Morgunblaðið - 22.06.2002, Side 12

Morgunblaðið - 22.06.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SLYS eiga ekki að gerast og við get- um komið í veg fyrir svo gott sem öll slys. Með því að auka menntun, bæta forvarnir og nota umbun má draga umtalsvert úr slysum. Þetta er álit kanadíska læknaprófessorsins Louis Hugo Francescutti sem fjallaði um slysavarnir á alþjóðlegu þingi um bráðalækningar sem staðið hefur í Reykjavík. Þar setti hann fram þá skoðun sína að slys væru bæði fyr- irsjáanleg og unnt væri að koma í veg þau. „Slys eru líka að mínu viti sjúk- dómur og með því að flokka þau sem sjúkdóm verður litið öðruvísi á þau. Viðhorf lækna og hjúkrunarfólks hvað þetta varðar þarf líka að breyt- ast. Slys eru nefnilega ekki sjálf- sagður hlutur og við eigum ekki að líta á þau sem eitthvað sem bara ger- ist ,“ segir prófessorinn í samtali við Morgunblaðið. „Enginn sjúkdómur kemur eins snögglega yfir menn og slys. Þegar menn fá hjartasjúkdóm eða sykursýki er það af því að eitt- hvað hefur gerst í líkamsstarfsem- inni og sjúkdómurinn búið um sig kannski í langan tíma. Við slys ríður höggið af í einu vetfangi hvort sem meiðslin eru alvarleg eða ekki.“ Bæta þarf forvarnir með rannsóknum Louis Hugo Francescutti minnti á flokkun sem bandaríski læknirinn William Haddon setti fram fyrir rúmum þremur áratugum. Hann segir slíkt kerfi auðvelda mönnum mat og rannsóknir á slysum. Er þar skoðað hvað gerðist fyrir slys, hvaða tæki eða mannvirki koma við sögu, hvernig slysið varð, við hvaða að- stæður og hvað gerðist eftir slys. „Með slysarannsóknum getum við bætt forvarnir. Ef við lítum til dæm- is á umferðarslys þá þarf að kanna hvort umferðarmannvirki sem vant- ar eða væru hönnuð á annan hátt hefðu breytt einhverju burtséð frá hegðun ökumanna. Við vitum til dæmis að það kann ekki góðri lukku að stýra að aka eftir að menn hafa drukkið – á sama hátt og menn vita að það er ekki hollt að reykja. En stundum þarf aðrar aðgerðir til að hafa vit fyrir okkur og í sambandi við akstur og áfengi bendi ég á að til eru bílar með búnaði sem kemur í veg fyrir gangsetningu ef of mikið áfeng- ismagn mælist í andrardrætti öku- manns.“ Þá bendir læknaprófessorinn á að slys séu þjóðfélögum dýr og minnir á að hérlendis bíði um 50 manns bana á ári hverju í margs konar slysum og alls komi 55 þúsund manns á slysa- og bráðadeild Landspítalans á ári hverju. „Þetta kostar þjóðina um- talsverða fjármuni eins og þið vitið og þess vegna er áríðandi að efla slysavarnir á öllum sviðum og með öllum ráðum. Þáttur í því er hin nýja slysaskráning og ég fullyrði að Ís- land er eitt fyrsta landið í heimi til að taka upp slíka samræmda skrán- ingu. Aðrar þjóðir munu fara að for- dæmi ykkar.“ Prófessorinn segir að fyrir um 10 árum hafi verið um 65 dauðsföll á hverja 100 þúsund íbúa í Kanada en í ár séu þau komin niður í 52 á 100 þúsund íbúa. Takmarkið segir hann vera að ná þeim niður í að minnsta kosti 26 eftir 15-20 ár. Hann þakkar árangurinn sem þegar er orðinn ein- földum aðgerðum eins og að skylda börn og fullorðna til að nota reið- hjólahjálma og að banna fólki að sitja aftan á pallbílum. „Svona aðgerðir skila sér en þær taka langan tíma. Með góðri skráningu og rannsókn- um, t.d. á umferðarslysum, fæst nauðsynleg þekking og reynsla sem slysavarnir eru byggðar á.“ Starfsemi slysa- og bráðadeilda að breytast Alþjóðlega þingið um bráðalækn- ingar var haldin á vegum Félags slysa- og bráðalækna, Landspítala – háskólasjúkrahúss og læknadeildar Háskóla Íslands. „Markmiðið er að bæta bráðalækningar og Ísland er fyrst Norðurlandanna og eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að líta á bráðalækningar sem sérgrein,“ seg- ir Curtis P. Snook, formaður vísinda- nefndar þingsins, í inngangi að dag- skrá þingsins. Brynjólfur Mogensen, sviðstjóri á slysa- og bráðamóttöku LSH, for- maður þingsins ásamt Mary Palmer, segir að um 350 manns frá 27 löndum hafi sótt ráðstefnuna. Hann segir bráðalækningar unga sérgrein, ekki síst á Íslandi. „Starfsemi slysa- og bráðadeilda er að breytast þannig að þar starfa ekki lengur bæklunar- læknar, skurðlæknar, lyflæknar og barnalæknar í fremstu víglínu, held- ur bráðalæknar sem taka á móti veiku og slösuðu fólki, greina og leysa vandann og kalla til sérfræð- inga í öðrum greinum eftir því sem þörf krefur. Bráðalækninum er fyrst og fremst kennt að leysa öll bráða- vandamál og það má benda á að til- tölulega lítill hluti sjúklinga sem kemur á bráðamóttöku þarf að leggj- ast inn á sjúkradeild.“ Tveir íslenskir læknar hafa þegar aflað sér réttinda sem bráðalæknar og einn er að ljúka slíku námi í Bret- landi. Brynjólfur telur að fleiri slíkir bætist í hópinn á næstunni þar sem þetta sé orðin ný sérgrein sem þyki áhugaverð og sé ein allra vinsælasta sérgreinin í Bandaríkjunum. Aðrir geta lært af Íslendingum Þá var einn fyrirlesara á þinginu bandaríski læknirinn William K. Mallon, sem stjórnar námi bráða- lækna við Los Angeles háskólann í Kaliforníu. Hann hefur dvalið hér- lendis í nokkrar vikur til að setja fram tillögur um skipulag bráða- lækninga hérlendis og er verkefnið styrkt af Fulbright-stofnuninni. Þegar tillögur hans liggja fyrir síðar í sumar munu sjúkrahúsyfirvöld meta þær. „Þið hafið góða bráðadeild hér meðal annars vegna þess að þar starfar fólk með ólíkan bakgrunn og fjölþætta reynslu,“ segir Willian K. Mallone í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur um árabil starfað við bráðadeild stórs sjúkrahúss í Los Angeles þar sem hann segir koma um 500 manns á dag, marga vegna ofbeldisáverka, svo sem skot- og stungusára. Á deildinni eru 18 ung- læknar þjálfaðir og segir hann að alls hafi um 460 læknar fengið menntun sína sem bráðalæknar á deildinni síðustu áratugina. Hann segir ís- lenska lækna hafa ýmsa möguleika á að sækja sér menntun í bráðalækn- ingum, t.d. í Bandaríkjunum, Bret- landi og Svíþjóð en hann segir Ís- lendinga líka geta kennt öðrum eitt og annað. „Þið hafið mjög gott skipulag á neyðarþjónustu og bráðaþjónustu á vettvangi og þar gætu aðrir lært af ykkur,“ segir hann. Þá bendir hann á að lítið land eins og Ísland eigi sterka möguleika í forvörnum og rannsóknum. „Þegar kemur að því að fylgja sjúklingum eftir að lokinni fyrstu meðferð eða sjúkrahúslegu eða til að afla upplýsinga í þágu rannsókna þá náum við yfirleitt ekki nema til um 60% sjúklinga í Los Angeles en þið getið yfirleitt náð til um 98% sjúklinga ykkar. Þetta gefur margfalt verðmætari upplýsingar um gang mála varðandi endurhæf- ingu og meðferð og ég tel að þið eigið að leggja mikla áherslu á þessa þætti í forvarnaskyni.“ Louis Hugo Francescutti kanadískur læknaprófessor á málþingi um bráðalækningar Getum komið í veg fyrir næst- um öll slys Bráðalækningar eru nýleg sérgrein og skipulag slysa- og bráðadeilda er að taka ýmsum breytingum. Jóhannes Tómasson hleraði ýmis atriði um slysavarnir hjá þátttakendum í nýlegri ráðstefnu um bráðalækningar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá vinstri: Louis Hugo Francescutti, Brynjólfur Mogensen og William K. Mallon. joto@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki gera neinar athugasemdir við skoðanir Jóhönnu Sigurðardóttur um Evr- ópusambandið, en hún hefur hvatt til mikillar varfærni í Evrópumálum á heimasíðu sinni. „Jóhanna hefur alltaf verið var- færinn stjórnmálamaður og skoðar hvert skref vel áður en hún tekur það. Ég hlýt þó að vekja athygli á því að í pistli Jóhönnu kemur ekki fram andstaða við það að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Hún eins og margir þungavigtarmenn í forystusveit Samfylkingarinnar er að skoða þetta mál, enda er flokk- urinn í miðjum klíðum með sína Evr- ópukynningu,“ sagði Össur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að innan Samfylking- arinnar ríkti fullt lýðræði og hann gengi þess ekki dulinn að það væru skiptar skoðanir innan Samfylking- arinnar um Evrópumálin eins og í öðrum flokkum. Hann hefði ekki dul- ið sína afstöðu í þessu máli og það hefði verið honum nokkurt gleðiefni að þegar menn kynntu sér málin og brytu tengsl Íslands og Evrópu til mergjar virtist þeim fjölga sem væru ekki víðs fjarri þeim sjónarmiðum sem hann hefði kynnt. „Það er hins vegar rétt að taka undir með Jóhönnu að það á að nálg- ast þessi mál á varfærinn hátt, en ekki hrapa að ályktunum eins og til dæmis forsætisráðherra virðist gera í hvert einasta skipti sem hann tjáir sig um Evrópusambandið,“ sagði Össur enn fremur. Kostirnir fleiri en gallarnir Hann sagðist sjálfur hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa skoðað málið mjög vel, meðal annars sjávarútvegsstefnu ESB, að kostir við aðild væru fleiri en gallarnir. Það væri hins vegar alveg ljóst að það væru skiptar skoðanir um hver nið- urstaðan yrði ef gengið yrði til samn- inga. Hann tæki þess vegna undir með Jóhönnu að það ætti að ganga að þessu máli af fullri varfærni og sú varfærni væri tryggð með því í fyrsta lagi að ganga til þess fordóma- laust og í fullri alvöru að skilgreina þau markmið sem Íslendingar ættu að hafa að leiðarljósi þegar til samn- inga kæmi út frá hagsmunum þjóð- arinnar, ekki síst hvað varði fullveldi og fiskveiðar. Í öðru lagi að fara í að- ildarviðræður með þessi skilgreindu samningsmarkmið að leiðarljósi og í þriðja lagi þegar aðildarviðræðum væri lokið og ljóst hver samningsnið- urstaðan væri að taka þá afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en það væri ljóst að þjóðir hefðu hafnað slíkum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Norðmenn hefðu gert á sín- um tíma. Formaður Samfylkingarinnar Engar athugasemdir við afstöðu Jóhönnu TILLÖGU Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að borg- arstjórn lýsti yfir andstöðu sinni við þátttöku borgarinnar í Kárahnjúka- virkjun var vísað til frekari máls- meðferðar borgarráðs á borgar- stjórnarfundi í fyrradag með það að markmiði að hún færi inn í stefnu- mótun borgarinnar í orkumálum sem unnið er nú að. Í tillögunni vísaði Ólafur til sam- þykktar borgarstjórnar frá 21. júní 2001 um arðsemismat Kárahnjúka- virkjunnar, „þeirrar leyndar og und- anbragða sem hafa verið uppi í tengslum við virkjunina og áforma um að halda áfram framkvæmdum við hana í sumar“, líkt og segir orð- rétt í tillögunni. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-lista, bentu á að slík yfirlýsing myndi ekki hafa áhrif á byggingu Kárahnjúkavirkjunar þar sem ákvörðun um virkjunina lægi hjá ríkisvaldinu. Ólafur lagði fram breytingartil- lögu í lok fundarins sem var einnig vísað til borgarráðs að tillögu borg- arstjóra. Vill að borgarstjórn lýsi andstöðu við Kárahnjúkavirkjun KARLMAÐUR um fertugt hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 30 daga fangelsi, sviptur ökurétti ævilangt og gert að greiða skaðabætur að upphæð 2 þús- und krónur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa gefið út og notað tékka í viðskiptum við veitingahúsið Café Amour á Akureyri að upphæð 2 þús- und krónur, en tékkinn var úr hefti eiginkonu hans. Notaði hefti eiginkonunnar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.