Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KATRÍN Júlíusdóttir, sem situr í stjórn Evrópusamtakanna, segir að henni lítist vel á stofnun Heimssýn- ar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, sem berjast gegn hugsanlegri aðild Íslands að sam- bandinu og stofnuð voru á fimmtu- dag. „Það er eðlilegt að hin skoðunin myndi sér samtök. Ég geri ráð fyrir því að umræðan verði kröftugri núna, hugsaðri og skipulagðari. Ég lít á það sem mjög jákvætt skref,“ segir Katrín. Hún segist telja að Evrópumálin eigi eftir að vera mikið í umræðunni í komandi alþingiskosningum. „Við erum komin á þannig stað að við verðum að fara að ræða þessi mál af alvöru og verðum að fara að taka hausinn upp úr sandinum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta verði stórt mál þar,“ segir Katrín. Hún segir að Evrópumálin gætu jafnvel haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar, það velti að nokkru á því hvað Samfylkingin ákveði að gera í póstkosningu í haust. Verði tekin þar afgerandi afstaða með að- ild telji hún svo vera. Hún segir einn- ig augljóst að Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sé afar hlynntur ESB. Katrín segir að Evrópusamtökin muni örugglega skerpa starfið í kjöl- far stofnunar Heimssýnar. Þegar sé undirbúningur fyrir starfið næsta vetur hafinn og mikið verði um að vera. Hún segir að Evrópusamtökin hafi frá upphafi verið þverpólitísk eins og Heimssýn. „Þessi umræða er þverpólitísk, hún hefur aldrei verið byggð á pólitískum grunni,“ segir hún. Evrópusamtökin um Heimssýn Jákvætt skref að Evrópuumræðan verði kröftugri RÚSTABJÖRGUN úr hrundum húsum eftir ímyndaðan jarð- skjálfta var æfð á æfingunni Sam- verði 2002 í Vestmannaeyjum í gær. Aðalvettvangur æfingarinnar var á þriðju hæð Fiskiðjunnar en þar unnu 110 björgunarmenn, 65 Belgar og 45 Íslendingar undir vettvangsstjórn Björgvins Herj- ólfssonar björgunarsveitarmanns við að bjarga 52 manneskjum sem voru fastar inni í verbúð Fiskiðj- unnar eftir skjálftann. Fólkið átti ýmist að hafa lokast inni eða orðið undir hálfhrundum veggjum og loftum. Sviðið var afar eðlilegt og komu myndir frá gosinu 1973 upp í huga gamalla Eyjamanna. Björgunarmenn losuðu fólkið úr rústunum, mátu ástand þess og báru það síðan út og undir læknis- hendur en búið var að koma fyrir bráðabirgðatjöldum fyrir utan til að meta ástand fólksins. Þá var unnið að brottflutningi fólks frá Eyjum með þremur Chinook CH 47 þyrlum og fyrir landi lónuðu danskt og íslenskt varðskip, en fólkið var flutt til Þorlákshafnar. Umfang æfingarinnar er gríðar- legt og setur hún mikinn svip á bæjarlífið í Vestmannaeyjum. Alls taka um 450 manns þátt í björg- unarstörfum á æfingunni. Erlendir þátttakendur eru varnarliðið, sem kemur með þrjár Chinook flutn- ingaþyrlur og eina Black Hawk þyrlu, sér um framkvæmdastjórn, birgðaflutninga, hlutverkaleikend- ur, undirbúning, stjórn og keyrslu æfingarinnar. Frá Danmörku eru tvö varðskip, sem búin eru hvort sinni Lynx þyrlunni, frá Eistlandi og Belgíu björgunarsveitir, sjúkra- flokkar og sjúkratjöld. Frá Litháen er 30 manna björgunarsveit, sjúkraflokkur og sjúkratjald, frá Rúmeníu og Úsbekistan 15 björgunarmenn frá hvorri þjóð, auk þess sem fulltrúar frá 13 öðr- um Evrópuríkjum koma að, sem stjórnendur og undirbúningsaðilar. Íslenskir aðilar sem koma að framkvæmdinni eru Landhelgis- gæslan með varðskip, þyrlu, stjórn- stöð og framkvæmdastjórn, Slysa- varnafélagið Landsbjörg, sem sér um aðstoð við undirbúning og keyrslu á æfingunni, grunnþjálfun erlendra björgunarsveita auk þess sem hún útvegar m.a. rústabjörg- unarsveitir, slöngubáta ásamt áhöfnum, bifreiðar, sjúkratjald og sjúkraflokk. Þá veita flestar björgunarsveitir af SV-horninu eitthvert framlag. Aðrir íslenskir þátttakendur eru utanríkisráðuneytið, Slökkvilið Suðurnesja, Slökkvilið Vestmanna- eyja, Landspítalinn, Rauði kross Ís- lands, förðunarflokkur, áfalla- hjálparhópur og sjálfboðaliðar frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Þá veitti Biskupsstofa áfallahjálp og Almannavarnir ríkisins og al- mannavarnanefndir Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar og Neyðar- línan aðstoðuðu við stjórnun og undirbúning. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Á æfingunni í gær var reynt að hafa allt sem eðlilegast og líkast raunverulegum aðstæðum en aðalvettvangur hennar var á þriðju hæð Fiskiðjunnar. Fólki bjargað og flutt á brott eftir ímyndaðan jarðskjálfta Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. VERÐBÓLGAN á Íslandi á áttunda og níunda áratugnum er helsta or- sökin fyrir því að 35 ára gamlar 500 króna bankainnistæður í Lands- banka Íslands hafa rýrnað, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, banka- stjóra Landsbanka Íslands. Í blaðinu í gær segir Sveinn Kjart- ansson frá því að 500 krónur, sem hann hafði lagt inn hvorar á sína bankabókina hjá Landsbankanum árin 1965 og 1967, séu í öðru tilvikinu orðnar 193 krónur en í hinu 248 krónur nú. Þá kom einnig fram að ef um hefði verið að ræða 500 kr. lán frá bankanum frá þessum tíma hefðu 500 krónurnar verið orðnar að 80.000 króna skuld. Halldór segir að á meginþorra tímabilsins hafi bankar ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir um vexti. „Allir þekkja hvernig sparifé lands- manna rýrnaði á þessum árum. Eftir að verðstöðugleiki náðist og vaxta- ákvarðanir urðu frjálsar hafa ís- lenskum sparifjáreigendum boðist hærri raunvextir en í flestum öðrum ríkjum.“ Hann gerir athugasemd við útreikningana á innistæðunni og samanburðinn við skuldabréfið. „Þar virðist gjaldmiðilsbreytingin 1980 ekki hafa verið tekin með í reikn- ingana sem þýðir að innistæðan breyttist í 5 krónur. Þá sýnist mér skuldabréfið vera verðtryggt, jafn- vel frá þeim tíma þegar slíkt var ekki í boði. Bankainnistæðan er hins veg- ar ekki verðtryggð.“ Hann bendir á að ekki hafi verið vitjað um innistæð- una á tímabilinu en strax upp úr 1976 hafi betri kjör staðið til boða og bankinn reynt að vekja athygli inni- stæðueigenda á slíkum kjörum. Þetta sé ekki sérstakt fyrir Lands- bankann, sama hafi gerst hjá inni- stæðueigendum í öðrum bönkum. Aðspurður hvort eitthvað verði að- hafst í málinu segir hann það ekki kalla á aðgerðir. „Ég þakka góðlát- legt bréf og lærdómsríka dæmisögu sem sýnir mikilvægi þess að vaxta- frelsi ríki og stöðugleiki. Mikið er um að fólk finni gamlar bækur eins og í þessu tilviki en því miður getum við ekkert gert í málinu.“ Segir verð- bólguna hafa étið upp sparnaðinn SÖMU reglur munu í flestum tilvik- um gilda um rafræna meðferð stjórnsýslumála og hefðbundna stjórnsýslumeðferð, ef farið verður eftir tillögum nefndar um rafræna stjórnsýslu sem hefur skilað inn skýrslu og drögum að nýju laga- frumvarpi til forsætisráðherra. Ráðherra skipaði nefndina í nóv- ember 2000 til að kanna hvaða laga- breytinga væri þörf til að rafræn stjórnsýsla gæti þróast. Meðal helstu vandkvæða voru reglur um afrit og frumrit skjala, reglur um áskilaða vottun skjala og reglur um undirskriftir, en samkvæmt tillögun- um mun fullgild rafræn undirskrift teljast jafngild undirskrift á pappír, að sögn Páls Hreinssonar, prófess- ors við lagadeild Háskóla Íslands og formanns nefndarinnar. „Þá þurft- um við að skoða hvort og hvenær raf- rænt skjal sem sent er frá stjórn- völdum sé bindandi fyrir viðtakanda á sama hátt og bréf sem berst honum í pósti.“ Í skýrslunni er lagt til að kafla með reglum um rafræna stjórnsýslu verði bætt inn í Stjórnsýslulögin frá 1993. „Þannig teljum við okkur hafa fundið lausnir á helstu lagalegu hindrunum sem staðið gætu í vegi fyrir því að rafræn stjórnsýsla verði tekin upp í meira mæli en þá er auð- vitað eftir að huga að tæknilegum þáttum eins og öryggismálum og hvernig staðið verður að geymslu upplýsinga.“ Páll tekur fram að enginn verði skyldugur til að nota rafræna stjórn- sýslu, hvorki stjórnvöld eða almenn- ingur. „Þetta á aðeins að vera aukin þjónusta við borgarana og þýða meira hagræði og minni kostnað. Þá hvetjum við til þess að stjórnvöld velji hugbúnað með hliðsjón af bún- aði almennings og haldi kostnaði í lágmarki til að sem flestir geti nýtt sér rafræna stjórnsýslu.“ Hann von- ast til að forsætisráðherra leggi frumvarpið fram á Alþingi í haust. Páll bendir á að í samræmi við vandaða stjórnarhætti hafi skýrslan verið birt í heild á vef forsætisráðu- neytisins – forsaetisraduneyti.is, en þar er almenningi gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin að frumvarpinu. „Þarna getur fólk komið skoðunum sínum að á Netinu sem er einmitt dæmi um hvernig raf- ræn stjórnsýsla getur aukið áhrif borgaranna og þar með lýðræðið.“ Skýrsla um rafræna stjórnsýslu Lúti sömu reglum og hefðbundin stjórnsýsla gerir MAÐUR brenndist illa á hendi þegar hann fékk sink yfir sig við vinnu í Zinkstöðinni Sekk í Kópavogi um hálfáttaleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var maðurinn fluttur á bráðadeild Landspítala við Hringbraut og er hann mikið brenndur. Brenndist illa á sinki MAÐURINN sem fannst lát- inn á Skjálfandaflóa í fyrradag hét Agnar Rafn Vilhjálmsson og var búsettur á Akureyri. Hann var 36 ára, fæddur 9. maí 1966. Hann var ókvæntur og barnlaus, en lætur eftir sig foreldra. Agnar var starfs- maður Vífilfells á Akureyri. Agnar fór út á kajak á fimmtudag og ætlaði að snúa aftur klukkan átta um kvöldið. Leit hófst á miðnætti þegar ekkert hafði spurst til hans. Hann fannst síðan látinn í sjónum skammt suður af Flat- eyjardal um tvöleytið á föstu- dag. Agnar Rafn Vilhjálmsson Lést á Skjálfanda- flóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.