Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á SJÖUNDA áratugnum hrifust bresk ungmenni af tónlist banda- rískra blökkumanna og fjölmargir tóku til við að herma eftir henni. Það bar misjafnan ár- angur eins og gengur en úr varð blúsaður rokkbræðingur sem gerði Bret- land að höf- uðvígi rokksins og er svo að mörgu leyti enn. Meðal þeirra sem vildu syngja blús var Robert Plant sem var í hljómsveit með John Bonham félaga sínum. Þeir urðu síðar heimsfrægir þegar þeir Jimmy Page og John Paul Jones báðu þá að stofna með sér hljómsveit sem fékk nafnið Led Zeppelin. Led Zeppelin varð helsta rokk- sveit síns tíma og að sumra mati allra tíma. Alls starfaði sveitin í tólf ár, frá 1968 og þar til John Bonham drakk sig í hel 1980. Síðan hafa þeir félagar fengist við sitthvað tón- listartengt en enginn verið eins duglegur við að gefa út plötur og Ro- bert Plant sem sendir frá sér sjöundu sóló- skífuna á næstu dögum, Dream- land. Byrjað á blús Þeir Bonham og Plant spiluðu aðallega blús, en þeir voru líka á kafi í bandarískri þjóðlagatónlist, sem var á þeim tíma nátengd blúsnum og sum býsna sýruskotin. Allt rifjast þetta upp þegar hlustað er á sólóskífuna nýju, því á henni tekur Plant gamla blúsa eins og „Fixin’ To Die“ eftir Bukka White, „Morning Dew“, sem menn þekkja ýmist í búningi Jeff Beck eða Grateful Dead, Dylan-lagið „One More Cup Of Coffee“, „Song For The Siren“ eftir Tim Buckley, sem þekkast er í búningi This Mortal Coil, hrynblúsinn „Win My Train Fare Home“ eftir Arthur „Big Boy“ Crudup, „Darkness, Dark- ness“ eftir Jesse Colin Young, „Hey Joe“, sem til er í flutningi Love, The Byrds og Jimi Hendrix, en segja má að sá síðarnefndi hafi gert lagið að sínu, og loks „Skip’s Song“ eftir Skip Spence, liðsmann Moby Grape, en sveitin tók lagið í öðrum búningi og kallaði það „Seeing“. Flytjendur með Plant er ný hljómsveit hans sem hann kallar Strange Sensation og setti saman seint á síðasta ári. Liðsmenn auk Plants eru gítarleikarinn Porl Thompson, fyrrum Cure-liði sem leikið hefur með Plant áður líkt og bassaleikarinn, Charlie Jones, Clive Deamer á trommur, John Baggott á hljómborð og einn gít- arleikari til, Justin Adams. Þrjú ný lög eru á disknum, sem skrifuð eru á Plant og félaga hans í Strange Sensation. Hann segir að fimm til sex lög hafi orðið til þegar þeir voru að undirbúa plötuna. Langur aðdragandi Plant segir plötuna nýju meðal annars afleiðingu samstarfs hans og Page fyrir átta árum eða svo þegar þeir tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið með Led Zeppelin og leyfðu sér allskyns til- raunamennsku með útsetningar og hljóðfæraskipan. Í þeirri sam- starfslotu, sem skilaði meðal annars breið- skífunni No Quarter, tóku þeir gamla Zeppelin-slagara og breyttu umtalsvert og álíka fara Plant og Strange Sensation með gömlu lögin á disknum nýja, auk þess sem nýju lögin eru venju fremur fjöl- breytt að útsetningu. Hann byrjaði þó á plötunni, ef svo má segja, með annarri sveit, Priory of Brion, sem hann stofnaði með Kevyn Gammond, en sá lék með honum og Bonham í hljóm- sveitinni Band Of Joy áður en þeim var boð- ið í Yardbirds / Led Zeppelin. Priory of Brion lék á nokkrum tónleikum og tók þá fyrir lög eftir ýmsa höfunda, en lognaðist útaf á endanum þó hug- myndin hafi haldið velli. Flest laganna sem enduðu á plötunni, og reyndar líka flest sem ekki hlutu náð fyrir eyrum Plants, eru í eldri kantinum enda segir Plant að flest þeirra hafi hljómað í höfði sér í á fjórða áratug, aðallega blúsinn sem hafi laðað hann að tónlist á sínum tíma. „Led Zeppel- in var blússveit með miklu af gít- arspuna í blússkölum, en að þessu sinni langaði mig að nálgast lögin úr annarri átt, að flytja þau sem þau væru nýsamin nútímaleg lög. Það má svo ekki gleyma því að á árum áður voru menn ekki feimnir við að taka fyrir lög úr ólíkum átt- um og af ólíkri gerð svo ég er að fara troðna slóð að því leyti. Lögin sjálf eru mörg svo vel samin og laglínur svo fallegar að ég fæ svig- rúm til að syngja sem aldrei fyrr, að hafa röddina mun framar en forðum.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Robert Plant syngur blús Breska söngvarann Robert Plant þekkja flestir aðeins sem fyrrverandi liðsmann Led Zeppelin. Plant hefur þó verið býsna iðinn við kolann eftir að Zeppelin lagði upp laupana fyrir tveimur áratugum og á dögunum kom út sjöunda sólóskífa hans, Dreamland. Robert Plant og félagar hans í Strange Sensation. Robert Plant
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.