Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 35 sríkar og nndar og ir sem aðeins til t þarf sí- meta ár- ðningsað- um tíma í aðstæður byggðar- ðastefna á nna hlut- ipuleggja f á þróun orgarana. nbera hafi ndinu má fernt og ingu auð- na og að- n. rðar stofnunar nunarinn- r. á árinu námu um m áramót mild 1.100 st yfir á ár munu 400 millj- lán munu m króna í megi ráð fseminnar m og að rreikning nauðsyn- tapi. 276 nlega af- voru það t lán, sem r lánveit- 00, að því lunni. 509 l gjalda á ramlaga í afskriftarreikning og 64 milljónir kr. vegna niðurfæslu á hlutafjár- eign. Hlutfall afskriftarsjóðs af heildarútlánum nam 12% í árslok. Þá kemur fram að ríkisframlag til Byggðastofnunar nam tæpum 622 milljónum kr. á árinu 2001 og þar af nam framlag til fjárfestinga í eignarhaldsfélögum á lands- byggðinni 300 milljónum kr., sér- stakt framlag í afskriftarreikning 50 milljónum kr. og framlag til átta atvinnuþróunarfélaga á lands- byggðinni 103 milljónum kr. Þetta er í þriðja skipti sem stofnunin fær 300 millj. kr. ríkisframlag til að leggja fram sem hlutafé í svæð- isbundnum eignarhaldsfélögum, en í ár er gert ráð fyrir að framlagið verði 200 milljónir kr. Fram kemur að ekki tókst að ráðstafa öllu fram- laginu vegna þess að mótframlög fengust ekki. Sérstaklega hafi ver- ið erfitt að afla mótframlaga á Austurlandi og Vestfjörðum en um síðustu áramót hafi 516 millj. kr. verið óráðstafað af fjármunum sem ætaðir séu til eignarhaldsfélaga. Sameina á Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóð Kristinn H. Gunnarsson, fráfar- andi stjórnarformaður Byggða- stofnunar, sagði í ávarpi sínu með- al annars að hann teldi að sameina ætti Byggðastofnun og Nýsköpun- arsjóð atvinnulífsins. Við það feng- ist sjóður með mikla útlánagetu sem fjárfesti einnig í atvinnulífinu með beinum hætti og þannig væri hægt að samhæfa aðgerðir til upp- byggingar í atvinnulífi og beita lán- veitingum, hlutafjárkaupum og styrkveitingum með samræmdum hætti. Í ávarpi hans kom einnig fram að á stjórnarfundi stofnunarinnar á fimmtudag var ákveðið að stofn- unin eignaðist sjónvarpssenda sem hún átti veð í vegna lána til fyr- irtækis sem úrskurðað hefði verið gjaldþrota og myndi hún beita sér fyrir uppbyggingu dreifikerfis Sýnar, Skjás eins og Aksjón á Ak- ureyri í samráði við þessi fyrir- tæki. Hefði starfsmönnum Byggðastofnunar verið falið að undirbúa tillögur um uppsetningu sendanna á stöðum í dreifbýlinu í samráði við fyrirtækin. Stefnt væri að því að útsendingarsvæði Aksjón geti náð yfir stærri hluta Eyja- fjarðar en nú er, auk Skagafjarðar og Þingeyjarsýslna og Húsavíkur. Norðurljós hefðu lýst áhuga á sam- starfi um stækkun útsendingar- svæðis Sýnar þannig að það nái til Reykhóla, Tálknafjarðar, Bíldu- dals, Flateyrar, Suðureyrar, Súða- víkur, Hólmavíkur, Raufarhafnar, Mývatnssveitar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvíkur, Víkur, Kirkjubæj- arklausturs, auk uppsveita Borg- arfjarðarsýslu og Árnessýslu. Þá hefði Íslenska sjónavarps- félagið óskað eftir viðræðum við Byggðastofnun vegna stækkunar á dreifikerfi Skjás eins. „Þessi ákvörðun stjórnarinnar markar tímamót að mínu viti. Ákveðið er að stofnunin beiti sér með beinum hætti að uppbyggingu dreifikerfis í dreifbýli og bæti bú- setuskilyrði fólks á þeim svæðum sem uppbyggingin nær til, bæði með því að stækka útsendingar- svæði stöðva frá Reykjavík og líka hinu að efla sérstaka sjónarvarps- stöð á landsbyggðinni. Hinn val- kosturinn í stöðunni var að selja tækin og fá greitt inn á lánin sem hvíla á þeim. Ég er í engum vafa um að þessi ákvörðun samræmist fyllilega því hlutverki Byggða- stofnunar að efla byggð í landinu og verður íbúum landsbyggðarinn- ar fagnaðarefni,“ sagði Kristinn. Hann greindi einnig frá því að stjórn Byggðastofnunar hefði fjallað um úthlutun 500 tonna byggðakvóta þessa árs og verði stuðst við þær reglur sem stofn- unin hefði lagt til grundvallar fyrir þremur árum með nokkrum breyt- ingum, einkum að því leyti að meira verði horft til breytinga á lönduðum eða unnum afla en breytinga á kvótastöðu „Önnur at- riði sem athuguð eru eru hlutur fiskvinnslu og fiskveiða í atvinnu- lífi byggðarlagsins og breyting á ársverkum í þessum atvinnugrein- um, meðaltekjur, fólksfækkun og íbúafjöldi. Var þróunarsviði stofn- unarinnar falið að móta reglur í samráði við sjávarútvegsráðuneyt- ið og stjórn Byggðastofnunar og lögð rík áhersla á að hraða málinu og horft verði til þess að nokkrir staðir búa við sérstakan vanda í at- vinnumálum vegna samdráttar í sjávarútvegi og að þörf er á að bregðast skjótt við. Þar eru helstir Patreksfjörður, Þingeyri, Hrísey, Raufarhöfn, Breiðdalsvík og Sand- gerði,“ sagði Kristinn. Átti ekki frumkvæði að opinberri umræðu Hann gerði einnig að umtalsefni ástæður þess að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til setu í stjórn stofnunarinnar og sagðist vilja láta það koma rækilega fram að hann hefði ekki átt frumkvæði að opinberri umræðu um málefni stofnunarinnar undanfarnar vikur og hefði leitast við að gæta hófs í ummælum, lagt ríka áherslu á að ágreiningsefni eigi að leysa innan stofnunar og með því að menn virði hlutverk hvers annars og hefði aldrei útilokað möguleika á lausn mála eða samstarfi við nokkurn mann. „Ég hef lagt áherslu á eðli stofn- unarinnar, lögboðið hlutverk stjórnar og að hún eigi að taka ákvarðanir sem embættismenn eigi að framfylgja hvað sem líður þeirra skoðun á ákvörðun stjórnar. Öðru vísi getur þessi stofnun ekki starfað. Í minn garð hefur margt verið sagt sem er meiðandi, ósæmilegt og ósatt og til þess fallið að rýra traust á mér sem stjórnmála- manni. Ég vænti þess að fólk muni að virtum atvikum hvers máls komast að sanngjarnri niðurstöðu um störf mín. Ég mun halda áfram að hafa af- skipti af byggðamálum og vinna að hagsmunamálum fólks á lands- byggðinni. Ósanngirni og óréttlæti eru enn til staðar í ríkum mæli og tækifæri og möguleikar blasa víða við og á þessum akri er mikið verk að vinna ekki hvað síst fyrir mann sem grundvallar skoðun sína á stefnu samvinnu og jafnaðar,“ sagði Kristinn. stofnunar sem haldinn var í Hnífsdal í gær valdmörkum kvæmdastjóra Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns H. Gunnarsson, fráfarandi formaður stjórnar, einsdóttir og Orri Hlöðversson stjórnarmenn. aði árs- . Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur fór snemma í námi sínu að velta fyrir sér þjóðerni. Í kjölfarið fylgdi svo kommúnisminn, þar sem hún segir kenningar hans í eðli sínu and- stæðar þjóðerni. Hún skrifaði ritgerð til meistara- gráðu við Cambridge um skoska kommúnista og þjóðerni, en nú er hún að vinna að doktorsritgerð um kommúnisma og íslenskt þjóðerni frá byrjun síðustu aldar fram til 1944. Ragnheiður hélt fyrirlestur í mars, sem bar heitið „(Ó)þjóðlegt fólk“, en titillinn vísaði til þess álits margra andstæðinga kommúnista, að mál- staður þeirra væri í raun svik við þjóð þeirra og ættland. Hér á landi var veikburða jafnaðarhreyfing allt frá um 1900, þegar verkalýðsfélög létu á sér kræla. Alþýðuflokkurinn var stofnaður 1916, en eftir byltinguna í Rússlandi 1917 skerptust línur í umræðunni hér á landi. „Þá fóru ýmsir að trúa því að sósíalísk bylting væri leiðin til framfara fyrir íslenska alþýðu og reyndar mannkynið allt. Ég hef skoðað hvers konar andstöðu þessi hópur mætti, en þar er áberandi að kommún- istar voru sagðir óþjóðlegir. Það var ekki síst með þessum hætti sem andstæðingar þeirra reyndu að koma í veg fyrir að hópurinn næði að festa rætur sem sannfærandi kostur í ís- lenskum stjórnmálum, og það þarf ekki að koma á óvart því mikilvægasta við- miðið í stjórnmálunum á þessum tíma var sjálfstæði Íslendinga.“ Frá sjónarhóli andstæðinga sinna voru kommúnistar óþjóðlegir í þrenns konar skilningi. Í fyrsta lagi voru þeir boðberar sósíalískrar byltingar. Þeir stefndu að því að hrifsa til sín ríkisvaldið og afnema einkaeignarréttinn og ógn- uðu sem slíkir tilvist íslenska ríkisins. Í öðru lagi var svo reynt að sýna fram á að stéttahugsun í íslenskum stjórnmálum ógnaði þjóðerninu. Um leið og fór að votta fyrir sósíalískum hugmyndum í ís- lenskum stjórnmálum, fyrir fyrri heims- styrjöld, var þessum rökum haldið á lofti, að á Íslandi væri ekki jarðvegur fyrir sósíalisma vegna þess að hér væri svo lít- ill munur á fátækum og ríkum. „Í blöðum, sem komu út á þriðja áratug síðustu aldar, er svo að finna greinar, þar sem því er ekki eingöngu haldið fram að Íslendingar hafi ekkert með sósíalismann að gera, heldur sé hann beinlínis hættulegur þjóð- inni. Í því sambandi var stundum vísað til land- námsmannanna. Gott dæmi um þetta er grein eft- ir Jón Þorláksson í Eimreiðinni árið 1926. Hann sagði forfeður Íslendinga hafa verið frjálslynda íhaldsmenn, sem hafi flúið ofríki Haralds hár- fagra. Haraldur hafi verið eins og íslenskir jafn- aðarmenn, umrótsamur stjórnlyndismaður sem vildi auka ríkisvaldið og takmarka einstaklings- frelsið undir því yfirskini að það þjónaði hags- munum heildarinnar. Það er ekki laust við að Haraldur taki á sig mynd Leníns. Jón heldur því fram að landnámsmennirnir hafi flúið undan þess- um stjórnarháttum og stofnað hér ríki til að varð- veita einstaklingsfrelsið. Með því að boða sósíal- isma væri því grafið undan þjóðerninu.“ Ragnheiður segir að þessi gagnrýni hafi ekki eingöngu beinst að kommúnistum eða þeim sem fylgjandi voru bolsévískri byltingu, heldur al- mennt að vinstri stefnu á Íslandi. Oft sé erfitt að greina viðhorfin í sundur framan af öldinni, þegar aðeins einn vinstri flokkur hafi verið hér á landi. Þriðju rökin fyrir því að íslenskir kommúnistar væru óþjóðlegir áttu hins vegar eingöngu við um þá. Þau snertu umdeild tengsl kommúnista við Moskvu. „Þeir áttu sér í vissum skilningi annað föðurland. Í hugum kommúnista voru Sovétríkin bæði lykill byltingarinnar og almennra framfara og þótt tilraunin til að byggja stéttlaust samfélag gengi ekki alltaf snurðulaust litu þeir svo á að til- vist Sovétríkjanna væri forsenda fyrir útbreiðslu byltingarinnar og því fannst þeim mikilvægt að halda tryggðinni. Á þessum forsendum gat, svo dæmi sé tekið, Jónas frá Hriflu kallað kommún- ista ættjarðarlausa menn sem lytu erlendu valdi og hvatt sanna Íslendinga til að fylkja liði gegn þeim.“ ----- Róttækir vinstri menn þessa tíma glímdu við þann vanda að þýða stefnuna frá Moskvu yfir í ís- lenskt samhengi, sem gat reynst þrautin þyngri. „Árið 1930 urðu vatnaskil þegar Kommúnista- flokkurinn var stofnaður. Þá þurfti flokkurinn að finna leiðir til þess að verða sannfærandi kostur í íslenskum stjórnmálum og glíma, meðal annars, við þau gagnrýnu viðhorf sem fram voru komin. Hann þurfti að finna sér traustvekjandi tón og það einkenndi málflutning flokksins á fjórða ára- tugnum. Þetta var væntanlega það sem allir flokkar á Íslandi glímdu við, en fyrir kommúnista var þetta sérstaklega snúið, því þeir höfðu sett sér það vandasama verkefni að berjast á tvennum vígstöðvum. Kommúnistaflokkurinn var deild í al- þjóðlegum samtökum og hafði sem slíkur skyld- um að gegna, en vildi samt ekki vera álitinn mál- pípa erlendrar hreyfingar. Það skipti máli fyrir gengi flokksins að hann gæti sett fram stefnu sem var skiljanleg í heimalandinu, og flestum komm- únistaflokkum í nágrannalöndum okkar mistókst þetta. Þeir töluðu tungumál sem þeim var kennt í Moskvu og hljómaði oft framandi í innlendu sam- hengi. Í málflutningi íslenskra kommúnista má finna dæmi sem sýna misvelheppnaða glímu flokksmanna við þetta vandamál og með nokkurri einföldun get ég fullyrt að kommúnistar hafi verið stirðastir í þessu fyrst, en liðkast þegar á leið. Á fjórða áratugnum varð Kommúnistaflokkur- inn smám saman liðugri í því að þýða Moskvulín- una yfir á skiljanlega íslensku. „Einar Olgeirsson setti kommúnismann alltaf í samhengi við ís- lenska sögu, allt frá því að hann hóf að skrifa sem kommúnisti á þriðja áratugnum. Sumir flokks- bræður hans voru hins vegar lengur að tileinka sér þá aðferð til að koma stefnunni á framfæri, en eftir því sem á leið varð framandi orðfæri og málflutningur minna áberandi. Þetta kom reyndar ekki bara til af því að þeir hefðu batnað með æfingunni því stefna alþjóðahreyfingarinnar breyttist á sama tíma í sömu átt. Upp úr 1935 lét Moskva þau boð út ganga að kommúnistar ættu að vera þjóðlegri í málflutningi sínum. Sú stefnu- breyting átti meðal annars rætur að rekja til upp- gangs Hitlers í Þýskalandi og þess stuðnings sem hann naut hjá alþýðu.“ En voru kommúnistar óþjóðlegir upp til hópa? Ragnheiður segir að það megi finna dæmi um að íslenskir vinstri menn hafi haft ýmsar hugmyndir sem voru á skjön við þjóðernisumræðuna, og kannski ekki síst á upphafsárum Alþýðuflokksins, en að erfitt sé að halda því fram að þetta hafi ein- kennt alla í hreyfingunni. Dæmi eru um að menn hafi velt fyrir sér hvort varðveita ætti íslenska tungu, þegar þróunin hlyti að verða sú að allir töl- uðu eitt tungumál, enda væri það hagkvæmast. „Einstaka sinnum var vegið markvisst að öðrum helgum gildum, eins og t.d. þegar kommúnistar lýstu því yfir að þjóðveldið hefði verið stórhættu- legt stjórnarfyrirkomulag. Þegar á heildina er lit- ið og sérstaklega þegar maður ber íslenska kommúnista saman við félaga þeirra erlendis, voru þeir hins vegar langt frá því að vera óþjóð- legir. Þeir drógu dám af því þjóðernissinnaða and- rúmslofti sem þeir höfðu alist upp í.“ Ragnheiður segir að myndun Nýsköpunar- stjórnar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins árið 1944 hafi falið í sér við- urkenningu á því að róttæk vinstri hreyfing væri alvöru stjórnmálaafl sem skipti máli á Íslandi, en ekki einungis málpípa óþjóðlegra hugmynda. Hér skipti reyndar máli að hreyfingin hafði myndað nýjan flokk með broti úr Alþýðuflokknum, en líka að á þessum tíma var Stalín í liði með Banda- mönnum gegn Hitler. Með myndun Nýsköpunar- stjórnarinnar hafði róttæk vinstri hreyfing því komist inn á miðju íslenskra stjórnmála og þar við sat. „Á kaldastríðsárunum breyttist afstaðan til flokksins aftur. Í átökunum um NATO stillti Sós- íalistaflokkurinn sér beinlínis upp sem þjóðern- issinnaður flokkur, sem stæði vörð um sjálfstæði landsins og þótt gera megi ráð fyrir að kjósendum hans hafi fundist hann sannfærandi í því hlutverki sökuðu andstæðingarnir flokkinn sem fyrr um Moskvuhollustu. Þetta varð mjög eldfimt atriði í stjórnmálaumræðunni og enn eru menn ekki á eitt sáttir um sannleikann í því máli.“ Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur RAGNHEIÐUR Kristjánsdóttir: Íslenskir kommúnistar lærðu smám saman að þýða Moskvulínuna yfir á skiljanlega ís- lensku. Ljósmynd/Sigurður Tómasson, Þjóðminjasafn Íslands rsv@mbl.is (Ó)þjóðlegir komm- únistar á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.