Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÁMSTEFNA norrænna mynd- listarkennara fór fram í Skógum dagana 23.–29. júní, og bar hún yfirskriftina Tungumál ljósmynd- arinnar. Var þar fjallað um þátt ljósmyndunar í myndlistarkennslu og listsköpun ásamt verklegum æfingum, en jafnframt var lögð áhersla á að tengja myndlist- arkennslu við samfélagsveruleika samtímans þar sem myndmiðlun og sköpun ímynda verða æ þýð- ingarmeiri, segir í fréttatilkynn- ingu. Efni námstefnunnar var skipulagt með hliðsjón af nýrri námskrá myndlistarkennslu fyrir grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem meiri áhersla er lögð á fræðilegan þátt hennar en áður. John Hilliard þátttakandi Aðalskipuleggjandi námstefn- unnar var Ólafur Gíslason, list- gagnrýnandi og kennari. „Þetta er að ég tel mjög merkileg nám- stefna. Hún var haldin að frum- kvæði Félags íslenskra myndlist- arkennara og í samvinnu við samtök myndlistarkennara á Norðurlöndunum,“ segir hann, en ráðstefnan hlaut styrk frá menn- ingaráætlun Evrópusambandsins og norrænu ráðherranefndinni til verksins. „Ráðstefnan fjallaði um notkun ljósmynda í myndlist- arkennslu og í myndlist almennt. Aðalkennarar á námstefnunni voru Liborio Termine, prófessor við háskólann í Torino á Ítalíu, og John Hilliard, einn af þekktustu myndlistarmönnum Breta sem notar ljósmyndina sem listmiðil. Hann er eftirsóttur í söfnum víða um heim fyrir verk sín sem hafa vakið mikla athygli. Jafnframt tóku þátt Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður og Einar Gar- ibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskóla Íslands.“ Ólafur segir námstefnuna sprottna út frá þeirri hugsun, að ljósmyndin hafi verið sniðgengin í myndlistarkennslu í skólum. „Áhrif ljósmynda dynja á börnum á hverjum degi og allt umhverfi okkar er hlaðið myndum og myndefni, en það hefur verið van- rækt að gefa nemendum í skóla tækifæri til að verja sig þessari myndaárás sem við lifum í í raun og veru,“ segir hann. „Á þessari námstefnu reyndum við að skapa einhvers konar verkfæri fyrir kennara til þess að koma þessu áfram út í skólana, og gefa þeim hugmyndir um það hvernig hægt sé að taka ljósmyndina til um- ræðu með vitrænum hætti og tengja hana meðal annars mynd- listarkennslu. Við lögðum áherslu á að námstefnan ætti að vera samband af fræðilegri umfjöllun og verklegri reynslu, þar sem við leitumst við að nota reynsluna til að skapa fræðilega umræðu.“ Frekari úrvinnslu vænst Þátttakendur í námstefnunni eru um 80 talsins, og eru mynd- listarkennarar frá Norðurlönd- unum öllum. Námstefnan hófst með hugmyndafræðilegri kynn- ingu á verkefninu, en eftir hana var sett í gang hópvinna undir leiðsögn kennaranna. Að sögn Ólafs hafa þátttakendur verið mjög virkir í sköpun myndverka. „Verkin eru langt komin og við munum taka þau til umfjöllunar síðasta daginn okkar hér. Þá munum við efna til umræðna útfrá reynslunni af þessari til- raun, sem mér virðist að öllu leyti ætla að ganga upp. Það hefur verið mjög mikil og virk þátttaka hér og gífurlegar umræður um efnið,“ segir hann. Námstefnugestir fóru auk þess í ferðalag um nágrenni Skóga, út í Dyrhólaey, Reynisdranga og upp á Höfðabrekkuheiði. „Það var okkur mikill innblástur,“ segir Ólafur. „Í framhaldi af því hélt Einar Garibaldi stuttan fyr- irlestur um sýningu sem hann setti upp á Kjarvalsstöðum síðast- liðið sumar, sem ber heitið Flogið yfir Heklu og fjallaði um náttúr- una í íslenskri myndlist. Það snertir náttúrlega það viðfangs- efni sem við erum að fjalla um hér á ráðstefnunni, sem felst í raun í bæði merkingarfræði og fagurfræði ljómyndarinnar og hvaða þýðingu hún hefur í okkar samfélagi.“ Námstefnunni lauk í gær, en áframhaldandi úrvinnslu er vænst af hálfu stjórnenda hennar. „Ætl- unin er að skapa umræðugrund- völl á Netinu, þar sem þátttak- endur geta skipst á reynslu sinni af vinnu í skólum með ljósmyndir. Einnig verður þar hægt að nálg- ast ýmis innlegg sem voru kynnt hér, með það að augnamiði að vinnan hér geti nýst fleirum. Síð- an erum við með hugmyndir um að gefa út bók með þessu efni, sem gæti orðið einskonar hand- bók fyrir myndlistarkennara út um alla Evrópu. Ef af þessu verð- ur er það von okkar að Liborio Termine muni halda utan um fræðilegan þátt bókarinnar, en ég myndi einnig koma að gerð henn- ar sjálfur. Auk þess væri notað efni sem hefur verið kynnt hér, til dæmis eftir Einar Garibalda, John Hilliard og Sigurð Guðmunds- son,“ segir Ólafur að lokum. Tungumál ljósmyndarinnar, námstefna norrænna myndlistarkennara í Skógum Fjallað um áhrif ljósmynda í nú- tímasamfélagi Ljósmynd/Karl Petersson Námstefna norrænna myndlistarkennara, Tungumál ljósmyndarinnar, fór fram í Skógum í síðustu viku. FÁTT gleður eyrað meira en vel leikin samba. Það er ekki oft að ekta brasilískum sambaleikurum skolar á Íslandsstrendur. Að vísu mun seint gleymast er Taina Maria lék og söng í Háskólabíói með Niels-Henning svo seiðandi að þumbaralegum Íslendingum fannst þeir komnir til Ríó. Hvor- ugur meistari bossanóvasömbunn- ar, João Gilberto eða Antonio Carlos Jobim, gisti Ísland – hvað þá hinir blökku Gilberto Gil eða Milton Nascimento – afturá móti blés Stan Getz Destafinado á tón- leikum sínum í Laugardalshöll á Listahátíð. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi fyrir nokkrum árum að sitja í Barbican Center í London og hlusta á Gilberto syngja einan með gítarinn í rúma tvo tíma stans- laust. Þvílíkt ævintýri. Tíminn upphófst og risastór tónleikasal- urinn breyttist í lítinn klúbb þar- sem hver einstakur hlustandi náði fullkomnu sambandi við meistar- ann. Á mánudagskvöldið var mátti heyra enduróm af Gilberto á Hverfiskránni þarsem brasilíski sömbuspilarinn Ife Tolentino seiddi fram sömbuna dyggilega studdur af Óskari Guðjónssyni. Efnisskráin var fjölbreytt, ýmis brasilísk tónlist sem ég kann lítil skil á en Óskar gaf alltaf djass- yfirbragð og svo klassísk samba úr smiðju Jobims: Stúlkan frá Ipan- ema var mætt á svæðið og fleiri jóbimar, s.s. Corcovado, So danco samba og Chega de samba. Þessi meistaraverk vekja bros í sálinni í flóknum einfaldleika sínum og það er engin furða að guðspjall bossa- nóvasömbunnar; Getz/Gilberto, þarsem Stan Getz, João Gilberto og Anton Carlos Jobim fullkomna töfra tónskáldskapar þess síðast- nefnda, hafi selst í milljónaeintök- um síðustu fjörutíu árin enda tón- listin enn jafnfersk og þegar hún var hljóðrituð. Margt í söng og leik Ife Tolent- ino minnir á Gilberto ungan, rödd- in mild og gítarinn leikandi, þótt íslenska kvefpestin stríddi honum dálítið og dreypa yrði á hóstamixt- úru. Óskar var einstaklega ljúfur í spuna sínum. Mildur og mjúkur einsog Getz, þó án hins hvella í hinu sterka. Óskar hefur verið að þróa þennan melódíska stíl und- anfarin ár og náði frábæru valdi á honum á Keldulandinu, dúóskífu sinni og Eyþórs Gunnarsonar þar- sem Jón Múli var viðfangsefnið. Óskar er ekki hljómahaus heldur maður hins stefjaríka spuna sem náð hefur hvað mestri fullkomnun hjá jafnólíkum djassleikurum og Louis Armstrong og Sonny Roll- ins. Þessvegna tekst honum að blása sömbuna jafnglæsilega og raun bar vitni þetta mánudags- kvöld. Ekki má gleyma að nefna þátt Helga Svavars Helgasonar tromm- ara. Hann var mættur á staðinn með mikið trommusett en lék svo ljúflega að unun var að heyra. Greinilegt að hann hefur lært mik- ið af veru sinni í Danmörku sl. vet- ur þarsem hann var í læri hjá köppum á borð við Ed Thigpen og Aage Tanggaard. Það verður spennandi að heyra hann í harðari djassi. Ómar Guðjónsson leit inn með rafgítarinn sinn og féll vel inní hópinn. Þótt þeim félögum hafi ekki tek- ist að töfra mann í æðri veröld að hætti Getz og Gilberto hitti tónlist þeirra í hjartastað og það er alltaf nokkuð. Samban hittir í hjartastað DJASS Hverfiskráin Ife Tolentino söngur og gítar, Óskar Guð- jónsson sópran- og tenórsaxófón, Helgi Svavar Helgason trommur og hristur. Gestur: Ómar Guðjónsson gítar. Mánudagskvöldið 24.7.2002. IFE TOLENTINO OG ÓSKAR GUÐJÓNSSON Vernharður Linnet FORDÆMI Stevens Spielberg á sviði „gæðastríðsmynda“, sem kenna mætti við Saving Private Ryan, hefur orðið fjölmörgum mis- hæfileikaríkum Hollywood-leik- stjórum mikill innblástur á síðast- liðnum þremur árum. Heimsstyrjöldin síðari er sögusvið þessara kvikmynda, sem takast þá gjarnan á við þátt Bandaríkjanna í alheimsstríðinu gegn hinum illa for- ingja þriðja ríkisins. Ýmsum, sem eru lítið fyrir stríðs- myndir sökum þess sterka tindáta- leiksfnyks sem leggur oft af þeim, gæti reyndar þótt nóg um holskefl- una. Hart’s War er skilgetið afkvæmi gæðabylgjunnar í stríðsmynda- bransanum en hér er gerð tilraun til þess að koma fram með dálítið ferskt sjónarhorn á umfjöllunarefn- ið. Í þessari tilraun felast bæði kostir og gallar myndarinnar. Hér segir frá bandarískum her- mönnum sem lenda í fangabúðum nasista þegar stríðið er á lokastigi. Við fylgjumst með móralskri bar- áttu tveggja háttsettra hermanna, þ.e. liðsforingjanum unga Hart (Colin Farrell) og ofurstanum seiga McNamara (Bruce Willis) því að þótt stríðsfangarnir bandarísku séu samherjar í stríðinu gegn nasist- unum er samfélag þeirra ekki laust við kynþáttafordóma og valdabar- áttu. Við komu tveggja blökku- manna af liðsforingjatign inn í fangabúðirnar hefst mikil tog- streita. Í myndinni er gerð heiðarleg til- raun til að kafa dálítið inn í hug- arfar og kynþáttafordóma manna af ólíku þjóðerni við erfiðustu hugs- anlegu aðstæður. Þannig er t.d. leitast við að gæða persónu yfir- manns fangabúðanna örlítið meiri dýpt en gengur almennt og gerist þar sem nasistar eru annars vegar í bíómyndum. Sá hefur t.d. stundað nám í Bandaríkjunum, kynnst þar- lendri menningu og öðlast víðsýni sem gerir honum kleift að rökræða við hina „réttsýnu“ Bandaríkja- menn. Þessir tilburðir myndarinnar eru virðingarverðir en slagsíðan í átt til væminna predikana á hefðbundnum hetju- og karlmennskugildum í anda bandaríska fánans er of sterk og dregur reyndar myndina niður í tóma vitleysu eftir því sem á hana líður. Heiðarleg tilraun en misheppnuð KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Gregory Hoblit. Handrit: Billy Ray, Terry George. Kvikmyndataka: Alar Kivilo. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Colin Farrell, Terrence Dashon Howard og Marcel Iures. Sýningartími: 125 mín. Bandaríkin. MGM, 2002. HART’S WAR (Styrjöld Harts) Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.