Morgunblaðið - 22.06.2002, Qupperneq 57
STÆRSTA fréttin í íslenska stanga-
veiðiheiminum í dag er án efa áskorun
sem Veiðimálastofnun, Landssam-
band veiðifélaga og Landssamband
stangaveiðifélaga báru fram til
stangaveiðimanna í gær þess efnis að
hvetja þá til að hlífa stórlöxum í sum-
ar.
Áskorunin endurspeglar vaxandi
áhyggjur manna af hvernig komið er
fyrir hinum svokallaða „tveggja ára
laxi“, en það er lax sem er tvö ár í sjó
og kemur til baka sem 8 til 14 punda
fiskur. Þeir ganga gjarnan undir
nafninu stórlaxar og þeim hefur
fækkað ískyggilega síðustu árin.
Sigurður Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Veiðimálastofnunar,
sagði í samtali við Morgunblaðið að í
gegnum tíðina hefðu alltaf verið
sveiflur í fjölda umræddra laxa frá ári
til árs eða frá einu tímabili til annars,
„en það eru núna tuttugu ár síðan
tveggja ára laxinn fór að týna tölunni
og það bólar ekkert á því að hann nái
sér á strik á ný. Þvert á móti fækkar
honum enn og það sem af er veiðitím-
anum má segja að honum hafi fækkað
fullhraustlega frá síðustu sumrum
fyrir minn smekk. Það þarf eitthvað
til bragðs að taka, það verður alltaf
erfiðara og erfiðara fyrir þennan lax
að ná sér aftur á strik og hagsmuna-
aðilarnir að laxveiðinni hafa því sam-
einast um þetta erindi, að hvetja
veiðimenn til að hlífa stórlaxi í sumar.
Í því felst að sleppa eins mörgum slík-
um löxum og frekast er kostur,“ sagði
Sigurður.
Heimsmeistari á ferðinni
Veiðibúðin Veiðihornið hefur boðið
hingað til lands Hywel Morgan,
heimsmethafa og fyrrverandi heims-
meistara í fluguköstum með ein-
hendu. Hann á fjölda meta, m.a.
ríkjandi heimsmet í einhendukasti,
80,49 metra. Morgan er með nám-
skeið á vegum Veiðhornsins á Mikla-
túni bæði í dag og á morgun, en á
morgun verður hann auk þess með
sýningu á sama stað sem hefst klukk-
an 15.00.
Ýmsar fréttir
Formlega opnunin í Haffjarðará
gaf tvo laxa í viðbót við þá tvo sem
veiddust á hálfum degi örlítið fyrr.
Einn og hálfur dagur gaf því fjóra 10
til 11 punda laxa og fleiri tóku og
sluppu, m.a. einn sem áætlaður var 16
pund. Að sögn Einars Sigfússonar er
slæðingur af laxi og menn ánægðir
með byrjunina sem er í meðallagi góð.
Í gærmorgun voru enn aðeins fjór-
ir laxar komnir í veiðibókina í Elliða-
ánum og veiddust þeir 16. og 17. júní.
Fyrstu laxarnir hafa veiðst í Laxá á
Ásum, sá fyrsti veiddist í Dulsunum á
fimmtudag og tveir í viðbót fylgdu um
kvöldið. Menn hafa séð laxa á stangli,
allt upp undir Langhyl.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Skorað á
veiðimenn að
hlífa stórlaxi
Hallfreður Vilhjálmsson, eða Halli
frá Hvammshól, með 15 punda
hæng úr Laxá í Leirársveit.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 57
SAMTÖKIN Komið og dansið
standa fyrir dansleik á Ingólfstorgi í
miðbæ Reykjavíkur sunnudaginn 23.
júní nk.
Danstónlist verður flutt af geisla-
diskum með hátalarakerfi og val tón-
listar miðað við að flestir finni eitt-
hvað við sitt hæfi. Létt sveifla og
línudansar verða þó í fyrirrúmi, sam-
kvæmt því sem segir í fréttatilkynn-
Dansleikur
á Ingólfstorgi
KARUNA, miðstöð búddista, stend-
ur fyrir fjórum námskeiðum í sumar.
Fyrsta námskeiðið hefst mánudag-
inn 24. júní og er kennt þrjú kvöld í
röð, frá klukkan 20–21. Nefnist
fyrsta námskeiðið „streitulaust líf“,
að því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Karuna.
Kennari er búddanunnan Gen Ny-
ingpo og kennir hún á ensku.
Þátttökugjald er 800 krónur fyrir
hvert skipti eða 2.000 krónur fyrir öll
þrjú. Kennslan fer fram í húsnæði
Karuna, Bankastræti 6, 4. hæð, og
eru allir velkomnir.
Nánari upplýsingar fást á
www.karuna.is.
Námskeið um
streitulaust líf
Hlaut alþjóð-
lega viðurkenn-
ingu Missouri-
háskólans
MISSOURI-HÁSKÓLINN í Col-
umbia í Bandaríkjunum hefur veitt
Helga Gunnlaugssyni dósent í fé-
lagsfræði við Háskóla Íslands við-
urkenninguna Arts and Science
Distinguished Alumni Award sem
skólinn úthlutar árlega eftir til-
nefningar frá einstökum deildum.
Helgi lauk doktorsprófi frá skól-
anum fyrir 10 árum. Verðlaunahaf-
ar eru valdir úr hópi útskrifaðra
nemenda og bauð skólinn Helga
sérstaklega út af þessu tilefni. Aðr-
ir verðlaunahafar voru t.d. Kit
Bond öldungadeildarþingmaður og
fyrrum fylkisstjóri í Missouri og
flutti hann þakkarávarp á hátíðinni.
„Í umsögn dómnefndar var eink-
um lögð áhersla á þrennt í rök-
stuðningi fyrir þessu vali. Í fyrsta
lagi fræðilegar birtingar ritverka
og rannsóknavirkni en Helgi hefur
einn eða í samstarfi við aðra skrif-
að alls þrjár bækur fyrir utan próf-
ritgerðir og yfir 40 bókakafla, rit-
rýndar greinar eða aðrar
fræðilegar greinar. Í öðru lagi var
alþjóðleg reynsla tiltekin en Helgi
hefur verið virkur í fræðasamfélag-
inu bæði vestan hafs og austan, set-
ið í fagráðum og stjórn fagfélaga
og m.a. komið að undirbúningi al-
þjóðlegra ráðstefna og haldið fjöl-
mörg erindi á alþjóðlegum vett-
vangi. Í þriðja lagi var nefnt að
Helgi hafi verið virkur í að kynna
sjónarhorn félagsvísinda á vett-
vangi samfélagsins með greina-
skrifum í blöð og tímarit fyrir al-
menning en Helgi hefur skrifað yfir
30 greinar af því tagi. Greinaskrif
fyrir almenning eru ekki metin til
stiga eða vinnumats í starfi há-
skólakennara og því óvænt að fá
viðurkenningu af þessu tagi frá há-
skólasamfélaginu.
Helgi var fyrst lektor í fé-
lagsfræði í hálfu starfi 1990 og
gegndi því starfi til 1994 þegar
hann var settur í fullt lektorsstarf.
Árið 1997 fékk hann framgang í
stöðu dósents. Helgi hefur einkum
kennt afbrotafræði og kenningar í
félagsfræði og er skorarformaður
félagsfræðiskorar á þessu misseri,“
segir í fréttatilkynningu.
ingu. Dansinn hefst kl. 14.00 og
stendur til kl. 16.00.
Jónsmessa með
Ferðafélagi
Íslands
ÞAÐ verður mikið um að vera hjá
Ferðafélagi Íslands um helgina.
Laugardaginn 22. júní efnir félagið
til næturgöngu á Heklu. Brottför er
úr Reykjavík kl. 18, frá BSÍ með
viðkomu í Mörkinni 6 og ekið sem
leið liggur að Heklurótum og tind-
urinn klifinn. Að lokinni göngu er
stefnt að sundferð í Þjórsárdal og
áætluð heimkoma er svo í morguns-
árið. Þessi ferð kostar 2.400 fyrir fé-
lagsmenn en annars 2.700.
Sunnudaginn 23. júní verður boð-
ið upp á ferð um austursveitir
Rangárþings. Þetta er rútuferð,
blönduð stuttum gönguferðum á
áhugaverðum stöðum, með sérstaka
áherslu á sögu. Fararstjóri er Leif-
ur Þorsteinsson, brottför frá BSÍ kl.
10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og
verð 2.500/2.800 kr.
Á sunnudagskvöldið 23. júní verð-
ur efnt til göngu um um Keilisnes á
Vatnsleysuströnd og lýkur göngu
við Kálfatjarnarkirkju. Þetta er um
3–4 klst. ganga. Fararstjóri verður
Eiríkur Þormóðsson. Brottför frá
BSÍ kl 19.30 með viðkomu í Mörk-
inni 6. Verð 1.400/1.700 kr., sam-
kvæmt því sem segir í fréttatilkynn-
ingu.
Skátar fjölmenna
í Viðey
„VIÐEY er óðum að vakna úr vetr-
ardvala, sem sést hvað best á dýra-
lífinu þar sem kindur eru þar með
lömbin sín og hestar og skoppandi
folöld. Ekki má gleyma fuglunum og
ungum þeirra, en friðað æðarvarp
er í eynni,“ segir í frétt frá Viðey.
„Um helgina mun mannfólkið
einnig setja mikinn svip á eyjuna,
þar sem skátar fjölmenna á Land-
nemamót. Auk þess verður messa á
vegum Viðeyingafélagsins sunnu-
daginn 23. júní kl. 14:00 þar sem sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar.
Viðeyjarferja fer sérstaka ferð með
messugesti kl. 13:30. Eftir messuna
heldur Viðeyingafélagið kaffisölu
fyrir gesti og gangandi á austur-
hluta eyjunnar þar sem þeir hafa
aðstöðu sína og eru allir velkomnir.
Í ferjuna kostar kr. 500 fyrir full-
orðna og kr. 250 fyrir börn. Þeir
sem eru fótlúnir er bent á hjólin
sem eru lánuð endurgjaldslaust í
Viðey, háð því skilyrði að þeim sé
skilað á sama stað eftir notkun,“
segir þar enn fremur.
Dýrafjarðardagar
28.–30. júní
DÝRAFJARÐARDAGAR verða
settir á Þingeyri föstudaginn 28.
júní og standa þeir til sunnudags-
ins 30. júní. Á föstudag fer fram
hluti af kraftakeppninni Vest-
fjarðavíkingurinn.
Á laugardag og sunnudag verður
útimarkaður opinn, þar sem m.a.
handverkshópar á Vestfjörðum
bjóða varning sinn. Þá verður mar-
hnútakeppni fyrir 12 ára börn og
yngri á laugardag og dansleikur
um kvöldið þar sem Hinir glað-
beittu hálfbræður spila fyrir dansi.
Á sunnudag verður m.a. boðið upp
á leiðsögn um söguslóðir Gísla
Súrssonar og ratleik fyrir börn og
fullorðna. Víkingar frá Víkingahá-
tíðinni í Hafnarfirði munu skylm-
ast og sýna listir sínar á svæðinu.
Merki verða seld á svæðinu sem
veita aðgang að allri dagskránni,
að kajakleigu, eldsmiðju og dans-
leiknum undanskildum. Verð fyrir
fullorðna er 700 kr. og 500 kr. fyrir
börn.
Kílóverð á eggjum
var bakkaverð
BORIST hefur leiðrétting frá ASÍ
vegna útreikninga í verðkönnun
samtakanna og Morgunblaðsins í
heilsuvöruverslunum í Reykjavík og
Kaupmannahöfn, sem birt var síð-
astliðinn fimmtudag. Í töflu sem
birtist með könnuninni var tilgreint
lægsta verð á eggjum varphæna í
lausagöngu, 120 krónur án virðis-
aukaskatts, í versluninni ISO í
Kaupmannahöfn. „Kílóverðið í versl-
uninni ISO í Danmörku er kr. 354,3
án vsk. en gefið var upp bakkaverð
sem er 120 kr. Munur á hæsta og
lægsta eggjaverði er því 27,7%,“ seg-
ir ASÍ.
Í frétt Morgunblaðsins sagði að
munur á hæsta og lægsta verði væri
277%, líkt og fram kom í töflunni.
Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðing-
ar á þessum mistökum.Síðasta
sýningarhelgi
Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU er
að ljúka þremur þeirra sýninga sem
staðið hafa frá opnun hússins í apríl
2000. Síðasta sýningarhelgi er núna
22. og 23. júní. Þær sýningar sem nú
eru á förum eru: „Ísland á gömlum
landakortum“, „Ríkistákn“ og „Ís-
lenskur gjaldmiðill.“
Þjóðmenningarhúsið er opið frá
11–17 og er ókeypis aðgangur að því
á sunnudögum. Auk þessara sýninga
eru nú í gangi tvær sumarsýningar:
Ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum
1860 (á vegum Þjóðminjasafns),
Vestur-Íslenskar bókmenntir (á veg-
um Landsbókasafns Íslands – Há-
skólabókasafns). Einnig eru sýning-
arnar um Landnám og Vínlands-
ferðir og sýning á fundargerðabók
Þjóðfundarins opnar.
SPK afhenti námsstyrki til félaga í
Námsmannaþjónustu SPK 18. júní
sl. SPK veitir ár hvert tvo náms-
styrki að upphæð 100.000 kr.
hvorn, einn til útskriftarnema í
framhaldsskóla og einn til nema í
framhaldsnámi. Allir sem eru í
Námsmannaþjónustu SPK áttu kost
á að sækja um námsstyrk. Jenný
Ruth Hrafnsdóttir og Matthías
Birgir Nardeau hlutu styrkina í ár.
Á myndinni eru Matthías Birgir
Nardeau styrkþegi og Elín fulltrúi
Jennýjar Ruthar Hrafnsdóttur
ásamt Carli H. Erlingssyni spari-
sjóðsstjóra (t.v.) og Ingólfi V. Guð-
mundssyni aðstoðarsparisjóðs-
stjóra (t.h).
Jenný Ruth Hrafnsdóttir stundar
nám í vélaverkfræði í Universität
Karlsruhe í Þýskalandi.
Matthías Birgir Nardeau var að
ljúka stúdentsprófi í Mennta-
skólanum í Kópavogi og stefnir á að
ljúka burtfarar- eða einleikaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
næsta vor. Eftir það hyggur hann á
háskólanám erlendis.
SPK af-
hendir
námsstyrki
Ræðir um þróun
á vínmarkaði
ÍTALSK íslenska verslunarráðið
heldur fund fimmtudaginn 27. júní
þar sem Piero Antinori greifi heldur
fyrirlestur um hina öru þróun sem nú
er á alþjóðlegum vínmarkaði. Enn-
fremur munu Eiríkur Ingi Friðgeirs-
son, hótelstjóri, og Ólafur Sveinsson,
útsölustjóri, gefa álit sitt á breyting-
um á neyslumynstri og vínmarkaði
hér á landi.
„Piero Antinori er frá Toskana á
Ítalíu og er einn af viðurkenndari vín-
framleiðendum heimsins. Meðal
þekktra vína hans má nefna Solaia,
Tignanello, Villa Antinori og Santa
Cristina. Fyrirtæki hans er með
framleiðslu víðsvegar um heiminn en
megináherslan er á framleiðsluna í
Toskana, á Chianti-svæðinu. Þar hef-
ur Antinori-fjölskyldan framleitt vín
óslitið í rúmar 6 aldir og er Piero Ant-
inori 26. ættliður í langri sögu. Tíma-
ritið Winespectator valdi Antinori
vínið, Solaia 1997, besta vín ársins
2000,“ segir í fréttatilkynningu.
Fundurinn verður haldinn í Sunnu-
sal Hótels Sögu og hefst kl. 15:30. Að
fundinum loknum býður Glóbus hf.
upp á smökkun á vínum frá Antinori.
JÓN PÁLL Vilhelmsson opnaði ný-
lega ljósmyndasýningu í kjallara
Kjörgarðs á Laugavegi 59, þar sem
hann rekur ljósmyndastofu. Þar
eru sýndar brúðarmyndir sem hafa
verið teknar á síðastliðnum þremur
árum. Myndirnar eru óvenjulegar
að því leyti að þær eru teknar úti í
náttúrunni eða í kirkjunni sem at-
höfnin fór fram í.
„Sýningin er hvatning til vænt-
anlegra brúðhjóna til að skoða
hvað er í boði á einfaldan og þægi-
legan hátt. Til dæmis er tilvalið að
skoða hana á sama tíma og Lauga-
vegurinn er skoðaður fyrir „óska-
listann“. Sýningin er opin virka
daga frá kl. 8–19 og laugardaga frá
kl. 9–17,“ segir í fréttatilkynningu.
Ljósmynda-
sýning – brúð-
arljósmyndir