sam- vinnu við hönnuðina Eav- is & Brown og blómvönd- ur hennar samanstóð af 11 svonefndum McCart- ney-rósum. Þegar brúð- urin gekk svo inn kirkju- gólfið ómaði undir lagið „Heather“ sem McCart- ney samdi handa sinni heittelskuðu. Gestirnir, sem alls voru um 300 talsins, komu á svæðið í níu rútum og í þyrlu en öryggisverðir sáu um að fjölmiðlar kæmust ekki nálægt kast- alanum. Á meðal gesta voru m.a. fyrrum Bítillinn Ringo Starr, bandaríski leikarinn Steve Buscemi, tónlistarmennirnir Bono, Eric Clapton, Sir Elton John, Jools Holland og Chrissie Hynde auk þriggja barna Pauls af fyrra hjónabandi hans og Lindu, Stella, James og Mary. Hinu „glaðlega og hjartnæma“ brúðkaupi Sir Paul McCartney og Heather Mills lauk með stórkostlegri flugeldasýn- ingu í Leslie-kastala í Glaslough en að henni lokinni héldu hjónin í brúðkaupsferð á óþekkt- an áfangastað. Sir Paul McCartney og Heather Mills gefin saman Bítla- brúðkaup aldarinnar Ringo Starr mætir til brúðkaupsins en hann las brúðhjónun- um frumsamið ljóð. Bannað að syngja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.