Morgunblaðið - 22.06.2002, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.06.2002, Qupperneq 30
NEYTENDUR 30 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SIGRÍÐUR Einarsdóttir og Daðey Steinunn Daðadóttir hófu fram- leiðslu á náttúrusmyrslum heima í eldhúsi fyrir sjö árum og eru nú komnar á markað í Þýskalandi með fulltingi Útflutningsráðs. Framleiðsla þeirra hét upphaflega SD sjávar- og jurtasmyrsl en heitir nú SDS-smyrsl og segir Sigríður að nýtt nafn og nýjar umbúðir hafi villt fyrir mörgum. „Þótt þessar breytingar hafi verið gerðar er innihaldið hið sama, græðandi áburður úr hreinum náttúru- afurðum, og jafnvel betra, því mik- il vinna hefur verið lögð í að bæta framleiðsluna,“ segir hún. Húðvörur fyrir hesta og menn Um er að ræða húðvörur fyrir bæði hesta og mannfólk. Í hestalín- unni eru sex mismunandi tegundir, til að mynda krem fyrir sum- arexem, skordýrabit, skallabletti og kláða, næring fyrir fax og tagl sem leysir flóka, kælir og dregur úr kláða, svo og hófasmyrsl og hnjóskaleysir gegn nöbbum á hrygg hesta, sem komið geta í um- hleypingum. Einnig búa þær til balsam, sem leysir flóka og kemur í veg fyrir flösu, og milt sjampó. Fyrir mannfólkið framleiðir SDS-smyrsl hárvökva fyrir þurran hársvörð og smyrsl fyrir þurra húð, psoriasis, barnaexem og hvers konar húðútbrot, segir Sigríður. Hráefnið í smyrslunum er ís- lenskar lækningajurtir, jurtaolíur, þorskalýsi og ullarfita og segir Sig- ríður að fyrirtækið noti jurtaseyði í vörur sínar, ekki jurtir leystar upp í spíra. Upphaf framleiðslunnar var leit að áburði fyrir slæmt psori- asis dóttur Sigríðar og segir hún framhaldið hafa komið af sjálfu sér. „Við Daðey erum báðar mikið fyrir dýr og hugsuðum með okkur að fyrst mannfólkið glímdi við húð- kvilla væri kannski svo um skepn- urnar líka,“ segir hún. Fyrirtæki Daðeyjar og Sigríðar hét upphaflega SD-sjávar- og jurtasmyrsl sf. en nefnist í dag SDS ehf. þar sem aðrir hluthafar komu inn í reksturinn í ársbyrjun. SDS ehf. er komið í samstarf með hesta- vörurnar við þýskt fyrirtæki, SDS Vertrieb Deutschland í Hamborg, auk þess sem þær eru seldar í Krä- mer-vörulistanum í Þýskalandi, að Sigríðar sögn. Bjartsýnar húsmæður „Við erum tvær húsmæður sem fórum út í þetta af bjartsýni og með aðstoð frá Útflutningsráði er- um við komnar í samband við þýskt dreifingarfyrirtæki og hafa Þjóð- verjar sýnt þessum vörum mikinn áhuga,“ segir hún. Einnig fengu Daðey og Sigríður þá hugmynd að leita eftir sam- þykki Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins, FDA, á framleiðsl- unni og segir Sigríður marga hafa hlegið þegar hún var til umræðu. Ferlið tók á þriðja ár og lauk með samþykki stofnunarinnar á síðasta ári. Hafa þær undir höndum skjal því til staðfestingar. Framleiðslan hófst í eldhúsi, var síðan flutt í húsnæði Lýsis og er nú við Esjumel í Mosfellsbæ og segir Sigríður frekari stækkun ekki úti- lokaða. „Núverandi húsnæði er að springa utan af okkur. Aðilar í Danmörku hafa líka sýnt fram- leiðslunni áhuga, svo hver veit,“ segir Sigríður Einarsdóttir loks. Nýjar umbúðir og vottun frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu Morgunblaðið/Arnaldur Sigríður Einarsdóttir og Daðey Steinunn Daðadóttir. SDS-smyrsl, áður SD-sjávar- og jurtasmyrsl, með nýju sniði. DANSKA neytendastofnunin og danska Umhverfisstofnunin hafa gert rannsókn á umhverfisáhrifum danskra heimila þar sem matvæli, heimili og bíll er sagt valda mestu álagi. Um er að ræða framhald af svipaðri rannsókn frá 1996 þar sem niðurstaðan var á sömu lund, nema hvað áhrif húsgagna, innanstokks- muna, leikjatölva, myndbandstækja og annarra rafeindatækja til afþrey- ingar, hafa aukist á umhverfið, að því er fram kemur í fréttabréfi Dönsku neytendastofnunarinnar. „Á dönskum heimilum er stuðst við fjöldann allan af kemískum efnum til þess að halda húsi, fötum og heim- ilisfólkinu hreinu og þó að skaðleg áhrif þvottaefnis á umhverfið séu vissulega minni en áður leiðir mikil notkun þess til meiri áhrifa á um- hverfið en af völdum annarra efna sem notuð eru á heimilum,“ segir þar. Efni með umhverfismerkingum betri fyrir náttúruna Hermt er að ekki sé hægt að búa til þvottaefni sem þvær flíkur almenni- lega án þess að það hafi áhrif á um- hverfið. „Notendur geta hins vegar lagt sitt af mörkum til umhverfismála með því að kaupa efni með umhverf- ismerkingum (norræna umhverfis- merkinu svaninum eða evrópska blóminu), sleppa mýkingarefni, þvo við lágt hitastig og velja þvottavélar sem sparneytnar eru á rafmagn. Einnig má minnka í óhreinataus- bunkanum með því að hætta að þvo flíkur sem lítil sem engin óhreinindi eru á,“ segir ennfremur. Umsjón með verkefninu hafði Claus Egeris Nielsen og segir hann ekki ætlast til að fólk hætti að neyta matar, selji bílinn eða hafist við í köldu húsnæði. „En með því að átta sig á því hvað það er sem hefur mest áhrif á umhverfið er auðveldara fyrir Neytendastofnunina að mæla með sjálfbærari lífsháttum fyrir fjölskyld- una,“ segir hann. Stofnunin hyggst gefa út handbók um sjálfbærari lífshætti fyrir dönsk heimili síðar á árinu. Hægt er að sækja eintak af skýrsl- unni á heimasíðu Umhverfisstofnun- arinnar í Danmörku, www.mst.dk. Umhverfisálag vegna heimila hefur aukist Reuters Prenthylki á ruslahaug í Kína. KATLA er að setja á markað nýja tegund af brauði í sam- starfi við flest bakarí landsins, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Um er að ræða kryddað og matarmikið Tex-Mex-brauð í ýmsum útfærslum. Bökurum er í sjálfsvald sett að útfæra brauðin og munu þau fást á næstu dögum í flestum bak- aríum. Brauðin verða auðkennd með sérstöku merki sem hengt verður upp í bakaríum sem þáttt taka í sam- starfinu. NÝTT Tex-Mex- brauð í ýms- um útfærslum LISTAKONAN Elitsa G. Georg- ieva frá Rousse í Búlgaríu hefur opnað stuttsýningu sína í Gallerí Reykjavík. Á sýningunni gefur að líta olíu- málverk sem öll eru unnin á þessu ári. Elitsa er 21 árs og hefur haft áhuga á list, málun, teikningu, skúlptúrgerð og hönnun síðan hún var 7 ára. Elitsa lauk námi frá listaháskóla í Búlgaríu með fram- úrskarandi árangri. Hún hefur verið búsett hér á Íslandi frá 2001. Sýningin stendur til 3. júlí. Gallerí Reykjavík, Skólavörðu- stíg 16, er opið frá kl 12.00 til 18.00 virka daga og 11.00 til 16.00 laugardaga. Eitt af verkum Elitsu Georgieva. Georgieva sýnir olíumálverk YFIRSKRIFT sýningar Tryggva Árnasonar, sem opnuð verður í Ráð- húsi Reykjavíkur í dag, er Kæra Reykjavík. Sækir hann myndefni málverkanna til Þingholtanna og Skólavörðuholtsins. „Þessi hluti borgarinnar hefur í raun verið aðal- yrkisefni mitt í myndlist,“ segir hann. „Ég er þar fæddur og uppal- inn, átti í raun þrjú heimili þar, við Sóleyjargötu, á Njálsgötu og á Berg- staðastræti. Þessi borgarhluti hefur því verið samofinn mér síðan ég man eftir mér.“ Tryggvi útskrifaðist frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1983 og eru verk hans í eigu margra stærstu stofnana og listasafna Íslands, meðal annars Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur, en Tryggvi hætti störf- um hjá Verslunarbanka Íslands og sneri sér alfarið að myndlistariðkun fyrir rúmum tveimur áratugum. Myndir Tryggva á sýningunni nú eru stórir, skýrir strigar, sem sýna ólík sjónarhorn víðs vegar úr Þing- holtunum. „Í minningunni er alltaf sól, aldrei rigning,“ segir Tryggvi. „Með þessum myndum vil ég sýna fólki hvernig Þingholtin líta út fyrir mér. Þá aðferð sem ég nota á sýning- unni núna tel ég henta best til að ná fram þeim hughrifum sem tengjast þessum stað, nákvæmni að vissu marki og litasamsetning í aðalatrið- um samkvæmt raunveruleikanum. Annað væri fölsun.“ Hann segir Þingholtin bera merki ákveðinnar virðingar fólks fyrir sér og umhverfi sínu. „Fólk hefur ekki látið sér nægja að tjasla saman kof- um, eins og maður sér oft erlendis. Það var ákveðinn virðuleiki yfir fá- tæktinni hér í Reykjavík, viss tign sem fylgdi hófsemd fólks sem barð- ist í bökkum. Ég reyni að draga þennan virðuleika fram í málverkum mínum,“ segir hann. Verkin hefur Tryggvi unnið á vinnustofu sinni eft- ir gönguferðir um svæðið. „Það að mála á staðnum er rómantík sem gengur ekki á Íslandi,“ segir hann. Aðspurður segist Tryggvi ekki verða var við áhrif einstakra málara í myndlist sinni og segist fylgja sann- færingu sinni þegar kemur að stíl- brögðum. „Ég vil vera sáttur við sjálfan mig,“ segir hann. „Jón Ás- geirsson tónskáld lýsti því í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu hvernig hann ákvað að fylgja eigin tilfinn- ingu í tónsmíðum sínum, í stað þess að semja tónlist sem hann vissi að yrði viðurkennd. Hans orð eru eins og töluð úr mínu hjarta.“ Fegurð Þingholtanna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi notar svipmyndir úr Þing- holtunum í verkum sínum. Árið 1985 hélt hann sýningu á Kjarvalsstöðum undir sömu yfirskrift, Kæra Reykja- vík, sem einnig var sýnd í Kaup- mannahöfn ári seinna í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Þar sýndi hann grafíkmyndir af sömu slóðum og birtast nú á olíustrigum hans. „Með þeirri sýningu virtist ég vera að opna fegurð Þingholtanna og Skólavörðuholtsins fyrir mörgum,“ segir Tryggvi. „Fólk fór gönguferðir um Þingholtin og skoðaði það sem birtist í myndunum mínum; húsa- sund, bakgarða og gamlar rusla- tunnur, sem mynda þá stemningu sem þessum borgarhluta fylgir. Ég vona að málverkin á sýningunni núna muni einnig birta fólki þessa stemningu.“ Sýningin Kæra Reykjavík í Ráð- húsi Reykjavíkur verður opnuð í dag kl. 15. Hún er opin virka daga kl. 10– 19 og um helgar kl. 12–18 og stendur til 7. júlí. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tryggvi Árnason við eitt af málverkunum sem hann sýnir um þessar mundir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin stendur til 7. júlí næstkomandi. Sjónarhorn úr miðbænum Tryggvi Árnason opnar sýningu á átján olíu- málverkum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Inga María Leifsdóttir skoðaði verkin og ræddi við Tryggva um töfra Þingholtanna. ingamaria@mbl.is OSTA- og smjörsalan sf. hefur byrj- að dreifingu á nýju viðbiti, Alpa- smjöri, sem nú er komið í flestar versl- anir, sam- kvæmt til- kynningu. Alpa smjör er unnið úr sýrðum rjóma, salti og mjólkursýrugerlum, eftir vinnsluaðferð sem löng hefð er fyrir meðal smjörmeistara í Evrópu. Alpa smjör er framleitt hjá Mjólk- urbúi Flóamanna, Selfossi, og pakk- að í 300 g umbúðir. Alpasmjör ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.