Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Málstofa um fríverslunarsamninga Þróun fríversl- unar til umræðu VERSLUNARRÁÐÍslands heldurmálstofu um frí- verslunarsamninga í Húsi verslunarinnar á mánu- daginn, 24. júní, klukkan 15:30. Þar verður meðal annars rætt um gildi frí- verslunarsamninga fyrir Ísland og lönd EFTA. Málstofan er öllum opin. Fríverslunarsamningar gegna mikilvægu hlut- verki í viðskiptalífinu vegna ríkrar áherslu á út- flutning íslenskra afurða. Einnig hafa íslenskir fjárfestar fært út kvíarn- ar undanfarin ár og litið utan til fjárfestinga. Morgunblaðið ræddi við Kjartan Jóhannsson, sendiherra hjá viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, um fríverslun og gildi samn- inga af þessu tagi. Hvert er tilefni málstofunnar? „Nýlega var gerður fríversl- unarsamningur við Singapúr, og af því tilefni er stödd hér á landi sendinefnd frá Singapúr. Bee Kim, skrifstofustjóri viðskipta- og iðnaðarráðuneytisins í Singa- púr, mun kynna okkur sjónar- mið þeirra í viðskiptum og frí- verslun. Sú innsýn sem þeir geta veitt okkur er eflaust mjög gagnleg. Einnig er ráðherra- fundur EFTA hér á landi í næstu viku, og þess vegna eru margir málsmetandi menn á þessu sviði væntanlegir hingað til lands. Nýi samningurinn verður meðal annars ræddur á málstofunni, en hann er sérstak- ur að því leyti að EFTA varð að þessu sinni á undan Evrópusam- bandinu að gera fríverslunar- samning, en oftast hefur það verið á hinn veginn.“ Hverjir munu flytja erindi á málstofunni? „Á málstofunni munu koma fram, auk Bee Kim, lykilmenn í fríverslunarmálum, til dæmis framkvæmdastjóri EFTA, Will- iam Rossier, og skrifstofustjóri samskipta við lönd utan Evrópu hjá EFTA, Philip Metzger. Einnig munu aðalsamningamað- ur Norðmanna, Ole Lundby, og Marino Baldi frá Sviss flytja er- indi. Málstofan er í umsjá Versl- unarráðs Íslands, sem sér alfar- ið um framkvæmd hennar.“ Þess má geta að Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, mun opna mál- stofuna, og Grétar Már Sigurðs- son, skrifstofustjóri viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytis- ins, mun stýra umræðum í lokin. Samskipti við Singapúr eru mjög mikilvæg, ekki satt? „Jú, Singapúr er mikil við- skiptamiðstöð og lykilhöfn fyrir Asíu. Með fríverslunarsamning- um styrkjast tengsl Íslands við Singapúr viðskiptalega, og von- andi á fleiri sviðum einnig. Frí- verslunarsamningar hafa þróast á umliðnum árum, frá því að vera eingöngu um vörur, í að vera einnig um þjónustu, fjárfest- ingar og fleira. Þannig hafa fríverslunar- samningar líkst EES- samningnum meira og meira. Marino Baldi, aðalsamninga- maður Sviss, mun flytja erindi á málstofunni um þessi nýju svið fríverslunarsamninga, og eflaust koma inn á þróun þeirra.“ Hvert er gildi fríverslunar- samninga fyrir Ísland? „Gildi þeirra er ótvírætt. Sér- stakt einkenni þessara samninga frá íslenskum sjónarhóli er frí- verslun með fisk. Með þeim hætti er hag Íslendinga borgið hvað varðar samningsstöðu við lönd utan Evrópusambandsins, en viðskipti við Evrópusamband- ið voru afgreidd með EES- samningnum og þeim tollalækk- unum sem hann veitti. Íslend- ingar hafa gert fjölmarga fríverslunarsamninga og er mál- stofan einnig haldin til að minna á og vekja athygli á gildi þeirra.“ Hverjum gagnast málstofan helst? „Hún er tvímælalaust gagnleg öllum útflytjendum, óháð því hvað er flutt út, og reyndar líka innflytjendum. Einnig er mál- stofan áhugaverð fyrir fjárfesta sem leita fjárfestinga erlendis.“ Viðskiptaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins sinnir fríverslun- arsamningum, ekki satt? „Jú, viðskiptaskrifstofan held- ur utan um þá viðskiptasamn- inga sem gerðir hafa verið við erlend ríki, og hefur á hendi sinni hlut Íslands í þeim samn- ingaviðræðum sem í gangi eru. Þar má nefna Chile, Kanada, Túnis og Egyptaland, svo ein- hver lönd séu nefnd. Sérstaklega reynum við að gæta þess, að ef ESB hefur þegar náð fríverslun fyrir sín ríki við ákveðið land, þá sitji Íslendingar við sama borð. Einnig rekur viðskiptaskrif- stofan Viðskiptaþjónustu utan- ríkisráðuneytisins, en þar er fyr- irtækjum boðin aðstoð sautján sendiskrifstofa ráðuneytisins til bættrar samkeppnisstöðu og aukins árangurs á alþjóðlegum markaði.“ Nánari upplýsingar um dag- skrá málstofunnar má finna á vef Verslunarráðs Íslands, www.chamber.is. Kjartan Jóhannsson  Kjartan Jóhannsson sendi- herra er fæddur í Reykjavík 19. desember 1939. Hann lauk MS- prófi í rekstrarverkfræði frá Illinois Institute of Technology í Bandaríkjunum 1965 og dokt- orsprófi í aðgerðarrannsóknum frá sama skóla 1969. Hann var þingmaður Alþýðuflokks frá 1978–1989, formaður flokksins um tíma, forseti neðri deildar Alþingis og sat í ráðherraemb- ættum. Einnig var hann dósent við Háskóla Íslands, viðskipta- og hagfræðideild. Kjartan var sendiherra Íslands gagnvart SÞ og fleiri stofnunum frá 1989– 94, framkvæmdastjóri EFTA frá 1994–2000 og hefur gegnt stöðu sendiherra hjá utanrík- isráðuneyti frá árinu 2001. Kjartan er kvæntur Irmu Karls- dóttur og eiga þau eina dóttur. Fríverslun er mikilvæg fyrir Ísland Hvað segirðu um jeppa og síma í 2 ár, plús 15 millur og svo loforð um gott starf fyrir að segja sjálfur upp, Theodór minn? Upplýsingasími 5800500 Blómaverslun á netinu www.blomaval.is Útskrift á Jónsmessu Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður í Blómavali við Sigtún í dag kl. 13. 10 rósir: 799 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BL O 18 13 9 06 /2 00 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.