Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 17

Morgunblaðið - 13.06.2002, Side 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2002 17 ÞAÐ VAR heldur einkennileg sjón sem blasti við á tjörninni framan við veitingastaðinn Pollinn á Akureyri í gærmorgun. Í fjöruborðinu lá dauð- ur smáufsi í tugatali og annar eins fjöldi að reyna að synda á land af miklum móð. Heilbrigðisfulltrúarnir Alfreð Schiöth og Sigurður Bjarkl- ind komu á staðinn og sagði Alfreð að þessar aðfarir fisksins væru vissulega nokkuð sérstakar. Alfreð og Sigurður tóku nokkra dauða fiska með sér og sendu sýni á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum til skoð- unar. Sjórinn í tjörninni var mjög gruggugur í gær og taldi Alfreð ástæðuna fyrir því vera miklar leys- ingar undanfarna daga. Það gæti verið orsökin fyrir vanlíðan og jafn- vel súrefnisskorti fisksins, þar sem aðeins bar á slími á tálknum fisksins. Hann sagði þó ekki hægt að fullyrða um hvað þarna væri á ferðinni fyrr en sýnin hefðu verið skoðuð á Keld- um. Dauður og hálf- dauður smáufsi í fjöruborðinu Morgunblaðið/Kristján Alfreð Schiöth heilbrigðis- fulltrúi hirðir upp dauða fiska í fjöruborðinu við Strandgötu. SÓLVEIG Illugadóttir myndlistar- kona hefur opnað málverkasýningu í Reykjahlíðarkirkju og verður sýn- ingin uppi þar í sumar. Þetta er 17. einkasýning Sólveigar. Myndirnar eru flestar til sölu. Morgunblaðið/BFH Herðubreið er ein þeirra fyrir- mynda sem Sólveig glímir við. Sýning í Reykja- hlíðarkirkju Mývatnssveit alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR NÝKJÖRIN bæjarstjórn Akureyr- ar samþykkti á fyrsta fundi sínum breytingu á lögreglusamþykkt Ak- ureyrar varðandi einkadans og sýn- ingar á nektarstöðum. Breytingin felur í sér að á veitingastað með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem heimilt er að sýna nektardans verði lagt bann við einkasýningum hverskonar sem og einkadansi. Skulu dansatriði hér eftir einungis fara fram á einu afmörkuðu svæði í veitingasal þar sem tryggt er að fjarlægð milli dansara og áhorfenda sé að minnsta kosti fjórir metrar. Þá verður dönsurum héðan í frá óheimilt að fara um meðal áhorf- enda. Breyting á lögreglu- samþykkt Akureyrar Fjögurra metra fjarlægð ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.