Morgunblaðið - 22.06.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 22.06.2002, Qupperneq 54
LANDIÐ 54 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORGFIRÐINGAHÁTÍÐ, sem er fjölskylduhátíð, var haldin í Borg- arbyggð síðastliðna helgi og bar yf- irskriftina „Fljúgum hærra“. Dag- skráin var fjölbreytt og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hófst á föstudeginum 14. júní með opnun sýningarinnar „Milli fjalls og fjöru“ í nýjum sal Safnahússins. Í Óðali var frumsýnd myndin „Þjóðhátíðardagar í Borgarnesi 1962–1976“ eftir Einar Ingimund- arson og Ingimund Einarsson. Um kvöldið var svo baðstofukvöld í Reykholti þar sem margir lista- menn komu fram. Á laugardags- morgninum var árbítur fyrir alla í Skallagrímsgarði og klukkan 11 hófst þar útimessa en prestur var séra Þorbjörn Hlynur Árnason pró- fastur. Veðrið lék sannarlega við gesti því sólin skein og ekki blakti strá í vindi. Eftir hádegi var mark- aðstorg í Borgarnesi þar sem m.a. var skiptimarkaður fyrir staka sokka. Karamellum rigndi af himn- um ofan, leiktæki voru fyrir börnin og götuleikhús lék listir sínar svo eitthvað sé nefnt. Opið hús var hjá Orkuveitu Reykjavíkur þennan dag, árgangamót í körfubolta og Spid- erman-keppni fyrir alla krakka. Um kvöldið hélt stórhljómsveitin Geir- fuglarnir uppi fjörinu í íþróttahús- inu á fjölskyldudansleik. Á sunnu- deginum var hægt að fara sögu- hringinn í Borgarnesi með leiðsögn, fara á kajak í Brákarsundi, í Hafn- arfjallsgöngu og kvennahlaup. Í Reykholti var menningardagskrá í Snorrastofu og skoðunarferð í boði um fornleifauppgröft á svæðinu. Dagskráin á þjóðhátíðardeginum hófst með leikjum og sprelli á Skallagrímsvelli og var í umsjón frjálsíþróttadeildar Skallagríms. Hátíðarguðsþjónusta var í Borgar- neskirkju kl. 13:00 og skrúðganga að henni lokinni. Fjölbreytt hátíð- ardagskrá var í Skallagrímsgarði og síðdegis keppti nýkjörin bæjar- stjórn við stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms, og vann 2–1. Reyndar átti hlutkesti að ráða úrslitum. Um kvöldið var svo útidansleikur við Íþróttamiðstöðina þar sem hljóm- sveitin Úlrik lék fyrir dansi. Má telja víst að Borgfirðingar og þeirra gestir hafi verið ánægðir með hátíð- ina í ár enda tókst vel til ásamt frá- bæru veðri. Morgunblaðið/Guðrún Vala Útimessa í Skallagrímsgarði. Borgfirðingahátíð hald- in í blíðskaparveðri Borgarnes FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur á dögunum, þar var á ferð ms. Explorer, 2.400 tonna skip með heimahöfn í Afríkuríkinu Líb- eríu, gert út af þýskum aðilum. Áður en til Húsavíkur kom hafði skipið haft viðkomu á Horna- firði og í Grímsey og með því- voru rúmlega 50 farþegar, að- allega Bandaríkjamenn. Skipið kom að kveldi til og litu farþegarnir á mannlífið á Húsavík áður en gengið var til náða. Snemma morguns daginn eftir voru þeir svo drifnir upp í hópferðabíla og ekið var með þá í skoðunarferðir í Mývatnssveit og nágrenni. Þaðan var svo ekið með farþegana til Akureyrar þar sem þeir stigu aftur um borð í Explorer sem siglt hafði þangað meðan á útsýnisferðinni stóð. Stefán Stefánsson hafnar- vörður á Húsavík færði skip- stjóra skipsins ljósmynd af skip- inu í Húsavíkurhöfn að gjöf frá höfninni. Skipstjórinn, kapteinn Uli Demel, þakkaði fyrir gjöfina og færði Stefáni að gjöf bókina Ship in the Wilderness. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ms. Explorer kemur til hafnar á Húsavík. Fyrsta skemmti- ferðaskip sumarsins Húsavík SÍÐUSTU skóladagarnir hafa víða verið nýttir til útiveru og hreyf- ingar. Nemendur í 7-A og 7-B í Grunnskólanum í Borgarnesi fengu sinn skerf á dögunum þegar þeir hjóluðu ,,Hvanneyrarhringinn“ sem er 36 kílómetrar. Lagt var af stað klukkan 9 frá skólanum, en áður hafði lögreglan skoðað hjól hvers og eins og gengið úr skugga um að þau væru í lagi. Lögreglan fylgdi svo börnunum af stað eða þar til þjóðvegurinn end- aði. Tveir kennarar og einn stuðn- ingsfulltrúi voru með í ferðinni. All- ir nemendur voru með nesti með sér og á leiðinni var eitt nestisstopp en mörg hvíldarstopp. Þegar komið var að Hvanneyri fóru krakkarnir m.a. í heimsókn á búvélasafnið og fengu leiðsögn um Landbúnaðarhá- skólann og búskapinn. Eftir það var lagt af stað heim á leið en þegar komið var að Borg- arfjarðarbrúnni kom lögreglan og fylgdi þeim yfir brúna. Heimkoma var um klukkan 16. Morgunblaðið/Guðrún Vala Nemendur hjóluðu Hvanneyr- arhringinn Borgarnes ÞAÐ vekur athygli í Stykkishólmi þegar Fokker-flugvél Flugleiða lendir á Stykkishólmsflugvelli, enda gerast slíkir atburðir ekki oft. Um síðustu helgi kom Fokker-vél Flugleiða með ferðamenn. Var um að ræða starfsfólk Flugleiða sem var boðið í óvissuferð. Starfsfólkið vinnur við flugrekstrarsvið og leiguflug Flugleiða hf. Um var að ræða 30 manna hóp. Hópurinn lagði af stað frá Reykjavík kl 19.30 og var aftur kominn til Reykjavík- ur um miðnætti. Á þeim tíma var búið að fara í rúmlega tveggja tíma skemmtisiglingu um Breiðafjörð með Sæferðum, sem segir að alltaf styttist leiðin í Hólminn. Sigþór Einarsson, sem var í forsvari fyrir hópinn, var mjög ánægður með ferðina og heppnaðist hún eins og best verður á kosið. Þetta er góður kostur fyrir erlenda ferðahópa eða ráðstefnugesti að fara slíka ferð sem ekki tekur lengri tíma, en býð- ur upp á fjölbreytta skemmtun í sérstöku umhverfi. Í óvissu- ferð með flugvél Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hópurinn fyrir framan flugvélina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.