Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NORSKA húsið í Stykk-ishólmi var opnað fyr-ir sumargesti fyrirskömmu, en hinn 21.júní verða liðin 170 ár frá því að bygging þess hófst. Norska húsið hefur nú um nokkurt skeið hýst byggðasafn Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu og í fyrra var opnuð þar fastasýning þar sem getur að líta heimili heldri fjöl- skyldu í þéttbýli á 19. öld. Er reynt að styðjast við allt það sem til er um innbú og heimilishætti Árna og Önnu Thorlacius, fyrstu íbúa hússins. Auk fastasýningar- innar verður boðið upp á margs- konar aðrar sýningar í húsinu í sumar. Norska húsið er að mörgu leyti mjög merkileg bygging. Á sama tíma og flestir Íslendingar bjuggu í torfhúsum ákvað Árni Ó. Thorla- cius að láta reisa 500 fermetra „höll“ í Stykkishólmi fyrir fjöl- skyldu sína. Nafnið dregur húsið af því að hann lét flytja viðina í húsið tilsniðna frá Arendal í Nor- egi. Yfirsmiður hússins var Jón „snikkari“ Hjaltalín sem lært hafði smíðar í Kaupmannahöfn, en hann kvaddi Árni til Íslands til að reisa húsið. Norska húsið var fyrsta tví- lyfta íbúðarhúsið á Íslandi og eitt af þremur stærstu húsum landsins um áratuga skeið. Heldri manna heimili í Stykkishólmi Eftir að Árni lést árið 1891 gekk húsið úr eigu ættarinnar. Nokkrir eigendur voru að húsinu á 20. öld en lengst af var Norska húsið bæði íbúðarhús og atvinnuhúsnæði. Húsið gegndi ýmsum hlutverkum og var þar meðal annars sauma- stofa, pakkhús, gistihús og veit- ingasala. Um skeið var það fjöl- býlishús og bjuggu þá yfirleitt fjórar fjölskyldur í því. Árið 1970 ákvað sýslunefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu að kaupa Norska húsið í Stykk- ishólmi fyrir byggðasafn sýslunnar og jafnframt að færa húsið aftur til þess horfs sem það var í þegar Árni Thorlacius lét reisa það árið 1832. Á jarðhæð hússins eru nú sýn- ingarsalir auk kaffistofu og safn- búðar. Á miðhæðinni er sýningin Stássstofan, sem einnig var kölluð græna stofan. Setustofan gekk þá líka undir heitinu bláa stofan. Fjölbreyttar sýningar í Norska húsinu á 170 ára afmælinu Norska húsið var fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið á Íslandi og eitt af þremur stærstu húsum landsins um áratuga skeið. Húsið hýsir nú byggðasafn Snæfells- og Hnappadalssýslu en, líkt og Ásdís Haraldsdóttir komst að, má þar m.a. sjá heimili heldri fjölskyldu í þéttbýli á 19. öld. Árni Thorlacius UM ÞESSAR mundir erunær 20 ár síðan endur-hæfing hjartasjúklingahófst á Reykjalundi. Áþessum tíma hefur margt breyst í meðferð sjúklinga, bæði hvað snertir lyfjagjöf, aðgerðir á hjarta og ekki síður hafa viðhorf manna til endurhæfingar þessara sjúklinga tekið miklum stakkaskipt- um. „Fyrstu tvö árin eftir að endur- hæfing hófst á Reykjalundi innritað- ist að jafnaði einn hjartasjúklingur á viku, en nú eru þeir fimm til sex,“ segir Magnús B. Einarsson, yfir- læknir hjartadeildar á Reykjalundi. Hann tók við þessu starfi þegar end- urhæfing hjartasjúklinga hófst á Reykjalundi en hann hafði kynnst slíkri meðferð í Noregi er hann starfaði á Beitostölen Helsesport- senter rétt vestan við Lillehammer. „Þar sá ég hjartasjúklinga fyrst stunda íþróttir af ýmsu tagi og þótti það afar sérkennilegt í upphafi. En fljótlega sá ég hve mikið gagn þetta gat gert og fylltist áhuga,“ segir Magnús. „Fyrst var farið að tala um hjarta- endurhæfingu á Reykjalundi árið 1979. Á blaðamannafundi sem hald- inn var þá um haustið vegna happ- drættis SÍBS var sagt frá fyrirhug- aðri heilsuþjálfun, sem er endur- hæfing í formi íþróttaiðkunar með samvinnu sjúkraþjálfara og íþrótta- kennara. Hins vegar var stofnkostn- aður mikill svo ekki varð úr undir- búningi í það sinnið. Árið 1980 gerðist það að Hjarta- og æðavernd- arfélag Reykjavíkur ákvað að láta hugmynd um endurhæfingu fyrir hjartasjúklinga verða að veruleika, en í lögum félagsins voru ákvæði í þá veru. Menn í stjórn þess félags, sem var eitt af stofnfélögum Hjarta- verndar, litu á aðstæður á Vífilsstöð- um, í Hveragerði og á Reykjalundi. Úr varð samstarf við Reykjalund og endurhæfingu fyrir hjartasjúklinga var komið þar á. Reykjalundur tók að sér rekstur og undirbúning en stjórn Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavíkur útvegaði tækjabúnað. Var það gert með dyggilegri aðstoð Lionsklúbba og fjárveitingarnefnd- ar Alþingis. Keypt voru m.a. dýr þrekhjól og búnaður til þess að fylgj- ast með hjartslætti og blóðþrýstingi ásamt tölvuskjám sem sýndu hjarta- línurit hvers sjúklings. Einnig var keypt tæki til þess að veita rafstuð. Það hefur raunar aldrei komið fyrir að komið hafi til hjartastopps við æf- ingar eða þrekþjálfun, en þess utan hefur tækið verið notað nokkrum sinnum til að endurlífga sjúklinga á Reykjalundi. Allmarga mánuði tók að útvega tæki, koma þeim fyrir og reyna þau, en síðan var starfsemin formlega opnuð 30. júní 1982. Starfsemin tók kipp þegar hjartaaðgerðir hófust á Íslandi Árið 1986 hófst einnig endurhæf- ing hjartasjúklinga á Landspítalan- um er var ætluð nýskornum hjarta- sjúklingum er voru þar á hjartadeild og einnig voru nokkrir útskrifaðir sjúklingar endurhæfðir þar á eins- konar göngudeild. Árið eftir var komið upp hjartaendurhæfingu á Borgarspítalanum en þar voru aðal- lega endurhæfðir sjúklingar sem voru nýútskrifaðir eftir kransæða- stíflu- eða hjartaaðgerðir erlendis. Endurhæfingarstarfsemin á Reykjalundi tók mikinn kipp þegar farið var að gera kransæðaaðgerðir á Íslandi árið 1986. Árið 1989 var HL-stöðin stofnuð, hún var ætluð hjarta- og lungnasjúk- lingum sem höfðu farið í endurhæf- ingu en fannst að þeim veitti ekki af viðhaldsþjálfun.“ Þess má geta að Magnús B. Ein- arsson var yfirlækir HL-stöðvarinn- ar frá upphafi og um árabil. „Þrátt fyrir þessa viðbót og stofn- un HL-stöðvar á Akureyri fyrir röskum tíu árum eru enn langir bið- listar í endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi. Þetta er vafalaust því tengt að gagnsemi hjartaendurhæfingar er núorðið hafin yfir allan vafa hvað varðar aukið þrek til vinnu og einnig Tuttugu ár síðan endurhæfing hjartasjúklinga á Reykjalundi hófst Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús B Einarsson, læknir á Reykjalundi, segir sjúklinga sem misst hafa mikið þrek hafa mikið gagn af endurhæfingu. Tuttugu ár eru nú liðin síðan endurhæfing hjartasjúklinga á Reykjalundi hófst. Magnús B. Einarsson, yfirlæknir hjartadeildar Reykjalundar, segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þeirri miklu framþróun sem orðið hefur í þessu starfi á ýmsum sviðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.