Morgunblaðið - 22.06.2002, Side 22

Morgunblaðið - 22.06.2002, Side 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KAUPMENN og þjónustuaðilar á Selfossi finna fyrir verulegri hreyf- ingu í viðskiptalífinu strax þegar fer að vora og með sumarkomunni myndast hreinlega bylgja af fólki sem streymir á staðinn. Verslun dafnar vel á þessum tíma og yfir sumarið er hver einasta helgi mikil verslunarhelgi og viðskiptasveiflan ámóta og um jólin. Hin þétta byggð sumarbústaða í uppsveitum Árnes- sýslu og í næsta nágrenni við Selfoss gerir að verkum að umferðin er mik- il og fer stöðugt vaxandi. Við þessa miklu umferð innlendra ferðamanna bætist síðan vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sem fara um hlöðin í hópum. Nýjasta viðbótin kemur frá nýjasta Flugleiðahótelinu, Hótel Selfoss, en eftir opnun þess í byrjun júní hefur verið þar góð umferð og yfir 100 gestir á hverjum degi. Þá hefur verulegur vöxtur verið í versl- un á Selfossi með tilkomu stórra að- ila eins og Húsasmiðjunnar og lág- vöruverðsverslananna Bónuss og Krónunnar en tilkoma þeirra jók verslunarumferðina verulega á staðnum. Hjá bensínstöðinni í Foss- nesti á Selfossi hafa menn á orði að þar sé mikið að gera enda séu „béin þrjú,“ Bónus, bensín og brennivín, í næsta nágrenni, en þá er átt við verslun ÁTVR í næsta nágrenni. Fólk sækir í afslappað umhverfi „Við erum búin að vera hér í 28 ár, alltaf á sama stað, þar sem fólk gengur að okkur,“ sagði Kristín Hafsteinsdóttir, kaupmaður í Lind- inni á Selfossi sem verslar með kvenfatnað. „Okkar hugsun er að veita persónulega þjónustu og flytja vörurnar inn sjálf, losna við milliliði og geta þannig boðið gott verð. Við erum hér í þröngu húsnæði en á móti kemur að búðin er full af vörum og það vita okkar föstu við- skiptavinir. Ég held að Selfoss eigi eftir að verða enn öflugri verslunar- bær, fólk vill koma hingað og versla í rólegheitum og njóta þess að vera í afslöppuðu umhverfi. Maður verður mjög var við þessa hugsun hjá fólki og það er gaman að geta þess að sumarbústaðafólkið okkar hér í ná- grenninu er vaxandi viðskiptahópur. Markaðurinn hér fer því stækkandi með aukinni sumarhúsabyggð, sem er auðvitað mjög ánægjulegt og gott fyrir samfélagið hérna,“ sagði Krist- ín Hafsteinsdóttir. Hentugt að koma hingað og versla „Stærstu tímabilin hjá okkur eins og öðrum eru helgarnar í kringum hvítasunnuna og páskana og svo all- ar helgar yfir sumartímann en þá hreinlega tvöfaldast umferðin hérna. Það eru allar helgar mjög stórar og mikil hreyfing alveg fram á haust,“ sagði Sigrún Jónsdóttir, verslunarstjóri í Nóatúni á Selfossi. „Við fáum mikið af sumarbústaða- fólki en því finnst mjög hentugt að koma austur á Selfoss og versla inn fyrir dvölina í sumarbústaðnum. Svo nota margir tækifærið að fara í sund og veita sér og fjölskyldunni eitt- hvað gott ásamt því að koma við í öðrum verslunum, bæði hér í Kjarn- anum og annars staðar. Fólkið sæk- ir í gott vöruval og samkeppnisfært verð ásamt því að flestir leita eftir þægilegu viðmóti sem er hér í versl- unum á Selfossi og rólegu andrúms- lofti. Það er mjög mikilvægt í þessu sambandi að það fer gott orð af svæðinu varðandi aðstæður og hjá okkur erum við stolt af kjötborðinu sem fólkið sækist eftir,“ sagði Sig- rún en hjá Nóatúni á Selfossi starfa um 100 manns. Sumarbylgjan er mjög sterk „Við búum við þannig samfélag hérna að það eru ekki miklar sveifl- ur en gegnumstreymi fólks vex mjög hér yfir vor- og sumartímann og ég hygg að allir finni fyrir þessari bylgju,“ sagði Gunnar Guðmunds- son, kaupmaður í Horninu á Sel- fossi, en verslun hans er staðsett nokkuð frá miðbænum. „Ég finn vel fyrir þessari bylgju þó hún sé kannski ekki eins sterk hér og í mið- bænum en það má geta þess að síð- asti mánuður hjá okkur var sá stærsti í 17 ár, frá því við opnuðum. Pizza 67 er hér í húsinu og þar hefur mikið verið að gera í kringum HM í knattspyrnu en menn koma þangað eldsnemma á morgnana til þess að horfa á boltann í beinni útsendingu,“ sagði Gunnar. Undir þessi orð hans tekur Elvar sonur hans, sem rekur Pizza 67. Hann sagði að sund og pítsa væri mikil sumarafþreying ef svo mætti að orði komast. Hann sagði mikinn uppgang í pítsunum og frá honum eins og öðrum væru píts- ur sendar um langan veg til við- skiptavina. Verslun og þjónusta við ferðafólk ein af meginstoðunum Selfoss Sigrún Jónsdóttir, verslunar- stjóri Nóatúns, greip innkaupa- kerru þegar hún átti leið um. Morgunblaðið/Sig. Jóns Gunnar B. Guðmundsson kaupmaður og Elvar Gunnarsson á Pizza 67. Kristín Hafsteinsdóttir með Elínborgu Jónsdóttur í Lindinni. ROTARYKLÚBBUR Selfoss hefur það sem árlegt verkefni á hverju vori að gróðursetja plöntur í skóg- ræktarsvæðið í Hellisskógi vestan Ölfusár. Hellisskógur er í landi Hellis og Einholts og er víðáttu- mikið útivistarsvæði sem íbúar á Selfossi nota mikið. Margir klúbbar og félög eiga þar reiti sem gróð- ursett er í árlega. Plönturnar dafna vel og hefur ásýnd landsins breyst verulega á síðustu tíu árum. Morgunblaðið/Sig. Jóns Nokkrir félagar í Rotaryklúbbi Selfoss að lokinni gróðursetningu. Gróðursett í Hellisskógi Selfoss SELFOSSBÚAR bjóða gest- um og gangandi til morgun- verðar í dag með harmónikku- undirleik og morgunleikfimi en það er fyrsti liður á dag- skrá fjölskylduhátíðarinnar Sumar á Selfossi. Að þessu sinni verður hátíðin haldin á planinu á bak við Austurveg 4 á Selfossi og á Sigtúni þar skammt frá. Bíla- og mótor- hjólasýning verður allan dag- inn en mótorhjólamenn eru mjög virkir og viljugir að sýna tæki sín. Leiktæki verða á staðnum og leikir verða á Sig- túni frá hádegi til kl 14.00, allt ókeypis. Golfarar verða með leiðbeiningar fyrir byrjendur á Golfvelli Selfoss kl. 12–14. Bókasafnið verður opið með risaeðlusýningu kl. 11–14 og rannsóknarmiðstöð í jarð- skjálftaverkfræði verður einn- ig opin. Útvarpsstöðin FM957 verður á staðnum með dag- skrá síðdegis, meðal annars í Sundhöll Selfoss sem býður ókeypis aðgang klukkan 17– 18. Klukkan 15–17 mun hljóm- sveitin Á móti sól leika nokkur lög. Hátíðin Sumar á Selfossi er orðin að árvissum viðburði hjá Selfossbúun og gestum þeirra, en hún er sameiginlegt framtak fyrirtækja í bænum og sveitarfélagsins. Boðið til morgun- verðar og leikja á Selfossi Selfoss IB-innflutnings- miðlun á Selfossi afgreiddi nýlega frá sér þrjá glæsi- lega bíla sem breytt hefur verið og gengið frá af samstarfsaðilum fyrirtækisins, Jeppasmiðjunni á Ljónsstöðum, Radíóþjónustu Sigga Harðar og Gunnari Egilssyni, Ice Cool. Að sögn Ingimars Baldvinssonar hjá IB er um að ræða einn glæsilegasta dráttarbíl landsins, sjúkrabíl og stærsta fjöldaframleidda jeppa í heimi af gerðinni Ford Excursion Limited. Jeppinn var settur á 44 tommu dekk og var frumraun í breytingum á bíl af þessari stærð. „Þetta verður lúxus-taxinn á fjöll- um, kóngurinn í flotanum,“ sagði Ingimar Baldvinsson. Sjúkrabíllinn er síðan einn af mjög mörgum sjúkrabílum sem IB-innflutnings- miðlun hefur afgreitt frá sér eftir breytingar og útfærslu eftir að- stæðum. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Þrír glæsibílar afhent- ir eftir breytingar Selfoss NÝIR söluaðilar, Grundir ehf., hafa tekið við Hekluumboðinu á Suður- landi og rekstri Bílasölu Selfoss. Hekluumboðið nær frá Hellisheiði að Kirkjubæjarklaustri og mun Bílasala Selfoss þjónusta þetta svæði. Nýir forsvarsmenn Bílasölunnar eru Sæv- ar Sverrisson og Rögnvaldur Jó- hannsson. „Við munum kappkosta að þjón- usta svæðið eins vel og kostur er hér eftir sem hingað til. Við erum með nýja og notaða bíla frá Heklu ásamt því að vera með almenna bílasölu hérna. Þá er þjónustuumboð Heklu hér á hlaðinu hjá okkur og því í heil- miklu að snúast,“ sagði Sævar Sverr- isson. Eitt öflugasta svæðið í bílasölu Hekluumboðið er við Hrísmýri á Selfossi en í næsta nágrenni eru tvær stórar bílasölur. Samanlagt er þetta svæði eitt það öflugasta á landinu í bílasölu og viðskiptavinir eiga hægt um vik að nálgast bíl við sitt hæfi. Morgunblaðið/Sig. Jóns Sverrir Sigfússon, Heklu, Rögnvaldur Jóhannsson, Bílasölu Selfoss, Marinó Björnsson, Heklu, og Sævar Sverrisson, Bílasölu Selfoss. Nýir aðilar með Heklu- umboðið á Suðurlandi Selfoss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.