Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 10

Morgunblaðið - 30.06.2002, Side 10
10 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMHERJI hf. á Akureyri hefur auk-ið umsvif sín í íslenzkum sjávarút-vegi verulega að undanförnu. Félag-ið hefur aukið hlut sinn íSíldarvinnslunni í Neskaupstað verulega og saman eiga félögin nú um 42% í SR-mjöli. Samherji er langstærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins og er nú með eigin starfsemi eða félög tengd fyrirtækinu á fjórtán stöðum á landinu allt frá Siglufirði og réttsælis um landið vestur í Helguvík á Reykjanesi. Skip Samherja eru ellefu, Síld- arvinnslunnar og Barðsness fimm og útgerðir sex skipa tengjast SR-mjöli. Þrjú önnur skip tengjast Samherja einnig, tvö gerð út frá Þórshöfn og eitt frá Hrísey. Morgunblaðið ræddi gang mála við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og framtíðarsýn hans. Verkefnið hálfnað Hvernig sérðu fyrir þér að Samherji þróist í framtíðinni. Verður landvinningum haldið áfram? „Sé litið á stöðuna eins og hún er í dag, er alveg ljóst að við höfum verið í verulegum fjár- festingum. Það má segja að það verkefni sé hálfnað. Við eigum eftir að verja þessa fjár- festingu. Ég hef trú á því að þau félög, sem við höfum verið að fjárfesta í eigi eftir að vinna mun meira saman á þann hátt að sé öllum til hagsbóta. Ég hef trú á því að fiskimjölsverk- smiðjum muni fækka. Fiskimjölsframleiðsla er mjög fjárfrekur iðnaður og reyndar hafa orðið mjög miklar breytingar á síðustu árum og meira hefur verið fjárfest í fiskimjölsiðn- aðinum en öðrum greinum sjávarútvegsins. Segja má að búið sé að endurbyggja flestar verksmiðjur á Íslandi. Í flestum þessum verk- smiðjum er afkastagetan um þúsund tonn af hráefni á sólarhring. Mikil fækkun í Noregi og Danmörku Sé litið til nágranna okkar í Noregi, Dan- mörku eða Færeyjum, eru verksmiðjur miklu færri í hverju landi. Í Noregi voru á sínum tíma um 30 verksmiðjur en eru nú 11 eða 12. Í Danmörku voru tveir eða þrír tugir verk- smiðja, en nú eru þær aðeins 5. Í Færeyjum er aðeins ein verksmiðja. Ég er ekki að segja að sama þróun verði hér en það er að mínu mati alveg ljóst að verksmiðjunum mun fækka, ein- faldlega vegna þess að það er dýrt að viðhalda og endurnýja búnaðinn. Kröfur kaupenda um gæði aukast sífellt og kostnaður vegna um- hverfismála eykst. Ég held því að þetta muni að hluta til koma af sjálfu sér.“ Eigin starfsemi fyrst og fremst á þremur stöðum Hvar er Samherji nú með starfsstöðvar og á hvaða stöðum á Samherji verulegan hlut í öðr- um fyrirtækjum? „Í dag er Samherji á Íslandi fyrst og fremst að einbeita sér að rekstri á þremur stöðum. Við erum með höfuðstöðvar á Akureyri og með mikla starfsemi í Dalvíkurbyggð og í Grindavík auk þess að vera með vinnsluskipin úti á sjó. Við rekum jafnframt litla vinnslu á Stöðvarfirði. Við eigum töluverðan hlut í Síld- arvinnslunni í Neskaupstað og þar sé ég fyrir mér nána samvinnu. Síldarvinnslan er vel staðsett varðandi uppsjávarveiðar og vinnslu og þar er stór frystigeymsla. Við erum jafn- framt að vinna saman í fiskeldi, en þessi tvö fyrirtæki eiga yfir 90% í Sæsilfri, sem komið er vel af stað í fiskeldi í Mjóafirði. Við höfum verið að vinna saman og ég sé fyrir mér að sú samvinna aukist. Loks á Sam- herji tæplega helming í laxeldisstöðinni Silfur- stjörnunni í Öxarfirði og ríflega helming í Ís- landslaxi í Grindavík. Þessu til viðbótar eigum við tæplega helming í Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. Skip á vegum Samherja hafa verið að landa miklu af uppsjávarfiski á Þórshöfn, upp í 30.000 tonnum á ári.“ Miklar framfarir í laxeldi Af hverju hefur þú svona mikla trú á fiskeldi í ljósi fyrri hrakfara laxeldisins? „Ég held að það sé svipað með fiskeldið og ýmislegt annað. Þekkingin hefur aukizt gríð- arlega. Fiskeldið í heiminum á í framtíðinni eftir að skila meiru en fiskveiðarnar. Í Noregi var útflutningsverðmæti laxaafurða töluvert meira en samanlagt útflutningsverðmæti á botnfiski og rækju á síðasta ári. Miklar framfarir hafa átt sér stað í laxeldi á undanförnum árum með kynbótum, betra fóðri og bættum eldisaðferðum. Fyrir vikið vex laxinn hraðar í dag en áður og vex betur við lægra hitastig. Menn eru einfaldlega orðn- ir mjög góðir í því að ala og framleiða lax. Þetta er góð og holl afurð sem selst í miklu magni. Það er því að okkar mati eðlilegra að fara í laxeldið en margt annað, sem er verið að þróa. Þarna er mesta þróunarvinnan að baki og markaðir til staðar og vaxandi. Menn kunna að framleiða lax og það er okkar að sækja þessa þekkingu. Verðum að taka þátt í eldinu Það er komin upp sú staða að Íslendingar verða að ákveða hvort þeir ætla að verða þátt- takendur í fiskeldinu eða ekki. Ég held að við verðum ekkert stór sjávarútvegsþjóð eftir 10 til 20 ár nema við tökum þátt í eldinu. Annars munu aðrar þjóðir einfaldlega bruna langt fram úr okkur. Við Íslendingar erum góðir í því að veiða fisk og framleiða afurðir úr hon- um. Sú þekking mun auðvitað nýtast við fram- leiðslu á laxinum. Það mun verða þýðingar- mikið við sölu á sjávarafurðum að geta boðið upp á lax líka. Við getum þá þjónað viðskipta- vinum okkar betur með meira úrvali af afurð- um. Þekkingin á flestum sviðum er því til staðar, en auk þess höfum við greiðan aðgang að fiski- mjöli og lýsi til fóðurframleiðslu. Það tel ég verulegan styrk. Ekki er ósennilegt að nánast öll lýsisframleiðsla fari til fóðurgerðar fyrir fiskeldi í framtíðinni. Krafan um rekjanleika matvæla eykst stöðugt. Það getur því orðið til- tölulega auðvelt fyrir okkur að rekja fram- leiðslu á eldislaxi allt frá veiðum á uppsjáv- arfiski í gegnum vinnsluna á mjöli og lýsi, fóðurframleiðsluna, eldi og vinnslu á laxinum. Ef við fáum fiskeldið ekki til að ganga fljót- lega, held ég að við missum einfaldlega af lest- inni.“ Setja út seiði fyrir 4.000 tonna framleiðslu Hver eru markmið Sæsilfurs og tengdra félaga um framleiðslu á næstu árum? „Litið til næstu fimm ára hljótum við að setja markið við 12.000 til 15.000 tonn af laxi á ári. Sæsilfur er þessa dagana að setja út laxa- seiði fyrir allt að 4.000 tonna framleiðslu, en á síðasta ári var settur út fiskur fyrir 800 tonna framleiðslu. Aðrar tegundir koma svo í kjölfarið í ein- hverjum mæli. Það er alveg ljóst að þorskeldi mun verða einhver ár í þróun og það mun kosta mikla fjármuni. Ég hef ekki trú á því að nægjanlegir fjármunir verði settir í þorskeldi hér á landi til við verðum leiðandi á því sviði. Norðmenn eru að leggja geysilega mikið fé í þorskeldið og ég held að þeir verði á undan okkur í því. Við munum því í framtíðinni þurfa að sækja þekkingu á þorskeldi til Norðmanna eins og í laxeldinu. Ég sé því fyrir mér að þró- Sóknarfærin liggja á Þorsteinn Már Baldvinsson segir Íslendinga þurfa að ákveða hvort þeir ætli að taka þátt í fiskeldi eða ekki. Samherji hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Þar rísa hæst kaup á auknum hlut í SVN og stór hlutur SVN og Samherja í SR-mjöli. Hjörtur Gíslason spurði Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, hvort fleiri landvinningar væru á döfinni. Hann segir svo ekki vera að sinni. Nú sé það framundan að vinna úr því sem fyrir liggi og réttlæta fjárfestinguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.