Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 10

Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Einarsson, skipstjóri Guðrúnar Gísladóttur KE-15 sem sökk við N-Noreg snemma á mið- vikudag, hafði samband við hafn- sögumann áður en hann sigldi inn til Lofoten en var ekki varaður við skerjunum sem skipið strandaði á. Í sjóprófum í Lofoten í gær lagði hann fram sjókort eins og það sem hann notaði og sýndi fram á að skerin voru ekki merkt inn á kort- ið. Meðdómari í málinu sem er reyndur sjómaður sagði Sturlu trúverðugan og að það væri hneyksli að ekki væru til betri sjó- kort af svæðinu. Þá vísaði Sturla orðum skipstjóra dráttarbátsins Nordbever að mögulegt hefði verið að bjarga skipinu á bug. Hann sagði dráttarbátinn hafa verið allt of lítinn til að geta dregið svo stórt skip. Blaðamaður Avisa Nordland sem var viðstaddur sjóprófin segir að Sturla hafi komið fram sem al- vanur og varkár sjómaður. „Ég hafði samband við hafnsögumann í Lødingen áður en við sigldum inn til Lofoten, en vorum ekki varaðir við þessum skerjum sem ekki voru merkt inn á kort,“ hefur Avisa Nordland eftir Sturlu við sjópróf- in. Fram kom í máli hans að skipið hefði verið á 6 hnúta hraða þegar það sigldi á skerið, áreksturinn hafi verið kröftugur en Guðrún Gísladóttir er 4000 tonn. Sjókortin byggð á mælingum frá 19. öld „Ég hafði skoðað sjókortin í marga daga áður en við sigldum inn Nappstraumen. Ég vildi ekki að togarinn færi um siglingaleið með minna en 14 metra dýpi,“ sagði Sturla en með fulla lest risti skipið 8 m. Meðdómari í sjópróf- unum, Harald E. Hansen, sem er þaulreyndur sjómaður og fyrrum bæjarstjóri í Vågan, sagði í sam- tali við blaðamann Avisa Nordland að hann teldi Sturlu trúverðugan. „Það er hneyksli að við höfum ekki betri sjókort af ströndum okkar. Við seljum ný kort sem eru byggð á mælingum með lóðum frá 19. öld sem er hreint ekki nógu gott. Hefði ég verið ókunnur tog- araskipstjóri að fara um þetta svæði, með kortið sem Íslending- arnir notuðu, hefði ég ekki hikað við að fara þessa siglingaleið,“ seg- ir Hansen og vísar til þess að ann- ars staðar séu til þrívíð tölvugerð kort þar sem hver metri af norska landgrunninum er nákvæmlega kortlagður. Dráttarbáturinn allt of lítill Sturla mótmælti harðlega gagn- rýni skipstjóra dráttarbátsins Nordbever sem hefur haldið því fram að mögulegt hefði verið að koma í veg fyrir að skipið sykki. „Mér brá mikið þegar ég sá hversu lítill dráttarbáturinn var, aðeins með 2000 hestöfl. Hann hefði ekki getað dregið togara af þessari stærð af skerinu. Drátt- arbáturinn reyndi í klukkustund en náði skipinu ekki af skerinu,“ sagði Sturla. Hann gagnrýndi einnig skipstjóra dráttarbátsins fyrir að taka frumkvæði í björg- unaraðgerðunum. „Áhöfnin á dráttarbátnum gerði ekkert af því sem við báðum hana um,“ sagði hann. Skipstjórinn ekki viss um hver hefði stjórnað aðgerðum Sturla sagði jafnframt að ljós- mynd sem birt var í Morgun- blaðinu í gær og sýndi að báturinn hafði rétt sig við klukkan 22 kvöld- ið áður en skipið sakk gæfi ekki rétta mynd af aðstæðum. „Togarinn rétti sig af og á myndinni gæti manni sýnst að hann flyti en hann stóð fastur á skeri.“ Þá sagði Sturla að það hefði ver- ið rétt ákvörðun að reyna að tæma lest skipsins, sem var full af sjó. „Við reyndum þetta en dælurnar voru ekki nógu öflugar. Þegar við fengum stærri dælur höfðum við ekki lengur aðgang að rafmagni. Það er margt sem getur skýrt hvers vega togarinn sökk. Skipið var fullt af vatni og var með mikla slagsíðu. Þegar flæddi að í annað sinn var of seint að bjarga togar- anum,“ sagði Sturla. Þegar skipstjórinn var spurður um hver hefði stjórnað björgunar- aðgerðum á staðnum sagðist Sturla ekki vera viss um það. Sjóprófin hófust í dómshúsinu í Svolvær í Lofoten í gærmorgun og lauk þeim um eftirmiðdaginn í gær. Sjópróf eru eitt af þeim tækj- um sem stjórnvöld hafa til að leita skýringa á sjóslysum sem verða og fá fram staðreyndir um það sem gerðist. Trond Eilertsen, lögmaður hjá Wikborg, Rein og Co, sem fara með mál útgerðarinnar, segir að norsk yfirvöld muni síðan hafa sjó- prófin til hliðsjónar t.d. verði gerð- ar kröfur um bætur. Meðdómari í sjóprófum Guðrúnar Gísladóttur KE-15 segir íslenska skipstjórann trúverðugan Hafði grandskoðað sjókortin en skerin voru ekki merkt Ljósmynd/Avisa Nordland, Lars Antonsen Sturla Einarsson (t.h.), skipstjóri Guðrúnar Gísladóttur KE-15, ræðir við Ásbjörn Helga Árnason, framkvæmdastjóra Festi hf., og Henrik Hagberg, lögmann útgerðarinnar, áður en sjóprófin hófust í gær. SJÚKRAHÚS sem hafa á að skipa mörgum vel menntuðum og hæfum hjúkrunarfræðingum eru öruggari fyrir sjúklingana og meiri gæði eru þar á hjúkrunarþjónustunni en þar sem fáir menntaðir hjúkrunar- fræðingar starfa. Þetta eru niðurstöður stórrar rannsóknar sem Harvard-háskól- inn í Bandaríkjunum stóð fyrir. Í rannsókninni voru sjúkraskrár 6,2 milljóna sjúklinga af 799 banda- rískum sjúkrahúsum skoðaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýlega birtar í New England Journal of Medicine. „Þessi mikilvæga rannsókn stað- festir það sem hjúkrunarfræðing- ar, sjúkrahús og sjúklingar hafa lengi vitað, að því fleiri vel mennt- aðir og hæfir hjúkrunarfræðingar sem starfa við spítalann, því betri og öruggari verður þjónustan fyrir sjúklingana,“ segir Judith Oulton, framkvæmdastjóri Alþjóðlega hjúkrunarfræðingaráðsins, en það eru regnhlífasamtök hjúkrunar- fræðingafélaga í 124 löndum. „Þessar niðurstöður eru mjög gagnlegar fyrir sjúkrahús út um allan heim og ættu að stuðla að viðeigandi stefnu varðandi það að fá fólk til starfa við hjúkrun og að- hlynningu. Þetta gildir einnig um stefnu- mörkun varðandi það hversu hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga skuli vera við aðhlynningu á sjúkrahús- um,“ segir Oulton. Minna um fylgikvilla meðal sjúklinga Dr. Jack Needleman, hagfræð- ingurinn sem stýrði rannsókninni, segir hjúkrunarfræðinga vera „eyru og augu“ sjúkrahúsa. „Oft og tíðum fá þeir vísbendingar um að eitthvað sé að fara úrskeiðis áð- ur en vandamálið magnast upp.“ Hann bendir á að ekki sé hægt að koma auga á vandamál ef hjúkr- unarfræðingar hafa ekki tíma til að fylgjast með sjúklingum. „Ég áætla að rekja megi hundruð eða jafnvel þúsundir andláta árlega til undirmönnunar á sjúkrahúsum.“ Rannsóknin sýndi að á sjúkra- húsum þar sem hátt hlutfall var af menntuðum hjúkrunarfræðingum við störf væri sjúkrahúsvist sjúk- linganna allt að 5% styttri en ann- ars staðar. Sömuleiðis voru fylgi- kvillar allt að 9% sjaldgæfari meðal sjúklinga á þessum sjúkra- húsum. Þá sýndi rannsóknin að þar sem menntaðir hjúkrunar- fræðingar gáfu sér meiri tíma til umönnunar hvers sjúklings var minna um þvagfærasýkingar, blæðingar í meltingarvegi, lungna- bólgu og hjartaáföll meðal sjúk- linganna. Ný rannsókn Harvard-háskóla á gildi góðrar hjúkrunar Rekja má fjölda dauðs- falla til undirmönnunar BREYTING á fyrirkomulagi staðlaðra prófa hérlendis, sem nauðsynleg eru til inngöngu í há- skólum í Bandaríkunum og öðr- um enskumælandi löndum, mun hafa í för með sér aukinn kostn- að fyrir próftakendur. Þetta er mat Láru Jónsdóttur, fram- kvæmdastjóra Fulbright-stofn- unarinnar, en prófamiðstöð stofnunarinnar verður lokað í haust samkvæmt ákvörðun er- lendra rekstraraðila prófanna. Um er að ræða próf á borð við TOEFL, GRE og GMAT. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hafa námsmenn sem hyggja á nám erlendis getað tekið þessi próf nánast hvenær sem er árs- ins á þeim fimm árum sem próf- amiðstöðin hefur verið rekin. Í stað prófamiðstöðvarinnar hyggj- ast rekstraraðilar prófanna koma aftur á fót skriflegum gerðum prófanna sem verða þá í boði mun sjaldnar, TOEFL-prófin fimm sinnum á ári og GRE og GMAT-prófin tvisvar. Lára bendir á að þetta geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir þá námsmenn sem ná ekki prófunum í fyrstu tilraun. „Ef fólk er að fara í nám og nær ekki akkúrat einu af þessum fimm TOEFL-prófum eða GRE eða GMAT-prófunum, sem verða bara tvisvar á ári, þá verður það að fara til útlanda til að taka prófin upp.“ Læknar sem hyggjast á fram- haldsnám í Bandaríkjunum þurfa einnig að taka á sig slíkan ferða- kostnað þar sem próf sem þeir þurfa að gangast undir verða ekki lengur í boði hérlendis eftir að prófamiðstöðin verður lögð niður þann 1. september næst- komandi. Prófamiðstöð Fulbright-stofn- unarinnar verður lokað í haust Aukinn kostnaður fyrir námsmenn ÁSBJÖRN Helgi Árnason, fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins Festar hf., segir sjóprófin sem fram fóru í Svolvær á Lofoten í gær hafa staðfest að skipstjórinn hafi staðið sig með einstakri prýði. „Ég er mjög stoltur af okkar fólki eftir þessi sjópróf, þar kom fram að mennirnir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð,“ segir Ásbjörn Helgi í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að sjóprófunum lauk í gær. Hann segir að fram hafi komið að gagnrýni skipstjóra dráttarbátsins Nordbever hafi ekki verið á rökum reist. Hann hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að togarinn sykki. Seinagangi íslenska skip- stjórans hefði verið um að kenna að togarinn sökk. „Þetta var augljós- lega óábyrgt tal og yfirlýsingarnar sem hann gaf voru ótímabærar,“ segir Ásbjörn Helgi. Hann segir að þeim, sem báru vitni, hafi borið saman um að íslenski skipstjórinn, Sturla Einarsson, hafi tekið réttar ákvarðanir. Bar saman um að skipstjórinn tók réttar ákvarðanir FRYSTISKIPIÐ Guðrún Gísla- dóttir KE-15 við það að sökkva, eftir að hafa strandað á skeri í sundinu Nappstraumen við Lófót- eyjar í Norður-Noregi á þriðju- dag. Skipið var á leið til löndunar í bænum Leksnes þegar atburð- urinn átti sér stað. Áhöfnin sá sér ekki annað fært en að yfirgefa skipið og komust skipverjar, alls 20 manns, í björgunarbáta. Ljósmynd/Willy Hauge, Fiskaren Guðrún Gísladóttir við það að sökkva

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.