Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 45 DAGBÓK Laugavegi 54, sími 552 5201 hefst á morgun kl. 8.00 30-70% afsláttur Útsalan kr. 7.900 ÚTSALA 20-50% afsláttur Ullarkápur Leðurkápur Regnkápur Vínilkápur Sumarúlpur Vindjakkar Háttar og húfur Mörkinni 6, sími 588 5518, Opið í dag sunnud. frá kl. 12—17  Hjartans þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu okkur á afmælisdaginn, 17. júní, með sendibréf- um, skeytum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll. Erna og Guðjón, Tjarnarkoti, Bisk. 20%-50% afsláttur Útsalan hefst á morgun, mánudag Grímsbæ, sími 588 8488 Árnað heilla EFTIR alla umræðuna um útspilsdobl á þremur gröndum í vikunni er ekki nema sanngjarnt að gefa lesandanum færi á að spreyta sig. Þú átt þessi spil í norður: Norður ♠ Á10743 ♥ G1072 ♦ 1082 ♣9 Og sagnir ganga: Vestur Norður Austur Suður 1 grand Pass 3 grönd Dobl Pass Pass Pass Hvert er útspilið? Ekki benda á mig! Það er ekki dálkahöfundar að ákveða fyrir lesandann hvaða reglu hann notar í þessari stöðu – það er hins vegar eitthvað sem rétt er að ræða um við makker. Við höfum séð að Mike Lawrence fylgir þeirri reglu að dobl í stöð- unni biðji um útspil í stysta lit. Það er augljóst hvaða litur það er: Norður ♠ Á10743 ♥ G1072 ♦ 1082 ♣9 Vestur Austur ♠ K86 ♠ G ♥ 86 ♥ 3 ♦ ÁKD93 ♦ 754 ♣KG6 ♣ÁD1087543 Suður ♠ D952 ♥ ÁKD954 ♦ G6 ♣2 Þriggja granda sögn austurs er vissulega ekki alveg „klassísk“ (og sumir hefðu flúið eftir doblið), en hins vegar eru þrjú grönd líklegasta geimið til að vinnast á móti venjulegri 15–17 punkta grandopnun. Með laufi út fær sagnhafi ALLA slag- ina, en með hjartaútspili getur vörnin hins vegar tekið 11 fyrstu slagina – sex á hjarta og fimm á spaða. Sveifla upp á 24 slagi! Spilið er úr bók Law- rence, Opening Leads, sem hefur verið til um- fjöllunar í þessum dálki lengi, og Lawrence skilur lesandann eftir í nokkru tómarúmi. Hann var sjálf- ur í suður þegar spilið kom upp og makker hans kom út með lauf. Lawr- ence gagnrýndi makker sinn ekki, því norður var að fylgja reglu parsins að spila út í stysta lit. Eftir á að hyggja má þó velta því fyrir sér hvort norður hefði ekki getað leikið þann millileik að leggja niður spaðaásinn. Það er spil og slagur sem makker býst ekki við og hver veit hvað birtist í blindum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 4. 0-0 Rgf6 5. He1 a6 6. Bf1 b6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Bb7 9. Rc3 e6 10. g4 h6 11. Bg2 g5 12. h3 Re5 13. De2 Dc7 14. f4 gxf4 15. Bxf4 Rfd7 16. Had1 Be7 17. Hf1 0-0-0 18. Rf3 Hdg8 19. Rxe5 Rxe5 20. Kh1 Bg5 21. Bg3 Hh7 22. Hd4 h5 23. Bxe5 dxe5 24. Hc4 Bc6 25. Rd5 exd5 26. exd5 Hh6 27. Hxc6 Hxc6 28. Dxa6+ Kb8 29. dxc6 hxg4 Staðan kom upp á Evrópumeistara- móti kvenna sem lauk fyrir stuttu í Varna í Búlgaríu. Corina Peptan (2.480) hafði hvítt gegn Harriet Hunt (2.415). 30. Hxf7! Be7 30...Dxf7 var einnig slæmt vegna 31. c7+ Kxc7 32. Db7+ og hvítur vinnur drottninguna. 31. Hxe7! Dxe7 32. Dxb6+ Kc8 33. Da6+ Kc7 33. ...Kb8 gekk ekki upp vegna 34. c7+ Kxc7 35. Dc6+ Kd8 36. Da8+ og hvítur vinnur. 34. Db7+ Kd6 35. Db4+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT ÚR ERFILJÓÐUM Viku af viku, nótt og dapran dag dauðans engill söng þitt vöggulag; söng og skenkti sárra kvala vín, söng og spann þitt hvíta dáins lín. Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó, himnesk rödd, er sagði: Það er nóg! Matthías Jochumsson 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 1. júlí, er áttræð Guðríð- ur Björg Gunnarsdóttir, áð- ur búsett í Ásgarði 47, Reykjavík, nú búsett á Elli- heimilinu Grund. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn kl. 20–23 í Sóltúni 20 (Slysavarnar- félagshúsi kvenna). Hlutavelta STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú ert fær á þínu sviði, sama hvaða starf þú velur þér. Þú hefur mikinn metnað og vilt að tekjur þínar endurspegli árangur þinn. Leggðu hart að þér á þessu ári og launin skila sér innan tíðar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er yndisleg helgi til að nota til að leika við börn. Ef þú notaðir ekki tækifærið í gær reyndu þá að leyfa þér að láta eins og barni á ný í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er heppilegt að stunda fast- eignaviðskipti í dag eða aðrar samningaviðræður, ekki síst þær tengdar sjúkrahúsum. Þér getur ekki mistekist. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Farðu og verslaðu í dag eða sinntu fjármálum. Reyndu að líta á markað eða verslanir með notaðar vörur og vertu með augun opin fyrir góðum kaup- um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Líkt og hjá tvíburunum getur þú gert góð kaup í dag. Kaupin þín verða ekki af verra taginu þar sem stjörnumerki þitt hef- ur mikla hæfileika til að versla ódýrt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þig langar að slaka á í dag, sem dæmi lesa, fara á tónleika eða ræða við vini. Ekki telja þessar athafnir ómerkilegar því þeir eru í raun mikilvægur hluti lífs- ins. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að eyða sem mestu af deginum fyrir þig. Þetta er ekki eins sjálfselskt og það hljómar því það er mikilvægt að þú gerir eitthvað sem lætur þér líða vel. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fegurðarskyn þitt er í hámarki í dag. Reyndu að umkringja þig fallegum hlutum til að lyfta sál þinni í hæstu hæðir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Mál tengd ferðalögum geta veitt þér ánægju eða gróða í dag. Allt sem þú gerir ánægj- unnar vegna getur á undarleg- an hátt fært þér peninga. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að hitta fólk með fé- lagslegan eða menningarlegan bakgrunn ólíkan þínum. Það verður upplýsandi að víkka sjóndeildarhring þinn núna með nýjum vinum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er rétti dagurinn til að fá hluti að láni. Í raun geturðu hagnast á margvíslegum hlut- um sem aðrir eiga í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður að reyna að fá frí í dag ef þú mögulega getur og bara slappa af og njóta lífsins. Þú hefur ánægju af listrænum og skapandi hlutum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Brettu upp ermarnar og láttu verða af að gera eitthvað inni á heimili þínu sem hefur dregist aðeins of lengi. Ef þú frestar einhverju of lengi getur það orðið að nýju og stærra vanda- máli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. af sr. Einari Eyjólfssyni í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þau Hafdís Ár- mannsdóttir og Kristinn Hilmarsson. Morgunblaðið/Emilía Þessar duglegu stúlku héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 4.192 kr. Þær heita Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Una Stefánsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STÓRA THAILANDSFERÐ Frábær ferð 16. okt. Lægsta verð. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA Barnaútigallar Kápur og sparikjólar Þumalína, Skólavörðustíg 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.