Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 25

Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 25 Fáðu þér nýjan bíl fyrir sumarleyfið FERÐADAGAR hjá Betri notuðum bílum Láttu ekki bílinn valda þér áhyggjum í sumarfríinu. Á FERÐADÖGUM bjóðum við fjölbreytt og gott úrval af bílum af öllum gerðum á hagstæðu verði. Strangt skoðunarferli er trygging fyrir að vélar- og öryggisbúnaður er í góðu lagi. Nákvæm ókeypis skoðun á bíl eftir þúsund kílómetra akstur eða einn mánuð. 14 daga skiptiréttur á bíl ef kaupandi er ekki ánægður. Í boði allt að eins árs ábyrgð á mikilvægum búnaði í bílnum. Komdu á Ferðadaga á Nýbýlaveginum eða til umboðsmanna okkar á Selfossi, Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjanesbæ. Það er óþarfi að hafa líka áhyggjur af bílaviðskiptum. Sími 570 5070. www.toyota.is Hvað skyldi hafa orðið af pústinu? Það var örugglega undir uppi á Steingrímsfjarðar- heiði! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 17 98 4 06 /2 00 2/ KO RT : LA N D M Æ LI N G A R ÍS LA N D S Vestur Suður Norður Austur 4x4 Fólksbílar Jeppar Tilboðsbílar Mikið úrval! COLDWATER Seafood í Bretlandi, dótt- urfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, hlaut verðlaun sem framleiðandi ársins 2001 í öllum vöruflokkum á árlegu fram- leiðsluþingi McDonald’s. Í fréttatilkynningu frá SH er vitnað í ræðu Ian Martins, fram- kvæmdastjóra framleiðslu hjá McDonald’s. Í máli hans kom fram að grunnurinn að ár- angri Coldwater sé mikill stöðugleiki sem ríkt hafi hjá Coldwater í gæða- og fram- leiðslumálum á undanförnum þremur árum. „Á þessu tímabili hefur fyrirtækið ávallt verið í fremstu röð framleiðenda varðandi hrein- lætis-, gæða- og framleiðslustjórnun.“ „Þetta er mjög stór áfangi fyrir Coldwater þar sem verðlaunin njóta mikillar virðingar meðal stjórnenda framleiðslufyrirtækja í matvælaiðnaði hér í Bretlandi,“ að því er haft er eftir Agnari Friðrikssyni, forstjóra Coldwater í Bretlandi, í fréttatilkynningu. Við val McDonald’s á framleiðanda ársins eru lögð til grundvallar samskipti milli frameið- enda og McDonald’s á árinu og koma flestir af lykilstarfsmönnum McDonald’s að ákvörð- uninni. Meðal annars er tekið tillit til stöð- ugleika í gæðum, viðbragðstíma við kvört- unum, rekjanleika og tæknilegrar þekkingar. Auk þess gerir McDonald’s nákvæmar úttekt- ir á framleiðsluferlum, gæðastöðlum og flutn- ingamálum. Til greina koma allir mat- vælaframleiðendur og birgjar McDonald’s. McDonald’s rekur nú 1.184 veitingastaði í Bretlandi sem velta um 1,5 milljarði punda. Coldwater hefur verið í samstarfi við McDon- ald’s í 18 ár og á því tímabili m.a. framleitt Filet o Fish sem unnir eru úr þorski og fiski- fingur sem ætlaðir eru börnum, auk þess er stöðugt verið að gera tilraunir með nýjar vörur. „Það að skáka mörgum af stærstu og öfl- ugustu framleiðslufyrirtækjum heims er okk- ur að sjálfsögðu mikil hvatning til að gera enn betur í framtíðinni. Ein af undirstöðum þess- ara verðlauna er sá mikli árangur í gæða- málum sem íslenskir samstarfsaðilar okkar hafa náð. Ásamt því að framleiða vörur fyrir veitingamarkað framleiðum við einnig vörur fyrir margar af stærstu verslanakeðjum Bret- lands sem gera miklar kröfur til okkar á sviði gæða- og vöruþróunarmála. Til þess að þókn- ast breskum neytendum, sem eru mjög kröfu- harðir þegar kemur að fiski, er nauðsynlegt að halda stöðugt áfram að þróa og endurbæta vörurnar með þarfir markaðarins í huga,“ sagði Agnar að lokum í fréttatilkynningunni. Coldwater framleiðandi ársins hjá McDonald’s Keith Kenny, yfirmaður innkaupa og gæða- mála hjá McDonald’s, Steve Crossland, tækni- stjóri Coldwater, Ian Martin frá McDonald’s, Helgi Anton Eiríksson, Coldwater, og David Vagg, McDonald’s. ● BRESKA fjölmiðlunarfyrirtækið Reuters hefur ákveðið að segja upp 650 yfirmönnum og millistjórnendum í þeim tilgangi að hagræða í rekstr- inum en uppsagnirnar eiga að spara fyrirtækinu um 150 milljónir dollara á ári. Jafnframt segir fyrirtækið að með því að fjarlægja lag millistjórnenda verði ákvarðanataka skjótari auk þess sem rúm myndist fyrir nýja kyn- slóð hæfileikraríkra stjórnenda. Á síðustu 12 mánuðum hefur fyr- irtækið sagt upp 1800 starfs- mönnum og því hefur starfsfólki fyr- irtækisins fækkað um 2.450 á tímabilinu. Alls starfa um 19.000 manns hjá Reuters á heimsvísu. Aðgerðir fyrirtækisins eru viðbrögð við niðursveiflu í efnahagslífi heims- ins en bæði Reuters og margir helstu viðskiptavinir þess hafa orðið fyrir barðinu á niðursveiflunni. Atburðirnir 11. september höfðu einnig mikil áhrif á félagið, en félagið tapaði 24 milljónum dollara vegna þeirra. Gengið á hlutabréfum Reuters er nú í sögulegu lágmarki sé litið til síð- ustu 5 ára og er um 36 dollarar á hlut, hefur fallið jafnt og þétt síðustu tvö ár frá því gengið var um og yfir 100 dollarar á hlut. Að því er haft er eftir Tom Glocer, forstjóra fyrirtækisins, styðja aðgerð- irnar markmið félagisins um 12% framlegð á næsta ári, umfram al- mennan viðsnúning á markaðnum. Reuters seg- ir upp stjórn- endum ● NORSKA krónan hefur styrkst verulega á þessu ári og norskur út- flutningur beðið skaða af. Verðmæti þess sem flutt var út frá Noregi frá janúar til maí í ár er 11,4% minna en verðmæti útflutningsins var á sama tíma í fyrra, að því er m.a. kemur fram á fréttavef Dagens Næringsliv. Um þessar mundir er norska krónan sterkari en hún hefur verið nokkru sinni frá árinu 1986. Mestir eru erfiðleikarnir hjá fisk- útflutningsfyrirtækjum en þau fá færri norskar krónur fyrir útflutning- inn þegar gengi norsku krónunnar er hátt. Norskir síldarútflytjendur hafa til dæmis beðið lægri hlut í sam- keppni við íslenska útflytjendur um kaupendur í Póllandi, að því er fram kemur á fréttavef Sunnmørsposten, og bent er á að veikari íslensk króna og sterkari norsk króna hafi þar áhrif. Samtök atvinnulífsins í Noregi hafa varað við gengisþróuninni í Nor- egi og segja ástæður til að hafa áhyggjur af að hún haldi áfram. Styrking krónunnar og launaskrið hefur þau áhrif að Seðlabanki Nor- egs mun ekki lækka vexti í bráð og seðlabankastjórinn hefur lýst því yfir að jafnvel sé ástæða til vaxtahækk- unar. Norsk króna kostaði í gær 11,6 ís- lenskar krónur. Styrking norsku krónunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.