Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 53
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 53 Evrópustemning í Sumarbrids Mikill áhugi er á gengi landsliða okkar á Evrópumótinu á Ítalíu og hefur í BSÍ tvisvar verið hægt að sýna leiki Íslands í beinni útsend- ingu á Netinu. Beinar útsendingar eru í hús- næði BSÍ daglega frá klukkan 8:30 til 18:00, aðgangur ókeypis, allir velkomnir og kaffi á könnunni. Átján pör mættu til keppni sl. fimmtudagskvöld og var spilaður Mitchell-tvímenningur. Efstu pör (meðalskor 216): NS Soffía Daníelsd. - Jörundur Þórðars. 262 María Haraldsd. - Erla Sigurjónsd. 249 Sigfús Þórðars. - Guðni Ingvarss. 230 Guðrún Jóhannesd. - Haraldur Ingas. 218 Helga Sturlaugsd. - Stefán Jónss. 213 AV Jón Stefánss. - Guðlaugur Sveinss. 243 Árni Hanness. - Bragi Bjarnas. 239 Sveinn Þorvaldss. - Vilhj. Sigurðss. jr 230 Guðm. Grétarss. - Óli B. Gunnarss. 225 Valdimar Elíass. - Jón Hákon Jónss. 205 Í Sumarbrids er spilað alla virka daga kl. 19.00 í Síðumúla 37. Allir eru velkomnir og keppnisstjóri að- stoðar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. Reynt er að taka vel á móti byrjendum og óvönum spilurum. Mætið því hress til leiks í afslöppuðu andrúmslofti. Á föstudagskvöldum er auk þess boðið upp á stutta Monrad- sveitakeppni að loknum tvímenn- ingi, frá kl 22:45 til 00:45. Nánari upplýsingar fást hjá BSÍ (s: 587- 9360) eða hjá Matthíasi (s: 860- 1003). BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson KARÍBAHAF - sept. uppselt Hópferð á hálfvirði - næst 7. feb. 03 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA Morgunblaðið/Jim Smart Grafarvogskirkja Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaportinu sunnudaginn 23. júní kl. 14:00. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur pré- dikar og þjónar ásamt Bolla Pétri Bollasyni guðfræðingi. Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörðina. Áður en Kolaportsmessan hefst kl. 13:40 mun Þorvaldur Hall- dórsson flytja þekktar dæg- urperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. Í lok messunnar verður sum- arleg söngstund sem Þorvaldur stjórnar. Messan fer fram í kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis með- læti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Allir eru velkomnir. Miðborgarstarf KFUM og K. Æðruleysismessa Dómkirkjunnar ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar tileinkuð fólki í leit að bata eftir tólfsporakerfinu verður í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnu- dagskvöldið 23. júní kl. 20:30. Þar eru allir velkomnir til tilbeiðslu og æðruleysis. Lofgjörðina leiðir söngkonan lífsglaða Anna Sigríður Helga- dóttir við undirleik bræðrana Birgis og Harðar Bragasona. Einnig mun Hjörleifur Valsson leika á fiðlu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson predikar, sr. Anna Sigríður Páls- dóttir leiðir stundina og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir fyrirbæn. Jafnframt verður reynslusögu deilt með viðstöddum. Í lok stund- arinnar verður fólki boðið fram til fyrirbæna við altari Dómkirkj- unnar. Æðruleysismessur eru einstakar og helgar stundir þar sem fólk kemur og leitar af heiðarleika og einlægni eftir samfélagi við Guð. Það sem einkennir messurnar er létt sveifla í helgri alvöru. Allir eru velkomnir. Eftir messuna verður Ömmu- kaffi í Austurstræti 20 (gamli Hressingarskálinn) sérstaklega opið fyrir þau sem koma til mess- unnar, en það er bjart og reyklaust kaffihús í hjarta borgarinnar. Jónsmessuhátíð Víðistaðakirkju FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin á Víðistaðatúni á sunnu- dagskvöld. Hefst hátíð kl. 20 á úti- guðsþjónustu sem fram fer á túninu. Karlakórinn Þrestir syng- ur af sinni alkunnu snilld undir stjórn Jóns Kristins Cortes, Guð- mundur Hafsteinsson leikur á trompet og einnig mun barna- starfsfólk kirkjunnar virkja börn á öllum aldri í söng. Eftir messu verður börnunum boðið að fara á hestbak, farið verð- ur í leiki á túninu og þá verður einnig hægt að kaupa grillaðar pylsur við vægu verði. Það er óskandi að sem flestir leggi leið sína á Víðistaðatún á Jónsmessuhátíð Víðistaðakirkju. Dagskrá hátíðarinnar er miðuð við að fjölskyldan geti tekið þátt og notið þess sem fram fer á þeim tíma þegar dagur og nótt renna saman í eina birtuveröld. Messa og bænaganga á Þingvöllum GUÐSÞJÓNUSTA verður í Þing- vallakirkju sunnudaginn 23. júní kl. 14. Prestur er sr. Ingólfur Guð- mundsson, settur sóknarprestur í Þingvallaprestakalli. Að lokinni athöfn í kirkju verður gengin bænaganga að Lögbergi, í Al- mannagjá og síðan aftur að kirkj- unni. Í göngunni sameinum við hugi okkar í þakkargjörð og bæn fyrir landi og lýð, stjórnvöldum, kirkju, kristni og menningu þjóðar okkar og allra þjóða og friði í heiminum. Á MORGUN, sunnudaginn 23. júní, verður haldin útiguðsþjón- usta að Nónkoti við Grafarvog. Nónkot er staðsett í grennd við sjúkrastöðina Vog. Þar stóð áður sumarbústaðurinn Brekka. Þar byggðu hjónin Ágúst, sem var kenndur við kexverksmiðj- una Frón, og kona hans Ísafold sumarbústað. Hófu þau hjónin þar gróðurrækt þar sem áður voru örfoka melar. Þar voru margar gróðurtegundir rækt- aðar á sinni tíð. Flóran þar er tal- in afar fjölbreytt og gróskan mikil. Fyrir nokkrum árum gerðu borgaryfirvöld svæðið að almenningsgarði. Í útiguðsþjónustunni mun séra Vigfús Þór Árnason prédika og þjóna fyrir altari. Hörður Braga- son organisti mun leiða kirkju- kórinn með harmónikkuspili. Sighvatur Jónasson mun leika á harmónikku frá kl. 10:30. Grillað verður og boðið upp á veitingar. Stólar verða fyrir eldri borgara. Bifreiðastæði eru rétt við svæðið. Allir velkomnir í skógarmessu mitt í borginni. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur. Útiguðsþjónusta í Grafarvogi Kirkjustarf ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustur í ná- grannakirkjunum. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Jak- ob Ág. Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Æðruleysismessa kl. 20:30. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Messa kl. 10:15. Altarisganga. Hrönn Sigurðardóttir prédikar. Prestur Guð- mundur Óskar Ólafsson. Organisti Örn Falkner. HALLGRÍMSKIRKJA: Jónsmessuhátíð. Messa kl. 11:00. Sr. Jón Bjarman prédik- ar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Fjöl- skylduhátíð kl. 16:30 fyrir framan kirkju. Klukknaspil. Ávarp sr. Sigurður Pálsson. Lúðrasveit, ratleikur, hoppukastali o.fl. Mótettukórinn grillar og selur veitingar. Málstofa kl. 18:00 um Jóhannes skírara. Dr. theol Sigurbjörn Einarsson heldur fyr- irlestur. Stjórnandi dr. Sigurður Árni Þórð- arson. Dagskrá frá kl. 17-23. Orgelleikur, einsöngur, píanóleikur, kórsöngur, ljóða- lestur. Miðnæturmessa kl. 23:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson flytur hugvekju og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni, sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur og leikmönnum. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór frá Normandale Lutheran Church í Edina, Minnesota, tekur þátt í messunni. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Bragi Skúlason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Einsöngur. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Fullorðinsfræðsla kl. 19:00. Sumarmessa kl. 20:00, þar sem gert er ráð fyrir öllum aldri. Geirlaug- ur Sigurbjörnsson annast barnagæslu meðan á prédikun og altarisgöngu stend- ur. Kór Laugarneskirkju leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar. Sr. Bjarni Karlsson þjónar og meðhjálpari er Sigurbjörn Þorkelsson. Messukaffi Sigríðar Finnbogadóttur kirkjuvarðar bíður svo allra í safn- aðarheimilinu. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Ferming. Kvartett Seltjarnar- neskirkju syngur. Organisti Viera Man- asek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helga- son. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Gúllasguðsþjón- usta kl. 11:00 FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kvöldmessa verður í Fríkirkjunni sunnudagskvöld kl. 20:30. Barn borið til skírnar. Tónlist: Carl Möller. Allir hjartanlega velkomnir. Safn- aðarstarf Fríkirkjunnar. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti: Pavel Manásek. Kirkju- kórinn syngur. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kirkjan verður lok- uð vegna sumarleyfa starfsfólks til 10. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20:30. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20:00. Umsjón hefur Elín Elísabet Jó- hannsdóttir. Organisti: Guðný Ein- arsdóttir. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir söng. GRAFARVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónustan kl.11:00 í lundinum við sjúkra- húsið Vog. Staðurinn þar heitir Brekka, en þar hefur verið gert fallegt útivist- arsvæði. Frá kl.10:30 leikur Sighvatur Jónasson á harmonikku. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Hörður Bragason organisti og kórstjóri leikur á harmonikku. Kór Grafarvogskirkju syngur. Grillað verður að lokinni guðs- þjónustu. Stólar verða fyrir eldri borgara. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla nið- ur í júnímánuði vegna sumarleyfa starfs- fólks safnaðarins. Við bendum á guðs- þjónustur í öðrum kirkjum í Kópavogi. Sr. Íris Kristjánsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safn- aðarsöng. Organisti: Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20:00. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20:00 í umsjá Ingunnar Björnsdóttur og Jósefs Kristjánssonar. Lofgjörð og fyr- irbænir. Allir velkomnir. Næsti sjónvarps- þáttur „Um trúna og tilveruna“ verður sendur út í beinni útsendingu á Omega þriðjud. kl. 11:00. Efni: „Hvernig get ég fundið vilja Guðs með líf mitt?“ Þættirnir eru endursýndir á sunnudag kl. 13:30 og mánudag kl. 20:00. Heimasíða kirkj- unnar: www.kristur.is Þar er margt fróð- legt efni að finna. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Opið hús kl. 20:00 Farið verður í Efesusbréfið og eru allir velkomnir í spjall. Minnum á að í sumar eru samkomur Vegarins á fimmtu- dögum kl. 20:00 FÍLADELFÍA: Sunnudagur 23. júní. Al- menn samkoma kl. 20:00. Ræðumaður Erling Magnússon. Lofgjörðarhópur Fíla- delfíu syngur. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19:30 bænastund. Kl. 20:00 hjálpræð- issamkoma. Inger Dahl, Elsabet Daníels- dóttir og Aslaug Langaard stjórna og tala. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Ármann J. Pálsson tal- ar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1-7 ára börn. Þriðjud: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð Guðs rætt. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í húsi KFUM og KFUK sunnudag kl. 17. Upphafsorð: Kristín Bjarnadóttir. Ragnar Gunnarsson talar. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Mánudaginn 24. júní: Jónsmessa, hátíðarmessa kl. 18. Laug- ardaginn 29. júní: Pétursmessa og Páls, hátíðarmessa kl. 18.00 Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga í júní: Messa kl. 18.30 aðeins mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Skriftir kl. 17.30. Messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík - Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Fimmtu- daga: Skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Sunnudaga kl. 10. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00 á pólsku. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. VÍDALÍNSKIRKJA: Hátíðarguðsþjónusta í Vídalínskirkju sunnudaginn 23. júní, kl.10:30. Ath. breytta tímasetningu þar sem guðsþjónustan markar lok vinabæj- armóts Garðabæjar og hinna norrænu bæja, Asker í Noregi, Birkeröd í Dan- mörku, Eslöv í Svíþjóð og Jakobsstad í Finnlandi. Alls sækja um 360 manns frá vinabæjunum mótið. Að auki taka fjöl- margir Garðbæingar þátt í mótinu. Að mótinu standa Garðabær og Norræna fé- lagið í Garðabæ. Garðbæingar eru hvattir til að taka þátt í dagskrá mótsins. Við guðsþjónustuna er gert ráð fyrir að hinir norrænu kórar sem eru með í för muni koma fram. Kór Vídalínskirkju leiðir al- mennan safnaðarsöng. Organisti er Jó- hann Baldvinsson. Við athöfnina þjóna sr.Friðrik J. Hjartar og sr.Hans Markús Hafsteinsson. Mætum vel og gleðjumst með hinum norrænu vinum okkar. Prest- arnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta klukkan 11. Organisti: Natalia Chow. Prestur: Séra Þórhildur Ólafs. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Jóns- messuhátíð á Víðistaðatúni sunnudags- kvöldið 23. júní sem hefst með guðs- þjónustu kl. 20.00 Karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Jóns Kristins Cortes. Guðmundur Hafsteinsson leikur á tromp- et. Eftir messu: Grill, hestar og leikir. All- ir velkomnir. Sóknarprestur. NJARÐVÍKURKIRKJA: (Innri-Njarðvík) Guðsþjónusta sunnudag kl. 20.30. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðs- prestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stein- ars Guðmundssonar, organista. Sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Léttur hádegisverður að messu lok- inni. Morguntíð sungin þriðjudag til föstu- dags kl. 10. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 19.30 bæn, kl. 20 almenn samkoma. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Laug- ardagur: Bænastund kl. 20. Sunnudagur: Samkoma kl. 20. Gunnar Rúnar Guðna- son prédikar. Lofgjörð og fyrirbænaþjón- usta. Allir hjartanlega velkomnir. AKUREYRARKIRKJA: Guðþjónusta á Seli kl 14:30. Prestur Sr. Guðmundur Guð- mundsson. Kvöldmessa í Akureyrarkirkju kl. 20:30. Prestur Sr. Guðmundur Guð- mundsson. Sigrún Arna Arngrímsdóttir syngur, organisti Björn Steinar Sólbergs- son. HOFTEIGSKIRKJA: Fermingarmessa sunnudaginn 23. júní kl. 14: Fermdir verða: Bergvin Stefánsson, Hnefilsdal á Jökuldal, og Haukur Guðmundsson, Hrólfsstöðum á Jökuldal. Sóknarprest- urinn, Lára G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari. Organist er Julian E. Isaacs. Allir velkomnir. Sóknarprestur. HJALTASTAÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Fermd verður: María Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Allir velkomnir. Sókn- arprestur. Guðspjall dagsins: Verið miskunnsamir. (Lúk. 6). Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.