Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ hryðjuverkum í borginni. Lögreglan verður einnig með mikinn viðbúnað í dag vegna fyrirhugaðra mótmæla andstæðinga alþjóðavæðingar. Málefni innflytjenda og fólks sem óskar eftir pólitísku hæli voru efst á baugi á leiðtogafundinum í gær. Spánverjar, sem eru í forsæti í Evr- ópusambandinu, reyndu að ná mála- miðlunarsamkomulagi um leiðir til að fá þróunarlönd til að taka þátt í tilraunum ESB til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Evrópu. Spánverjar, Ítalir og Bretar höfðu beitt sér fyrir því að dregið yrði úr þróunaraðstoð við ríki sem reyndu ekki að koma í veg fyrir að þegnar þeirra flyttust með ólöglegum hætti til ESB-landa. Að sögn breska útvarpsins BBC var ólíklegt að þessi tillaga yrði sam- þykkt vegna andstöðu annarra ríkja, þeirra á meðal Frakklands og Sví- þjóðar, sem voru andvíg því að þró- unarlöndum yrði refsað með þessum LEIÐTOGAR Evrópusambandsins reyndu í gær að ná málamiðlunar- samkomulagi um að þróunaraðstoð við fátæk ríki yrði tengd við tilraunir sambandsins til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda. Mik- ill öryggisviðbúnaður var í spænsku borginni Sevilla, þar sem tveggja daga fundur leiðtoganna er haldinn, vegna tveggja sprengjutilræða bask- neskra aðskilnaðarsinna á Spáni í gær. Þrír Bretar, spænsk hjón og ung- lingur frá Marokkó særðust í fyrri sprengjuárásinni, sem var gerð í ferðamannabænum Fuengirola á Costa del Sol, um 160 km frá Sevilla. Enginn særðist þegar önnur sprengja sprakk nokkrum klukku- stundum síðar í Marbella á Costa del Sol. Skömmu áður hafði aðskilnaðar- hreyfing Baska, ETA, varað við til- ræðinu. Nær 10.000 lögreglumenn voru á götum Sevilla vegna hættunnar á hætti. Breskir embættismenn voru þó vongóðir um að samkomulag næðist um málamiðlun sem fælist í því að áhersla yrði lögð á umbun fyr- ir samstarf en ekki refsingu. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafði lagt til að ESB-ríkin skertu þróunaraðstoðina við ríki sem reyndu ekki að koma í veg fyrir að þegnar þeirra færu til ESB-landa án heimildar eða neituðu að taka við þeim aftur. Ágreiningur er þó innan bresku stjórnarinnar um þessa tillögu því Clare Short, ráðherra þróunarað- stoðar, sagði í gær að það væri sið- ferðilega rangt og „andstyggilegt“ að refsa þróunarlöndum með þess- um hætti. Um hálf milljón ólöglegra innflytj- enda kemur til ESB-ríkjanna á ári hverju, auk þess sem nær 400.000 manns koma þangað til að óska eftir hæli sem pólitískir flóttamenn. Á fundinum í gær viðurkenndu ESB-ríkin formlega hernaðarlegt hlutleysi Írlands til að greiða fyrir því að Írar staðfesti Nice-sáttmálann í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrirhuguð er um hann á Ír- landi. Í fyrri atkvæðagreiðslunni, sem fór fram í fyrra, höfnuðu Írar sáttmálanum, einkum af ótta við að þeir kynnu að þurfa að taka þátt í sameiginlegum hernaðaraðgerðum ESB-ríkja í framtíðinni eða taka jafnvel þátt í stofnun evrópsks hers. Setningu fundarins var frestað um tvær klukkustundir til að Tony Blair gæti fylgst með leik Englendinga og Brasilíumanna í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu í gærmorgun. Gert var hlé á fundinum til að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, missti ekki af leik Þjóðverja og Bandaríkjamanna. Á fundi leiðtoganna í dag verður einkum fjallað um stækkun ESB og fyrirhugaðar umbætur á stofnunum sambandsins. Reuters Nunnur í Sevilla á Spáni ganga framhjá vegg sem andstæðingar alþjóðavæðingar hafa krotað á mótmæli. Mikill öryggisviðbúnaður á Spáni vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins Reynt að leysa deilu um ólöglega innflytjendur Sevilla. AFP. BANDARÍSKUM vísindamönnum við Minnesota-háskóla hefur tekist að einangra ákveðna gerð af stofn- frumum í beinmerg sem virðist geta breytt sér í flestar ef ekki allar sér- hæfðar frumur líkamans, að sögn dagblaðsins The Washington Post. Ljóst þykir að uppgötvunin geti haft mikil áhrif á deilurnar um siðferðilegt réttmæti þess að gera rannsóknir á stofnfrumum úr fóst- urvísum og fóstrum sem margir líta á sem einstaklinga með réttindi er ekki sé hægt að hunsa og því rangt að nota eins og hráefni í vísindatil- raunum. Uppgötvunin í Minnesota rennir stoðum undir þá hugmynd að ef til vill megi notast við stofnfrumur úr fullvöxnu fólki en margir vísinda- menn hafa talið að þær komi ekki að jafn góðu gagni og frumur úr fóst- urvísum. Þegar notuð er glasa- frjóvgun verða margir fósturvísar afgangs og hafa þeir verið notaðir við rannsóknir á stofnfrumum auk vefja úr fóstrum sem hefur verið eytt. Skýrt var frá rannsóknunum í Minnesota í netútgáfu vísindatíma- ritsins Nature á fimmtudag. Stjórn- andi rannsóknarhópsins, Catherine Verfaillie, er sögð vera þekkt fyrir vönduð vinnubrögð og varkárni og höfðu margir beðið spenntir eftir niðurstöðunum í nokkur ár. Virtur vísindamaður á þessu sviði, Skotinn Austin Smith, sem hefur gagnrýnt ýmsa sem áður hafa staðið að stofn- frumurannsóknum, sagði að tilraun- ir Verfaillie væru „einstakar í sinni röð“. John Gearhart, líffræðingur við Johns Hopkins-háskóla í Banda- ríkjunum, er meðal þekktustu sér- fræðinga vestra í stofnfrumurann- sóknum og hrósaði hann einnig skýrslu Verfaillie. Tilraunirnar eru hins vegar enn á frumstigi og sjálf bað Verfaillie menn um að nota niðurstöður henn- ar ekki til að berjast gegn tilraunum með frumur úr fósturvísum og fóstrum. Sagðist hún telja mikil- vægt að hægt væri að bera saman í reynd árangur af rannsóknum á stofnfrumum úr fósturvísum og full- orðinsstofnfrumum. Endanlegt markmið væri síðan að átta sig á því hvaða tegund af frumum hentaði hverju sinni. Stofnfrumur gætu verið efni til viðgerða á líkamanum Við rannsóknir Verfaillie hafa verið notaðar mýs og rottur en einn- ig hafa beinmergssýni úr mönnum verið notuð. Suma þætti er þó að- eins hægt að prófa með dýratilraun- um af siðferðilegum ástæðum, áhættan er talin of mikil ef um fólk væri að ræða. Árangurinn með frumur úr fólki í rannsóknum hóps- ins í Minnesota hefur af enn óþekkt- um ástæðum verið lélegri en í til- raunum með merginn úr dýrunum. Niðurstöðurnar gætu verið vís- bending um að í hverjum manni sé að finna hráefni, stofnfrumur, sem hægt sé að nota í viðgerðir á lík- amanum, efni sem náttúran notar stundum en ekki alltaf. Vísinda- menn gætu ef til vill fundið leiðir til að nýta stofnfrumurnar með þess- um hætti. Ólíklegt er að ónæmis- kerfi líkamans myndi hafna frumum sem unnar eru úr beinmerg sama einstaklings en hugsanlegt er hins vegar að líkami fullorðins hafni frumum úr fósturvísi. Gerðar hafa verið tilraunir með aðrar gerðir af stofnfrumum úr fólki en gerðin sem nú hefur verið ein- angruð virðist hafa mun meiri hæfi- leika til að umbreyta sér í sérhæfðar líffærafrumur og auk þess vera afar sveigjanleg, þ.e. geta breyst í vefi af margvíslegu tagi. Verfaillie sagði að ef til vill yrði hægt að nota stofnfrumur til að vinna bug á erfðafræðilegum sjúk- dómum en þá er oft um að ræða að eitt eða fleiri gölluð gen í erfða- mengi frumunnar valdi tjóni. Þá yrði heilbrigð stofnfruma tekin úr merg umrædds sjúklings, geni sem búið væri að lagfæra yrði komið fyr- ir í frumunni, læknirinn myndi ein- rækta allmörg eintök af lagfærðu frumunni og síðan yrði þeim komið fyrir í sjúka líffærinu. Það gæti ver- ið lifur eða eitthvað annað. Lækn- irinn myndi síðan beita ákveðnum aðferðum til að fá nýju stofnfrum- urnar til að fjölga sér í líffærinu og þær að lokum umbreytast í heil- brigðar lifrarfrumur er myndu ryðja burt skemmdu eða óvirku lifr- arfrumunum. Stofnfrumur úr full- orðnum lofa góðu Niðurstöður rannsóknarhóps í Minnesota gætu þýtt að óþarfi verði að nota umdeildar fósturvísafrumur LÖGREGLAN í Suður-Kóreu handtók í gær annan son Kim Dae- Jungs, forseta landsins, og sitja þeir nú báðir í fangelsi, sakaðir um spillingu. Kom faðir þeirra fram í sjónvarpi í gær og bað þjóðina auð- mjúklega afsökunar á þessari miklu skömm. „Ég skammast mín frammi fyrir þjóðinni og því fólki, sem studdi mig. Synir mínir munu fá réttláta refsingu,“ sagði Kim, sem sigraði ekki síst í forsetakosningunum 1998 vegna loforða um að berjast gegn spillingu. Kim Hong-Up, sem handtekinn var í gær, er sakaður um hafa þeg- ið hátt í 170 millj. ísl. kr. af ýmsum kaupsýslumönnum gegn því að beita áhrifum sínum á efstu stöðum og bróðir hans, Kim Hong-Gul, sem var handtekinn í síðasta mán- uði, er sakaður um ýmiss konar spillingu og skattsvik. Spillingarmálin hafa rekið hvert annað í Suður-Kóreu að undan- förnu og vakið reiði almennings. Fékk hún meðal annars útrás í sveitarstjórnakosningunum í síð- ustu viku þegar Kim og flokkur hans, Demókrataflokkurinn, biðu niðurlægjandi ósigur. Á síðustu tveimur árum hafa nokkrir ráð- herrar og háttsettir embættismenn orðið að segja af sér vegna spill- ingar. S-kóresku forsetasynirnir í fangelsi Lýsti skömm- inni í sjónvarpi Seoul. AFP. BILL Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, vann sér inn rúmlega 9,2 milljónir dollara, um 820 milljónir króna, með ræðuhöldum í fyrra, að sögn The Los Angeles Times. Eiginkona hans, Hillary Rodham Clinton, fékk yfir 2,8 milljónir dollara í fyrirfram- greiðslu vegna æviminninga sem hún er að skrifa. Hins ber að gæta að Clinton þurfti að verja miklu fé í greiðslur til verjenda sinna í ýms- um málum sem höfðuð voru gegn honum og hjónin munu enn skulda lögmönnum sínum 1,75 milljónir dollara. Hann flutti alls meira en 60 erindi í fyrra á stöð- um víða um heim og fékk allt að 350.000 dollara fyrir vikið. „Þetta er nær örugglega met hjá fyrr- verandi forseta,“ segir Larry Sabato, sem stýrir rannsóknastöð í stjórnmálum við Virginíu- háskóla. Sabato bætti þó við að ef haft væri í huga hve langar ræð- ur Clinton héldi og reiknað væri út verð á hvert orð væri ef til vill um að ræða kjarakaup. Talsmaður Clintons, Julia Payne, sagði að hann væri nú eft- irsóttasti ræðumaður í heimi. Sagði hún að ef Clinton sinnti öll- um tilmælum gæti hann bókað hvern einasta dag undir ræðu- höld næstu þrjú eða fjögur árin. Oft munu erindi hans fjalla um hnattvæðingu og hann leggur áherslu á að sérhver þjóð sé háð öðrum. Fjárafla- maðurinn Clinton

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.