Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stærðfræðinámskeið fyrir þá sem eru að byrja í háskóla Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur undir árangursríkt háskólanám. Farið er vandlega yfir öll mikilvægustu atriðin í námsefni framhaldsskólanna og algeng verkefni leyst. Aðaláherslan er lögð á algebru, lausn jafna, teikningu falla og diffrun og heildun. Námskeiðið hefst laugard. 6. júlí og lýkur laugard. 10. ágúst. Kennt er alla laugardaga frá kl. 9-12.30. Nánari upplýsingar og skráning í síma 551 5593. Vertu með og tryggðu þér forskot! Vel menntaðir og vanir kennarar. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan Brautarholti 4a, Reykjavík. w w w .d es ig n. is © 20 02 S t u r t u k l e f a r FYRSTU Sumartónleikarnir í Ak- ureyrarkirkju verða haldnir eftir viku, 7. júlí, en þetta er sextánda sumarið sem efnt er til tónleikarað- ar í kirkjunni. Tónleikaröðin gekk fyrstu tólf árin undir nafninu Sumartónleikar á Norðurlandi og var þá efnt til tón- leika í þremur kirkjum, Akureyr- arkirkju, Húsavíkurkirkju og Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit. Síðan færðu menn úr kvíarnar og buðu einnig upp á tónleika í kirkjum víða um Norðurland. Síð- ustu ár hefur tónleikaröðin gengið undir nafninu Sumartónleikar í Ak- ureyrarkirkju. Björn Steinar Sól- bergsson, organisti Akureyr- arkirkju og listrænn stjórnandi Sumartónleika í Akureyrarkirkju, er ásamt Margréti Bóasdóttur for- sprakki tónleikanna, en þau áttu það sameiginlegt að vera nýkomin úr löngu tónlistarnámi í útlöndum, kenndu bæði við Tónlistarskólann á Akureyri og unnu saman að tónlist- armálum. „Við vorum bæði á þess- um tíma að velta fyrir okkur ein- hvers konar tónleikahaldi að sumarlagi og niðurstaðan varð sú að til urðu Sumartónleikar á Norð- urlandi. Fólk varaði okkur við og sagði að það kæmi ekki nokkur maður á tónleika á Akureyri yfir sumartímann, þetta væri stein- dauður tími. Við létum slíkt tal sem vind um eyru þjóta. Vissulega fór þetta hægt af stað, en aðsókn hefur aukist jafnt og þétt og verið mjög góð síðustu ár,“ sagði Björn Stein- ar. Aðsókn eykst ár frá ári Hrefna Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Sumartónleika í Ak- ureyrarkirkju, sagði að á síðustu 15 árum hefðu verið haldnir yfir 200 tónleikar, þar af nálægt 100 í Ak- ureyrarkirkju. Flytjendur sem fram hefðu komið skiptu hundruðum og áheyrendur þúsundum. „Aðsóknin hefur aukist ár frá ári og síðustu tvö ár var hún mjög góð, en sem dæmi má nefna að í fyrrasumar voru frá 80 og upp í 400 manns á tónleikunum,“ sagði Hrefna. Björn Steinar sagði að hvarvetna sem ferðafólk kæmi sæktist það eft- ir að skoða kirkjur og þar væri Ak- ureyrarkirkja engin undantekning. Fjöldi fólks leggur þangað leið sína þegar hún er opin yfir sumarið. „Við litum frá upphafi svo á að það væri þjónusta við ferðafólk að bjóða upp á tónleika í kirkjunni. Stór hluti tónleikagesta eru ferðamenn, inn- lendir sem erlendir, og greinilegt að þeir kunna vel að meta að geta hlýtt á fallega tónlist um leið og kirkjan er skoðuð,“ sagði Björn Steinar. Hrefna sagði margt ferðafólk, einkum áhugafólk um tónlist, gaumgæfa dagskrá Sumartón- leikanna og miða ferðalög til Ak- ureyrar við ákveðna tónleika. Kynningarstarf væri nú á tímum Netsins auðveldara og dagskráin lægi nokkuð snemma fyrir. Aukin áhersla lögð á orgelið eftir endurbyggingu þess Markmið Sumartónleikanna er að bjóða gestum upp á fjölbreytta og vandaða tónlistardagskrá í kirkjunni að sögn Björns Steinars. Hann sagði flytjendur áhugasama um að koma fram á þessum tón- leikum og oft kæmust færri að en vildu. Flytjendur eru bæði íslenskir og útlendir og iðulega hefur í tengslum við tónleikahaldið orðið til samvinna milli organistans í Ak- ureyrarkirkju og hinna gestanna. Þannig hefur Björn Steinar oft end- urgoldið heimsóknir og haldið tón- leika á heimaslóðum útlendu flytj- endanna. „Sumartónleikarnir eru eins konar krossgötur, við sýnum hvað verið er að gera hér á landi og fáum sýnishorn af því sem erlendir tónlistarmenn eru að fást við,“ sagði Björn Steinar. Hann sagði að eftir að orgel Ak- ureyrarkirkju var endurbyggt árið 1995 hafi aukin áhersla verið lögð á að bjóða upp á orgeltónleika og verða tvennir slíkir í boði nú í sum- ar. Um 80 flytjendur koma fram í sumar Alls munu um 80 flytjendur koma fram á tónleikunum í sumar. Fyrstu tónleikarnir verða sunnu- daginn 7. júlí og hefjast þeir kl. 17. Þá syngur Tritonus-kórinn frá Dan- mörku undir stjórn Johns Höybys en hann stofnaði kórinn árið 1971. Kórinn hefur til margra ára verið fremstur í flokki danskra kóra og flytur hann verk frá sígildum tíma til nútímaverka. Kórinn hefur unnið til fjölda verðlauna og hið sama má segja um kórstjórann. Björn Steinar leikur á öðrum tón- leikum sumarsins, sem verða 14. júlí, og næsta sunnudag þar á eftir komu þýskir flytjendur í heimsókn. Þetta eru þau Judith Backer, flauta, og Wolfgang Portugall, orgel. Dan- ir verða aftur á ferðinni á fjórðu tónleikunum, en það eru þau Nina Jeppesen, horn, og Marie Ziener, orgel. Susan Landale, orgelleikari frá Frakklandi, leikur svo á loka- tónleikum Sumartónleika, en þeir verða 4. ágúst. Hæft tónlistarfólk hvert á sínu sviði „Dagskráin verður fjölbreytt í sumar, boðið verður upp á org- eltónleika og þá verður leikið á flautu og horn auk þess sem öflugur kórsöngur verður í boði,“ sagði Björn Steinar. Hrefna sagði að tón- listarfólkið ætti það sameiginlegt að vera mjög hæft hvert á sínu sviði. „Þetta er allt mjög hæft tónlist- arfólk og tónlistin spannar nánast alla tónlistarsöguna,“ sagði Hrefna, en m.a. mun danski kórinn Tritonus frumflytja nýtt íslenskt tónverk eft- ir Tryggva Baldursson og þá má nefna að Björn Steinar mun á sínum tónleikum eingöngu flytja verk eft- ir M. Durufle og minnast þar með 100 ára afmælis hans. „Ég tel að áheyrendur muni eiga góðar stund- ir í vændum í kirkjunni og vona að þeir njóti þess sem við bjóðum uppá,“ sagði Björn Steinar. Aðgangur að Sumartónleikum í Akureyrarkirkju er ókeypis en gestum gefst kostur á að styrkja framtakið með frjálsum fram- lögum. Menntamálaráðuneytið, Ak- ureyrarbær og peningastofnanir í bænum, Sparisjóður Norðlendinga, Íslandsbanki, Landsbanki og Bún- aðarbanki, auk Greifans og Gulu villunnar styrkja Sumartónleikana. Áttatíu flytjendur á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju sem haldnir eru í 16. sinn Markmiðið að bjóða gestum vandaða tónlist- ardagskrá Morgunblaðið/Kristján Hjónin Hrefna Harðardóttir og Björn Steinar Sólbergsson á þaki Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju. Um 80 flytjendur koma fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju á fimm tónleikum í sumar. Margrét Þóra Þórsdóttir blaðamaður forvitn- aðist um sögu Sumartónleikanna og dagskrána í sumar hjá Birni Steinari Sólbergssyni organista og Hrefnu Harðardóttur framkvæmdastjóra. ÉG VIÐURKENNI að ég hló nú stundum. Mér fannst gervilimaslag- urinn góður og leikarinn Harland Williams fannst mér mjög fyndinn með sinn aulahúmor og yfirgengi- lega einlægni. Myndin er þó engan veginn frum- leg né heldur góð. Söguþráðurinn er óskaplega skrykkjóttur, persónurn- ar hvimleiðar, sagan ótrúverðug, flest atriðin einnig, auk þess að vera gömul og þreytt lumma. Strákar sem eru algjörar rembur lenda í því að þeim er hent út úr bræðrafélagshúsinu þeirra fyrir meintan stuld á peningum. Til að sanna sakleysi sitt neyðast þeir til þess að klæðast kvenmannsfötum og búa í systrafélagshúsi. Þar læra þeir af reynslunni að „ljótar stelpur“ eru líka fólk. Kvenfólki í þessari mynd er skipt í tvo hópa. Annaðhvort eru þær brúnar klappstýrur með sítt ljóst hár, gervineglur og gervibrjóst, til- kippilegar og góðar í rúminu, en „auðvitað“ heimskar. Ef ekki eru þær ljótar með skegg og brúska undir höndunum, talgalla, ofvaxnar og gallharðir feministar í þokkabót. Hjálp! Þetta er í raun alger strákamynd, því meiri hluti húmorsins gengur út á að gera grín að hvernig strákar sjá stelpur í svart/hvítu, dæma þær, tala um þær og draumórana sem þeir hafa um þær. Þeir fá svolítið á kjaft- inn og geta hlegið að sjálfum sér um leið. Samt fá þeir líka sinn skerf af blautum bolum og berum brjóstum þannig að það eina með einhverju smáviti í þessari annars afskaplega vitlausu mynd fellur um sjálft sig og myndin fellur niður á lægsta plan. Hildur Loftsdóttir Af vitleysingum KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Wallace Wolodarsky. Handrit: Joe Jarvis, Greg Coolidge. Kvikm.t: Mich- ael D. O’Shea. Aðalhlutv.: Barry Watson, Michael Rosenbaum, Harland Williams og Melissa Sagemiller. 93. mín. Banda- ríkin. Touchstone Pictures 2002. SORORITY BOYS / SYSTRAFÉLAGS- GAURARNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.