Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 56

Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. hér sérðu debetkort, skólaskírteini, afsláttarkort og alþjóðlegt stúdentaskírteini. 4kort F í t o n / S Í A DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir mjög sérstakt að sendiherra Evrópusambandsins hafi ráðist „með þjósti“, eins og hann orðar það, á for- sætisráðherra sjálfstæðs ríkis. Sendi- herra Evrópusambandsins á Íslandi og í Noregi sagði í útvarpsviðtali í vik- unni að ummæli forsætisráðherra, í Morgunblaðinu um síðustu helgi, um að Evrópusambandið væri ólýðræð- islegt skriffinnskubákn, væru vart svaraverð. Ummælin sem vöktu viðbrögð Ger- hards Sabathil, sendiherra fasta- nefndar framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg, og birtust í Morgunblaðinu síðasta sunnudag eru eftirfarandi: „Evrópusambandið er eitthvert ólýðræðislegasta skrif- finnskubákn, sem menn hafa fundið upp, og það er mjög þýðingarmikið að reyna að breyta því þegar bandalagið stækkar.“ Í fréttum Ríkisútvarpsins á fimmtudag sagði Sabathil að yfirlýs- ing Davíðs væri mjög hörð í ljósi þess að lýðræði innan Evrópusambandsins hefði aukist til muna síðustu tvo ára- tugi enda væru aðildarríkin fimmtán án nokkurs vafa rótgróin lýðræðis- ríki. Undarlegt væri að Ísland skrif- aði undir samninga við svo ólýðræð- islega stofnun. „Mér finnst mjög sérstakt að sendi- herra í einhverju landi ráðist með þjósti að forsætisráðherra viðkom- andi ríkis. Það er algjörlega óþekkt. Það segir manni að fyrst þeir gera það með forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis hvernig þeir myndu haga sér ef landið væri komið inn í raðir þessa sambands. Þá gætu þeir nú heldur betur talað til þess. Að vísu hef ég séð til þessa sendiherra áður hluti sem eru með miklum ólíkindum. Þannig að það kann út af fyrir sig ekki að koma sérstaklega á óvart,“ segir Davíð. „Ef hann þekkir ekki það sem menn kalla almennt í Evrópu lýðræðisvanda Evrópusambandsins er hann gjör- samlega úti að aka.“ Mun ekki hafa áhrif á samskipti Íslands og ESB Davíð segir það einnig afar sér- stakt, sem sé óþekkt með öll sendiráð, að þetta sendiráð eða sendiherra hafi menn í vinnu til að reka áróður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið „sem er viðkvæmt, pólitískt deilumál sem erlend sendiráð eigi ekki að skipta sér af. En þetta sendiráð hikar ekki við það að vera með afskipti af slíkum hlutum og eru afskaplega óviðfelldnir, svo ekki sé meira sagt,“ segir Davíð. Forsætisráðherra segist ekki telja að ummælin og viðbrögð sendiherr- ans muni hafa áhrif á samskipti Ís- lands og Evrópusambandsins í fram- tíðinni. „Nei, þetta er vandamál þessa manns. Ég trúi því ekki að það sé al- menn stefna Evrópusambandsins að sendiherrar hagi sér með þessum hætti,“ segir hann. Á fimmtudag voru stofnuð þver- pólitísk samtök sem eru andvíg hugs- anlegri aðild Íslands að ESB. „Þetta eru samtök sem bersýnilega eru stofnuð til mótvægis við önnur sam- tök sem eru til í landinu, samtök Evr- ópusambandssinna. Það er alltaf já- kvætt að hafa mótvægi. Það skapar heilbrigðar umræður og hvort sem sendiráði eins og sendiráði Evrópu- sambandsins líkar lýðræðislegar um- ræður eða ekki þá líkar okkur það vel hér,“ segir Davíð. Davíð Oddsson um ummæli Gerhards Sabathil Óeðlileg árás af hálfu sendiherra MJÓIFJÖRÐUR iðar bókstaflega af lífi þessa dagana, þar hefur fyr- irtækið Sæsilfur komið fyrir alls 18 kvíum fyrir laxeldi og er fiskur kominn í sjö þeirra. Í fimm kvíum sem sleppt var í síðasta sumar eru nú um 200 þúsund laxar. Í tólf nýjar kvíar í firðinum verður sleppt 1,2 milljónum laxa í sumar, að sögn Ingólfs Sigfússonar eldisstjóra, og hefur fiski þegar verið sleppt í tvær þeirra. Fjórir starfsmenn eru fastráðnir hjá fyrirtækinu auk verkefnisstjóra og bætast tveir starfsmenn við yfir sumartímann. 31 íbúi býr í Mjóa- firði og segir Ingólfur að heima- menn hafi frá upphafi verið já- kvæðir gagnvart þessu verkefni. Sveitarfélagið hafi ákveðið að ráð- ast í byggingu tveggja húsa við Brekku sem verða leigð út til starfsmanna Sæsilfurs. Fyrirtækið hafi nýlega fengið fóðurpramma sem sé í raun stór fóðurlager á floti en hann gefur fóður sjálfvirkt um slöngur sem liggja í kvíarnar. Hann segist nokk- uð ánægður með vöxt þess fisks sem sleppt var í fyrra, hann sé stór og myndarlegur. Slátrunin hefst í haust og er ætlunin að fiskinum verði slátrað jafnt og þétt yfir vet- urinn. Ingólfur segir að fiskurinn sé tveggja ára gamall þegar hann fari í sjóinn, fyrirtækið hafi fengið fisk bæði frá Silfurstjörnu við Öxarfjörð og Silungi á Reykjanesi. Helst vilji hann að fiskurinn sé 200–800 grömm þegar honum sé sleppt. Ekki sé búið að ákveða hvernig fiskurinn verði fluttur til Neskaup- staðar. Tvennt komi til greina, ann- ars vegar að dæla honum lifandi um borð og flytja hann sjóleiðis eins og gert verði í framtíðinni, eða að blóðga hann á staðnum og flytja í körum í sláturhúsið. Slátrunin mun fara fram í Neskaupstað og segir Ingólfur að nú sé unnið að því að út- búa sláturhús við nýja frystihúsið. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Alls eru átján kvíar fyrir laxeldi á Mjóafirði og hafa verið miklar annir í kringum eldið að undanförnu. Hér má sjá tvö skip á vegum Sæsilfurs á firð- inum, sem ber hvort í annað. Aftara skipið er fóðurpramminn. Hesturinn fylgist með milli þess sem hann bítur sitt safaríka gras. Mjóifjörður iðar af lífi SAMHERJI og tengd fyrirtæki eru nú með starfsemi á 14 stöðum á land- inu. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali Morgunblaðsins við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Sam- herja. Skip Samherja eru 11 en skip tengdra fyrirtækja 14. Þorsteinn Már segir frekari landvinninga ekki á döfinni. Nú snúist málið um að verja þær fjárfestingar, sem farið hefur verið í. Hálfur milljarður í laun til sjómanna á einu skipi Þorsteinn Már segir það nauðsyn- legt fyrir íslenzkan sjávarútveg að búa við stöðugleika og að hægt sé að sjá nokkuð langt fram á veginn hvaða leikreglur muni gilda. Sem dæmi tekur hann útgerð fjöl- veiðiskipsins Vilhelms Þorsteinsson- ar, sem vinnur og frystir uppsjáv- arfisk um borð. Á síðasta ári voru greiddar nærri 500 milljónir króna í laun til sjómanna á skipinu. Með því að vinna aflann um borð eru verð- mæti hans allt að því fjórfölduð og hlutur áhafnar eykst um 250 millj- ónir á ári miðað við þann afla sem fékkst. Samherji kemur að starfsemi á 14 stöðum á landinu  Sóknarfærin/10 UNGUR maður slasaðist alvarlega í bílslysi á Hlíðarbraut á Akureyri um klukkan hálfþrjú aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var maðurinn einn í bif- reiðinni þegar hann missti vald á henni og lenti á gangbrautarljósum. Maðurinn var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og síðan með sjúkraflugi til Reykja- víkur snemma á laugardagsmorg- un. Að sögn læknis á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi er maðurinn mikið slasaður en hann gekkst undir að- gerð í gærmorgun. Slasaðist alvarlega í bílslysi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.