Morgunblaðið - 22.06.2002, Side 62

Morgunblaðið - 22.06.2002, Side 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                          !"#$#%  & Hunang í kvöld TOLENTINO var augljóslegalítt sofinn en samt eitt brosþegar blaðamaður hitti hann í gærmorgun og vefst vart fyrir mörgum hvers vegna. Jú, auðvitað vegna sigurs landa hans Brasilíumanna á Englendingum. „Ég ætlaði ekki að þora að horfa á leikinn. En Óskar dró mig fram úr og fékk mig til þess og ég sé ekki eftir því. Fyrir mér var þetta úr- slitaleikurinn á HM.“ Líkt og flestir aðrir Brassar þá er Tolentino með boltann á heil- anum þessa dagana. „Þeir fara örugglega alla leið en samt væri mér sama ef einhver af „litlu“ þjóðunum sigruðu frekar. Ég er alltaf svolítið veikur fyrir þeim. Það yrði t.d. ekkert svekkjandi fyrir mig ef Senegalar ynnu okkur og hömpuðu heimsmeistaratitlin- um. Óskar virðist enda mun harð- ari stuðningsmaður Brasilíu en ég.“ Óskar tekur undir það: „Þótt ég hafi búið í Englandi undanfarin þrjú ár þá hef ég litlar sem engar taugar til enska liðsins. Ég get ekki stutt lið sem hefur það að markmiði að skora eitt mark og pakka svo í vörn. Það er bara pen- ingafótbolti. Ég styð aftur á móti fallegan fótbolta, lið eins og Bras- ilíu sem reyna alltaf að skora sem flest mörk.“ Tolentino hefur verið búsettur í Englandi í áratug. Þar hefur hann leikið inn á allnokkrar djassplötur með hinum og þessum listamönn- um. Áður en hann fluttist til Eng- lands bjó hann í Ríó og lék þar með nokkrum af helstu tónlistar- mönnum Brasilíu enda telst þeim Óskari til að hann hafi í það heila örugglega leikið inn á hátt á fimmta eða sjötta tug platna. Þeir Óskar hittust fyrir tæpu ári í Lundúnum þar sem báðir eru bú- settir og starfandi tónlistarmenn. Og úr varð vinskapur við fyrstu sýn. „Sameiginlegur vinur okkar sagði Óskari að mæta með saxa- fóninn sinn á tónleika þar sem ég var að spila í félagi við aðra,“ rifjar Tolentino upp. „Hann var að sjálf- sögðu drifinn upp á svið og við vor- um ekki búnir að spila margar nót- ur er það rann upp fyrir okkur að við næðum sérlega vel saman.“ Síðan þá hafa þeir spilað nokkr- um sinnum saman og stefna jafn- vel á að taka upp plötu síðar á árinu eða því næsta. „Óskar bauð mér í heimsókn til sín og við fórum að spila okkur saman, tókum m.a. upp efni á tölvuna hans,“ segir To- lentino. „Svo þurfti ég að fara heim til Brasilíu í nokkurn tíma en þegar ég sneri til baka voru við báðir æstir í að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.“ Þeir Óskar leika saman hrein- ræktaða brasilíska tónlist og unna henni báðir mjög heitt. En er bras- ilískur tónlistarmaður ekki tor- trygginn í garð útlendinga sem eru að reyna að spila brasilíska tónlist? „Almenningur í Brasilíu hugsar vissulega þannig að enginn geti spilað alvöru brasilíska tónlist nema hann sé frá Brasilíu en bras- ilískir tónlistarmenn vita betur. Það geta allir hæfileikaríkir tón- listarmenn náð fullu valdi á bras- ilískri tónlist, svo lengi sem þeir leika með hjartanu. Og það gerir Óskar svo sannarlega.“ Þegar Tolentino talar um bras- ilíska tónlist þá gerir hann skýran greinarmun á þeirri sem hann kall- ar „gamaldags“ annars vegar og hinni sem kennd er við bossanóva hins vegar, en sú rómaða og seið- mjúka tónlistarstefna gerði vart við sig á sjötta áratug síðustu ald- ar og var heitasta heitt á fyrri hluta hins sjöunda, þar sem í far- arbroddi voru nafntogaðir lista- menn á borð við Antonio Carlos Jobim og João Gilberto. Tolentino segir bossanóva tónlist samtímans enn byggja á kjölfestu þeirri sem snillingar á borð við þá sköpuðu á sínum tíma og að þeir Óskar sæki sannarlega í þeirra brunn þótt vissulega spili þeir bossanóva með sínu höfði og séu alltaf að leika sér með formið, gæla við gömlu stand- ardana á borð við „The Girl From Ipanema“ og „Desafinado“, spinna svolítið með þá til að sjá hvort ekki sé hægt að finna á þeim nýjar og spennandi hliðar. Margbrotið bossanóva „Bossanóva hefur þróast heil- mikið síðan það kom fyrst fram á sjónarsviðið og gjörbylti brasilískri tónlist til frambúðar. Þótt yrkis- efnið hafi áfram verið það sama, ástin, ástin og ástin, þá varð bras- ilísk tónlist mun flóknari og marg- brotnari með tilkomu bossanóva- bylgjunnar, jafnvel þótt laglínan héldi áfram að vera melódísk og um margt einföld. Bossanóva er í raun svo flókin tónlist að það eiga margir mjög færir hljóðfæraleik- arar í hinu mesta basli með að ná tökum á henni.“ Og Óskar bætir við: „Það getur enginn, sem aldrei hefur leikið bossanóva, gert sér í hugarlund hversu margsnúin tónlistartegund það er og óútreiknanleg. Þegar maður sér það á blaði er maður næstum fullviss að það geti hrein- lega ekki gengið upp, að þetta hljóti bara að vera einhver lag- leysa. En um leið og maður fer síð- an að spila það þá kemur allt heim og saman á einhvern yndislega melódískan máta.“ Tolentino segir brasilíska tónlist þannig sumpartinn eins og bras- ilíska boltann, láti flókna hluti líta út sem einfaldir séu með því einu að láta tilfinninguna ráða ferðinu, spila með hjartanu. Hitti keðju- reykjandi lækninn Og það er greinilegt að fótbolt- inn á næstum eins vænan skerf af hjarta þeirra Tolentinos og Ósk- ars. „Segðu honum frá því þegar þú hittir Socrates,“ segir Óskar upprifinn við Tolentino og andlit beggja taka að ljóma. „Ah, lækn- irinn (viðurnefni þessa fræga bras- ilíska knattspyrnumanns sem varð heimsþekktur fyrir frammistöðu sína á HM á Spáni 1982). Það var mögnuð upplifun. Þegar ég bjó og starfaði í Ríó þá hitti ég fullt af frægu fólki sem mætti á tónleika sem ég lék á. Eitt sinn þegar ég var baksviðs eftir velheppnaða 30 þúsund manna tónleika þá birtist allt í einu maðurinn sjálfur á svæð- ið. Meðspilari minn hnykkti þá í mig og sagði: „Sjáðu, læknirinn!“ Og þá gerðist nokkuð sem ég gleymi aldrei. Hann gekk upp að mér, rétti fram höndina, ávarpaði mig með fornafni og þakkaði fyrir tónleikana. Þá kom á daginn að hann átti töluvert af plötum sem ég hafði leikið inn á og þekkti mig því vel. Og maðurinn lék þá fyrir uppáhaldsliðið mitt, Corinthians!“ Það fer vel á því nú í miðju boltaæðinu, og um leið Brassaæð- inu sem jafnan virðist grípa um sig hér á landi á fjögurra ára fresti þegar HM er í gangi, að brasilískir tónar skuli óma í borginni. Þeir Tolentino og Óskar verða á lág- stemmdum nótum í kvöld er þeir ætla sér að leika ljúfa bossanóva tóna fyrir gesti Apóteksins en á morgun og á mánudagskvöldið munu þeir kúvenda kvæði sínu í kross, herða taktinn, fá að láni slagverksleikara og bjóða upp á léttleikandi sömbu að hætti þeirra Socratesar og Zicos á Hverfisbarn- um. „Það verður mjög forvitnilegt að sjá hver viðbrögð Íslendinga verða en við getum allavega lofað því að það ætti engum að leiðast,“ segir bossanóva-fræðingurinn Ife Tolentino að lokum og gæti hæg- lega verið að lýsa leik með bras- ilíska landsliðinu. Brasilísk tónlist er eins og bras- ilíski boltinn Hér á landi er staddur brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino í þeim til- gangi að gefa Íslendingum tækifæri til að upplifa alvöru bossanóva- og samba- stemmningu. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Tolentino og meðspilara hans, Óskar Guðjónsson saxófónleikara. Brasilíski tónlistarmaðurinn Ife Tolentino leikur fyrir Íslendinga um helgina Morgunblaðið/Arnaldur „Ole-oleoleole-ole-ole“: Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson. skarpi@mbl.is BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi Dansleikur með surf-sveitinni Titty-Twisters. CAFÉ AMSTERDAM Gleðisveitin Buff. CAFÉ CATALÍNA Trúbadorinn Kjartan Hlöðversson. CLUB 22 Dj Benni. GAUKUR Á STÖNG Hljómsveitin Ber. GULLÖLDIN Ásgeir Páls sér um dúndrandi dansmúsík. HÓTEL STYKKISHÓLMUR Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Krist- jánsson. HÖLLIN, Vestmannaeyjum Bylgjuball með Írafári. INGHÓLL, Selfossi Á móti sól, DJ Þröstur 3000 og sunnlenska stór- sveitin Tommi rótari. JÓMFRÚIN Kvartett Kára Árna- sonar klukkan 16 til 18. KRINGLUKRÁIN Hljómsveit Rún- ars Júlíussonar. KRISTJÁN IX, Grundarfirði Spútn- ik með Jónsmessudansleik. ODD-VITINN, Akureyri Stuð- bandalagið frá Borgarnesi. PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi Paparnir RABBABARINN Skugga-Baldur. SJALLINN, Akureyri Hljómar frá Keflavík. SJALLINN, Ísafirði Sixties. STÚDÍÓ SÝRLAND: Þýski trommu- leikarinn Wolfgang Haffner heldur fyrirlestur klukkan 13. Wolfgang leikur trommutengda tónlist af ýmsum toga og svarar spurningum viðstaddra um tónlist, trommuleik og hljóðfæri. Hann hefur áður leik- ið með hljómsveitum á borð við Chaka Chan, Passport, Macoy Tyner og Stórsveitinni í Köln. VÍDALÍN Moonboots. VÍÐIHLÍÐ Lúdó og Stefán. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is NÚ STANDA yfir viðræður um hver muni taka að sér að leikstýra þriðju kvikmynd- inni um galdrastrákinn Harry Potter og félaga hans í Hogwarts-skólanum. Leik- stjórinn Chris Columbus sat við stjórnvölinn í fyrstu tveimur myndunum en hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í þá þriðju þar sem hann vill eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni í Bandaríkj- unum. Eitt nafn hefur verið nefnt oftar en önnur sem arftaki Columbus en það er nafn mexíkóska leikstjórans Alf- onso Cuarón. Sá hefur þó helst unnið sér það til frægðar á sviði kvikmynda að leikstýra erótískum bíó- myndum. Síðasta mynd leikstjórans Cuarón heitir Y tu mamá también og fjallaði um tvo unglingsstráka sem lenda í tygjum við eldri konu. Myndin, sem sýnd var hér á landi á síðustu Kvik- myndahátíð í Reykjavík og má nálgast á betri myndbandaleigum, inniheldur kynlífsatriði sem þykja heldur í djarfari kantinum enda hafa kvikmyndaeftirlit í heim- inum tekið strangt á henni og sett á hana hæstu aldurstakmörk. Cuarón er að sögn áfjáður í að taka að sér að leikstýra mynd eft- ir sögunni af Harry Potter og fanganum frá Azkaban. Allavega væri spennandi að sjá hvernig hann tæki á henni en þó vonandi, ungra unnenda galdrastráksins vegna, að sú mynd yrði leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa! Djarfur Potter? Það er vonandi að hinn 13 ára gamli Daniel Radcliffe geti mætt á frumsýn- inguna á þriðju Harry Potter-mynd- inni en hann fer með hlutverk galdra- stráksins frækna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.