Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ERTU á lausu? var yf-irskrift atvinnuauglýs-ingar sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag- inn var, en þar var Höfðaskóli á Skagaströnd að auglýsa eftir kennurum. Ég komst ekki hjá því að gruna að með þessari yfirskrift væri verið (á óbeinan hátt) að höfða til einhleypra borgarbúa sem hafa löngun til að skipta um umhverfi og þætti því tilvalið að skella sér út á land einn vetur, kenna, kynnast nýju fólki við aðrar aðstæður en borgarlífið býður upp á og svo framvegis. Ég komst heldur ekki hjá því að gruna að auglýsingin myndi frekar höfða til kvenna en karla. Í þessum ályktunum mínum felast augljóslega gríðarlegir fordómar. Þar er gert ráð fyrir því að þeir sem eru einhleypir vilji endilega kynnast ein- hverjum sem verður til þess að þeir þurfi ekki lengur að vera það, og að það sé meira þjakandi fyrir konur að vera einhleypar en karla. Þá vil ég taka fram að þessar ályktanir samsvara alls ekki því sem ég trúi í raun, heldur held ég að þær hafi orðið til út frá því gildismati sem poppmenn- ingin birtir. Þá finnst mér svo- lítið skrýtið að ég eigi innra með mér svo sterka vitund um gildismat fyrirbæris á borð við poppmenningu og mér finnst líka umhugsunarvert að ég telji óhætt að vísa í þetta gild- ismat og geri ráð fyrir því að flestallir skilji hvað ég á við. Um leið er þetta kannski ósköp eðlilegt í ljósi þess hversu margir sjá sömu kvik- myndirnar og sjónvarpsþætt- ina, lesa sömu tímaritin og vef- síðurnar. Poppmenningin er svo gríðarlega útbreidd að sameiginleg vitund um við- fangsefni hennar er ekkert nema sjálfsögð, sérstaklega með tilliti til þess hversu fá- breytt viðfangsefnið gjarnan er. Eitt af eftirlætisviðfangs- efnum poppmenningarinnar er líf einhleypra og þá sér- staklega einhleypra kvenna. Skilaboðin eru þau að það sé mikið stuð að vera á lausu, allt- af eitthvað til að tala um, skemmtanir og dramatík hald- ast í hendur og lítið um logn- mollu. Á hinn bóginn þrái sú einhleypa ekkert heitar (innst inni – undir hinum harða skráp) en að verða ástfangin og landa góðum manni, þá og aðeins þá verði varanleg ham- ingja fyrst innsigluð. Áhrifa þessara skilaboða gætir að sjálfsögðu þegar þau eru eins ágeng og raun ber vitni, en svo má líka spyrja: hvort kemur á undan hænan eða eggið? Poppmenningin endurspeglar vissulega samfélagið og því eðlilegt að spyrja hvort áð- urnefndar hugmyndir um stöðu einhleypra kvenna eigi við rök að styðjast. Þá er vert að athuga að helstu upp- sprettu umrædds efnis er að finna í Bandaríkjunum og því er spurning hvort staðan sé svona meðal bandarískra kvenna fyrst og fremst. Á móti kemur að lífsstíll ungs fólks í vestrænum ríkjum er gjarnan svipaður (hvort sem það stafar af hnattvæðingu poppmenn- ingarinnar, tíðum ferðalögum eða öðru), en augljóst er að margir búsettir utan Banda- ríkjanna kannast af eigin raun við þá mynd sem poppmenn- ingin dregur upp af daglegu lífi. Er staða einhleypra kvenna svona í raun? Stórskemmtileg á yfirborðinu en ,,vonandi bara tímabundið ástand“? Spurn- ingunni um hvort allar ein- hleypar konur vilji ekkert frekar en að hætta að vera ein- hleypar og ná sér í mann, svarar poppmenningin skýrt og greinilega játandi. Bridget Jones (kvikmyndarinnar, ekki bókarinnar) er erkidæmi hinn- ar einhleypu konu sem kvein- aði hástöfum í upphafi mynd- arinnar alein uppi í sófa syngjandi ,,all by myself“, en í lokin þegar tveir karlmenn voru bókstaflega farnir að slást um hana, köstuðu hvor öðrum í gegnum rúður og allt hvað eina, vissi maður að þetta yrði í lagi, Bridget var komin í höfn. ,,Raunverulegar“ ein- hleypar konur hefðu líklega fæstar nokkuð á móti því að láta Hugh Grant og Colin Firth slást um sig, en það er ekki þar með sagt að þær myndu endilega vilja giftast þeim sem vinnur slagsmálin um leið og glóðaraugað hjaðn- aði. Rómantískar gam- anmyndir enda alltaf með sömu lausn, tveir ein- staklingar sem áður voru einir ná saman. Að sjálfsögðu er þetta fallegt og yndislegt og skemmtilegt, en að sama skapi viðheldur þetta þeirri hug- mynd að allir hljóti að vilja ná- kvæmlega þetta. Að ná saman með einhverjum, vera tvennd en ekki eind. Það er þreytandi fyrir þá sem velja að vera einir og vilja vera einir að búa við það að allir geri ráð fyrir því að þetta sé ekki val. Þeir hljóti að vilja annað en það sem þeir búa við. Ég held að popp- menningin eigi stóran þátt í því að hvetja til svona hugs- anagangs, sérstaklega þegar litið er til þess að konur á lausu fá miklu frekar að heyra ,,hvað segirðu, ertu komin með einhvern?“, heldur en karlar. Þetta kemur heim og saman við þær ólíku myndir sem poppmenningin dregur upp af einhleypum körlum og konum. Nú er ég ekki að setja út á fyrrnefnda auglýsingu Höfða- skóla, ég veit ekki einu sinni hvort nokkuð fólst í spurning- unni annað en það hvort fólk væri laust með tilliti til at- vinnu. Og ef um einhverskon- ar tvíræðni var að ræða finnst mér hún fyndin. Mér finnst líka mjög fyndið að finna hvað hugmyndir poppmenning- arinnar eru mér eiginlegar þó svo að ég streitist á móti því að gera gildismat hennar að mínu. Þá vona ég að með þess- um hugleiðingum sé ég ekki búin að skemma fyrir tilvon- andi umsækjendum um um- ræddar kennslustöður. Ég hefði raunar ekkert á móti því að sækja um sjálf, ef ég væri á lausu. Birna Anna á sunnudegi Poppað gildismat Morgunblaðið/Jóra bab@mbl.is Ú TI í heimi eru menn sem óðast að vakna til vit- undar um það hve miklu skiptir að ekki sé litið á menningu þjóð- anna sem óbreytanlegan fasta, sem beri að setja á stall og vernda fyrir utanaðkomandi áreiti, heldur beri að viðurkenna hana sem dýnamískt afl sem sýgur í sig áhrif úr ýmsum áttum, hefur áhrif með sjálfri sér og deilir jafnvel einkennum sínum með öðrum þótt hún eigi sín sérkenni. Í listum hefur það alla tíð verið augljóst hve miklu það skiptir um framvindu stefna og strauma, hvernig und- irliggjandi áhrifaþættir hegða sér. Með- al þeirra þátta sem mestu hafa ráðið um breyt- ingar í list- sköpun eru ferðalög og búferla- flutningar listamanna. Í tónlistinni hefur þetta afl alla tíð verið mjög áhrifamikið. Það er erfitt að ímynda sér hvernig ensk tónlistarhefð hefði þróast án Jóhanns Christians Bachs. Hann var 11. sonur Jóhanns Sebastians, fór átján ára til Ítalíu þar sem hann nam þá kúnst sem Ítalir voru bestir í, að semja óperur. Eftir áratug þar hélt hann til Eng- lands með bæði þýska og ítalska tónlistarhefð í farteskinu, og í Eng- landi bjó hann í tuttugu ár, til dauðadags. Lengst af var hann tón- listarstjóri drottningar og áhrif hans á enskt tónlistarlíf urðu gíf- urleg. Áhrif hins þýska Händels í Englandi voru ekki minni. Sinfónían Úr nýja heiminum hefði tæpast orð- ið til, hefði Dvorák ekki fengið tæki- færi til að dvelja í Bandaríkjunum. Stravinskíj setti sitt mark bæði á svissneska og franska menningu áð- ur en hann flutti yfir hafið til Bandaríkjanna. Áhrif hans voru mikil; hann bar alla tíð með sér rússneskan uppruna sinn, en varð líka sjálfur fyrir miklum áhrifum af menningu þeirra þjóða sem hýstu hann. Þessi dæmi eru ótalmörg. Yf- irleitt hefur hefur verið litið á þenn- an flux gagnverkandi áhrifa sem já- kvæðan þátt í menningarþróun þjóðanna. Bretar eru stoltir af sín- um Enska Bach, og sínum Handel, – eins og þeir Jóhann Christian og Händel eru gjarnan kallaðir þar á bæ, og Dvorák og Stravinskíj þóttu báðir standa sig vel í því að inn- byrða ameríska tónlist í sína eigin, hvort sem það var með amerískum þjóðlögum eða djassi. En það þarf ekki alltaf frægustu snillinga til. Fjöldi tónlistarmanna flyst og ferðast í dag milli landa og menningarsvæða og hefur ekki endilega hátt, en hefur þó sitt að segja um hvernig listinni vindur fram í tímans rás. Á Íslandi starfar mjög stór hópur tónlistarmanna af erlendum uppruna. Margir þeirra koma hingað til að sinna tónlistar- kennslu, aðrir til að spila; og þá gjarnan með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Erfitt er að ímynda sér hvernig sú hljómsveit hefði þróast ef ekki hefði notið við þessa kröft- uga og oftar en ekki hámenntaða liðsafla. Oft hefur hvað lægst fariðum þá tónlistarmennsem hafa af einhverjumorsökum neyðst til að flýja aðstæður sínar og setjast að annars staðar. Í þeim hópi eru tón- skáld og tónlistarmenn sem hafa þurft að flýja land sitt vegna ofbeld- is eða stríðsátaka. Þeir flytja ekki vegna þess að sóst sé eftir þeim á nýjum stað, heldur fara þeir þangað af neyð og verða þá jafnframt að sanna ágæti sitt í nýjum heimkynn- um. Mörg hundruð tónlistarmanna, þar af um sjötíu tónskáld flúðu til Bretlands frá meginlandinu, undan ofsóknum nasista á árunum 1930– 1945. Margt var þetta fólk þegar orðið þekkt í heimalöndum sínum og jafnvel víðar, og viðurkennt sem meiri háttar tónlistarmenn og tón- skáld. Sumum tókst að hasla sér völl í nýja landinu, einhverjir fluttu áfram til Bandaríkjanna, en aðrir gleymdust. Í þeim hópi sem settist að á Bretlandseyjum áttu margir eftir að verða farsælir tónlistar- kennarar, og miðla miðevrópskri hefð til eyjaskeggja. Nú í júní heiðra Bretar minningu tónskáld- anna í þessum hópi, með tónleika- röð í Wigmore Hall. Meginlands- bretarnir – gleymdu tónskáldin, heitir tónleikaröðin, og þar verða leikin verk eftir EgonWellesz, Bert- hold Goldschmidt, Hans Gál, Franz Reizenstein, Mátyás Seiber og Vil- ém Tausky. Íslendingar voru svo lánsamir að hingað fluttist nokkur hópur há- menntaðra tónlistarmanna frá meg- inlandi Evrópu um svipað leyti. Margir þeirra voru flóttamenn. Það hljóta að hafa verið þessum mönn- um mikil vonbrigði að komast að því hversu snautt og fábrotið íslenskt tónlistarlíf var. Hér var fátt um fína drætti; – atvinnumennska í tónlist lítil sem engin, aðeins örfáir tónlist- armenn höfðu brotist til mennta á erlendri grund þar sem vestræn tónlistarhefð stóð á gömlum merg. Íslenska þjóðin var í óða önn að reyna að gleyma sínum gömlu hefð- um; – rímnakveðskapur þótti gam- aldags og var að hverfa, en dönsk og þýsk sönglagahefð 19. aldarinnar hafði fengið þónokkurn hljómgrunn með þjóðinni við útgáfu sönglaga- hefta, ekki síst Íslensks söngva- safns Sigfúsar Einarssonar. Rótgróin tónlistarmenning Evr- ópuþjóða var Íslendingum nánast óskrifað blað. Tónlistarkennslu hafði lengi verið áfátt og menntaðir tónlistarkennarar fáir. Stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 hafði þó vissulega bætt úr brýnni þörf. Þeim útlendu tónlist- armönnum sem hingað komu á þessum árum hlýtur að hafa liðið einkennilega að standa frammi fyrir slíku ástandi. Það var okkar lán að þessum mönnum skyldu ekki fallast hendur við komuna hingað. Þess í stað hófu þeir umfangsmikið uppbygging- arstarf í íslensku tónlistarlífi. Sumir þessara manna komu hingað gagn- gert til að kenna við Tónlistarskól- ann í Reykjavík fyrir tilstilli Tón- listarfélagsins og Ragnars í Smára. Það er óhætt að segja að um miðja síðustu öld hafi strax orðið stökk- breyting í íslensku tónlistarlífi. Árið 1950 var Sinfóníuhljómsveit Íslands stofnuð, en áður hafði verið starf- rækt hljómsveit við Ríkisútvarpið sem stofnað var sama ár og Tónlist- arskólinn, 1930. Það má fullyrða að sú þróun sem hér varð á þessum árum hefði ekki orðið svo mikil og öflug sem raunin var, hefði útlendu tónlistarmann- anna ekki notið við hér. Dr. Franz Mixa var ráðinn hingað til að stjórna tónlistarflutningi á alþing- ishátíðinni 1930, en í kjölfar hans komu menn á borð við Victor Urbancic, Heinz Edelstein, Carl Billich, Fritz Weisshappel, Róbert Abraham Ottósson og Páll Pamp- icher Pálsson. Allir þessir menn unnu hér brautryðjendastarf sem skipti þjóðina gríðarmiklu máli. Þeir störfuðu með þeim íslensku tónlistarmönnum sem höfðu aflað sér menntunar og þekkingar, en voru jafnan óragir við að við að leggja ábyrgð á hendur áhugafólki í tónlistinni. Tónlistaráhugi þjóð- arinnar fór vaxandi og fagleg kunn- átta í tónlist varð almennari en áður hafði verið. Það er löngu orðið tímabærtað Íslenska þjóðin vakni tilvitundar um hve mikluþessir menn áorkuðu hér á landi og viðurkenni og þakki með sóma framlag þeirra til íslenskrar tónlistarmenningar. Í Ríkisútvarp- inu, rás-1, er nú verið að endurflytja frábæra og sérstaklega fróðlega þáttaröð Sigríðar Stephensen um nokkra þessara manna. Þeir þættir gefa afar góða innsýn í það ástand sem ríkti hér þegar þeir komu hing- að og þá miklu breytingu sem hér varð þegar þeir tóku til óspilltra málanna. En það þarf meira til. Enn er útgáfu íslenskrar tónlistarsögu beðið með eftirvæntingu, og von- andi er að þessara manna verði minnst þar á verðugan hátt. Enn flytja útlendir tónlistarmenn til Íslands og vinna hér margvísleg störf með íslensku tónlistarfólki. Margir þeirra hafa reynst afburða góðir músíkantar og skipað sér í fremstu röð. Fyrir litla þjóð er þetta nýja blóð bæði hollt og gott. Við hreykjum okkur gjarnanaf velgengni íslenskratónlistarmanna á erlendrigrund, og erum stolt af okkar fólki, hvort sem það er Krist- ján Jóhannsson, Áskell Másson eða Björk. En við verðum á sama hátt að meta að verðleikum þá útlend- inga sem hingað hefur skolað á land; – ekki síst þá sem öðrum fremur stuðluðu að því að nútíma ís- lensk tónlistarmenning varð til, tón- listarmenning sem á ótrúlega fáum árum tók stökkið frá því fátæklega músíksamfélagi sem hér var á fyrri hluta síðustu aldar, til þess grósku- mikla músíksamfélags sem við þekkjum í dag. Verðmætir innflytjendur AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Heinz Edelstein stofnaði Barnamúsíkskólann í Reykjavík árið 1952. Skólinn varð síðar Tónmenntaskóli Reykjavíkur og sonur Heinz, Stefán Edelstein, er skólastjóri hans. Skólinn hefur menntað fjölda íslenskra tónlistarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.