Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ARNAR Björnsson er í landsliði íþróttafrétta- manna. Mikið hefur borið á þeim félögum síð- ustu vikur vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu þar sem þeir skiptast á að lýsa leikj- unum fyrir áhorfendum, oftar en ekki með eftir- minnilegum tilþrifum. Í dag er svo komið að úr- slitaleiknum á mótinu og verður það Arnar sjálfur sem sitja mun við stjórnvölinn og lýsa leiknum fyrir landsmönnum. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það rosalega fínt, þakka þér fyrir. Skömmu eftir að flautað verður til leiksloka á HM í fótbolta í Yokohama geng ég út í sumarið í frí og kem ekki aftur til starfa fyrr en í október. Ég er að fara í þriggja mánaða frí og sú tilhugsun er yndisleg. Hvað ertu með í vösunum? 420 krónur, tvo lykla og eina fjarstýringu (ekki þó fyrir sjónvarp). Er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt? Ég er vanur að tæma bikarinn í botn. Ef þú værir ekki íþróttafréttamaður hvað vild- irðu þá helst vera? Þegar ég var lítill vildi ég verða öskukarl. Í mörg ár hefur mig langað til að verða prestur og ég er viss um að ég gæti orðið hörkuklerkur. Svo er ég alltaf asskoti veikur fyrir því að verða þingmaður og ráðherra og breyta leikreglunum í samfélaginu sem mér þykja oft ansi ósanngjarnar. Hefurðu tárast í bíó? Ég er mikil tilfinningavera og er oft örfáum and- artökum frá því að fara að hágráta. En auðvitað harkar maður af sér og viðurkennir ekki neitt þeg- ar það er borið uppá mann. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Tónleikar hjá Lúðrasveit Húsavíkur, því stórgóða bandi. Hljómsveitin sú hélt einu sinni tónleika í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Enginn mætti á tón- leikana og það þurfti meira að segja að sækja húsvörðinn. Bróðir minn spilaði í bandinu og sagði að áhorfendur hefðu talið mínus einn. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er enginn leikari sem fer beinlínis í taugarnar á mér. Sumir eru betri en aðrir eins og gengur en þetta er eins og með tónlistina, ef þér líkar hún ekki þá ertu ekk- ert að hafa fyrir því að hlusta. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég á afskaplega erfitt með að segja nei. Ég er svo hræddur við að særa fólk eða móðga. Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel. Duglegur, stríðinn, ákveðinn, barngóður, heiðar- legur. Svaraði ekki Jesú þessu svona líka? Bítlarnir eða Rolling Stones? Bítlarnir og sérstaklega Lennon heitinn. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Nú er ég í klípu. Ég hef verið latur að lesa skyn- samlegar bókmenntir í seinni tíð vegna mikillar vinnu. Það stendur til bóta því ég ætla að vera duglegur að lesa í fríinu. Hvaða lag kveikir blossann? „Sultans of Swing“ með Dire Straits. Það lag hef- ur einhvern óskiljanlegan seiðmagnaðan kraft sem ég kann einkar vel við. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Kona mín og dóttir gáfu mér Love songs með Mil- es Davis í afmælisgjöf en sjálfur keypti ég disk með miklum snillingi, Wynton Marsalis, Live at Bubbás. Ég hef mikinn áhuga á jazzi og það á ég Jóni heitnum Múla að þakka, þeim mikla höfð- ingja. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Þau eru alltof mörg og sum þola nú varla dags- ljósið. Fyrir mörgum árum lét ég nokkra vini mína drekka hland úr Thuleflösku. Þeir þóttust finna vel á sér og urðu í raun rallhálfir þar til ég sagði þeim sannleikann. Þeir köstuðu upp í dágóða stund á eftir en það get ég fullyrt að þetta eru sómamenn í dag og þeim varð ekki meint af. Mjólk er góð, hland er hollt. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Það er nú með því skemmtilega sem ég geri að borða enda oft haldið því fram að ég sé þyngsti íþróttafréttamaður landsins. Á Ólympíuleikunum í Kóreu 1988 borðaði ég kjötmeti sem var alveg ótrúlega vont á bragðið. Ég veit enn í dag ekki hvort það var hundur eða rotta. Mér er því mein- illa við bæði kvikindin í dag. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Ég sé ekki eftir neinu. Til hvers ætti ég að gera það, þykist vera heilbrigður, á góða fjölskyldu og er að fara í langt sumarfrí. Er hægt að hafa það betra? Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég gerði það ekki áður fyrr en það hefur breyst. Ég er sjálfur svo jákvæður að mér finnst nauðsyn- legt að trúa því að eitthvað bíði manns annars staðar. Það er svo margt sem maður þarf að gera að 60-90 ár duga ekki. Það er nefnilega enginn vandi að trúa öllu ef maður kýs það sjálfur. Vanur að tæma bikarinn í botn Morgunblaðið/Þorkell SOS SPURT & SVARAÐ Arnar Björnsson Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. STUART TOWNSEND AALIYAH FRUMSÝNING Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm) Kvikmyndir.is Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit nr. 395. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395.Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. Bi. 14. Vit 394 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Mán 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 4. Vit 379  HL Mbl Sýnd kl. 2 og 3.45. Mán kl 3.45. Ísl. tal. Vit 389.Kl. 6 og 8. Bi. 12. Vit 382 ALI G INDAHOUSE Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 385.Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. Vit 388. Sunnudag kl. 2. Ísl tal. Vit nr. 370. Jimmy Neutron Sunnudag kl. 2. Ísl tal. Vit nr. 358. Pétur Pan Sunnudag kl. 2. Ísl tal. Vit nr. 338. Skrímsli hf. 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV  kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  Strik.is Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Ástin stingur. Að lifa af getur reynst dýrkeypt Frábær teiknimynd fyrir alla fjölskyduna. Sýnd kl. 3 og 5. Mánudagur kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Mánudagur kl. 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B. i. 14. Mánudagur kl. 5.30, 8 og 10.30. Frumsýning Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Mán 6, 8 og 10.15. Hugh Grant hefur aldrei verið betri. Frábær gamanmynd fyrir bæði kynin. S ag a um s tr ák  HL Mbl  HL Mbl ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR... ER HANN ÞÁ HORFINN AÐ EILÍFU? Sýnd kl. 10.30. Mán 6. Sýnd kl. 8. Bi 16. HK DV HJ Mbl D-TOX Sýnd kl. 6. Mán kl. 10.30. 1/2 SV Mbl  Kvikmyndir.com Matrix Reloaded sýnishorn frumsýnt á undan mynd Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman Forever, 8mm) ÓHT Rás 2  SG DV Útsalan byrjar á morgun Villtar & Vandlátar Laugavegi 46, sími 561 4465 Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.