Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
JÓN Sigurðsson, hagfræð-ingur, er nýr formaðurstjórnar Byggðastofnunarog er það eina breytingin
sem varð á stjórn stofnunarinnar á
ársfundi hennar í gær, sem haldinn
var í Hnífsdal. Þá hefur iðnaðar-
og viðskiptaráðherra sett Aðal-
stein Þorsteinsson, yfirmann lög-
fræðisviðs Byggðastofnunar, for-
stjóra stofnunarinnar. Staðan
verður auglýst síðar, en á fund-
inum létu af störfum Kristinn H.
Gunnarsson, fráfarandi formaður
stjórnar stofnunarinnar, og Theo-
dór A. Bjarnason, fráfarandi for-
stjóri hennar.
Þetta kom fram í ávarpi Val-
gerðar Sverrisdóttur, viðskipta- og
iðnaðarráðherra, á ársfundi
Byggðastofnunar í gær, þar sem
hún gerði meðal annars að umtals-
efni þær deilur sem verið hafa inn-
an stofnunarinnar að undanförnu.
Gerði hún meðal annars grein fyrir
lögfræðiáliti sem hún hafði látið
vinna í vetur um stöðu Byggða-
stofnunar í stjórnkerfinu og heim-
ildum ráðherra gagnvart stofnun-
inni. Væri það meðal annars
niðurstaðan að hlutverk Byggða-
stofnunar varðandi byggðaáætlun
væri breytt. Í stað þess að hafa
frumkvæði að stefnumótun á því
sviði væri hlutverk stofnunarinnar
nú fremur að veita sérfræðilega
ráðgjöf við stefnumótun og koma
síðan mótaðri stefnu í framkvæmd.
Breyttar reglur um skipan stjórn-
ar stofnunarinnar endurspegluðu
þessa staðreynd, því í stað þing-
skipaðrar stjórnar kæmi ráðherra-
skipuð stjórn.
Hugsanlegt að minnka afskipti
af einstaka ákvörðunum
Þá sagði ráðherra í ávarpinu að
vert væri að huga að því hvort
breytinga væri þörf á innbyrðis
valdmörkum stjórnar og fram-
kvæmdastjóra og nefndi tvennt í
því sambandi. Annars vegar væri
hugsanlegt að minnka afskipti
stjórnar af einstökum ákvörðun-
um, því þótt Byggðastofnun gegndi
sérstöku hlutverki við framkvæmd
byggðastefnu væri verulegur hluti
af starfsemi stofnunarinnar eðlis-
líkur starfsemi fjármálafyrirtækja
almennt. Væri hún þar að vísa til
veitingar lána, innheimtu þeirra og
aðgerða því tengdra, en Byggða-
stofnun væri skilgreind sem lána-
stofnun í skilningi löggjafar um
fjármálafyrirtæki.
„Í fjármálafyrirtækjum er meg-
inreglan sú að afgreiðsla einstakra
erinda eða lánveitingar eru á
könnu framkvæmdastjóra/banka-
stjóra, en stjórn sinnir almennri
stefnumótun, t.d. setningu al-
mennra útlánareglna. Með setn-
ingu núgildandi laga um Byggða-
stofnun var að nokkru leyti komið
á hliðstæðri verkaskiptingu, þar eð
heimild var sett inn í 11. gr. lag-
anna þess efnis að stjórn stofnun-
arinnar getur falið forstjóra að
taka ákvarðanir um einstakar lán-
veitingar. E.t.v. mætti ganga
lengra í þessum efnum,“ sagði ráð-
herra.
Hún sagði að í öðru lagi væri
einnig vert að huga að því að fela
stjórn Byggðastofnunar að ráða
forstjóra. Með því móti yrði alveg
ljóst, að forstjóri sinnti starfi sínu
aðeins meðan vilji stjórnar stæði til
þess. Kæmi til ágreinings þyrfti
forstjóri tvímælalaust að víkja, en
væri þessi leið farin hefði forstjóri
ekki lengur réttarstöðu embættis-
manns.
„Við breytingar á starfsumgjörð
Byggðastofnunar er til margs að
líta og ríður á miklu, að eingöngu
sé ráðist í breytingar að vandlega
athuguðu máli, þannig að hið þjóð-
félagslega mikilvæga hlutverk
stofnunarinnar raskist ekki. Ég á
von á því að mál þetta verði kannað
af hálfu iðnaðarráðuneytisins á
komandi misserum,“ sagði ráð-
herra ennfremur í ávarpinu.
Byggðastefna pólitískt
og faglegt viðfangsefni
Valgerður gerði einnig byggða-
stefnu að umtalsefni og sagði að
hún væri í senn pólitískt og faglegt
viðfangsefni. „Í rökræðum um
byggðastefnu hafa tekist á ólík
pólitísk sjónarmið, svo sem hug-
myndir um ríkisforsjá og markaðs-
hyggju, um það hversu langt eigi
að ganga í jöfnunaraðgerðum milli
svæða, um valddreifingu milli
stjórnsýslustiga og um það hversu
mikið kapp eigi að leggja á að
byggja upp kjarnasvæði og hve
mikla áherslu eigi að leggja á að
viðhalda byggðum sem eru fá-
mennar, afskekktar og hnignandi.
Á hinn bóginn er það faglegt úr-
lausnarefni að greina þróun byggð-
arinnar, orsakir hennar og árang-
ursríkustu leiðirnar til að treysta
byggðir í landinu. Stuðningsað-
gerðir hins opinbera þurfa að vera
hagkvæmar og árangurs
forðast ber handahófsken
dýrar stuðningsaðgerði
gagnast fáum og eru a
skamms tíma. Jafnframt
fellt að leita leiða til að
angur af framkvæmd stuð
gerða svo þær séu á hverju
sem bestu samræmi við
og þarfir einstaklinga,
laga og atvinnulífs. Byggð
að vera liður í því almen
verki hins opinbera að ski
samfélagið og hafa áhrif
þess til heilla fyrir bo
Rökin fyrir því að hið opin
áhrif á þróun byggðar í lan
í megindráttum flokka í
kenna við menningu, nýti
linda, jafnrétti borgarann
lögun byggðar,“ sagði hún
Útlánin 1,8 milljar
króna í fyrra
Í ársskýrslu Byggðas
kemur fram að útlán stofn
ar námu 1,8 milljörðum kr
2001. Ógreidd lánsloforð n
1.000 milljónum króna um
og var ónotuð lántökuheim
milljónir kr. sem færis
næsta ár. Heildarútlán í
að líkindum verða yfir 2.4
ónir kr. og útistandandi l
þá nema um 13 milljörðum
árslok.
Fram kemur að gera m
fyrir að afkoma lánastarfs
verði erfið á næstu árum
bein framlög á afskriftar
úr ríkissjóði verði áfram
leg til að mæta útlánat
milljónir kr. voru endan
skrifaðar á síðasta ári og
að mestu leyti nýlega veitt
undirstrikar áhættusamar
ingar á árunum 1997–200
er fram kemur í ársskýrsl
milljónir kr. eru færðar til
rekstrarreikningi vegna fr
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ársfundi Byggðas
Vert að huga að
stjórnar og framk
Frá ársfundi Byggðastofnunar. Taldir frá vinstri: Kristinn H
Guðjón Guðmundsson, Örlygur Hnefill Jónsson, Arnbjörg Sve
Valgerður Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarp
fund Byggðastofnunar sem haldinn var í Hnífsdal í gær
Iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra telur að vert
sé að huga að því hvort
breytinga sé þörf á inn-
byrðis valdmörkum
stjórnar og fram-
kvæmdastjóra Byggða-
stofnunar að því er
fram kom í ávarpi
hennar á ársfundi
Byggðastofnunar í
Hnífsdal í gær.
ÁMINNING
VERÐ Á LÍFRÆNUM
MATVÖRUM
Áhugi á svonefndum lífrænummatvörum hefur stóraukizt áVesturlöndum á undanförnum
árum. Margt kemur til. Margir hafa
áhyggjur af því – og ekki að ástæðu-
lausu – hvaða efni séu í þeim mat-
vörum, sem við leggjum okkur til
munns. Vond dæmi hafa komið upp
beggja vegna Atlantshafsins um mat-
væli, sem hafa verið framleidd með
aðstoð efna, sem eiga ekki að finnast í
matvælum.
Í annan stað verður varla um það
deilt að lífræn ræktun og framleiðsla
á matvælum hefur jákvæð áhrif á um-
hverfi okkar gagnstætt þeim tilbúnu
efnum sem í mörgum tilvikum eru
notuð til þess að stórauka ræktun og
framleiðslu, hraða vexti o.s.frv.
Í þriðja lagi þykja fólki lífrænar
matvörur í mörgum tilvikum betri.
Og sjálfsagt mætti fleira telja til.
Að sumu leyti er lífræn ræktun og
framleiðsla afturhvarf til fortíðar.
Horfið er nokkra áratugi aftur í tím-
ann og matvæli að einhverju leyti
framleidd á sama hátt og þá var gert.
Bændasamtökin hér hafa haft
frumkvæði að því að hvetja til líf-
rænnar framleiðslu á búvörum og
hafa lýst trú á að auðveldara verði að
markaðssetja íslenzkar búvörur sem
lífrænar í útlöndum en þá verða þær
auðvitað að hafa vottun sem slíkar.
Vandinn við lífrænar matvörur hef-
ur hins vegar verið sá, hversu dýrar
þær hafa verið. Þó hefur verðmunur
farið minnkandi í sumum nágranna-
löndum okkar. Það á hins vegar ekki
við um Ísland.
Í fyrradag birtist hér í Morgun-
blaðinu verðkönnun á svonefndum
heilsuvörum í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn þar sem lífrænar matvör-
ur koma mjög við sögu. Verðkönnun
þessi var framkvæmd af Alþýðusam-
bandi Íslands í samvinnu við Morg-
unblaðið. Í stuttu máli má segja að
verðkönnun þessi hafi í mörgum til-
vikum leitt í ljós óheyrilegan verð-
mun á þessum vörum eftir því hvort
þær voru keyptar í Reykjavík eða
Kaupmannahöfn.
Versta dæmið er verðmunur á líf-
rænt ræktuðum gulrótum, en þær
kostuðu í Lífsins lind, sem er deild í
Hagkaupum, hvorki meira né minna
en 876 krónur kílóið en 120 krónur í
verzlun í Kaupmannahöfn. Í öðrum
verzlunum, sem verð var kannað hjá í
Reykjavík, voru lífrænt ræktaðar
gulrætur helmingi ódýrari. Allt að
368% verðmunur var á lífrænt rækt-
uðu haframjöli milli Reykjavíkur og
Kaupmannahafnar. Þetta eru verstu
dæmin en fjölmörg önnur eru mjög
vond.
Í Morgunblaðinu í gær var leitað
skýringa hjá talsmönnum þeirra
verzlana, sem um er að ræða, á mikl-
um verðmun milli Reykjavíkur og
Kaupmannahafnar.
Ein skýringin er þessi: „Lífrænar
matvörur eru fluttar inn í litlu magni,
sem þýðir að magnafsláttur er mjög
lítill og flutningskostnaður hlutfalls-
lega hár, þar sem þetta er frekar ódýr
vara.“ Hvernig á að skilja þetta? Var-
an er „frekar ódýr“ en verður óheyri-
lega dýr, þegar til Íslands er komið!
Eina skýringin, sem fram kom í
þessum viðtölum og hægt er að taka
alvarlega er sú að lífrænar búvörur í
Danmörku séu niðurgreiddar. Þetta
er skýring sem sjálfsagt er að kanna
nánar.
Hagkaupsmenn lækkuðu verðið
einfaldlega strax, þegar þessar upp-
lýsingar lágu fyrir. En ekki er það
traustvekjandi fyrir viðskiptavini að
það skuli ekki hafa verið gert fyrr en
þá.
Því hefur lengi verið haldið að
landsmönnum að skýringin á háu
matvælaverði hér væri sú að mark-
aðurinn væri lítill, flutningskostnað-
ur væri hár, ríkið tæki há gjöld af
matvörum o.s.frv. Þessar skýringar
hljóma æ minna sannfærandi eftir því
sem meiri upplýsingar hafa komið
fram um verðmyndun á matvælum.
Verðmunur á lífrænum matvælum
keyrir þó úr öllu hófi og ekki við því
að búast að sá markaður stækki mikið
hér á meðan hægt er að finna gulræt-
ur sem kosta tæpar 900 krónur kílóið!
Varðstjóri í lögreglunni í Reykjavíkhefur verið áminntur formlega
vegna tölvupósts sem hann sendi út-
lendri konu, sem hafði mótmælt að-
gerðum íslenzkra stjórnvalda gagn-
vart Falun Gong.
Svarið, sem konan fékk við mótmæl-
um sínum, var svohljóðandi í íslenzkri
þýðingu: „Skiptu þér ekki af því, sem
þér kemur ekki við, og þess má geta,
að núna ert þú komin á listann.“
Hafi þetta svar átt að vera fyndni er
ljóst að það er ekki fyndið. Þetta er
þvert á móti grafalvarlegt mál. Það er
áhyggjuefni að það hugarfar skuli vera
að finna innan Lögreglunnar í Reykja-
vík hjá manni í ábyrgðarstöðu, sem
leiðir til svona svars. Það er stórskað-
legt, ekki bara fyrir Lögregluna í
Reykjavík sem stofnun heldur fyrir ís-
lenzku þjóðina.
Þótt íslenzk stjórnvöld eigi ekki
annarra kosta völ en að grípa til að-
gerða við mjög sérstakar aðstæður og
takmarka komur fólks til landsins felst
ekki í því að hér sé safnað saman list-
um yfir fólk með „óæskilegar“ skoð-
anir.
Lögregluyfirvöld og útlendingaeft-
irlit bera mikla ábyrgð í þessum efn-
um. Annars vegar er ljóst, að þessir
aðilar standa frammi fyrir erfiðum
ákvörðunum í daglegu starfi. Hins
vegar má enginn blettur falla á það
lýðræðislega stjórnarfar sem við höf-
um byggt upp hér og byggist ekki sízt
á skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi.
Í þessu ljósi ber að fagna því að yfir-
stjórn lögreglunnar í Reykjavík hefur
tekið þetta mál mjög föstum tökum.
Væntanlega verður það til þess að yf-
irlýsingar af þessu tagi í nafni ábyrgra
íslenzkra yfirvalda verði ekki endur-
teknar.