Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 32

Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 32
MENNTUN 32 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kynning og ráðgjöf Glæsileg svört hliðartaska að gjöf þegar keypt er fyrir kr. 2.500. fimmtudag Snyrtiv.deild Hagkaups Smáralind föstudag Snyrtiv.deild Hagkaups Kringlunni, 1. h. föstudag Snyrtiv.deild Hagkaups Smáralind laugardag Snyrtiv.deild Hagkaups Smáralind *meðan birgðir endast www.forval.is Tilboðið gildir einnig í: Libiu, göngugötu, Mjódd Snyrtivörudeild Hagkaups, Skeifunni Snyrtivörudeild Hagkaups, Spönginni ÍMenntaskólan-um við Sunder erlentsamstarf rík- ur þáttur í skóla- starfinu. Þetta sam- starf er með ýmsu sniði og teygir anga sína víða um Evr- ópu. Síðastliðinn vetur komu t.d. tveir hópar nem- enda og kennara frá dönskum skólum í heimsókn og einn hópur frá Frakk- landi. Tvær þessara heimsókna voru endurgoldnar og fór einn hópur MS-inga, með dönsku sem valgrein, til Danmerkur og annar frönsku- hópur til Frakklands um miðjan mars síðastliðinn. Frakklandsheim- sóknin var hluti af samstarfsverk- efni sem bar yfirskriftina Jarðsaga við strendur Íslands og innrásin í Normandí. Verkefnið var styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins undir merkjum Sókratesar/Comení- usar og má sjá afraksturinn á heimasíðu verkefnisins sem unnin er af nemendum sem tóku þátt. Einnig fór útvalinn hópur nem- enda til Vasa í Finnlandi í febrúar síðastliðnum ásamt nokkrum kenn- urum. Þessi heimsókn var ennfrem- ur styrkt af Comeníusaráætlun Evrópusambandsins og að hluta af Þróunarsjóði menntamálaráðuneytis- ins. Heimsóknin til Vasa var hluti af samstarfs- verkefni þriggja skóla; Menntaskólans við Sund, Borgaregatansskola í Vasa í Finnlandi og De Groene Driehoek í Hoogeveen í Hollandi. Þetta verkefni hefur staðið yfir undanfarin tvö skólaár og mun því ljúka formlega á næsta skólaári. En hvaða gagn skyldi vera af slíku sam- starfi? Hvernig tengjast slík verkefni skólastarfinu almennt? Fjölbreyttar kennsluaðferðir Síðastnefnda samstarfsverkefnið hefur staðið yfir undanfarin tvö skólaár og ber yfirskriftina Að auka gæði náms og kennslu með því að nemendur og kennarar skoði, skil- greini og leggi mat á náms- og kennsluaðferðir (Improving the quality of teaching and learning by self-evaluation using teachers pairs and student groups to investigate learning styles and teaching met- hods). „Verkefnið er þverfaglegt og snýst um að kennarar í hinum mis- munandi kennslugreinum skoði og meti eigin aðferðir í kennslu og velti jafnframt fyrir sér mismun- andi þörfum og aðferðum nemenda við að tileinka sér námsefnið,“ segir Halla Kjartansdóttir íslenskukenn- ari og verkefnisstjóri erlends sam- starfs þar. „Lokatakmarkið er að kennarar þrói með sér sem fjöl- breytilegastar aðferðir í kennslu og meiri sveigjanleika í kennsluháttum til að mæta mismunandi þörfum nemenda.“ Halla segir að nemendur séu ekki vanir að láta spyrja sig hvaða námsaðferð henti þeim best og kennarar eru e.t.v. uppteknari af þeirri kennsluaðferð sem hentar þeim sjálfum eða kennsluefninu burtséð frá þörfum nemenda. En hvernig á að komast að því hvaða kennsluaðferðir henta nemendum? Og hvernig á að skilgreina þær mismunandi aðferðir sem nemend- ur nota til að læra? Það er spurn- ingin. Halla segir að í hverjum þessara þriggja skóla hafi 6 kennarar úr mismunandi námsgreinum og 18 nemendur á fyrsta ári tekið þátt í verkefninu. „Í byrjun nálguðust skólarnir allir verkefnið með dálítið mismunandi hætti,“ segir hún. „Ís- lenski hópurinn lagðist strax haust- ið 2000 í að skoða kennsluaðferðir til að geta kortlagt hvaða aðferðir eru notaðar í hverju fagi.“ Nem- endur voru síðan beðnir um að meta gagnsemi, notkunartíðni og skemmtigildi hinna mismunandi að- ferða í framhaldi af því í fremur óformlegri könnun. Með þessu móti var komið á mikilvægri umræðu milli nemenda og kennara um að- ferðir í kennslu sem báðir aðilar höfðu talsvert gagn af. Í stað glærunnar „Í ljós kom að fyrirlestrar með glærum reyndist langalgengasta kennsluaðferðin í flestum fögum ásamt ýmiss konar einstaklings- verkefnum,“ segir hún. Hópvinna, umræður og munnlegar kynningar nemenda reyndist meira notað í ís- lensku, félagsfræði og lífsleikni en öðrum námsgreinum, myndbönd og myndskyggnur voru mest notuð í jarðfræðikennslu en kennsluaðferð- irnar í stærðfræðinni reyndust fyrst og fremst vera sýnikennsla á töflu og svo einstaklingsverkefni. Það kom líka í ljós að nemendum þóttu fyrirlestrar með glærum gagnleg kennsluaðferð í sögu, fé- lagsfræði, íslensku og jarðfræði en fremur leiðinleg og gagnslaus að- ferð í erlendum tungumálum. Enn- fremur þótti nemendum umræður skemmtilegar í íslensku og fé- lagsfræði en virtust hvorki hafa gagn né gaman af umræðum í raungreinum! Þessar niðurstöður endurspegla auðvitað hvað eðli námsgreina er mismunandi en þær urðu kennurum jafnframt hvatning til að vera meðvitaðri um aðferðir sínar og reyna að nota sem fjöl- breytilegastar aðferðir í kennslu sinni. Persónuleg áhrif kennarans Það kom einnig upp á yfirborðið þegar farið var að skoða og skil- greina aðferðir kennarans að per- sóna hans getur skipt sköpum varð- andi árangur í námi ekki síður en aðferðirnar. Einum kennara hentar vel að halda uppi umræðum og hóp- starfi meðan öðrum lætur fyrir- lestrarformið best. „Því leiddi af sjálfu sér að næsta skref yrði að kanna hvaða þættir í fari kenn- arans hefðu jákvæð og neikvæð áhrif á nám nemandans,“ segir Halla. „Það var því ákveðið að biðja nemendur í löndunum þremur, Finnlandi, Hollandi og Íslandi að nefna eitthvað þrennt í hegðun eða framsetningu kennarans sem hefði jákvæð áhrif á nám þeirra og þrennt sem hefði neikvæð áhrif.“ Það reyndist talsverð fylgni í svör- um nemenda einkum varðandi hina jákvæðu þætti og í öllum löndunum þremur voru t.d. þau atriði sem sýnd eru í rammanum nefnd: Læra ekki með líkamanum Halla segir að hópurinn hafi einnig spurt sig eftirfarandi spurn- inga: Hvernig á að skoða og skil- greina námsaðferðir? Hvernig stendur á því að ein aðferð virkar vel á suma en illa á aðra? Og hvernig er hægt að aðlaga kennlu- aðferðir að mismunandi námsað- ferðum nemenda? „Í finnska skól- anum höfðu kennarar notað ákveðið spurningaform til að komast að því hvaða námsaðferð hentar hverjum og einum nemanda,“ segir hún. „Spurningarnar voru miðaðar út frá því að flokka mætti nemendur gróf- lega í þrjá hópa eftir því hvaða skilningarvit væri virkast í námi þeirri, sjón, heyrn eða líkami.“ Dæmi um atriði til að krossa við undir flokknum Að segja frá, eru:  Líkami: Ég er ekki mjög mál- gefin/n. Ég nota talsvert hreyf- ingar og svipbrigði. Ég nota orð sem lýsa aðgerðum eða hreyf- ingu. Ég lýsi gjarnan tilfinning- um.  Heyrn: Ég er málgefin/n og hef tilhneigingu til að stýra samræð- um. Ég á auðvelt með að lýsa at- burðarás nákvæmlega í réttri röð.  Sjón: Ég þarf bæði heildarmynd og smáatriði. Ég gaumgæfi vand- lega það sem ég þarf að segja. Ég lýsi atburðum á myndrænan hátt. (Sjá: www.msund.is/come- nius) Spurningarnar eru í mörgum liðum og eru upphaflega fengnar úr bók Jims Wingate’s Knowing me know- ing you (English Teaching profess- ional/Delta Publishing). Þegar þetta próf var lagt fyrir íslenska nem- endahópinn kom í ljós að langflestir nota heyrn eða sjón en fæstir lík- amann. Niðurstöðurnar voru þó ekki alltaf afgerandi. Kennsluað- ferðirnar taka einnig mið af þessu því kennarar reyndust nota mest aðferðir sem höfða til sjónar og heyrnar nemandans og eiga vafa- laust sinn þátt í að styrkja þessa hæfni nemenda. Tilraunir, leikræn tjáning og hvers kyns verkleg kennsla gerir ráð fyrir líkamlegri nálgun en í bóknámsskóla fær slík kennsla ekki mikið rými. „Kenn- arar voru sammála um að nauðsyn- legt væri að efla þennan þátt og að prófa sig áfram með kennsluaðferð- ir sem taka mið af þessari nálgun,“ segir hún. „Aðferðir í kennslu eiga ekki eingöngu að miða að því að styrkja þær hliðar sem eru sterkar fyrir heldur einnig og ekki síður að styrkja veiku hliðarnar. Þess vegna er fjölbreytni í aðferðum mikil- væg.“ Ferð til Vasa Í febrúar síðastliðinn fór kenn- arahópurinn sem tekið hefur þátt í verkefninu ásamt 6 völdum nem- endum í 5 daga ferð til Vasa. Þar hittust allir kennararnir sem þátt hafa tekið í verkefninu, kynntu starfið í sínum skóla og þær nýj- ungar í aðferðum sem kennarar hafa bryddað upp á í kennslunni. Hollensku kennararnir kynntu m.a. gagnvirkar spurningar í tölvutæku formi um námsaðferðir þar sem nemendur geta fundið út hvers konar aðferð hentar þeim best. Hollensku og íslensku nemend- urnir bjuggu á finnskum heimilum og fengu að kynnast skólalífinu í Vasa og taka þátt í félgasstarfi nemenda. Þau fengu einnig tæki- færi til að kynna land og þjóð í kennslustundum. „Ferðin var ákaf- lega vel heppnuð og frábært fyrir alla aðila að fá þetta tækifæri,“ seg- ir Halla. „Þótt samskipti af þessu tagi séu ekki bundin námskrá er ákaflega mikilvægt að íslenskir skólar sýni metnað á þessu sviði því við höfum margt að gefa og svo getum við lært margt af öðrum.“ Þessu samstarfsverkefni um náms- og kennsluaðferðir mun formlega ljúka næsta skólaár en af- rakstur þess mun áreiðanlega setja svip sinn á kennslu í Menntaskól- ann við Sund í framtíðinni og erlent samstarf mun halda áfram að setja mark sitt á skólastarfið. Erlent samstarf/ Nemendur í Menntaskólanum við Sund, Borgaregatansskola í Vasa í Finnlandi og De Groene Driehoek í Hoogeveen í Hollandi unnu saman verkefni á liðnu skólaári. Þeir spáðu í einkenni kennara og kennslu- aðferðir. Gunnar Hersveinn skoðar niðurstöður og Halla Kjartansdóttir kennari segir frá ferðagleðinni. „Hvaða kennsluað- ferð má bjóða þér?“ Vasa-hópurinn í Menntaskólanum við Sund: Katrín Björk, Ásdís, Magn- ús, Ólöf Heiða, Aðalheiður Dóra, Sara Magnea, kennarar.  Nemendur fara til útlanda að spá í hvernig best sé að kenna fræðin.  Glærufyrirlestur virðist vera ofnotuð kennsluaðferð í skólum. Halla Kjartansdóttir Hvaða atriði í fari kennara hafa jákvæð/neikvæð áhrif á nám nemandans? Jákvæð 1. Hvatning og bros 2. Áhugi á framförum nemenda 3. Góðar útskýringar 4. Fer yfir heimavinnu 5. Hefur góða þekkingu á faginu 6. Áhugaverður persónuleiki Neikvæð 1. Vont skap/pirringur 2. Neikvæð gagnrýni 3. Farið of hratt yfir/litlar útskýringar 4. Predikar yfir nemendum 5. Leggur nemendur í einelti 6. Hæðist að nemendum Jákvætt og neikvætt guhe@mbl.is TENGLAR ..................................................... www. msund.is/frakkland msund.is/comenius www.msund.is/comenius

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.