Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 46
MINNINGAR
46 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Okkur langar til að minnast Halla
afa í nokkrum orðum. Minningarnar
eru margar og af miklu að taka en við
getum aðeins tæpt á því helsta hér.
Eins og flestir af hans kynslóð var
afi dugnaðarmaður í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur, hvort sem það
tengdist vinnu, fjölskyldunni eða
áhugamálum. Afi var sjómaður á
yngri árum en við munum eftir hon-
um sem netagerðarkarli og bónda.
Barnabörnin og seinna barnabarna-
börnin fengu sína athygli þegar þau
leituðu til hans og alltaf hafði hann
áhuga á þeim málefnum sem við
ræddum við hann.
Afi spilaði á harmoníku og var sjálf-
menntaður í þeim efnum. Hann byrj-
aði ungur að spila fyrir dansi hér og
þar í sveitinni og var vinsæll nikkari.
Hann var virkur í Félagi harmon-
íkuunnenda á Norðfirði og var sjaldan
að sjá að hann væri elsti félaginn þar.
Einnig spilaði hann með Félagi harm-
oníkuunnenda á Akureyri þegar hann
var búsettur þar. Á áttræðisaldri fékk
hann áhuga á að læra að skrifa og lesa
nótur og gerði það! Hann samdi tónlist
og skrifaði upp lögin sín sjálfur.
Við systkinin vorum öll í tónlist á
yngri árum og fengum ómælda hvatn-
ingu og leiðbeiningar frá afa í þeim
efnum. Þegar amma og afi fluttust í
Eyjafjörðinn tókum við upp þann sið
að senda þeim spólur þar sem við
sögðum þeim frá því sem á daga okk-
ar hafði drifið og svo spiluðum við fyr-
ir þau á hin ýmsu hljóðfæri og sung-
um. Við höfðum ómælda ánægju af
undirbúningnum að þessum upptök-
um því við vissum að amma og afi biðu
spennt eftir spólunum. Þetta jók einn-
ig áhuga okkar á tónlistarnáminu.
Fyrstu minningar okkar um afa eru
frá Vinaminni í Neskaupstað. Þar
bjuggu þau afi og amma á meðan við
vorum að vaxa úr grasi. Í Vinaminni
var margt brallað. Afi kenndi okkur
reikning með kasínuspili, gaf okkur
soðnar lappir þegar lifur var í matinn
hjá foreldrum okkar og beinakexið var
alltaf til á pallsnöfinni. Hann fór með
okkur í bíltúra þar sem keyrt var á 20
km hraða og aldrei munu okkur líða úr
minni veislurnar sem voru haldnar ár
hvert á nýársdag hjá ömmu og afa. Öll
börnin þeirra komu með barnabörnin,
og barnabörnin komu kannski með
gest og allir fengu nóg af kökum og
kakói. Allir voru velkomnir. Svo var
sungið og afi spilaði með. Það var ótrú-
legt að sjá þessa fingur, sem voru
orðnir krepptir vegna vinnu frá barns-
aldri, spila á harmoníkuna.
Afi var síungur. Hann eignaðist
ekki alls fyrir löngu gsm-síma og tók
það hann ekki langan tíma að læra á
hann. Amma og afi voru dugleg að
ferðast og fóru jafnan akandi og skipti
þá ekki máli hvort farið var til Reyð-
arfjarðar eða Reykjavíkur. Þegar afi
þurfti að læra að rata í Reykjavík
lærði hann bara götukortin í síma-
skránni utanbókar.
Viljum við enda þessar minningar á
ljóði eftir Kristján Stefánsson frá Gil-
haga, Munastund, en það var í miklu
uppáhaldi hjá afa.
Nú sit ég hér þögull og sveipa mig hljótt
í sögunnar margslungnu þræði.
BJARNI HALLDÓR
BJARNASON
✝ Bjarni HalldórBjarnason var
fæddur á Gerðis-
stekk í Norðfirði 1.
október 1921. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 14. júní.
Foreldrar hans voru
hjónin Bjarni Sigfús-
son og Halldóra
Jónsdóttir. Bjarni
Halldór var sjötti í
röð ellefu systkina
og eru fjögur enn á
lífi. Árið 1943 kvænt-
ist Bjarni Halldór
eftirlifandi konu sinni, Svanhvíti
Sigurðardóttur frá Reyðarfirði,
og eignuðust þau átta börn, og er
eitt þeirra látið.
Útför Bjarna Halldórs verður
gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Ég kvíði því ekki er kemur
þú nótt
ég kyrrðina þrái og næði.
Og ljósið mitt augnaráð
fangað hér fær
það flöktir á kerti í stjaka
af gusti frá minningu er
mér færist nær
sú minning ei víkur
til baka.
Ég greindi öll djásnin sem
gæfan svo mörg
í götuna mína þá lagði.
Ég sá margan gimstein,
ég sá marga björg
en sagði engum frá því
og þagði.
Mér finnst að ég ætti mér fjársjóði þar
og færi mín samviska að þjaka,
þá gaf ég að jafnaði í gáska það svar:
Ég gríp þetta er kem ég til baka.
En genginni vegferð nú get ekki breytt
þó gimsteina vænti þarf fundar.
Að stefna til baka það stoðar ei neitt
mót straumfalli líðandi stundar.
Og ennþá fram tími minn tifar hér ótt
svo tæmist hver stund til að vaka
ég kyrrðina þrái er kemur þú nótt.
Nú kertið er brunnið að stjaka.
Daníel, Svanhvít og Stefán.
Mig langar að kveðja hann Halla
með örfáum orðum, hann var mágur
hennar mömmu en ég leit alltaf á
hann eins og góðan frænda. Ein af
mínum fyrstu minningum um frænda
minn er að við fjölskyldan komum í
heimsókn í Vinaminni en svo hét
heimili hans, og sat hann og var að
borða svið, sem ekki er kannski
merkilegt, en ég barnið dáðist að því
hvað hann hreinsaði vel kjammann og
tók hverja einustu örðu og borðaði.
En þetta er góð lýsing á hans per-
sónuleika, hann passaði vel upp á sitt
og kom alltaf heiðarlega fram hvar
sem hann kom. Halli sagði aldrei mik-
ið en spilaði þeim mun meira á nikk-
una og voru það ógleymanlegar
stundir, þegar hann tók upp hljóðfær-
ið og það var spilað og sungið.
Eitt var það þó sem Halli hafði
mikinn ímugust á, það var leti og
sagði hann oft við mig að iðjusemi
væri góður kostur, og það að sitja að-
gerðarlaus væri ekki til annars en
bölvunar. Oft hef ég hugsað um þessi
orð hans þegar mér hefur liðið illa og
hef ég þá tekið mér verk í hönd, og viti
menn, öll vanlíðan er rokin út í veður
og vind.
Mig langar að þakka frænda mín-
um góð kynni og votta frænku minni,
henni Svönu, og fjölskyldu hennar
samúð mína.
Ingibjörg R. Þengilsdóttir.
Elsku afi, mig langar að kveðja þig
með nokkrum góðum minningum.
Mér er svo margt minnisstætt frá
því ég var lítil stelpa og kom í Vina-
minni. Sérstaklega eftir nýársveislun-
um þar sem dansað var í stofunni, þó
lítil væri, og þú spilaðir á harmonik-
una af mikilli snilld.
Þær voru líka frábærar allar veiði-
ferðirnar í Vesturdalsá í Vopnafirði.
Ég man svo vel eftir flagginu sem þið
amma settuð við gatnamótin þegar
þið bjugguð í Búlandi, þá vissum við
að þið voruð lögð af stað á Vopna-
fjarðarheiðina. Þetta voru svo
skemmtilegar ferðir.
Það var líka alltaf svo yndislegt að
koma í hádeginu þegar ég var ung-
lingur og vann í frystihúsinu og fá afa
hafragraut, hann var alltaf bestur.
Svo var það yndislegt að fá öll blá-
berin og krækiberin send suður þegar
Stella Hafdís var nýfædd. Og ekki
stóð á svörum þegar ég hringdi í þig
og bað þig um uppskriftir af sultu.
Svona gæti ég lengi haldið áfram,
en ég ætla að geyma þær minningar í
huga mér.
Kær kveðja frá Jóa Steina, Alfreð
Þráni og Stellu Hafdísi.
Algóður Guð geymi þig og umvefji,
elsku afi minn.
Þín
Svanhvít Alfreðsdóttir.
✝ Daníel Guð-mundur Eyjólfur
Sigmundsson fædd-
ist á Ísafirði 1. apríl
1916. Hann lést á
Sjúkrahúsi Ísafjarð-
ar 12. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Júlíana Óla-
dóttir og Sigmund-
ur Brandsson járn-
smiður. Alsystkini
hans eru: Þorbjörg,
f. 19. sept. 1913, d.
5. okt. 1913; tví-
burabróðirinn Óli
Jóhannes, d. 7. júní
1998; og Ásta Sigurrós, f. 22.
ágúst 1917. Fóstursystir hans
var Anna Kristín Björnsdóttir, f.
23. sept. 1908, d. 25. des. 1993.
Daníel var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Petrína Þorvarð-
ardóttir hjúkrunarkona. Þau
slitu samvistir. Seinni kona hans
var Gudrun Rigmor Sigmunds-
son (fædd Ljungberg), ljósmynd-
ari frá Álaborg, f. 18. mars
1920, d. 15. okt.
1971.
Daníel lærði
húsasmíði hjá Ólafi
Gestssyni, húsa-
smíðameistara á
Ísafirði. Hann starf-
aði fyrst við iðn
sína en vann síðan
lengst af ýmis störf
hjá Ísafjarðarbæ,
m.a. sem bygginga-
fulltrúi. Hann átti
um nokkurra ára
skeið sæti í stjórn
Kaupfélags Ísfirð-
inga. Hann var
mikill hugsjónamaður á sviði
slysavarna og sá, ásamt félögum
sínum, um byggingar og viðhald
björgunarskýla á norðanverðum
Vestfjörðum um árabil. Fyrir
störf sín í þágu slysavarna var
hann sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu.
Útför Daníels fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Daníel vinur minn Sigmundsson
er horfinn á vit feðra sinna. Hann
fékk hægt andlát miðvikudaginn 12.
júní sl. og hefur eflaust kvatt saddur
lífdaga enda voru síðustu árin hon-
um á margan hátt erfið. Segja má að
með honum hverfi á braut síðasta
nána tenging tengdafjölskyldu
minnar við „gamla“ Ísafjörð en
Daníel var síðasti hlekkurinn í þeirri
fjölskyldu sem Ásta tengdamóðir
mín átti á Ísafirði, og myndaði ávallt
sérstök tengsl við hennar gömlu
heimabyggð.
Hugurinn reikar aftur til sumars-
ins 1977. Ég hafði þá ekki löngu áð-
ur kynnst Önnu minni, við vorum á
leið á Hornstrandir og var dvalar-
staðurinn á Ísafirði að sjálfsögðu
Eyrargata 3, þar sem þau bjuggu
systkinin Daníel, Anna og Óli, auk
Halldóru, konu Óla. Þetta voru mín
fyrstu kynni af þessu fólki og mót-
tökurnar voru slíkar, að seint
gleymist. Þá var ekki ónýtt að eiga
Daníel að þegar Hornstrandir voru
annars vegar því þar þekkti hann
nánast hvern blett og þúfu og hafði
varið þar ófáum stundum í þágu
slysavarna við viðgerðir og bygg-
ingar á björgunarskýlum.
Árin liðu og telpurnar okkar þrjár
komu í heiminn. Ferðirnar á Ísa-
fjörð urðu býsna margar; það var
einhvern veginn svo sjálfsagt að
skreppa vestur í nokkra daga og
heimsækja Önnu frænku og Dadda
frænda og dvelja hjá þeim í nokkra
daga. Þau „gömlu“ höfðu augljós-
lega mjög gaman af samvistum við
ungviðið og mér er minnisstætt, að
Daddi frændi taldi ekki eftir sér að
þeysast með barnakerru um bæinn
til að skemmta telpunum og sýna
þeim bæjarlífið. Áhugi Dadda á við-
fangsefnum telpnanna hélst og allt
fram undir það síðasta fylgdist hann
af áhuga með því, sem þær voru að
fást við, ekki síst ef þær voru á er-
lendri grundu.
En allt á sín tímamörk og það átti
Daníel svo sannarlega eftir að
reyna. Óli bróðir hans og Halldóra
fluttu alfarin suður og Anna systir
hans fékk alvarlega heilablæðingu
og átti ekki afturkvæmt af spítala
eftir það. Var eftir því tekið hversu
vel Daníel sinnti henni í veikindum
hennar allt þar til yfir lauk. Þessir
atburðir virtust öðru fremur leiða til
þess, að Daníel, sem áður hafði verið
mannblendinn mjög og gjarnan
hrókur alls fagnaðar þegar við átti,
gerðist nú sífellt einrænni og virtist
helst forðast of náin samskipti við
fólk. Við, sem næst honum stóðum,
gerðum ítrekaðar tilraunir til að
hafa áhrif á þessa þróun en allt kom
fyrir ekki, þessi vandi reyndist óvið-
ráðanlegur. Daníel flutti í notalega
íbúð á Hlíf á Ísafirði þar sem hann
bjó í nálægð við fólk af hans kyn-
slóð, en slíkt virtist litlu breyta í
þeim vanda, sem fyrr var nefndur.
Atvikin höguðu því svo, að ég,
sem þessar línur rita, átti, um tutt-
ugu ára skeið, erindi til norðan-
verðra Vestfjarða mörgum sinnum á
hverju ári, atvinnu minnar vegna.
Það varð einhvern veginn sjálfsagt í
þessum ferðum að koma við hjá
Dadda frænda, hvenær sem því varð
við komið, og helst að staldra við yf-
ir nótt, væri það mögulegt, og það
lék enginn vafi á, að þessar heim-
sóknir voru vel þegnar. Á þessum
stundum kynntist ég manninum
Daníel mun betur en áður og ég er
ekki í minnsta vafa um, að þrátt fyr-
ir hrjúft yfirbragð, stjórnsemi og á
stundum óbilgjarna afstöðu til
manna og málefna, bjó í manninum
meyrt og gott hjarta, sem öllum
vildi vel.
Komið er að kveðjustund. Ég vil
að leiðarlokum þakka fyrir góðar
stundir og velvilja í minn garð og
minna. Megi góður Guð geyma
minningu Daníels Sigmundssonar
um ókomna tíð.
Guðmundur Jóelsson.
Kær vinur og samstarfsfélagi,
Daníel Sigmundsson, er látinn.
DANÍEL G. E.
SIGMUNDSSON
✝ Þórarinn Eiðs-son fæddist á
Blönduósi 18. júlí
1962. Hann lést er
hann fór útbyrðis af
frystitogaranum
Arnari HU 1 14. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Selma
Þórarinsdóttir, f. 22.
nóvember 1942, d.
14. september 1990,
og Eiður Hilmars-
son, f. 8. júlí 1937.
Systir Þórarins er
Sólveig, f. 19. janúar
1964. Þegar Þórar-
inn var um tvítugt hóf hann sam-
búð með Dóru Kristínu Jónas-
dóttur, f. 23. maí 1964, en þau
gengu í hjónaband 22. janúar
1993. Foreldrar hennar eru Jón-
as Jónasson, f. 18.
ágúst 1945, og Erla
L. Theodórsdóttir, f.
12. júlí 1946. Börn
þeirra Þórarins og
Dóru Kristínar eru
Kolbrún Freyja, f. 6.
júlí 1983, Eiður
Bjarki, f. 5. mars
1986, og Ólína
Selma, f. 4. desem-
ber 1993.
Þórarinn fór ung-
ur til sjós og var bú-
inn að vera í rúm 20
ár á togurum Skag-
strendings, fyrst
Arnari, þá Örvari og nú síðustu
árin á Arnari HU 1.
Útför Þórarins verður gerð frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Ég er orðlaus, svo gjörsamlega
orðlaus, reið og sár. Það er skammt
stórra högga á milli. Það er búið að
taka bróður minn frá mér, bróður
sem er sá besti í heimi, bróður sem ég
elska út af lífinu. Ég get ekki ímynd-
að mér lífið án þín. Hafðu ástarþakk-
ir fyrir allt í minn garð og ég er yfir
mig stolt að eiga þig sem bróður.
Sofðu rótt, elskan mín.
Þín systir,
Sólveig.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(B. Jónsson.)
Snemma á föstudagsmorguninn
vakti pabbi mig, og sagðist hafa
slæmar fréttir að færa, hann Tóti
væri dáinn, hann hefði dáið þá um
nóttina. Hörmulegar fréttir, mér
varð hugsað til Dóru systur minnar,
Kollu, Bjarka og Selmu, barna þeirra
sem fáum dögum áður höfðu hvatt
pabba sinn eins og svo oft áður þegar
hann fór á sjóinn. Þær kveðjur verða
ekki fleiri.
Tóti var mikill tölvukarl, það kom
fyrir að hann hringdi í mig, sagðist
hafa keypt sér forrit, hvort ég hefði
áhuga, eða að hann var staddur í
verslun, sá eitthvað sem mig vantaði
og bauðst til að kaupa fyrir mig. Það
var ekkert mál að snúast svolítið í
bænum, sagði sig ekkert muna um
það. Ég minnist þess er ég var gest-
komandi hjá þeim á síðastliðinn sjó-
mannadag og var eins og oft áður
þegar Tóti var í landi dreginn að tölv-
unni og mér sýnt það nýjasta sem þar
var komið og alltaf kenndi hann mér
eitthvað nýtt í hvert skipti, enda var
Tóti nokkuð vel sjóaður í þeim mál-
um.
Mér datt ekki í hug þegar ég þakk-
aði þeim Dóru og Tóta fyrir veittar
veitingar í lok dags og hélt heim á
leið að það yrði í síðasta sinn sem ég
sæi Tóta mág við hlaðið veisluborð á
sjómannadaginn á Sunnuveginum,
Fjölskyldan hefur mætt margri
þrautinni síðastliðið ár og loks þegar
birta fer til dynur á enn eitt áfallið,
Tóti er dáinn, langt um aldur fram,
og skilur eftir stórt skarð. Húsbónd-
inn er horfinn en minningin lifir.
Góður drengur er genginn,
góður maður er dáinn.
Minnir hann oft á máttinn
maðurinn slyngi með ljáinn.
Allra okkar kynna
er ánægjulegt að minnast.
Mér finnst slíkum mönnum,
mannbætandi að kynnast.
(Kristján Árnason frá Skálá.)
Ég þakka honum fyrir ánægjulega
samfylgd og sendi konu hans, börn-
um, systur, föður og öðrum aðstand-
endum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sveinn I. Jónasson.
Elsku Þórarinn frændi. Ég bara
spyr, af hverju þarf lífið að vera
svona ósanngjarnt? Það eru bara níu
mánuðir síðan hann pabbi minn var
tekinn frá mér og svo núna ert þú
tekinn frá mér líka. Þú sem gerðir
allt sem ég bað þig um að gera eða
hjálpa mér með. Þegar ég þurfti að
fara eitthvað með eða ná í einhvern af
hestunum mínum, þá varst þú alltaf
tilbúinn til að hjálpa mér og líka ef
ÞÓRARINN
EIÐSSON