Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kransar - krossar Kistuskeytingar • Samúðarvendir Heimsendingarþjónusta Eldriborgara afsláttur Opið sun.-mið. til kl. 21 fim.-lau. til kl. 22                ! "#   #                 !"" #$ %&  '         $"% &'() *+#%**)%&                             !   "     !"" #                            ! "     #   $   %   & "  # '            !  "#  $                                             ! "                  #    $   % #& ' $$  (    )*! ++!  !!"  !!" #   $%&!'((  )*+(!'((  *,!(!!" - & ,./!'((  $%&& *,!("*0* 1                                 ! "      #    $       %&''    !! "#   $  % &"#  $ ' ($ &    !! ) *&"#  $ + ,-&.  !!  +&    !!    $ $ ( ( (# &                       !" !   #!$!  !"  %& &    !"# ## $$      %#!!"# "   !$ ## ✝ Valgarður Frí-mann fæddist á Akureyri 6. mars 1930. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut 22. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Frímann, skólastjóri og skáld frá Hvammi í Langadal, f. 27.11. 1906, d. 28.2. 1990, og eiginkona hans Sigurjóna Pálsdóttir Frímann, húsfreyja á Akureyri, f. 17.6. 1909, d. 24.5. 1981. Systur Valgarðs eru Guðlaug Sigyn, húsmóðir á Akureyri, f. 22.12. 1934, og Bergljót Pála Sif, deildarritari í Reykjavík, f. 1.11. 1944. Eiginkona Valgarðs var Theódóra Kolbrún Ásgeirsdóttir, f.12.12. 1933, d. 24.3. 1971. Börn þeirra eru: 1) Þórelfur Guðrún flugfreyja, gift Jóhanni Braga- syni matreiðslumeistara. Börn hennar eru Sveinbjörn Óli, dóttir hans er Júlía, Kolbeinn Daníel, Tómas Freyr og Þórunn Elfa. 2) Hjördís, listmálari í Hafnarfirði, sambýlismaður Kristján Helga- son, söngvari og tónlistarmaður. Börn hennar eru Orri Grímur og Helga. 3) Valgerður Jóna nemi, sambýlismaður Vilmundur Sigur- þór Þorgrímsson, húsgagnasmið- ur og hlunnindabóndi í Skálanesi. Börn þeirra eru Valgarður Jón, d. 19.5. 1990, Þór og Olga Kolbrún. 4) Ás- geir trúboði, kvænt- ur Marie Bulaj- ewsky trúboða. Börn hans eru: Jó- hann, Marteinn, Dominique, Raph- ael, Thea og Valer- ie. 5) Theódóra Kol- brún hjúkrunar- fræðingur, gift Jóni Herbertssyni. Börn þeirra eru Theódóra Kolbrún, Guðný og Jón Tómas. 6) Jó- hann, verkamaður í Reykjavík, giftur Kristbjörgu Jó- hannsdóttur hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru: Adam Örn, Aron Valur og Axel Haukur. 7) Vaka, nemi, sambýlismaður Fritz M. Jörgensson rekstrarfræðingur. Börn þeirra eru: Ari Már, Hrafn og Erna Guðrún. Valgarður lauk námi í rafvirkj- un og starfaði sem meistari í iðn sinni. Hann starfaði sem lög- reglumaður á Akureyri og í Seyðisfirði, hann var jafnframt tollvörður í Seyðisfirði. Valgarð- ur var ökukennari á báðum stöð- um. Valgarður hannaði fjölda firmamerkja á Akureyri og stundaði síðar bókhaldsstörf í Reykjavík. Útför Valgarðs verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 1. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, á sólríkum sumar- degi, fyrirvaralaust, fékkst þú ósk þína uppfyllta. Að fá að kveðja þetta líf vandræða- laust og án fyrirhafnar var þitt æðsta takmark, það eina sem var eftir á þinni erfiðu ævi. Og það gerðir þú sannarlega, þegar hjartað þitt brast eins og stífla og allt fór á fleygiferð, eitt andartak, og svo var öllu lokið. Eftir stöndum við, ringluð og tóm. Og nú tekur tími uppgjörsins við hjá mörgum okkar, þar sem minning- arnar munu hrinda af stað erfiðri at- burðarás liðinna tíma og enn á ný horfumst við í augu við erfiðar tilfinn- ingar. Í meira en 30 ár barst þú þungan kross á baki þér, brennimerktur fyrir lífstíð, vegna verknaðar sem þú framdir í augnabliki hörmulegra veikinda. Þetta var hörkutímabil fyrir þig og börnin þín sjö og aðra ná- komna. En við lifðum þetta af og lærðum ýmislegt og erum enn að læra. Varnarleysið og skömmina, sem þú sjálfur bögglaðist með og talaðir um, barstu af þvílíku æðruleysi að un- un var á að horfa. Guð hvað þú reynd- ir að láta lítið á þér bera innan um ókunnuga. En með börnum þínum, á góðri stundu, kom sögumaðurinn upp í þér og þú hafðir alveg einstakan frá- sagnarstíl og við hlustuðum með virð- ingu. Þetta voru bestu stundirnar, þeim erfiðari gleymum við. Pabbi minn, Þú varst stór hluti af mínu lífi og fjölskyldu minnar. Jólin og þú, ákveðnar hefðir sem börnin kunnu vel að meta. Bónusferð- irnar með „Bónusafa“ eins og Jón Tómas kallaði þig, tóku drjúgan toll þegar þú bjóst einn, en spjallið á eftir og skákkennslan til stráksins voru gott veganesti. Traustið sem þú hafð- ir á Jonna mínum var skiljanlegt. Hann var og er okkar stoð og stytta í einu og öllu. Þú varst nú líka afskap- lega montinn af stelpunum mínum, Kollu og Guðnýju sem voru þér góðar eins og börnin þín öll. Síðasti kaflinn í lífi þínu var flutningurinn inn á Hrafnistu þar sem þú náðir að vera tæpa þrjá mánuði. Þar varstu aldeilis farinn að blómstra. Kannski búinn að átta þig á því, að það var í lagi að vera sýnilegur. Elsku pabbi, ég er þakklát Guði að þú þurftir ekki að þjást í lok- in, kallið var komið og þú vildir verða að ösku. Við setjum þig í virðulegt ker og flytjum þig norður til hennar mömmu sem þar hvílir. Hún tekur áreiðanlega vel á móti kallinum sínum sem nú er kominn heim. Saman munuð þið væntanlega vaka yfir börnum ykkar og senda þeim þann styrk sem þau þurfa á að halda í þessum líka óútreiknanlega heimi. Þakka þér samfylgdina og hvíl þú í friði. Þín dóttir, Theódóra. Tengdafaðir minn, Valgarður Frí- mann, lést á Landspítalanum hinn 22. júní sl. Ég hitti Valgarð fyrst fyrir rúmum tveim áratugum norður á Akureyri. Hann var stór maður og myndarlegur á velli og sjaldan var myndavélin langt undan þar sem hann fór, hann var fær ljósmyndari og lagði fjöl- skyldunni gjarnan til hæfileika sína á því sviði. Valgarði var margt til lista lagt, laginn teiknari og með næmt auga fyrir hinu listræna í lífinu, hann tók tölvutæknina snemma í sínar hendur og vann með ljósmyndir og bréfaskriftir. Það var alltaf hrein un- un að fá frá honum sendibréf, svo lip- ur var hann með pennann, ekki átti hann langt að sækja hæfileikana á rit- vellinum en eftir föður hans, Jóhann Frímann skólastjóra og skáld, liggja bæði leikrit og ljóðabækur. Valgarð- ur hafði áður en veikindi létu til sín taka verið virkur í starfi skátahreyf- ingarinnar á Akureyri og stundaði hann fjallamennsku af miklu kappi á sínum yngri árum. Valgarður var ein- staklega ljúfur og þægilegur maður í umgengni, það var ekki hans að leggja fólki lífsreglur en oft lagði hann til góð ráð þegar það átti við. Síðustu árin voru Valgarði betri en mörg þar á undan, lífshlaupið hafði verið honum þungt og glíman við veikindi erfið, en með góðum húmor sem var einn af hans stærstu kostum létti hann oft lífið fyrir sjálfan sig og aðra. Barnabörnin eiga eflaust eftir að sakna afa Valla enda var alltaf vel tekið á móti gestum þegar þá bar að garði. Valgarður var nýlega fluttur búferlum á Hrafnistu í Reykjavík, þegar kallið kom, hann hafði komið sér ágætlega fyrir þar, naut þess að fá góðar máltíðir og umönnun, hann var búinn að eignast góða félaga á Hrafn- istu og farinn að njóta dvalarinnar. VALGARÐUR FRÍMANN                                   Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                                    !  !" " # $ #    !"  %&'' (")& '" !"  $ ) '   !"  $ &* + ! ,'!"  %&'' &* + ! ,')- !& %&'' .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.