Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í FRÉTTUM blaðsins 7. þ.m. er sagt frá umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar til Farfugla- heimilisins fyrir árið 2002 og það vakti hjá mér spurningu um, hvað gerði það maklegt þess að fá slíka viðurkenningu. Við, næstu nágrann- ar heimilsins, höfum mörg undanfar- in ár, að vísu með örfárra ára und- antekningu, þegar einhver hirðu- samur réð þar ríkjum, orðið að búa við fádæma hirðuleysi á lóð heimilis- ins og órækt í alla staði. Í fyrra voru teknar í notkun tvær nýjar álmur, sem byggðar voru á mettíma, klædd- ar skjannalitaðri álklæðningu, sem minnir meira á verksmiðjuhús en gistihús og væri vel við hæfi í iðn- aðarhverfi, en forljótt í umhverfi því, sem heimilið stendur, en látum það gott heita, einhverjum kann að finn- ast þetta falleg umgjörð. Eftir stend- ur ófrágengin lóð, þar sem alls kyns óræktarplöntur fá að þrífast og stór moldarbingur mitt í allri óræktinni, sem er umsjónarmönnum heimilis- ins til vansa og lítil fegurð af fyrir næsta umhverfi. Og hvers vegna þurfa ruslagámar að standa á áber- andi stað á lóðinni? Það kemur hins vegar ekki á óvart, að hinn vinsæli borgarstjóri R-listans skuli líta fram hjá slíkum smámunum. Eftir að hún tók við stjórn borgarinnar hefur sóðaskapur fengið að þrífast á gangstéttum og kringum trjágróður meðfram göngustígum, svo að okkur göngu- glöðum góðborgurum, sem munum betri tíð, finnst alveg nóg um ósóm- ann, en borgarstjórinn hefur að öll- um líkindum verið að veita viður- kenninguna fyrir framtíðarumhverfi heimilisins, því að samkvæmt skipu- lagi borgarinnar á að gera bílastæð- isplan á þeirri lóð, sem vísað er til, og ég efast ekki um, að það verði Far- fuglaheimilinu til sóma, en unz slík framkvæmd er um garð gengin er þessi umhverfisviðurkenning mátt- laus og nánast skondin í huga okkar sem berja þurfum þetta umhverfi augum á hverjum degi. BIRGIR ARNAR, Laugarásvegi 2. Umhverfisviðurkenn- ing fyrir hvað? Frá Birgi Arnar: Á SAMA tíma og Bandaríkjaforseti hélt ræðu sína um málefni Mið- Austurlanda var enn nálykt í Jenín, allar borgir á Vesturbakkanum höfðu verið hernumdar af ísraelska hernum og hundruð þúsunda Pal- estínumanna voru lokuð inni á heimilum sínum vegna útgöngu- banns. Fólk sem dirfðist að hætta sér út úr húsi átti á hættu að verða skotið á færi. Forsetanum tókst í ræðu sinni að forðast að minnast á núverandi ástand mála á þeim svæðum sem hann vildi sjá stjórn- málaumbætur á. Á sama tíma og forsetinn talaði voru ísraelskir her- menn rétt að ljúka við að hernema Hebron, þrír palestínskir lögreglu- menn voru myrtir í leiðinni. Forset- inn var ekkert að minnast á það að þessi svæði sem hann vill umbætur á eru aðskilin vegna hernáms sem ekki sér fyrir endann á og fólkið sem þarna býr getur ekki ferðast um á milli staða nema fara eftir þröngum fjallvegum sem bílar geta ekki keyrt og þess vegna þarf fólk að ferðast á ösnum. Getur maðurinn ætlast til þess að menn geri umbætur við þessar að- stæður? Hvernig er hægt að gera breytingar í heimastjórn sem Ísr- aelar eru á góðri leið með að þurrka út? Hvernig er hægt að boða til kosn- inga áður en árinu lýkur án þess að hersveitir Ísraelsmanna séu kallað- ar burt og tryggt að þær komi ekki rétt meðan á kosningum stendur? Hvað ætlar maðurinn síðan að gera ef Arafat yrði síðan endur- kjörinn forseti Palestínu af kjós- endum? Yrði það til þess að hann myndi gefa Ísraelum grænt ljós á að ganga endanlega frá Arafat? Myndi það síðan breyta einhverju þótt aðrir tækju við forystu í heimastjórninni? Yrði þeim skapað það umhverfi sem þarf til að berjast gegn hryðjuverkum eins og Bush vill? Eða fær Sharon að eyðileggja þá forystu sem Palestínumenn myndu kjósa sér? Í ræðu forsetans kom fram hvar afstaða hans liggur. Palestínumenn eru sekir, Ísraelsmenn ekki. Í raun- inni sagði hann það nánast berum orðum að Palestínuforseti bæri ábyrgð á þessu öllu. Bush virðist vera búinn að gleyma því að í apríl gaf utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna út tilkynningu þar sem fram kom að ekki hefðu fundist neinar vísbendingar þess efnis að Arafat eða aðrir í palestínsku heimastjórn- inni tengdust hryðjuverkaárásum á Ísrael. En auðvitað má ekki styggja Ísraels-lobbýistana í Bandaríkjun- um. Þótt Bush sé óupplýstur veit hann sem er að ef hann á að halda velli í forsetakosningunum árið 2004 skal hann dansa eftir strengj- um lobbýistanna. Ef sanngjarn friður á að koma til í Mið-Austurlöndum á næstunni verður blindur stuðningur Banda- ríkjanna við hernámsríkið Ísrael að líða undir lok. En á meðan tang- arhald formælenda Ísraels á stjórn- málamönnum í Washington fær að líðast er ekki hægt að búast við slíkum friði. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON, Selvogsgrunni 22, Reykjavík. Um Bush og Palestínu Frá Sigurði Þórarinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.