Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 47
Hann hafði átt við vanheilsu að
stríða um árabil. Hvíldin er honum
því lausn frá þrautum lífsins.
Ég hef átt því láni að fagna að
njóta vináttu Daníels um langa tíð,
nærfellt 60 ár. Það sem leiddi okkur
saman var gagnkvæmur áhugi á að
vinna að framgangi málefna á veg-
um Slysavarnafélags Íslands. Daníel
var þar einlægur og öflugur liðs-
maður. Hann lét sig aldrei vanta
þegar kallað var til úrlausnar á
margvíslegum verkefnum. Þegar að
því kom að öll byggð lagðist af í
Grunnavíkur- og Sléttuhreppi varð
mönnum ljóst að mikil nauðsyn var
á að koma upp og viðhalda húsum
sem orðið gætu nauðstöddum til
bjargar á þessum slóðum. Stjórn
Slysavarnafélags Íslands ákvað að
hafist skyldi handa til lausnar þess-
um vanda. Það kom að mestu í hlut
slysavarnadeildanna á Ísafirði og
nágrenni að sjá um framkvæmd
þessara mála. Fyrst í stað var horfið
að því að kaupa yfirgefin íbúðarhús
þar sem það þótti henta, í annan
stað var farið út í að byggja ný hús,
skipbrotsmannaskýli, á stöðum sem
til þess voru valdir. Var þetta gjarn-
an framkvæmt með þeim hætti að
skýlin voru sett saman á Ísafirði og
síðan tekin sundur og flutt í flekum
á byggingarstað. Til þess að þessar
framkvæmdir gætu átt sér stað
þurfti að kalla til liðveislu marga
sjálfboðaliða sem aldrei var skortur
á. Landhelgisgæslan lagði á stund-
um til skip er á þurfti að halda til
flutnings á mannskap og efni á
byggingarstað þar norður frá.
Því er á þetta minnst að þáttur
Daníels Sigmundssonar í öllu þessu
amstri var umsvifamikill. Hann
hafði ungur lært húsasmíði hjá Jóni
Sigmundssyni sem var um tíma um-
svifamikill í byggingariðnaðinum
hér á Ísafirði. Daníel var því létt um
vik að taka að sér forystuna þegar
til kom að byggja skipbrotsmanna-
skýlin á Ströndum. Það var mikils
um vert að allt væri með í ferðinni
þegar lagt var upp sem ævinlega
stóðst, þökk sé fyrirhyggju Daníels.
Níu skipbrotsmannaskýli voru sett
upp á þessum slóðum og mun Daníel
hafa farið höndum um byggingu
þeirra allra að einu undanskildu ef
ég man rétt. Í sambandi við þessi
umsvif var oft leitað til Landhelg-
isgæslunnar um liðveislu, svo sem
áður segir, og var hún ávallt látin í
té ef svo stóð á að skipin voru ekki
að sinna öðrum störfum. Gæslan átti
og mikinn þátt í því er farið var á
Strandir vor og haust til eftirlits og
viðhalds húsunum. Með Daníel og
mörgum af yfirmönnum Gæslunnar
myndaðist vinskapur sem staðið
hefir. Það leiddi til þess að Daníel
annaðist um tíma alls konar fyrir-
greiðslu fyrir Gæsluna á Ísafirði
sem þeir kunnu vel að meta og var
honum eitt sinn boðið í siglingu til
Danmerkur með varðskipi sem sent
var út til eftirlits og viðhaldsvið-
gerða.
Daníel var um árabil í aðalstjórn
SVFÍ sem fulltrúi Vestfirðinga og
rækti hann þau störf af áhuga og
samviskusemi. Hann var kjörinn
heiðursfélagi Slysavarnafélagsins
og sæmdur gullmerki þess. Þá var
hann gerður að heiðursfélaga karla-
deildar SVFÍ á Ísafirði og þegar nýr
björgunarbátur kom til Ísafjarðar
var honum gefið nafnið Daníel Sig-
mundsson.
Á unglingsárum gekk Daníel til
liðs við við skátahreyfinguna á Ísa-
firði og starfaði þar af miklum
áhuga. Hann var ákafur iðkandi
skíðaíþróttar, starfaði ötullega í
íþróttafélaginu Herði og stóð þar
með félögum sínum að byggingu
veglegs skíðaskála á Seljalandsdal.
Daníel var vel liðtækur við iðkun
tónlistar á yngri árum. Hann spilaði
á strengjahljóðfæri og var virkur
meðlimur í Lúðrasveit Ísafjarðar
um tíma. Um árabil var Daníel
starfsmaður Ísafjarðarbæjar, var
þar byggingarfulltrúi og hafði á
hendi umsýslu vegna Vatnsveitu
Ísafjarðar.
Þær eru margar minningarnar
sem ég geymi í huga frá samvinnu
okkar Daníels um langa tíð. Það
leikur birta um árin þegar tekist var
á við áhugamálin og árangurinn
kom í ljós að loknu erfiði dagsins, í
samstarfi við góða og fórnfúsa fé-
laga sem alltaf voru reiðubúnir til
starfa þegar á þurfti að halda. Ég
man hvítasunnudaginn í júní 1930
þegar við vorum fermdir í Ísafjarð-
arkirkju. Fermingarbörnin voru
fimmtíu. Sóknarpresturinn, Sigur-
geir Sigurðsson, síðar biskup, hafði
undirbúið hópinn undir ferminguna
og lauk henni af í einni messu. Það
eru ekki margir ofar foldu í dag af
þessum fjölmenna hópi og fækkar
óðum.
Daníel var vandlátur á vinahótin
en þeim mun tryggari þegar hann
fann þau viðbrögð sem honum voru
að skapi. Honum var ljúft að gera
vinum sínum greiða og gerði það af
einlægni. Það fékk ég að reyna er
laga þurfti eitt eða annað á heim-
ilinu þar sem handverk hans kom að
góðu.
Vinurinn er fallinn frá saddur líf-
daga. Seinustu árin voru honum erf-
ið vegna hnignandi heilsu en hann
var þá í góðum höndum starfsfólks
Sjúkrahúss Ísafjarðar.
Blessuð sé minning Daníels Sig-
mundssonar.
Ég sendi ástvinum hans hlýjar
samúðarkveðjur.
Guðmundur Guðmundsson.
Góður vinur minn, Daníel Sig-
mundsson frá Ísafirði, er látinn.
Ég kynntist Daníel fyrst í skáta-
starfi á Ísafirði, en þar var hann
virkur félagi um árabil. Síðar lágu
leiðir okkar saman í knattspyrnu-
félaginu Herði. Daníel var formaður
skíðadeildar Harðar og þegar
ákveðið var árið 1947 að hefja smíði
skíðaskála hafði hann alla forystu
við verkið, enda húsasmíðameistari
að iðn.
Allar frístundir Daníels og nokk-
urra vina hans næstu árin fóru í
vinnu við smíði skíðaskálans við erf-
iðar aðstæður, þar sem bera þurfti
allt byggingarefni um langan veg.
Harðarskálinn var löngu síðar flutt-
ur á betri stað, þ.e. nær endastöðv-
um svigbrautanna á Seljalandsdal.
Foreldrar skíðabarna og unglinga
á Ísafirði hafa unnið mikið starf til
eflingar skíðaíþróttarinnar. For-
ráðamenn þessara samtaka sömdu
við stjórn Harðar, sem þá hafði að
mestu leyti lagt niður íþróttastarf-
semi, um flutning skálans og end-
urbætur. Foreldrafélagið hafði öll
afnot af húsinu, en Hörður taldist
áfram eigandi þess. Harðarskálinn
kom að mjög miklu gagni í mörg ár
á þessum nýja stað. Það var mikið
áfall þegar snjófljóðið mikla, sem
féll yfir Seljalandsdal og Tungudal
árið 1994, sópaði burt nær öllum
skíðamannvirkjum og sumarbústöð-
um Ísfirðinga. Þar fór Harðarskál-
inn, en sem betur fer var húsið
tryggt, svo að þar myndaðist nokk-
ur sjóður til ráðstöfunar. Enginn
studdi það betur en Daníel, að for-
eldrafélagið fengi þessa peninga til
ráðstöfunar, þegar ákveðið var að
reisa nýjan skíðaskála framarlega í
Tungudal á nýju skíðasvæði Ísfirð-
inga. Það gladdi hann mjög að
tryggingarfé gamla Harðarskálans
yrði þannig hluti af nýjum glæsi-
legum skíðaskála, sem nú hefur ver-
ið reistur af foreldrafélaginu í sam-
vinnu við bæjarsjóð Ísafjarðarbæjar
og er öllum, sem þar hafa staðið að
verki, til mikils sóma.
Daníel hafði brennandi áhuga á
slysavarnamálum. Þegar farið var af
alvöru að sinna slysavörnum á norð-
anverðum Vestfjörðum beindist
starfið fyrst og fremst að aðstoð við
sæfarendur, enda skiljanlegt á þeim
slóðum. Starfsvettvangur deilda
Slysavarnafélags Íslands á Ísafirði
lá frá Djúpi um Hornstrandir allt að
Geirólfsgnúpi, en þar eru mörk
Norður-Ísafjarðarsýslu og Stranda-
sýslu. Þetta er stórt landsvæði og
hættulegt sæfarendum, þar sem
þverhnípt fuglabjörg ganga víða í
sjó fram og vetrarveðráttan harðari
en víðast hvar á Íslandi og lítið um
skjól fyrir sjófarendur í verstu veðr-
um. Þegar Daníel kom til liðs við
Slysavarnafélagið var öll byggð á
fyrrnefndum slóðum að leggjast af.
Slysavarnafélag Íslands fékk þá að-
stöðu fyrir neyðarskýli í yfirgefnu
húsunum fyrir velvilja eigenda
jarðanna.
Um þetta leyti var einn helsti
baráttumaður Slysavarnafélagsins á
Ísafirði Kristján heitinn Kristjáns-
son hafnsögumaður. Nú fór Daníel
að fara með Kristjáni á hverju vori
og hausti um flestar víkur á Horn-
ströndum til þess að lagfæra gömlu
húsin og fara þangað með nauðsyn-
legar vistir.
Þegar Slysavarnafélagið fékk til
umráða húsnæði í kjallara gamla
íþróttahússins sá Daníel að mestu
leyti einn um að setja þar upp hillur
og snaga og koma þar fyrir öllum
búnaði sem félagið hafði yfir að
ráða. Öllu var smekklega raðað upp
og hreinlætið til fyrirmyndar.
Gömlu íbúðarhúsin á Hornströnd-
um létu mörg smám saman á sjá,
svo að ekki var unnt að halda þeim
við. Þá var hafist handa um að koma
upp nýjum skipbrotsmannaskýlum.
Guðmundur Guðmundsson, þekktur
útgerðar- og athafnamaður, var þá
formaður karladeildar Slysavarna-
félags Íslands á Ísafirði og höfðu
hann og Daníel allan veg og vanda
af þessu mikla verki. Daníel stjórn-
aði allri vinnu af mikilli röggsemi.
Húsin voru keypt smíðuð í flekum,
sem boltaðir voru saman og þetta
voru traust og góð hús. Húsin risu
hvert af öðru í flestum fjörðum og
víkum Hornstranda á næstu árum.
Þeir Guðmundur og Daníel hóuðu
oftast um helgi saman vöskum
mönnum úr Slysavarnafélaginu.
Varðskip Landhelgisgæslunnar
flutti húsflekana og annað efni
ásamt mannskapnum á áfangastað
og þar var öllu, efniviði og mönnum,
fleytt í land á stórum gúmmíbátum.
Yfir helgina var húsið reist og málað
utan sem innan. Sett var upp eld-
stæði og komið fyrir neyðartalstöð.
Aldrei vantaði svo mikið sem eina
spýtu eða nagla, allt var þrauthugs-
að hjá Daníel. Það má nærri geta, að
undirbúningsvinna og verkstjórn
kostaði Daníel ómælda vinnu á þess-
um árum og allt í sjálfboðavinnu.
Daníel voru þökkuð störf hans að
slysavarnamálum á ýmsan hátt. Nýr
björgunarbátur, keyptur frá Noregi,
bar nafnið Daníel Sigmundsson til
heiðurs honum. Slysavarnafélag Ís-
lands heiðraði hann og forseti Ís-
lands veitti honum riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu.
Eins og fyrr segir var Daníel
húsasmíðameistari og vann lengi að
iðn sinni. Síðar gerðist hann starfs-
maður Ísafjarðarkaupstaðar og
gegndi starfi byggingarfulltrúa og
vatnsveitustjóra. Öll sín störf vann
hann af alúð og snyrtimennsku.
Daníel Sigmundsson var ekki
allra, eins og sagt er. Hann var
skapstór og oft þunglyndur, en
hreinskiptinn og heiðarlegur og stóð
við allt sem hann sagði. Hann var
mikill vinur vina sinna, en lét sér
fátt um marga aðra.
Það varð honum mikið áfall þegar
hann missti Rigmor, síðari eigin-
konu sína, enda voru miklir kær-
leikar með þeim og hún bjó honum
fallegt heimili.
Tvíburabróðir Daníels, Óli J. Sig-
mundsson, var mikilvirkur húsa-
smíðameistari á Ísafirði og rak þar
timburverslunina Björk. Þeir bræð-
ur voru samrýndir og byggðu saman
húsið Eyrargötu 3, sem var heimili
fjölskyldunnar. Óli lést fyrir nokkr-
um árum.
Daníel talaði oft fallega um Ástu
systur sína og Gunnar mág sinn og
börn þeirra og það sem þau voru
honum. Aðdáunarvert var hve vel
hann sinnti um Önnu fóstursystur
sína, sem lengi lá lömuð á sjúkra-
húsinu, en það leið aldrei sá dagur
að hann kæmi ekki til hennar tvisv-
ar á dag. Þannig var trygglyndi
Daníels Sigmundssonar.
Ég þakka Daníel áratuga vináttu
og tryggð og sérstaklega fyrir það
að fá að fylgja honum eftir í fjöl-
mörgum ferðum í skipbrotsmanna-
skýlin, bæði til þess að geta veitt
honum svolitla aðstoð, en um leið að
fá að sjá og kynnast stórbrotinni
náttúru Hornstranda. Við Kristrún
vottum Ástu, Gunnari og börnum
þeirra innilega samúð.
Blessuð sé minning Daníels Sig-
mundssonar.
Högni Þórðarson.
Með örfáum orðum
langar mig að minnast
elskulegrar tengda-
móður minnar, Rann-
veigar Árnadóttur,
sem látin er langt fyrir aldur fram.
Fyrir sjö árum kynntist ég Rann-
veigu og tók hún mér strax sem einni
af fjölskyldunni. Á stundum sem
þessum streyma minningar fram,
minningar um góða konu sem reynd-
ist mér alltaf vel. Mér er efst í huga
þakklæti fyrir þann tíma sem við átt-
um saman, utanlandsferðin sem við
fórum fyrir tveim árum og allar góðu
stundirnar síðastliðin ár. Betri
tengdamóður hefði ég ekki getað
óskað mér. Kópur og Katla sjá nú á
eftir ömmu sinni sem þau fengu allt
of stuttan tíma með, en minning
RANNVEIG
ÁRNADÓTTIR
✝ Rannveig Árna-dóttir fæddist á
Bræðraminni á
Bíldudal 11. janúar
1942. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 10. júní
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Digraneskirkju
21. júní.
hennar lifir. Megi hún
hvíla í friði.
Brynhildur
Jónsdóttir.
Rannveig var hlý, ró-
leg og hláturmild. Aldr-
ei sáum við hana skipta
skapi. Allar okkar sam-
verustundir voru góðar
en gleði ríkti í heim-
sóknum okkar á Patró,
í ferðalögununum,
sumarbústaðaferðun-
um og þegar hún kom
til okkar á Hvolsvöll.
Erfiðari voru stundirnar sem við átt-
um þegar hún, í veikindum pabba,
opnaði heimili sitt og Kóps í Funa-
lind fyrir okkur systurnar og
mömmu. Þau hjónin áttu stóran þátt
í að gera líf okkar bærilegra á erf-
iðum tímum. Rannveig var frábær
frænka, gaf þétt faðmlag, átti til við-
eigandi huggunarorð og fyrir okkur
átti hún endalausan tíma.
Elsku Kópur, Gríma, Árni, Þóra
Sif og fjölskyldur,við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Guðrún Jóna, Valborg og
Guðlaug Helga.
Það var að morgni 11. júní sl. að
mér barst sú frétt að Rannveig
Árnadóttir væri látin. Rannveig hef-
ur gegnt starfi þjónustufulltrúa í
Landsbanka Íslands hf. í Hamra-
borg um árabil, en hafði áður starfað
í útibúi bankans á Patreksfirði.
Bankastörf hafa tekið miklum breyt-
ingum undanfarin ár og þær kröfur
sem gerðar eru til starfsmanna hafa
aukist.
Rannveig var í starfi sínu jákvæð
fyrir breytingum og gerði sér far um
að tileinka sér ný og breytt vinnu-
brögð. Hún var vinsæl meðal við-
skiptavina bankans enda afar sam-
viskusöm og ósérhlífin. Rannveig
var góður samstarfsmaður og félagi
sem hafði gott lag á því að koma fólki
í gott skap með jákvæðu hugarfari
og léttu brosi. Það eru því orð að
sönnu að það skarð sem hún skilur
eftir sig í bankanum verði vandfyllt.
Mér verður alltaf minnisstætt
hversu jákvæð og vongóð hún var í
veikindum sínum, en hún var alltaf
staðráðin í því að snúa aftur til starfa
sinna. Þetta lýsir umfram annað
þeim styrk og áræði sem hún bjó yf-
ir.
Um leið og ég þakka Rannveigu
góð kynni og störf í þágu bankans,
sendi ég eiginmanni hennar, Kópi
Sveibjörnssyni, börnum þeirra og
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur frá samstarfsfólki í Lands-
bankanum.
Tómas Hallgrímsson.
tölvan mín lét eitthvað illa við mig, þá
varstu kominn. Ef ég ætti að lýsa
honum Þórarni frænda í nokkrum
orðum þá væru þau góður, hjálpsam-
ur, stríðinn, fyndinn og einstaklega
skemmtilegur. Ég gleymi því aldrei
hvað hann gat stundum leikið sér að
því að fara í pirrurnar á mér. Hann
Þórarinn var alltaf svo góður við mig
og alla sem þekktu hann.
Elsku frændi, hafðu það nú sem
best, vertu alltaf hjá okkur öllum og
vertu nú duglegur að fara með hon-
um pabba mínum á hestbak.
Bless, bless, mér mun alltaf þykja
vænt um þig og ég gleymi þér aldrei
og passaðu hann pabba minn vel fyrir
mig.
Þín
Sóley frænka.
Með fátæklegum orðum kveðjum
við Þórarin Eiðsson eða Tóta eins og
við kölluðum hann í daglegu tali, vin
okkar og skipsfélaga til margra ára.
Ekki grunaði okkur þegar við leyst-
um landfestar um daginn að þetta
yrði hans síðasti túr. En svona er nú
einu sinni lífið, enginn veit sína ævi
fyrr en öll er.
Árið 1979 byrjaði Tóti á sjónum á
japanska Arnari og reyndist strax af-
ar traustur og samviskusamur sjó-
maður. Var hann fljótlega orðinn
netamaður og var það þar til hann
hvarf frá okkur.
Það net sem Tóti hafði bætt og
gert við þurfti ekki að fara aftur yfir.
Hafði hann einnig leyst af sem báts-
maður um tíma hin síðari ár. Tóti var
afar dulur maður og bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg. Það fór ekki mikið
fyrir honum. Ef leitað var til Tóta
hvort sem var í leik eða starfi reynd-
ist hann traustur og úrræðagóður.
Hægt var að trúa honum fyrir sínum
innstu leyndarmálum, það fór ekki
lengra. Hann var mikið snyrtimenni
og var ávallt allt hreint og snyrtilegt í
kringum hann. Tóti var á sínum tíma
einn af upphafsmönnum að svokall-
aðri „grillveislu“ sem áhöfnin heldur
alltaf einu sinni á hverju sumri. Þá
koma allir áhafnarmeðlimir með fjöl-
skyldu sína á tjaldstæði og allir
grilla, borða og skemmta sér saman
og er þá oft glatt á hjalla. Tóti var þar
fremstur í flokki með áhöld og annað
sem til þurfti.
Tóti hafði afskaplega gaman af
ýmiskonar tækjum og tólum og hafði
keypt sér margt þess háttar gegnum
árin. Eitt af því sem Tóti hafði keypt
nýlega var GPS-staðsetningartæki
og ekki voru liðnir margir dagar þeg-
ar allar upplýsingar ofan í minnstu
smáatriði voru komnar inn í tækið.
Svona var Tóti, það var ekki skilið við
hlutinn fyrr en hann kunni fullkom-
lega á hann. Hann hafði keypt sér
ættfræðiforrit í tölvuna sína og hafði
rakið ættir sumra okkar langt aftur í
aldir. Hann hafði mikið gaman af því
að ferðast um landið og gerði töluvert
af því. Hafði hann talað um að hann
væri búinn að gera tjaldvagninn klár-
an fyrir sumarið.
Tóti var með hesta í nokkur ár en
hætti því fyrir nokkrum árum. Hann
hafði verðið í sveit hjá afa sínum og
ömmu í mörg ár á sínum uppvaxt-
arárum að Hofi á Skaga en þau höfðu
haft mikið dálæti á Tóta. Eitt af því
sem Tóti gerði var að taka ýmiskonar
furðufiska sem komu stundum í troll-
ið og frysta. Lét hann kennara í
barnaskólanum heima hafa þessa
fiska til að skoða og eitt af því síðasta
sem hann gerði var einmitt að frysta
nokkra af þessum furðufiskum til
skoðunar í skólanum þegar heim
kæmi.
Tóta verður sárt saknað og verður
hans rúm vandfyllt.
Guð blessi minningu hans.
Elsku Dóra, Kolbrún, Bjarki,
Selma, Eiður og Sólveig. Við vottum
ykkur dýpstu samúð.
Skipsfélagar á Arnari HU-1.