Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ENGIN ATVINNULEYFI hafa verið veitt síðastliðinn hálfan mán- uð til dansmeyja sem hyggjast starfa á veitingastaðnum Óðali, að því er kom fram í máli Grétars Berndsen, framkvæmdastjóra stað- arins, á blaðamannafundi í fyrra- dag. Þá segir hann að fulltrúum staðarins virðist sem allt stefni í að einkadans verði bannaður hér á landi, en fulltrúarnir áttu fund með dómsmálaráðherra að morgni þriðjudags. Grétar segir einka- dansinn vera það stóran þátt í heildartekjum staðarins að vænt- anlega verði að loka Óðali verði einkadans bannaður. Hann segir engin leyfi hafa feng- ist frá því fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, Ellisif Tinna Víðisdóttir, greindi frá því í fjöl- miðlum að á ráðstefnu Norður- landa- og Eystrasaltsþjóðanna ný- verið hefðu komið fram upplýsingar frá lögreglunni í Eist- landi og Lettlandi um að ríkin hafi undir höndum vitnisburði kvenna sem starfað hafi hjá næturklúbbum á Íslandi um að þær hafi verið látn- ar stunda vændi. Grétar segir að atvinnuleyfin hafi verið samþykkt af öllum að- ilum sem komi að veitingu atvinnu- leyfa þar til á lokastigi ferlisins, tveimur dögum fyrir afhendingu, í síðustu viku, þegar leyfisveiting- arnar hafi verið stöðvaðar vegna „skipunar að ofan“. Grétar segir þessa stöðvun at- vinnuleyfisveitinga hafa valdið veit- ingastaðnum miklu fjártjóni. Hann segir að á þessu ári hafi starfs- menn Óðals fengið 35 atvinnuleyfi af þeim 50 sem gefin hafi verið út af yfirvöldum. Grétar segir að ein- ungis Óðal og Maxím noti atvinnu- leyfi. Aðrir klúbbar noti þau ekki. „Það kom fram hörð gagnrýni frá sýslumannsfulltrúanum um að at- vinnuleyfi væri ávísun á vændi. Þar sem við erum annar tveggja staða sem fá úthlutað atvinnuleyfum og höfum fengið úthlutað 35 af þeim 50 leyfum sem gefin hafa verið út á árinu, þá tökum við þessa gagnrýni töluvert til okkar,“ segir Grétar. Hann bendir á að fjórir aðrir klúbbar séu í rekstri en engar sér- stakar áhyggjur virðast vera af eft- irliti með þeim. Gestir Óðals eru 3–5 þúsund á mánuði og 80% tekna staðarins koma frá útlendingum. Þá segir Grétar að árlega greiði Óðal 60 milljónir króna í opinber gjöld. Hann segir algeng laun dansara vera á bilinu 600–800 þúsund krón- ur og allir dansarar búi við sömu launakjör. Starfsmenn hafa orðið fyrir ónæði Grétar segir að í sex ára sögu Óðals hafi einungis einu sinni starf- að hjá þeim dansari frá Eystra- saltsríkjunum. Flestar dansmeyja Óðals hafa verið frá Tékklandi og Ungverjalandi. Hann segir betri reynslu hafa verið af því að hafa stúlkur frá löndum utan Evrópu- sambandsins í vinnu. Hann segir margar ástæður vera fyrir því að þessar stúlkur hafi reynst betur, s.s. tekjur. Það sé líka meira úrval af dönsurum í þessum löndum. Grétar segir að Óðal hafi ekki um- boðsmenn erlendis. Flestar stúlk- urnar komi hingað vegna þess að þær hafi heyrt af Óðali. Þá segir Grétar að dansmeyjar Óðals hafi ítrekað síðastliðnar tvær vikur verið beðnar af viðskiptavin- um sínum um meira en einkadans. Hann segir þó að ekki hafi verið ráðist á dansmeyjarnar. Þá verði aðrir starfsmenn staðarins einnig fyrir ónæði. Til að mynda sé sagt um þá að þeir starfi á vændishúsi. Fulltrúar Óðals hafa ritað full- trúa sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli bréf þar sem farið er fram á að hún biðjist afsökunar, taki um- mæli sín um tengsl atvinnuleyfa og vændis til baka eða færi rök fyrir þessari fullyrðingu. Halldór Back- man, lögmaður Óðals, segir að það komi til greina að höfða meiðyrða- mál á hendur sýslumannsfulltrúan- um. Margareta Vejrostková frá Tékklandi las yfirlýsingu frá dans- meyjum Óðals á blaðamannfundin- um í gær, þar sem fram kom að þeim hefði sárnað umfjöllum í fjöl- miðlun nýverið. Vejrostková segist vera að koma hingað til lands sem nektardansmey í fjórða skiptið en hún hafi fyrst komið hingað fyrir þremur árum. Hún segist hafa dansað víða erlendis, m.a. í Banda- ríkjunum, en aldrei orðið vör við að viðskiptavinir væru í jafnmiklum mæli að ætlast til meira af sér en að horfa á dans, líkt og verið hafi hér á landi síðastliðinn hálfan mán- uð. Hún segist hafa kynnt sér að- stæður á öðrum nektardansstöðum á Íslandi og komist að þeirri nið- urstöðu að best væri að dönsurun- um búið á Óðali. Hún segist þó ekki þekkja dansmeyjar annarra staða persónulega. Í yfirlýsingunni kemur fram: „Með góðum tekjum og heppilegum vinnutíma skapa margir dansar- anna sér tækifæri til menntunar sem erfitt er eða útilokað væri að öðlast með öðrum hætti.“ Þá segir að dansarar sem leggja hart að sér geti á fáum árum hagnast verulega og lagt grunn að fjárhagslegu ör- yggi ævilangt. Ennfremur segir að fráleitt sé að nektardansmeyjar séu líklegri en aðrar konur til að vilja drýgja tekjur sínar með vændi. Engin atvinnuleyfi til dansara Óðals í tvær vikur AÐALFUNDUR Félags norrænna bókagerðarmanna var haldinn á Íslandi 10. og 11. júní og af því tilefni komu til landsins um fimm- tíu manns frá Danmörku, Finn- landi, Færeyjum, Noregi og Sví- þjóð. Félagsmenn eru starfsfólk í prentiðnaði á Norðurlöndum og er félagið aðili að ýmsum sam- tökum launþega í Evrópu og á al- þjóðlegum grundvelli. Hinir norrænu gestir óskuðu eftir að fá að heimsækja og heiðra frú Auði Sveinsdóttur á Gljúfrasteini. Hún varð fúslega við þeirri beiðni og bauð fólkinu heim. Á myndinni eru Stefán Ólafsson, skipuleggjandi fund- arins, og Malte Eriksson, formað- ur Félags norrænna bókagerð- armanna,að færa Auði gjöf frá félagsmönnum. Bókagerð- armenn heimsóttu Gljúfrastein Morgunblaðið/Arnaldur MIKILVÆGT er að starfsmenn á bráðamóttöku og heilsugæslu sinni brotaþolum kynferðisofbeldis með sem bestum hætti. Guðrún Agnars- dóttir, yfirlæknir á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar, slysa- og bráða- sviði Landspítala – háskólasjúkra- húss, flutti erindi á alþjóðlegu þingi um bráðalækningar í Háskólabíói á þriðjudag um móttöku brotaþola. „Við komu á bráðamóttöku er afar mikilvægt að sérþjálfaðir starfs- menn taki á móti brotaþola og sýni stuðning, samhygð og skilning, auk færni við réttarlæknisfræðilega skoðun og söfnun sakargagna,“ seg- ir Guðrún. „Þolandi má alls ekki finna fyrir ásökunum eða dómi um atburðina, heldur verður að gefa þolanda tíma til að jafna sig eftir áfallið. Það getur tekið marga lang- an tíma að vinna úr áfalli vegna kyn- ferðislegs ofbeldis.“ Algengara en margir halda Að sögn Guðrúnar er kynferðis- legt ofbeldi algengara en margir halda. „Ofbeldisbrot af þessu tagi, sem hafa gerst einhvern tíma á lífs- leiðinni, eru oft dulin fyrir heilbrigð- isstarfsmönnum,“ segir Guðrún, „en það er eðlilegt miðað við stöðu þol- andans, sem oft líður mjög illa vegna ofbeldisins og hefur reynt að víkja því frá sér. Starfsmenn á sjúkra- húsum, sem og á heilsu- gæslustöðvum, verða að vera vel að sér í kyn- ferðisafbrotamálum vegna þagnarinnar sem umlykur þau. Nýleg norræn rannsókn, á vegum rannsóknar- hópsins NORVOLD, sýnir að reynsla af of- beldi er mun algengari en búist hafði verið við. 33% íslenskra kvenna sem leituðu til kven- sjúkdómadeildar af ýmsum orsökum höfðu orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi einhvern tíma. Aðeins 4% þeirra minntust á það við lækninn sinn. Þessi vísbending hvetur til þess að starfsfólk í heilbrigðisstéttum, á öll- um sviðum, sé vel að sér í því að greina og bregðast við reynslu sjúk- linga af ofbeldi. Með því má koma í veg fyrir endurtekið áfall við með- höndlun á sjúkrahúsi,“ segir Guð- rún. Kynferðislegt ofbeldi er áfall sem erfitt er að glíma við og það getur lagst mjög þungt á sál viðkomandi. Oft getur stuðningur þó leitt til far- sællar úrvinnslu. Fyrsta hjálp er þess vegna mjög mikilvæg. „Þrátt fyrir að margir byrgi reynslu sína inni fyrst um sinn og þurfi tíma áður en hægt er að ræða málin til fullnustu er nauð- synlegt að aðstoðin, sem þolandi fær á bráðamóttöku sé full- nægjandi. Á ráðstefn- unni mun ég ræða vinnuferli okkar á Neyðarmóttöku Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss og hvaða atriði við teljum mik- ilvægust í samræmi við nýjustu rannsókn- ir,“ segir Guðrún. Í nýlegri norrænni samanburðarrannsókn er dregin sú ályktun að aðgengi og tengsl þolenda við þjónustu Neyð- armóttöku í Reykjavík séu mjög góð. „Við teljum að hér heima séu tengslin góð og vonum að flestir þol- endur leiti til Neyðarmóttöku eftir að þeir hafa orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi. Við reynum að vera sýnileg um allt land með góðri kynn- ingu á störfum okkar, en alltaf eru dæmi þess að þolendur dragi það of lengi að leita sér aðstoðar. Við vilj- um fá þolendur til að leita til okkar sem fyrst svo að mál þeirra geti fengið fullnægjandi meðferð,“ segir Guðrún að lokum. Alþjóðlegt þing um bráðalækningar haldið í Háskólabíói Guðrún Agnarsdóttir Mikilvægt að sýna skilning og samhygð frá upphafi ALMANNAVARNAÆFINGIN Samvörður 2002 verður haldin á Ís- landi dagana 24. til 30. júní, en sam- kvæmt fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu er æfingin hluti af alþjóðlegu öryggis- og varnarmála- samstarfi Atlantshafsbandalagsins. Æfingin í ár er þriðja Samvarðaræf- ingin sem haldin er á Íslandi en markmiðið er að styrkja og samhæfa aðgerðir herja og borgaralegra stofnana aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins og samstarfsríkja þess á sviði friðargæslu og björgunar- starfa, auk þess sem æfð eru við- brögð við náttúruhamförum. Íslendingar 550 talsins Alls munu 550 Íslendingar taka þátt í Samverði 2002, meðal annars starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Flugmálastjórnar, Rauða kross Ís- lands, Almannavarna ríkisins, Landsbjargar, lögreglu, slökkviliðs, almannavarnarnefnda, auk sjálf- boðaliða. Erlendir þátttakendur verða um 500 talsins og verður yf- irmaður varnarliðsins í Keflavík framkvæmdastjóri æfingarinnar af hálfu NATO og annarra erlendra þjóða sem taka þátt í henni, en varn- arliðið mun meðal annars leggja til þyrlubjörgunarsveit og stórar flutn- ingaþyrlur Bandaríkjahers. Björg- unarsveitir og sjúkraflokkar koma víða að frá Evrópu og Kanada. Und- irbúningur æfingarinnar hefur stað- ið í rúmt ár og hafa þrjár undirbún- ingsráðstefnur með fulltrúum innlendra og erlendra þátttakenda verið haldnar, en skipuleggjendur æfingarinnar eru Landhelgisgæslan og Varnarliðið. Æfingin er þrískipt og hefst á mál- þingi í Reykjavík 24. júní, en þar munu sérfræðingar á sviði jarðvís- inda og björgunarstarfa halda fyr- irlestra og samtímis verða fyrirlestr- ar um öryggismál haldnir fyrir undirmenn sveita þátttökuríkjanna í Keflavík. Annar hluti felst í þjálfun erlendra björgunarsveita úti á landi 25-27. júlí en sérfræðingar frá Slysa- varnarfélaginu Landsbjörgu munu sjá um þann þátt og á sama tíma verður haldin stjórnstöðvaræfing sem felst í samhæfingu stjórnstöðv- ar Samvarðar við aðrar stjórnstöðv- ar sem að æfingunni koma. Vettvangsæfing, sem er aðalæf- ingin, fer fram í Vestmannaeyjum 28. til 30. júní en þar verður megin- verkefnið að bjarga fólki frá eyju þar sem eldgos og jarðskjálftar ógna lífi þess. Bregðast þarf við ýmsum áföll- um, eins og skemmdum á bygging- um og lokun flugvallar og hlúa þarf að slösuðum og sjúkum, en fólkið verður flutt með þyrlum og skipum í öruggt skjól í Þorlákshöfn. Rúmlega 1.000 manns taka þátt í Samverði 2002 ÁSTBJÖRN Egils- son hefur verið kjör- inn Evrópuforseti Kiwanis-hreyfingar- innar, en að sögn hans felur kjörið í sér að hann verður kjörforseti hreyfing- arinnar í Evrópu á næsta starfsári sem hefst 1. október og svo forseti hreyfing- arinnar árið þar á eftir. „Kjör mitt er náttúrulega viður- kenning á störfum íslenskra Kiwanis- manna og sýnir að við erum full- gildir í samfélagi Kiwanis-- hreyfinganna,“ segir Ástbjörn. Hann segir að nú séu um 35.000 félagar í evrópskum Kiwanis- hreyfingum og að spennandi tímar séu framundan, enda sé Kiwanis-hreyfingum að fjölga í Austur- Evrópu og á næstu mánuðum verði unnið að því að skipuleggja aðstoð Kiwanis- manna þar. Sérstök áhersla verði lögð á að hjálpa börnum í þessum löndum að komast til náms. Nýr Evrópu- forseti Kiwanis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.