Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 43
EINS og sjálfsagt
allflestir aðrir fylgdist
ég með komu Falun
Gong annars vegar og
Kínaforseta hins vegar
hingað til lands og verð
ég því miður að segja að
ég varð fyrir heldur
miklum vonbrigðum.
Ég var að velta því fyrir
mér hvort þessi fram-
kvæmd af hálfu stjórn-
valda átti að vera gott
innlegg í umræðuna,
þ.e.a.s. hvernig tilvera
hins frjálsa heims væri í
framkvæmd, byggðist
upp og gæti viðhaldist í
framtíðinni? Og þannig
gott innlegg til komandi kynslóða eða
dæmi um hvernig varðveita og
vernda á hinn frjálsa heim? Kannski
hefur þetta allt saman átt að ganga út
á að flýta fyrir komu Kína inn í hinn
frjálsari heim en ég skil hins vegar
ekki alfarið skilaboðin. Og burtséð frá
því hvort við erum öll sammála því
sem t.a.m. Falun Gong iðkendur eru
að boða eður ei er grundvallarregla
skoðana- og tjáningarfrelsis samt
sem áður það sem meginmáli skiptir í
þessu. Þeim atriðum áttum við að
ganga út frá og fylgja í þessu tilfelli og
þannig áttum við að sýna vilja okkar í
verki sem þjóð, og á þeim grunni eiga
heimsóknir til okkar að byggjast þótt
slíkt sé ekki ávallt vandalaust að sjálf-
sögðu. Þá vissu allir að hverju þeir
gengju og mundu fremur sætta sig
við þær forsendur sem við gefum ef
þeim er boðið hingað á annað borð
sem má síðan einnig deila um hvort sé
réttmætt eða ekki. Viðkomandi aðilar
verða að hlýta okkar leikreglum sem
frjálsrar þjóðar svo framarlega sem
allur sómi er sýndur þeim sem hingað
koma að öðru leyti hvort sem um er
að ræða þjóðhöfðingja eða aðra. Ég
held að við viljum síst af öllu hverfa til
meira heftra aðgerða á þessum svið-
um sem öðrum og eflast fremur í átt
til aukins frelsis og mannvirðingar.
Ef við Íslendingar teljum okkur á
einhvern máta útverði frelsis verðum
við að koma fram með þeim hætti.
Annað er aðeins tímaskekkja og gefur
einungis röng skilaboð og að unnt sé
að beita ófaglegum vinnubrögðum í
hinum „frjálsu“ samfélögum og að
ekkert sé í raun sjálfsagðara og eðli-
legra.
Ég er ánægður með þá sem höfðu
vilja til að tjá hug sinn í þessu þótt
slíkt fæli að sjálfsögðu
sjálfkrafa í sér gagnrýni
á stjórnvöld og hvernig
þau stóðu að málum.
Þessir einstaklingar
sýndu nefnilega og
sönnuðu að við lifum
enn í heimi frjálsrar
tjáningar. Það er jú
ekki alveg nóg að gefa
ýmislegt til kynna í orði
en hopa svo þegar til á
að taka. Í þessu sam-
bandi viljum við t.a.m.
vera virk hvað varðar
ástandið um friðar- og
frelsisumleitanir í Mið-
austurlöndum og í því
skyni hefur meðal ann-
ars Halldór Ásgrímsson heimsótt
þetta svæði nýlega sem var að mínu
mati verulega gott framtak. Ef við
viljum samt sem áður vera tekin trú-
anleg eða á einhvern hátt alvarlega í
slíkum málum verða gjörðir að fylgja
orðum annars verður ekkert mark á
innleggi okkar Íslendinga tekið á al-
þjóðavettvangi. Ég held að það sé
nokkuð ljóst. Við einfaldlega verðum
ekki trúverðug.
Hvað viðkemur öryggisatriðum og
að ferðafrelsi Falun Gong hafi verið
heft af þeim sökum er sú ályktun og
ákvarðanataka byggð á grundvallar-
misskilningi. Þó að ég sé ekki með-
limur í Falun Gong eða tali fyrir
munn þeirra á einn eða neinn hátt þá
býður hugmyndafræði þessara ein-
staklinga ekki upp á valdbeitingu eða
ofbeldi. Þetta hefur sýnt sig og hefði
verið unnt að ganga betur úr skugga
um ef íslensk stjórnvöld hefðu ekki
verið svona upptekin við að fara að
óskum Kínaforseta og athafnað sig að
því er ég best fæ séð í skjóli öryggis-
sjónarmiða til að ná fram gefnum
markmiðum. Það sem átti að hafa í
huga öðru fremur var hvað í raun
stæði að baki þeirra umleitana að Fal-
un Gong-meðlimir yrðu ekki á svæð-
inu. Ég held að flestir geri sér grein
fyrir að aðgerðir voru ekki gerðar af
öryggisástæðum heldur fremur í
skjóli þeirra og notað sem afsökun
fyrir aðgerðum. Ég geri mér hins
vegar grein fyrir að gæta þarf örygg-
isatriða í einu og öllu en slíkar aðgerð-
ir eiga að taka mið af hverju einstöku
máli fyrir sig en ekki byggjast á fljót-
færnis- og að því er virðist allt að því
geðþóttaákvörðunum af hálfu þeirra
sem með þau mál fara.
Ég vil ítreka það að ég tala ekki
fyrir hönd Falun Gong. Ég vil einnig
taka það fram að eftir að hafa kynnt
mér örlítið hugmyndafræði þeirra er
ég ekki endilega sammála því sem ég
hef séð þó að ég hafi komið auga á
ýmsa jákvæða þætti. En í því felast
eiginleikar hins frjálsa samfélags og
ólíkra skoðanaskipta. Málið snýst
nefnilega ekki um í þessu tilfelli hvort
ég er sammála eða ósammála. Málið
snýst fyrst og fremst um að frjáls
tjáning og skoðanaskipti séu í heiðri
höfð svo framarlega sem slík sjónar-
mið skaða ekki aðra að sjálfsögðu. Og
því opnara sem samfélag er að þessu
leyti þó að menn deili á, því heilbrigð-
ara er það. Slík hefur ávallt verið
raunin þegar allt kemur til alls vegna
þess að hvers kyns höft og skoðana-
þvinganir eru þeir þættir sem valda
hinni raunverulegu hættu.
Ég tel þannig að opnar umræður
og samskipti byggi síður upp sam-
félög ofbeldis og þröngt afmarkaðrar
hugmyndafræði þó að slík samfélög
séu síður en svo alveg gallalaus að
sjálfsögðu og verði örugglega seint.
En af tveimur kostum eru frjáls tján-
ing og frjáls samskipti það sem mestu
máli skiptir í þessum efnum og fær
okkur allavega til að eiga möguleika á
skárri kostinum.
Þorsteinn
Ólafsson
Tjáning
Málið snýst um að frjáls
tjáning og skoðanaskipti,
segir Þorsteinn Ólafs-
son, séu í heiðri höfð.
Höfundur vinnur við nýsköpun.
Falun Gong og frelsi
GETUM við ekki
verið sammála um að
mikið áfall sé að eign-
ast fatlað barn? Vonum
við ekki öll að litli eng-
illinn sem bætast mun
við fjölskylduna okkar
sé „heill“ bæði andlega
og líkamlega? Við mun-
um öll svara þessum
spurningum játandi,
það er víst.
Allt annað mál er svo
ástin, gleðin, þroskinn
og breyttu viðhorfin
sem samvistir við fatl-
aðan einstakling færa
okkur. Slíkt þarf að
upplifa til að skilja fylli-
lega. Er ekki stórkostlegt að til sé
staður á Íslandi, „samfélag“, þar sem
fatlaðir njóta fullra mannréttinda á
við hina sem voru við fæðingu „þeir
heilu“? Staður, þar sem fólk er ekki
flokkað sem „þroskaheft“ eða „heil-
brigt“. Þar sem fólk er saman að
störfum. Hver og einn hefur vinnu
við sitt hæfi og fær þóknun fyrir
störf sín. Staður, þar sem allir íbúar
hefja daginn saman með morgun-
söng og vöðvateygjum áður en tekið
er til starfa, fara svo öll saman til há-
degisverðar og snæða sama mat og
sama drykk í sömu borðstofu. Stað-
ur, þar sem vináttan ríkir og bros
eru engin munaðarvara. Allir eru
jafnir, því hlutverkin sem fólkið
gegnir eru öll jafnmikilvæg fyrir
samfélagið sem það er hluti af. Þegar
Bergmálsfélagar komu til Sólheima í
Grímsnesi vorið 1998 þeirra erinda
að bjóða langveiku fólki í orlofsdvöl
þangað, því að kostnaðarlausu, fund-
um við þennan stað. Þennan undra-
stað sem tók okkur opnum örmum.
Þá tilfinningu höfðum við þegar ekið
var niður brekkuna heim að Sól-
heimum og þá fullvissu eigum við í
dag. Níu sinnum á fimm árum hefur
Bergmál, líknar- og vinafélag, leigt
gistiheimilið Brekkukot og Veghús
til starfsemi sinnar og kynni okkar
og íbúa Sólheima eru bæði mikil og
góð. Á þessum fimm árum sem við
höfum verið meira og minna á staðn-
um, hefur virðing okkar fyrir sam-
félaginu á Sólheimum aukist mikið.
Var hún þó ærin fyrir. Staðreyndin
er bara sú að fyrst þarf að afla sér
þekkingar á málefninu
áður en skoðun er full-
mótuð. Ég get ekki
annað séð en vinir mín-
ir á Sólheimum séu
hamingjusamir og að
þeim líði vel. Nokkrir
eiga við veikindi að
stríða sem ekki finnst
lækning við, en ég get
fullyrt að lyf sam-
kvæmt læknisráði og
umhyggja eru veitt
jöfnum höndum svo
ekki væri betur gert
annars staðar. Sól-
heimar veita sínu fólki
ánægjulega lífsum-
gjörð. Það býr á sínum
heimilum með sína eigin muni í
kringum sig og það getur allt sinnt
sínum áhugamálum. Það ferðast,
meira að segja til útlanda, og margs-
konar þjónusta og aðstaða til afþrey-
ingar er á staðnum. Það nýjasta í þá
veru er hin glæsilega heilsuræktar-
stöð sem Lionsklúbburinn Ægir gaf
svo rausnarlega til, enda eru þeir
sem hann skipa einstakir velgjörð-
armenn Sólheima. Íþróttakennari er
þarna í fullu starfi og kennir hann og
þjálfar alla þá er það kjósa. Keppn-
isferðir eru farnar út á land og eru
þá leigðir áætlunarbílar fyrir hópinn.
Mig minnir að einhver hafi nýlega í
blaðagrein haft áhyggjur af að heim-
ilisfólk Sólheima væri félagslega ein-
angrað vegna skorts ökutækja á
staðnum. Ég get upplýst að marg-
sinnis hef ég séð Sólheimafólk á far-
aldsfæti, hinna ýmsu erinda, og
áreiðanlega er heppilegra að leigja
rútu til hópferða en fjárfesta í einni
slíkri, enda er hagsýni í heiðri höfð á
Sólheimum. Sundlaug og heitur
pottur eru á staðnum og hvort
tveggja mikið notað. Heimilisfólk
getur líka komist reglulega til fót-
snyrta, nuddara og hárgreiðslufólks
og þarf ekki að fara af staðnum til
þess. Sólheimar eiga leikhús. Þar
hafa færustu manneskjur lagt hönd
á plóg við uppfræðslu margvíslegra
verkefna og íbúar Sólheima í sam-
einingu skapað listaverk. Nú síðast
eftirminnilega sýningu á „Hárinu“
með gleðigjafann góða Eddu Björg-
vinsdóttur við stjórnvölinn. Og síðast
en ekki síst er félagsmiðstöð og
kaffihús komið á Sólheima. Gamla
gróðurhúsið hefur fengið nýtt hlut-
verk og er aðlaðandi vistarvera fyrir
íbúana, gesti og gangandi.
Þar hef ég átt ánægjustundir með
vinum mínum úr hópi heimamanna
og veit að þeir eru harla glaðir með
þetta framtak. Er ekki gott að sam-
félagið þarna er ein stór fjölskylda
þar sem hver einasti er hlekkur í
sömu keðju og allir jafnmikilvægir?
Þar sem hlýja og vinátta er ríkjandi.
Og mér er spurn: vitið þið um mann-
vænna og betra samfélag sinnar teg-
undar en er á Sólheimum? Erum við
ekki gæfusöm að Sesselja, sú stór-
merka hugsjónakona, sem varð fyrir
hverskonar aðkasti og aðfinnslum
stjórnvalda, skuli hafa borið gæfu til
að stofnsetja og starfa að hugsjón
sinni á Íslandi. Sólheimar eru fjör-
eggið hennar. Og af hverju spyr eng-
inn heimilisfólk Sólheima hvað því
finnst? Þeim sem þar búa er treyst
til að kjósa bæði til sveitarstjórnar
og Alþingis. Er ekki líka hægt að
treysta þeim til að segja frá því
hvernig þeim líður á Sólheimum? Er
það ekki það sem öll þessi umræða
snýst um. Ættum við ekki að þakka
forráðamönnum og starfsfólki Sól-
heima þau frábæru störf sem þar eru
unnin, fremur en að gagnrýna í tíma
og ótíma og jafnvel væna fólk um
óheiðarleika? Vilduð þið vera í þeirra
sporum nú? Við skulum ekki gera
öðrum það sem við sjálf viljum ekki
að okkur sé gert. Og ættum við ekki
að hjálpast að við að varðveita fjör-
eggið á Sólheimum og verja það
brestum? Eiga ekki Sesselja og allir
íbúar Sólheima það skilið af okkur
öllum?
Sláum skjaldborg um
Sólheima í Grímsnesi
Kolbrún
Karlsdóttir
Höfundur er formaður Líknar- og
vinafélagsins Bergmáls.
Sólheimar
Ættum við ekki að
hjálpast að við að varð-
veita fjöreggið, segir
Kolbrún Karlsdóttir, og
verja það brestum?
Í VOR var sýndur í
Sjónvarpinu þáttur um
mannréttindabaráttu í
Malasíu. Inntak þáttar-
ins var að alþjóðlegir
auðhringir í landinu
svifust einskis til að
kreista aukinn hagnað
úr vinnandi fólki. Jafn-
vel kæmi fyrir þar í
landi að fólk væri þving-
að til að vinna lengur en
sólarhring samfellt.
Hneykslast var á því að
slík mannréttindabrot
skyldu líðast í þróunar-
löndum.
Árið 1921 voru vöku-
lögin samþykkt á Al-
þingi Íslendinga. Ástæða þeirrar
lagasetningar var að íslensku þjóðinni
misbauð vinnuálag sjómanna, sem
látnir voru sinna erfiðum störfum án
þess að lágmarkshvíld væri tryggð. Í
dag, rúmum 80 árum síðar, hljómar
það hálf undarlega í okkar eyrum að
setja hafi þurft lög til að tryggja vinn-
andi fólki jafn sjálfsögð mannréttindi
og að fá að hvílast. Á síðari árum hef-
ur öllum vinnandi stéttum landsins
verið tryggð lágmarkshvíld sam-
kvæmt kjarasamningum og innan
EES er í gildi vinnutímatilskipun sem
kveður á um 48 klst. hámarksvinnu-
viku.
Hinn 2. maí sl. undirrituðu ríkis-
valdið og Læknafélags Íslands (LÍ)
nýjan kjarasamning sem felur í sér
tímamót hvað hvíldarákvæði varðar
hér á landi. Samninga-
nefnd LÍ hafði gengið til
viðræðna við fulltrúa
ríkisins fyrir hönd allra
sjúkrahúslækna, bæði
lækna með sérfræðivið-
urkenningu, sem og
unglækna án sérfræði-
viðurkenningar.
Helsta nýjungin við
kjarasamninginn er að
öll vinnutímaákvæði
fyrri kjarasamninga
voru felld út hvað varð-
ar unglækna. Áður var
reynt að tryggja lág-
markshvíld með ákvæð-
um um að minnsta kosti
8 klst. hvíld á milli
vakta, auk þess sem réttur til frítöku
vannst inn færi yfirvinna yfir ákveðin
mörk. Þessi sjálfsögðu ákvæði er hins
vegar ekki að finna í nýgerðum kjara-
samningi. Undirriti unglæknir ráðn-
ingasamning við sjúkrahús í dag,
samkvæmt samningnum, hefur stofn-
unin fullt vald til þess að krefjast þess
að viðkomandi vinni 12 sólarhringa
samfellt, án einnar mínútu í hvíld. Að
morgni nýs dags eftir samfellda 24
klst. vinnu er unglækni þar að auki
gert að þiggja laun samkvæmt dag-
vinnutaxta, ekki er lengur greitt yf-
irvinnukaup þar sem kominn er nýr
dagur.
Sérfræðilæknar greiddu atkvæði
um samninginn og samþykktu hann,
enda er þeim áfram tryggður hvíld-
arréttur í samræmi við EES, auk
þess sem þeir fengu hlutfallslega mun
meiri launahækkun en unglæknar.
Hinn nýgerði kjarasamningur er í
hróplegu ósamræmi við þá þróun sem
átt hefur sér stað á Vesturlöndum
undanfarin ár. Læknar hafa krafist
þess að vinnutími þeirra sé innan
skynsemismarka, auk þess sem sjúk-
lingar neita í vaxandi mæli að vanda-
málum þeirra sé sinnt af útkeyrðum
lækni í lok sólarhringsvaktar. Vegna
langrar hefðar fyrir vinnuálagi ung-
lækna hefur víða verið veittur frestur
á gildistöku vinnutímatilskipunar
EES til að unnt væri að aðlaga starf-
semi sjúkrahúsanna í smærri skref-
um. Hér hefur hins vegar verið tekið
stórt skref aftur á bak og afnumin öll
fyrri ákvæði í kjarasamningi um
hversu lengi megi gera lækni að vinna
samfellt. Það er til skammar fyrir
læknastéttina, sem ætti að vita best
hver takmörk líkama og sálar eru, að
LÍ skuli hafa tekið þátt í gerð slíks
samnings sem varpar lágmarks-
mannréttindum sinna félagsmanna
fyrir róða.
Þar sem ljóst var að samningurinn
var algerlega óviðunandi fyrir ung-
lækna neitaði fulltrúi okkar að sam-
þykkja hann fyrir hönd Félags ungra
lækna (FUL) og hinn 10. maí sam-
þykkti félagsfundur FUL úrsögn úr
LÍ. Á grundvelli þess að FUL er ekki
aðili að samningnum höfum við óskað
eftir viðræðum við ríkið sem sjálfstæð-
ur samningsaðili. Krafist verður sam-
bærilegrar launahækkunar á við aðra
lækna, en mikilvægast er þó, að
ákvæði um lágmarkshvíld séu virt.
Þetta mál er fremur farið að snúast um
mannréttindabaráttu en kjarabaráttu.
Þar sem engin merki eru um að
komið verði til móts við kröfur okkar
hafa unglæknar neyðst til þess að
boða til aðgerða. Þótt Íslendingar vilji
ekki telja sig til þróunarlanda verður
að teljast ótrúlegt að í dag þurfi að
boða til verkfalla til að tryggja vinn-
andi fólki mannréttindi hér á landi,
líkt og í þriðja heims ríki. Þjóðin varð
nýverið vitni að stefnu stjórnvalda
gagnvart mannréttindabaráttu í Kína
og sú spurning vaknar hversu langt
ríkisvaldið ætlar sér að ganga til þess
að neita unglæknum um mannrétt-
indi.
Læknar þurfa líka að sofa.
Mannréttindabrot á sjúkrahúsum
Hjalti Már
Björnsson
Unglæknar
Þar sem engin merki
eru um að komið verði
til móts við kröfur okk-
ar, segir Hjalti Már
Björnsson, neyðast
unglæknar til þess að
boða aðgerðir.
Höfundur er umsjónarlæknir
neyðarbíls Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi.