Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.06.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 45 ✝ Rolf Hanssen varfæddur í Hamar í Noregi 13. júní 1949. Hann lést á sjúkra- húsinu í Hamar 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Arvid og Martha Hanssen sem bæði eru látinn. Rolf var yngstur þriggja systkina. Eftirlifandi systur hans eru þær Berit og Ruth. Rolf kvæntist Hall- dóru Guðjónsdóttur, f. 20. apríl 1950. For- eldrar hennar eru Guðjón Reyn- isson, f. 21.11. 1927, og Laufey Guðrún Magnúsdóttir, f. 9.9. 1929. Börn Rolfs og Halldóru eru: 1) Kristin Irene, f. 21.9. 1971, maki Pål Karlsen, þeirra dóttir er Silje. 2) Stefan Guðjón, f. 26.5. 1975, maki Guro Lilleenge og er þeirra sonur Tobias. Rolf og Halldóra bjuggu fyrstu bú- skaparárin sín í Nor- egi en haustið 1974 fluttu þau til Íslands og bjuggu hér í sjö ár, fluttu þá aftur til Noregs og hafa búið í Hamar síðan. Rolf starfaði hjá IBM í Noregi og lengst af sínum starfstíma hér á Íslandi starfaði hann hjá Reiknistofu bankanna. Útför Rolfs fór fram í Hamar hinn 30. apríl síðastliðinn. „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag“ segir í ljóði eftir Tómas Guð- mundsson og hafa þesar ljóðlínur komið oft upp í huga minn þau tvö ár sem elskulegur mágur minn barðist eins og hetja við illvígan sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli á besta aldri, en Rolf hefði orðið 53 ára í dag. Fystu kynni mín af Rolf hófust er hann kom til Íslands með elstu systur minni á Þorláksmessudag fyrir meira en þrjátíu árum. Spenn- ingurinn var mikill eftir að hitta þann útvalda og var spenningurinn blandaður eftirvæntingu um að sjá hvernig Norðmaðurinn mundi bregðast við ilminum sem lagði um föðurhúsin á sjálfa Þorláksmessu, en að venju var verið að sjóða skötu handa stórfjölskyldunni og beðið var með að hefja veisluna þar til gest- irnir væru komnir í hús. Rolf gaf ekki mikið upp um lyktina á þeirri stundu er hann var kynntur fyrir fjölskyldunni, heldur settist rólega niður og smakkaði á veisluföngum, og sneri sér síðan að öðrum mat sem borinn var fram. Þegar hann svo nokkrum árum seinna var orðinn al- talandi á íslensku lét hann okkur í té lýsingar sínar á þessum fyrstu kynn- um og gerði hann það af sinni al- kunnu gamansemi með nokkrum hressilegum blótsyrðum á íslensku auðvitað. Fátt var eins skemmtilegt og að sitja með Rolf á góðri stundu og hlusta á hann segja sögur af sjálfum sér og öðrum, alltaf hress og glaður og gerði hann óspart grín að hrak- förum sjálfs sín, en þær voru ófáar í gegnum tíðina, og oftar en ekki end- aði það þannig að allur hópurinn grenjaði af hlátri. Það má segja að Rolf hafi verið fljótur að taka ástfóstri við Ísland og vildi hann prófa að búa hér og læra málið en það tókst honum á undr- astuttum tíma og hélt hann henni vel við eftir að hann flutti út til Noregs aftur. Veiði var hans aðaláhugamál og þær voru ófáar veiðiferðirnar sem hann fór meðan hann bjó hér og eru þá tveir staðir sem áttu huga hans allan, en það voru Norðuráin í Borg- arfirði og silungasvæðið í Laxá í Mý- vatnssveit, en það var hans uppá- haldsstaður. Það var hans æðsta ósk er hann var orðinn mikið veikur og búinn að ganga í gegnum erfiða lyfjameðferð að komast til Íslands og veiða í Laxá og mikil var gleði hans þegar hann kom í júlí á síðasta ári, búinn að tryggja sér veiðileyfi í fjóra daga fyrir norðan, tilhlökkunin var öllum þrautum yfirsterkari. Ekki leyndist okkur fólkinu hér heima þá hve veikur hann var og mikið af honum dregið en uppgjöf var ekki til hjá honum og hann sagð- ist bara bíta á jaxlinn og ekki gefast upp. Hann var óumræðilega þakk- látur henni Halldóru sinni fyrir alla þá umhyggju og allan þann stuðning er hún veitti honum í gegnum veik- indin og er það ekki ofsögum sagt því að hún stóð eins og klettur við hlið hans ásamt börnum sínum. Oft reyndist það þeim erfitt, sem og okkur fjölskyldunni hér heima, hve langt er á milli þó svo að af og til hafi einhver okkar skroppið út til þeirra á þessum erfiðu tímum. Í veikindum Rolfs kom vel í ljós hve vinmörg þau hjónin voru því alltaf var einhver sem kom við og eins hafa vinir hér heima hringt til þeirra og fengið að fylgjast með gangi mála. Þetta veit ég að þeim þótti vænt um. Að endingu viljum við þakka ljúf- um dreng samfylgdina sem við hefð- um viljað hafa svo miklu lengri, þökk fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum um þig, Rolf minn. Einhvers staðar stendur skrifað: „Mennirnir áætla en Guð ræður.“ Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kveðja. Jónína. ROLF HANSEN ✝ Jónas Guðmund-ur Björnsson fæddist á Ísafirði 6. ágúst 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11e, 7. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Björn Jóhanns- son og Guðbjörg Sig- urðardóttir og var hann fimmti í röðinni af sjö systkinum. Elst var Matthildur er lést 23. febrúar sl., eftir- lifandi eru Jóhann, Hallbjörn, Torfi, Björn og Kristján Friðrik. Upp- eldissystkin Jónasar voru Jói Sím, Jón Sím, Guðrún Arthúrsdóttir og Guðbjörg Grétarsdóttir. Jónas kvæntist hinn 7. janúar 1957 Kristínu Elísu Heiðveigu Skúladóttur. Hún lést á heimili sínu 4. október 1998. Eignuðust þau eina dóttur, Birnu Guðbjörgu. Eiginmaður hennar er Pétur Gunnarsson. Börn þeirra eru: Jónas Guðbjörn, maki hans María Hlín Steingrímsdóttir, og Guðrún Elísabet, hennar dóttir er Kristín Birna Sigfúsdóttir. Fyrir átti Kristín þrjá syni sem allir eru látnir og gekk Jónas þeim í föð- urstað. Þeir voru 1) Jón Daníel, f. 31. ágúst 1947, d. 7. jan- úar 1980. Kona hans var Anna Hulda Auðbergsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Grétar Berg, maki hans Embla Sigurgeirsdóttir, og Söndru Kristínu, maki Gísli Elí Guðnason, dóttir þeirra er Kamilla Mist. 2) Skúli Jó- hann, f. 14. febrúar 1950, d. 30. septem- ber 1997. 3) Óskar Elías Héðinn, f. 9. ágúst 1951, d. 3. nóvember 1978. Jónas byrjaði ungur að stunda sjómennsku og starfaði við það fram til ársins 1959 er hann hóf störf í byggingarvinnu en síðustu starfsárin voru í Kassagerð Reykjavíkur. Lengst af bjuggu þau í Vestur- bænum en síðustu árin við Frosta- fold í Grafarvogi. Útför Jónasar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku pabbi minn. Það síðasta sem þú baðst mig og Jónas um var að fara með köttinn þinn hann Fella upp á Dýraspítala í hinstu för. Þú fannst að kallið var að koma og viss- ir að Felli myndi hvergi una sér ann- ars staðar en með þér, enda árin ykkar saman orðin 15 og var hann einnig orðinn veikburða. Kötturinn var þér alltaf ofarlega í huga öll árin sem þú bjóst einn og var það oftar en ekki sem þú flýttir þér heim því sinna þyrfti kisa. Á meðan við biðum uppi á Dýraspítala fékk ég hring- ingu frá Landspítalanum þar sem tilkynnt var andlát þitt. Kom þá strax upp í huga minn að þú hefðir þar verið að tryggja að þið færuð saman yfir móðuna miklu. Þetta lýsti þér vel, alltaf að hugsa um aðra. Frá því ég var barn inn- prentaðir þú mér að deila með öðr- um, til dæmis þegar ég var vaxin upp úr dótinu mínu þá baðstu mig að pakka leikföngunum niður í kassa svo þú gætir fært þeim sem minna áttu. Lífið var þér ekki alltaf dans á rósum og hafa stór skörð verið höggvin. Þið mamma þurftuð að horfa á eftir þremur sonum hennar sem þú gekkst í föðurstað, öllum á besta aldri, og er ég nú ein eftir af fjölskyldunni sem taldi sex. Börnum mínum varstu einstakur afi og barst þeirra hag ávallt fyrir brjósti. Þú fylgdist vel með þeim vaxa og dafna, laumaðir að þeim klinkinu þegar ég sá ekki til og ófá skiptin bjargaðir þú þeim frá mat- seld minni með kjúklingum, pizzum eða hamborgurum og kunnu þau þér miklar þakkir fyrir það. Hamingjusamur varðstu einnig þegar Kristín Birna fæddist og hélstu stoltur á henni undir skírn, það gladdi þig mikið þegar þér var sagt að hún ætti að bera nafnið hennar mömmu og mitt. Birti ætíð yfir augunum þínum og brostir breitt þegar þið hittust og var sem sérstakur skilningur ríkti á milli ykkar, þegar hún lagði smáa hönd sína í stóra vinnulúna lófann þinn. Flesta daga beiðstu heima hjá mér eftir að ég kæmi úr vinnunni, því þú vissir að með mér kæmi langafastelpan þín. Flýtti hún sér alltaf inn svo afi gæti fært hana úr útifötunum, enginn annar mátti hjálpa henni ef þú varst til staðar. Efst er mér í huga þakklæti fyrir allar þær góðu samverustundir sem við áttum og það skjól og öryggi sem þú veittir mér, hlýju augun og góðlega brosið. Heiðursmaður horfinn er til ævintýraheima. Megi ljósið lýsa þér á leið um himingeima. Mér er ljúft að þakka þér, þín ráð mér brugðust eigi. Kveðjustundin komin er í guðs friði ég segi. (Vilfríður Þórðardóttir.) Guð blessi þig, pabbi minn Birna Guðbjörg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Kæri Jónas, að leiðarlokum þakka ég þér allar góðu stundirnar, gleðina og hlýjuna og allt sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Megi þér líða sem allra best á nýj- um slóðum. Pétur. Svo viðkæmt er lífið, sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Fr. St. frá Grímsstöðum.) Fyrstu minningar mínar tengjast afa, þar sem við sátum í eldhúsinu á Framnesveginum að borða skyr- hræring á hverjum morgni fyrstu fjögur ár ævi minnar, þann tíma sem ég, mamma og pabbi bjuggum hjá afa og ömmu. Mér þótti sárt að flytja alla leið suður í Kópavog og síðar í Breið- holtið, fjarlægðin var svo mikil. Svo fluttist ég í Ártúnsholtið og afi og amma í Grafarvoginn og vegalengd- ir styttust, en það gerði mér kleift að hjóla oft til þeirra. Hann hefur verið fyrirmynd mín síðan sumarið áður en ég varð 14 ára þegar hann útvegaði mér vinnu, þar sem ég vann við hlið hans við járnabindingar tvö sumur. Þar kynntist ég vinnusemi hans og ósér- hlífni. Það varð veganesti mitt fyrir lífið. Afi var mikið jólabarn og fannst jafn gaman að fá góðan mat og mér. Ég sá þegar hátíðirnar nálguðust hvað hann ljómaði því hans mesta ánægja var að gleðja aðra. Það sem mun ávallt koma upp í huga mér þegar ég hugsa um afa er góð- mennskan og hlýjan sem einkenndi hann. Þegar ég varð eldri og skemmt- analífið dró mig til sín hringdi ég ósjaldan til að biðja hann að skutla mér í teiti. Alltaf var hann reiðubú- inn að verða við bón minni. Fyrir um ári greindist afi með krabbamein og fljótt varð ljóst að hverju stefndi. Aldrei kveinkaði hann sér, talaði bara um góða daga og slæma en skilgreindi aldrei við- miðið. Hann var mikið á ferðinni, en oft þurfti hann að snúa við áður en hann setti bílinn í gang því þrekið leyfði ekki meir. Þrátt fyrir hversu illa afi var haldinn þegar ég sá hann í síðasta sinn og varð við hans hinstu bón um að ég og mamma færum með kisa upp á Dýraspítala er það mér ómet- anlegt að hafa fengið að eiga þessa síðustu stund með honum. Ég kveð afa í þeirri vissu að amma og strákarnir taki á móti hon- um og Fella fyrir handan. Guð geymi þig, afi minn. Jónas Guðbjörn. Elsku afi minn. Mínar kærustu minningar um þig eru frá þeim tíma sem þú bjóst á Framnesveginum og ég kom í heimsókn. Þá varstu alltaf búinn að búa til karamellubúðing sem beið eftir mér í ísskápnum, því þú vissir að þetta var uppáhaldið mitt. Þú vildir alltaf gleðja mig og allt fyrir mig gera. Svo kom að stóru stundinni og ég varð 17 ára og fékk bílprófið, þá varstu alltaf boðinn og búinn að lána mér bílinn svo ég gæti farið í bíó og laumaðir alltaf til mín aurum fyrir poppi og kók. Fyrir rúmum tveimur árum eign- aðist ég svo yndislega stelpu sem fékk að bera nafnið hennar ömmu, sem við söknum mikið og áttum góð- ar stundir með. Þú hélst á henni undir skírn og hjarta þitt fylltist af ró og hamingju, því þú varst svo montinn af henni. Finnst mér verst að Kristín Birna skuli ekki fá tæki- færi til að eiga með þér fleiri stund- ir. Það er nú dýrmætt að hafa fengið að kynnast og eiga svona yndislegan og góðhjartaðan afa eins og þig. Afi, ég mun sakna þín sárt og þakka ég þér fyrir þær góðu minn- ingar sem ég mun geyma og varð- veita í hjarta mínu um alla framtíð. Guðrún Elísabet. Ég og fjölskylda mín viljum kveðja þig, kæri bróðir, og þakka þér öll árin sem við áttum saman. Við áttum rætur okkar á Ísafirði. Þar fæddumst við og ólumst upp í sjö systkina hópi. Þar var oft glatt á hjalla þar sem við bræðurnir vorum sex, en aðeins ein systir sem var elst. Við áttum því láni að fagna að vera öll heil heilsu til efri ára. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan við fylgdum einkasystur okkar til graf- ar og nú hefur þú verið kvaddur á brott. Minningin um góðan bróður lifir og ég hefði verið snauðari ef ég hefði ekki notið þess að eiga þig. Ég og fjölskylda mín vottum Birnu og fjölskyldu og öðrum ættingjum ein- læga samúð okkar. Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Kristján Friðrik Björnsson. JÓNAS GUÐMUND- UR BJÖRNSSON Elsku Maggi minn. Það eru sárar og erf- iðar tilfinningar í gangi hjá mér núna. Fyrst og fremst sorg og söknuður og svo reiði yfir að þú skyldir vera tekinn frá okkur á svo ófyrirgefanlegan hátt. Minningar mínar um þig eru ein- göngu góðar. Þú bjóst yfir ótrú- legri lífsgleði og hvar sem þú komst var alltaf glatt á hjalla. Mér er minnisstætt að í hvert sinn er þú komst í heimsókn til okkar Lauf- eyjar, var eins og Sveinbjörn litli, strákurinn okkar, fengi vítamín- MAGNÚS FREYR SVEINBJÖRNSSON ✝ Magnús FreyrSveinbjörnsson fæddist á Seyðisfirði hinn 2. mars 1980. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 2. júní síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Ísafjarðar- kirkju 8. júní. sprautu, hann brosti hringinn og hljóp í fangið á þér. Þú hafðir svo góð og sterk áhrif á lítil börn jafnt og fullorðna. Allan þann tíma sem ég var þess að- njótandi að þekkja þig, sýndir þú mikla manngæsku og góð- vild í garð annarra. Þess vegna er svo erf- itt að sætta sig við það að þú sért farinn. Þú áttir þér mikla og stóra drauma sem þú hæglega hefðir getað látið rætast. Ég var eiginlega farinn að hlakka til þess fyrir þína hönd. Eitt er víst, bæði draumar þínir og gerðir munu lifa í hjörtum okk- ar allra, Elsku Tobba, Svenni, Laufey, Stebbi og Fannar. Megi Guð vera með ykkur og hjálpa ykkur í gegn- um þessa miklu sorg. Jónas Eyjólfur Jónasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.