Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 17
Trjáplöntu-
dagar
Reykjavík sími 580 0500 • Selfossi sími 480 0800
www.blomaval.is
Seljum mikið af trjáplöntum
og runnum á stórlækkuðu verði
Gróðurmold
10 ltr 199 kr.
50 ltr 799 kr.
Tilboð
Birkikvistur
399 kr.
Allar fjölærar plöntur
20% afsláttur
Gljámispill
299 kr.
Hansarós
499 kr.
Birki/Embla
50-70 sm
299 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
1
81
14
06
/2
00
2
Petúnia
299 kr.
Hengilóbelia
399 kr.
Njótið fegurðar
Þingvallasvæðisins
Uppl. og pantanir í s. 894 7664
www.himbriminn.is
info@himbriminn.is
ÚTSÝNIS-, FRÆÐSLU-
OG GÖNGUFERÐIR
SÓLARLAGS- OG
VEIÐIFERÐIR
UM 360 erlendir gestir eru staddir
á vinabæjamóti sem haldið er í
Garðabæ um þessar mundir. Vina-
bæir Garðabæjar sem taka þátt í
mótinu eru Asker í Noregi, Birke-
rød í Danmörku, Eslöv í Svíþjóð og
Jakobstad í Finnlandi.
Að sögn Huldu Hauksdóttur,
upplýsingafulltrúa á bæjarskrif-
stofum Garðabæjar, eru um 170
ungmenni í hópnum á aldrinum tíu
ára til tvítugs og taka þau þátt í sér-
stökum barna- og unglingamótum.
Um er að ræða kóramót sem haldið
er í samstarfi við skólakóra Flata-
og Hofstaðaskóla, skákmót sem
haldið er í samstarfi við Skátafélag-
ið Vífil og fimleikamót sem haldið
er í samstarfi við fimleikadeild
Stjörnunnar.
Vinabæirnir skiptast á að halda
vinamót á tveggja ára fresti en tíu
ár eru liðin frá því Garðabær hélt
síðast vinamót. Þá mætti álíka
fjöldi til leiks og segir Hulda að
mótin séu ávallt vel sótt.
Hulda segir að ungt fólk hafi ver-
ið sérstaklega hvatt til að mæta á
mótin en auk þess eru þau sótt af
bæjarfulltrúum viðkomandi bæj-
arfélaga, bæjarstarfsmönnum og
félögum úr Norrænufélögunum.
Segja má að íbúar Garðabæjar
hafi opnað heimili sín fyrir erlendu
gestunum. Margir þeirra fá gist-
ingu, að sögn Huldu, og enn fleiri
bjóða frændum sínum frá Norð-
urlöndunum í mat svo þeir fái að
kynnast íslensku borðhaldi og fjöl-
skyldulífi.
Nýtt tónverk, Vont og gott,
samið sérstaklega fyrir mótið
Í dag er meðal annars á dagskrá
málþing í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ þar sem fjallað verður um
þjónustu við íbúa sveitarfélaga,
upplýsingatækni og þjónustu við
eldri borgara. Þá verður rætt um
skipulagsmál í víðu samhengi og
meðal annars hlýtt á erindi um
fornleifauppgröft við Hofsstaði.
Farið verður í skoðuarferðir um
Garðabæ og nágrenni og kl. 16
hefjast tónleikar barnakóra í sal
Tónlistarskóla Garðabæjar. Að
sögn Huldu munu kórarnir, undir
stjórn Hildar Jóhannesdóttur kór-
stjóra, syngja nýtt tónverk sem
samið var sérstaklega fyrir mótið
af Hildigunni Rúnarsdóttur tón-
skáldi, Vont og gott, við texta Þór-
arins Eldjárn.
Allar nánari upplýsingar er að
finna á slóðinni www.gardabaer.is.
Um 360 erlendir gestir frá Norðurlöndunum samankomnir um þessa helgi á vinabæjamóti
Morgunblaðið/Arnaldur
Hildur Jóhannesdóttir kórstjóri leiðir hópinn saman í söng.
Eitt hundrað börn hvaðanæva af Norðurlöndunum æfðu nýtt tónverk,
Vont og gott, í glampandi sólskini í Vífilsbúð í Heiðmörk í gær.
Bæjarbúar
opna heimili
sín fyrir
gestunum
Garðabær