Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 1
144. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. JÚNÍ 2002 LÖGREGLUMENN skoða verks- ummerki eftir sprengjutilræði fyrir utan hótel í ferðamannabæn- um Fuengirola á Costa del Sol í gærmorgun. Sex manns særðust í sprengingunni, þeirra á meðal 33 ára breskur ferðamaður sem þurfti að fara í skurðaðgerð vegna alvarlegra áverka á lung- um, kviðarholi og mjaðmagrind. Hinir voru ekki í lífshættu. Sex klukkustundum síðar sprakk önnur sprengja í bíl við hótel í Marbella á Costa del Sol. Enginn særðist en sex byggingar og sextán bílar skemmdust. Talið er að aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, hafi staðið fyrir tilræð- unum. Seinni sprengjan sprakk tæpum tveimur klukkustundum eftir að leiðtogafundur Evrópusambands- ins hófst í spænsku borginni Sevilla. Nær 10.000 lögreglumenn voru á götum borgarinnar vegna hættu á fleiri hryðjuverkum. Í gærkvöld sprakk síðan þriðja sprengjan á bílastæði verslunar- miðstöðvar í borginni Zaragoza. Einn maður særðist lítillega. Reuters Þrjár sprengjuárásir á Spáni  Reynt að leysa deilu/26 MYNDBANDSSPÓLAN á nú undir högg að sækja vestur í Bandaríkjunum og má ætla að þróunin verði á sömu leið annars staðar. Hefur raftækjaverslun- arkeðjan Circuit City, sem er sú næststærsta á sínu sviði í Bandaríkjunum, tilkynnt að hún hyggist hætta sölu myndbanda en ákvörðunin er sögð ótvíræð sönnun þess, að óhjákvæmilegt sé að DVD-tækni taki við hlut- verki myndbandstækjanna. Myndbandstæki, sem komu á markaðinn fyrir rúmum tuttugu árum, eru nú til á flestum heim- ilum. Stafræn tækni, þ.e. DVD- tæki og DVD-diskar, hefur hins vegar verið að ryðja sér til rúms enda þykir hún tryggja bæði betri hljóð- og myndgæði. Þá hafa DVD-diskar gjarnan að geyma aukakonfektmola, s.s. viðtöl við aðstandendur kvik- myndarinnar sem horfa skal á. Segja forsvarsmenn Block- buster-myndbandaleigunnar að útleiga á DVD-diskum hafi numið 18,5% allra viðskipta í fyrra og spá því að hlutfallið fari í 40% í ár. Þá seldust 16,7 milljón mynd- bandstæki í Bandaríkjunum ár- ið 1997, árið sem DVD-tæki komu á markaðinn, en ekki er áætlað að seljist nema 13,3 millj- ónir tækja í ár. Á sama tíma hef- ur sala á DVD-tækjum tekið kipp; 349 þúsund tæki voru seld árið 1997 en áætlað er að 15,5 milljónir tækja verði seldar í ár. Spólan búin Washington. The Washington Post. ÍSRAELSHER skaut í gær að fólki í bænum Jenín á Vesturbakk- anum og biðu fjórir Palestínumenn bana, þar af þrjú börn. Sögðu tals- menn hersins að um mistök hefði verið að ræða og hefur verið til- kynnt að fram muni fara rannsókn á atburðinum. Alls féllu tíu Palest- ínumenn í gær er Ísraelar héldu áfram aðgerðum sínum á Vestur- bakkanum en yfirlýst markmið þeirra er að ráða niðurlögum pal- estínskra hryðjuverkamanna. Haft var eftir Binyamin Ben El- iezer, varnarmálaráðherra Ísraels, að ástæða þess að fjöldi Palest- ínumanna hefði reynst reiðubúinn til að fórna lífi sínu í sjálfsmorð- árásum eins og þeim, sem kostuðu 20 Ísraela lífið á þriðjudag og átta á miðvikudag, væri sú að aðstæður palestínsku þjóðarinnar væru slæmar. „Vissulega hafa Palestínumenn það slæmt. Vissulega ríkir mikil gremja í þeirra röðum. Vissulega þjást þeir af vonleysi,“ sagði Ben Eliezer í samtali við dagblaðið Haaretz en ráðherrar ísraelsku stjórnarinnar hafa ekki áður viljað viðurkenna, að árásir Palestínu- manna ættu rætur að rekja til að- stæðna á heimastjórnarsvæðunum. Ben Eliezer sagði hins vegar einnig að illvirkjar úr röðum Pal- estínumanna misnotuðu sér þessar tilfinningar er þeir fengju unga menn og konur til liðs við sig. Arafat nú tilbúinn til að sam- þykkja Clinton-tillögurnar Haaretz birti einnig viðtal við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, og sagði hann þar að „nú væri nóg komið“, hefja yrði frið- arviðræður. Sagðist hann nú vel geta sætt sig við ákvæði tillagna að friðarsamkomulagi sem Bill Clint- on Bandaríkjaforseti hafði milli- göngu um í Camp David síðla árs 2000. Arafat hafnaði samnings- drögunum á sínum tíma og hófst núverandi alda ofbeldis í Mið-Aust- urlöndum um það leyti sem slitnaði upp úr samningaviðræðunum í Camp David í Bandaríkjunum. Fjórir Palest- ínumenn felld- ir fyrir mistök Jerúsalem. AFP. Dauða seli rekur á land Stokkhólmi. AP. VÍSINDAMENN sögðust í gær leggja allt kapp á að leita skýringa á því hvers vegna banvænn veirusjúk- dómur, sem fyrir fjórtán árum ógn- aði selastofninum í Norður-Evrópu, hefði nú gert vart við sig á nýjan leik. Vírusinn er ekki hættulegur mönnum en staðfest er að 461 dauð- an sel hafi rekið á land í Danmörku og 150 í Svíþjóð undanfarnar vikur. Þá hefur a.m.k. eitt selshræ fundist við strendur Hollands. Óttast menn að enn fleiri séu í hættu en átján þús- und selir drápust þegar veirusjúk- dómurinn gerði vart við sig 1988. Vírusinn, sem smitast við snert- ingu, veldur sjóntruflunum, nef- rennsli og lungnabólgu og leiðir sel- ina síðan til dauða. Er talið að árið 1988 hafi hann borist til Danmerkur með grænlenskum selum, sem ónæmir voru fyrir honum. Þaðan barst hann til nærliggjandi landa. Um fimmtán þúsund selir lifa í Kattegat, sundinu sem aðskilur Dan- mörk og Svíþjóð, en útilokað er talið að hægt yrði að bólusetja þá alla fyr- ir vírusnum. Fimm þúsund selir til viðbótar lifa við strendur Hollands. Rússneskt herskip til Svalbarða Ósló. AFP. RÚSSNESKT herskip er nú á leið til Svalbarða, að því er virð- ist í því skyni að veita rússneska fiskveiðiflotanum vernd. Þetta kom fram í máli talsmanns norska varnarmálaráðuneytis- ins, Johns Espen Lien, í gær. Á fréttasíðu Aftenposten er vitnað til rússnesku fréttastof- unnar Interfax um að Jevgení Nazdratenko sjávarútvegsráð- herra hafi skipað rússneska flot- anum í Múrmansk að senda af stað herskip til fiskimiðanna við Svalbarða. Segir Aftenposten hugsanlegt að Nazdratenko, sem er mikill þjóðernissinni, hafi gefið fyrirskipunina án samráðs við rússneska utanrík- isráðuneytið en Nazdratenko hótaði Norðmönnum hernaðar- aðgerðum í fyrra eftir að norska strandgæslan stöðvaði rúss- neska togarann Tsjernigov. Victor Rønneberg, fulltrúi norskra stjórnvalda, dregur hins vegar í land í Aftenposten og segir ekki óvanalegt að rúss- nesk herskip séu á þessum slóð- um. Þá kvaðst talsmanni rúss- neska sjávarútvegsráðuneytis- ins ekki vera kunnugt um að herskip væri á leið til Svalbarða. STUÐNINGSMAÐUR enska knatt- spyrnulandsliðsins harmar nið- urstöðu leiks Englendinga og Bras- ilíumanna á Trafalgar-torgi í London í gærmorgun. Brasilía vann England 2-1 í 8-liða úrslitum heims- meistaramótsins í knattspyrnu, sem haldið er í Suður-Kóreu og Japan, og eru Englendingar þar með úr leik. Þúsundir manna fylgdust með leiknum á risavöxnum sjónvarps- skjá sem komið hafði verið fyrir á Trafalgar-torgi. Þá vann Þýskaland Bandaríkin 1-0 og því eru bæði Þjóðverjar og Brasilíumenn búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Reuters Úti er ævintýri  Sjá umfjöllun í B-blaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.