Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 31
VEGNA legu landsins hefur okkar
fábrotna vistkerfi lítið breyst í ald-
anna rás. Frá landnámi hafa aðeins
tvær spendýrategundir sest hér að og
getur hlutskipti þeirra tæpast verið
ólíkara. Hreindýrið velkomið og vist-
vænt, tignarlegt og meyrt undir tönn.
Flutt inn til fegurðar og yndisauka og
til að hressa upp á dýraflóruna. Mink-
urinn er hins vegar réttdræpt, illþefj-
andi óargadýr sem engu eirir sem
hann ræður við. Étur allt sem að
kjafti kemur. Fluttur inn í hagnaðar-
skyni um 1930, þegar menn gerðu sér
engan veginn ljóst hvílíkur vágestur
var á ferð. Álitu hann jafnvel til bless-
unar í náttúrunni er hann fór að
sleppa úr búrum sínum sem gjarnan
var hróflað upp á ódýrastan máta í ár-
daga loðdýraræktunarinnar.
Ekki leið á löngu uns hið gagn-
stæða kom í ljós. Minnkurinn er skað-
valdur hinn mesti, líkt og kemur fram
í fróðlegri og fallegri heimildarmynd
Magnúsar Magnússonar um þennan
nýjasta, ferfætta landnema landsins.
Þar er m.a. bent á að minknum tókst
að gjöreyða fuglalífi í Hallbjarnar-
skeri, langt úti á Breiðafirði, á aðeins
örfáum vordögum fyrir 15 árum. Æð-
arfugl er nýfarinn að sjást þar aftur.
Þetta er saga hans hérlendis í hnot-
skurn. Þar sem honum er ekki mark-
visst haldið niðri fækkar fugli í björg-
um og móa, það er alvarlegasti
skaðinn sem hann veldur í nátt-
úrunni. Maðurinn er nánast eini óvin-
ur hans hérlendis, öfugt við það sem
gerist allstaðar annarsstaðar þar sem
aðrar rándýrategundir halda stofnin-
um í skefjum. Það vekur nokkra
undrun að svo virðist sem vísinda-
menn hafi gefið minknum hornauga
fram á síðustu ár. Úr þessu er verið
að bæta með nýhöfnum rannsóknum
á hegðun hans, stofnstærð, o.s.frv.
Það kemur einnig fram í myndinni
um minkinn og eru næsta óvæntar og
nýjar fréttur, að hann er „léttur og
skemmtilegur karakter“, öfugt við þá
fjandsamlegu ímynd sem okkur er
efst í huga. Vísindamennirnir sem
rannsakað hafa atferli hans hafa á
honum miklar mætur sem upplífg-
andi félagsskap. Hann hefur þá eftir
allt saman sínar góðu hliðar, eins og
flest annað í lífríkinu!
Magnús deilir nokkuð á þann ein-
hliða áróður sem hafður er í frammi
um þetta átvagl sem menn eru farnir
að viðurkenna að vonlaust er orðið að
útrýma. Það hefur þótt sjálfsagt og
hið besta mál að drepa kvikindið með
öllu því sem tiltækt er af hverjum sem
er. Hann bendir réttilega á að mink-
urinn á sama rétt og önnur dýr til
þess að lífið sé ekki murkað úr honum
á ómannúðlegan hátt. Slíkar veiðiað-
ferðir hvorki til þess fallnar að halda
stofninum í skefjum eða auka hróður
veiðimannsins. Hann kaus ekki að
setjast hér að, heldur var það vegna
græðgi mannskepnunnar, sem
gleymir því oft í gróðavoninni að kapp
er best með forsjá.
Vágestur
í vistkerfinu
SJÓNVARP
Heimildarmynd
Framleiðandi og stjórnandi: Magnús
Magnússon. Handrit: Magnús Magn-
ússon, Dúi J. Landmark, Þorgerður S.
Guðmundsdóttir. Kvikmyndataka: Magn-
ús Magnússon. Hljóðupptaka: Þorgerður
S. Guðmundsdóttir, Dúi J. Landmark.
Hljóðsetning: Lotus/Gunnar Árnason.
Tónlist: Jón Bjarki Bentsson. Klipping og
samsetning: Friðgeir Axfjörð. Þulur:
Bjarni Árnason, Jakob Þór Einarsson. Ís-
lensk heimildarmynd. Emmson Film
2002. Sjónvarpið 17. júní 2002.
MINKUR Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
Sæbjörn Valdimarsson
HRAFNHILDUR Atladóttir fiðlu-
leikari er einn af hinum fjölmörgu
ungu og efnilegu tónlistarmönnum
Íslendinga sem gert hafa garðinn
frægan erlendis. Hrafnhildur býr nú
og starfar í Berlín, þar sem hún er
að ljúka diploma-prófi í fiðluleik frá
Universität der Künste. Í vor hefur
hún tvisvar leikið með Fílharm-
óníuhljómsveit Berlínar, sem er ein
virtasta sinfóníuhljómsveit heims.
Morgunblaðið hafði samband við
Hrafnhildi í Þýskalandi og forvitn-
aðist um störf hennar um þessar
mundir.
„Undanfarin tvö ár hef ég leikið
með hljómsveitinni í Deutsche Oper,
þar sem ég var á samningi hjá 1.
fiðlu í eitt og hálft ár. Síðan þá hef
ég verið frjáls aðstoð-
armanneskja hjá bæði
1. og 2. fiðlu,“ segir
Hrafnhildur. „Um dag-
inn var ég svo að leika
með Berliner Phil-
harmoniker í annað
skiptið á ævinni og það
var bara rosalega gam-
an,“ bætir hún við og
hlær. Fiðlukennari
Hrafnhildar í Berlín
leikur með hljómsveit-
inni og mælti hann með
henni við aðstand-
endur hljómsveit-
arinnar, en fátítt er að
ungir tónlistarmenn
sem enn eru í námi fái
tækifæri til að spreyta
sig með Fílharmoníuhljómsveit
Berlínar. „Það var náttúrulega mik-
ill heiður fyrir mig að kennarinn
minn skyldi mæla með mér og að
hljómsveitin tæki mig inn. Það er
ómetanlegt tækifæri. Ég spilaði með
hljómsveitinni í fyrsta skipti í janúar
undir stjórn Harnons Courts, sem
sérhæfir sig í flutningi
gamallar tónlistar. Þá
fluttum við óperuna
Jephta eftir Händel.
Þessi stjórnandi er
mjög frægur og gaman
að kynnast störfum
hans persónulega,“ segir Hrafnhild-
ur og bætir við að það að fá að leika
aftur með hljómsveitinni síðar í vor
hafi ekki síður verið skemmtileg og
gefandi reynsla, en þá stjórnaði
Bernard Haitink hljómsveitinni í
fimmtu sinfóníu Brückners.
Hrafnhildur undirbýr um þessar
mundir seinni hluta lokaprófs síns
við Universität der Künste, ásamt
því að kenna nokkrum ungum nem-
endum fiðluleik. „Auk þess er ég að
spila í söngleiknum um Hringjarann
frá Notre Dame í söngleikhúsi á
Potsdamer Platz og hef gert síðan í
vetur. Ég mun koma heim til Íslands
seinni hluta sumars og til dæmis
spila á UNM-hátíðinni. Svo er aldrei
að vita nema maður haldi tónleika
líka,“ segir hún. Aðspurð hvort að
með því sé hún alkomin heim svarar
Hrafnhildur að það eigi eftir að
koma í ljós. „Mig langar til þess að
reyna fyrir mér hérna úti, fara í
nokkur prufuspil og athuga hvað
kemur út úr því. Hér eru nátt-
úrulega mjög margar og ólíkar
hljómsveitir og þannig meiri mögu-
leikar.“ Hún segir að reynsla sín í
Deutsche Oper og í Fílharmóníu-
hljómsveitinni geti opnað fyrir
henni dyr. „Til dæmis spilaði ég líka
með Deutsche Symphoniorchester
undir stjórn Kents Nagano í kjölfar-
ið á vinnu minni í óperunni. Það er
oft þannig að starf hjá einni hljóm-
sveit leiðir til annars. Ég hef haft
nóg að gera og vona það besta.“
Íslenskur fiðluleikari leikur með Fílharmóníuhljómsveit Berlínar
Morgunblaðið/Auðunn Arnórsson
Fílharmóníuhljómsveit Berlínar á tónleikunum undir stjórn Bernard Haitink.
„Tækifærið er ómetanlegt“
Hrafnhildur
Atladóttir
FORSETI Íslands opnar form-
lega í dag, laugardag, Kjarvals-
stofu á Borgarfirði eystra.
Kjarvalsstofu er ætlað það
hlutverk að heiðra minningu
Jóhannesar Sveinssonar Kjar-
vals (1885–1972) sem var alinn
upp á Borgar-
firði eystra
frá 5 ára
aldri. Í Kjar-
valsstofu er
fjallað um ævi
og störf lista-
mannsins og
tengsl hans
við Borgar-
fjörð. Þar eru
tvær sögu-
sýningar,
hannaðar af Jóni Þórissyni leik-
myndahönnuði, auk þess sem
aðstaða er fyrir börn til að
spreyta sig á málaralistinni og
setja sig í spor meistara Kjar-
vals.
Ævibrot á spjöldum
Sögusýningin „Kjarval, ævi
og list“, fjallar um ævi Kjarvals
og feril hans. Þar eru ýmis ævi-
brot meistarans sett fram á
myndrænan hátt á veggspjöld-
um með texta og ljósmyndum, í
bland við ýmsa muni sem til-
heyrðu Kjarval. Sögusýning
sem nefnist „Jói í Geitavík“
fjallar um tengsl Kjarvals við
borgfirskt mannlíf og styðst við
heimildir sem til eru um æsku
Kjarvals á Borgarfirði og sögur
af veru hans þar sem lista-
manns.
Til viðbótar við sögusýning-
arnar er sérstök sýning á mál-
verkum sem Kjarval vann á
Borgarfirði og tengjast firðin-
um á einn eða annan hátt. Sú
sýning er í Vinaminni, félags-
heimili eldri borgara. Einnig
hefur eftirprentunum af þrem-
ur þekktum verkum Kjarvals
verið komið fyrir á jafn mörg-
um stöðum úti undir berum
himni, en verkin málaði Kjarval
á þessum stöðum.
Þannig er hægt að upplifa
stemninguna sem ríkti hjá
listamanninum við málun þess-
ara verka.
Að kvöldi opnunardags Kjar-
valsstofu frumsýnir Leikfélag-
ið Vaka leikverkið „Gilligogg“,
sem fjallar um tímann sem
Kjarval dvaldi á Borgarfirði og
málaði altaristöfluna sem prýð-
ir Bakkagerðiskirkju. Leik-
verkið sömdu þeir Ásgrímur
Ingi Arngrímsson og Andrés
Sigurvinsson.
Kjar-
valsstofa
opnuð
Jóhannes Sveins-
son Kjarval
listmálari.
Jómfrúin: Á fjórðu tónleikum sum-
artónleikaraðar veitingahússins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu,
kemur fram kvartett trommuleik-
arans Kára Árnasonar. Auk Kára
skipa kvartettinn þeir Sigurður
Flosason saxófónleikari, Ómar Guð-
jónsson gítarleikari og Þorgrímur
Jónsson kontrabassaleikari.
Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa
til kl. 18. Leikið verður utan dyra á
Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en
annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur
er ókeypis.
Stúdentakjallarinn: Trio Fleece,
eða Flís upp á íslensku, sam-
anstendur af þremur ungum jazz-
leikurum sem fyrir tveimur árum
léku fyrir Íslands hönd í sam-
norrænni keppni jazzungliða á
Jazzhátíð Reykjavíkur. Tríóið skipa:
Davíð Þór Jónsson á píanó, Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson á bassa
og Helgi Svavar Helgason á tromm-
ur.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Í LAXÁRSTÖÐ verður opnuð í
dag, laugardag, sýning á verk-
um Hallsteins Sigurðssonar
myndhöggvara.
Sýningin nefnist „Hvað er
með Ásum?“ og byggist á nor-
rænum goðsögum. Sýningin
verður opnuð kl. 14.
Höggmyndum Hallsteins er
komið fyrir í göngum og hvelf-
ingum Laxárstöðvar, og segir í
fréttatilkynningu að þessu megi
líkja við ferð úr mannheimum í
goðheima og til baka aftur.
Árni Björnsson þjóðhátta-
fræðingur hefur útbúið rit um
goðin og heim þeirra sem gestir
geta kynnt sér á sýningunni.
Sýningin er útbúin þannig að
upplýsingar eru aðgengilegar
bæði á íslensku og ensku. Að-
gangur er ókeypis og öllum
heimill. Sýningin verður opin
síðdegis alla daga í sumar. Á
virkum dögum frá klukkan 13 til
17 og frá klukkan 13 til 18 um
helgar.
Ein af höggmyndum Hall-
steins Sigurðssonar sem sýnir
í Laxárstöð.
List við
Laxá
NÝR geisladiskur Guðnýjar Guð-
mundsdóttur konsertmeistara er
kominn út hjá Polarfonia Classics
útgáfunni.
Á diskinum leikur Guðný einleiks-
verk fyrir fiðlu, að stórum hluta ís-
lenska tónlist en auk þess eitt
verka J. S. Bachs.
Fyrst flytur Guðný Prelúdíu og tvö-
falda fúgu við stafina B-A-C-H eftir
Þórarin Jónsson. Um er að ræða
frumflutning verksins á geisladiski.
Þá leikur Guðný einleikssónötu
Bach í g-moll. Næst kemur Sónata
Hallgríms Helgasonar og að lokum
Offerto eftir Hafliða Hallgrímsson.
Í fréttatilkynningu segir að með
því að leika með íslensku verkunum
einnig verk Bachs sé gefin for-
vitnileg sýn á
tengsl íslenskrar
tónlistar við verk
eldri og þekktari
höfunda
Útgáfuna til-
einkar Guðný
minningu læriföður síns, forvera í
starfi konsertmeistara og góðs vin-
ar, Björns Ólafssonar fiðluleikara,
en hann hefði orðið 85 ára á þessu
ári.
Upptaka var gerð af Ríkisútvarp-
inu og diskurinn gefinn út í sam-
vinnu RÚV og Polarfonia Classics
ehf.
Upptökustaður var Seltjarnar-
neskirkja árið 1999 og tónmeistari
Bjarni Rúnar Bjarnason.
Geisladiskur