Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Brúar- foss, Venus hf. og Vædderen. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Florinda og Radvila. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 og kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Mið. 3. júlí farið að Sól- heimum í Gríms- nesi.Lagt af stað frá Aflagranda 40 kl. 13, skráning í afgreiðslu, sími 562 2571. Aflagrandi 40 og Hraunbær 105. Sam- eiginleg ævintýraferð á Langjökul mið. 10. júlí. Farið frá Aflagranda 40 kl. 9 og Hraunbæ kl. 9.30. Boðið er upp á sleðaferðir, vélsleða eða hundasleða. Uppl. og skráning í afgreiðslum í síma 562 2571 og 587 2888. Ath. 3 sæti laus. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 9 leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður og handavinnustofan, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Pútt- völlurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar uppl. í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11.30 sam- verustund. Hjúkrunarfræðingur á staðnum kl. 11–13. Skoðunarferð um Þing- völl fim. 11. júlí. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð kl. 13. Kaffihlaðborð á Valhöll. Vinsamlega greiðið ferðina í síðasta lagi fyrir hádegi þrið. 9. júlí. Uppl. og skráning í síma 568 5052. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Suðurnesjaferð. Fim. 4. júlí verður farið um norðanverðan Reykja- nesskaga, Voga, Garð og Sandgerði. Söfn og sögustaðir skoðuð undir leiðsögn Nönnu Kaab- er. Kaffihlaðborð í Sandgerði. Farið frá Gjábakka kl. 13.15 og Gullsmára kl. 13.30. Þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttöku- lista, sem liggja frammi í félagsheimilunum. Munið félagsskírteinin. Ferðanefndin. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Sund- leikfimin hjá Lovísu í Sundlaug Garðabæjar byrjar 25. júní kl. 16 og verður á þriðjud. og fimmtud. í 3 vikur. Golfnámskeiðið hjá Sturlu verður á þri. og mið. kl. 13 næstu 3 vik- ur í GKG í Vetrarmýr- inni. Fótaaðgerð- arstofa, tímapantanir eftir samkomulagi, s. 899 4223. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un, mánudag, verður fé- lagsvist. Frjáls spila- mennska á þriðjudag kl. 13.30. Pútt á Hrafn- istuvelli þriðjudag kl. 14–16. Vestmanna- eyjaferð þri. 2. júlí. Farið frá Hraunseli kl. 10. Orlofsferð að Hrafnagili við Eyja- fjörð 19.–23. ágúst, 4 nætur. Skoðunarferðir til Húsavíkur, Mývatns, Dalvíkur, Ólafsfjarðar og á Siglufjörð. Skrán- ing og allar uppl. í Hraunseli og í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sunnudagur: Dans- leikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Danskennsla Sig- valda fyrir framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þórsmörk – Langidalur 4. júlí. Brottför frá Ás- garði, Glæsibæ kl. 9. Þeir sem hafa pantað far þurfa að sækja far- miðann ekki síðar en á mánudag á skrifstofu FEB. Hálendisferð 8.–14. júlí, 7 dagar. Ekið norður Sprengisandsleið, fjöl- margir áhugaverðir staðir skoðaðir. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí með Álftagerðisbræðrum. Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15. frá Glæsibæ. Nánari uppl. á skrifstofunni. Dagsferð 15. júlí, Flúð- ir-Tungufellsdalur- Gullfoss-Geysir- Haukadalur-Laug- arvatn-Þingvellir. Skráning hafin. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, m.a. handavinna og föndur, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðju- daginn 14. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tóm- stundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30 mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki. Afgreiðsla Gjábakka verður lokuð vegna sumarleyfa 1.–5. júlí. Mötuneyti, handa- vinnustofa og hár- greiðslustofa eru opin eins og venjulega. Lagt verður af stað í ferð um Norðaust- urland kl. 8.15 frá Gull- smára og kl. 8.30 frá Gjábakka mánudaginn 1. júlí. Nú er fullbókað í Vestfjarðaferðina 15.– 19. júlí. Þeir sem ekki hafa greitt staðfesting- argjald fyrir 3. júlí fyr- irgera rétti sínum til þátttöku í ferðinni. Uppl. í síma 554 3400. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Allir vel- komnir. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13.30 ganga. Vitatorg. Á morgun hárgreiðsla kl. 9, fóta- aðgerðarstofan kl. 10. Smiðjan og bókabandið komið í sumarfrí. Farið verður í Land- mannalaugar 10. júlí. Lagt af stað kl. 8 f.h. Uppl. í síma 561 0300. Háteigskirkja, eldri borgarar. Vegna sum- arleyfa fellur starf eldri borgara niður í júlí- mánuði. Púttvöllur verður í umsjá kirkju- varða í júlí frá kl. 9–17. SÍBS-deildin á Reykja- lundi. Aðalfundur deild- arinnar verður haldinn fimmtudaginn 11. júlí nk. kl. 16.30 í fund- arherbergi Lækna- stöðvar Reykjalundar. Venjuleg aðalfund- arstörf. Kaffiveitingar. Hana-nú, Kópavogi. Farið verður í kvöld- ferð mánudag 1. júlí kl. 18 frá Gullsmára, kl. 18.10 frá Gjábakka. Komið heim um kl. 21. Byrjað verður á heim- sókn í Laugarnesið til óðalsbóndans og kvik- myndagerðarmannsins Hrafns Gunnlaugs- sonar. Síðan farið í Grasagarðinn og Þvottalaugarnar skoð- aðar o.s.frv. Tökum með okkur nesti og klæðum okkur eftir veðri. Fullorðnir: kr. 700, börn: kr. 300. Skráningu lýkur á há- degi á mánudag. Upp- lýsingar í Gjábakka, 554 3400, og Gullsmára, 564 5261. Í dag er sunnudagur 30. júní, 181. dagur ársins 2002. Orð dags- ins: Jesús sagði við þá: Minn matur er að gjöra vilja þess sem sendi mig, og fullna verk hans. (Jóh. 4, 34.) Þakkir OKKUR langar að senda bestu þakkir til Stefáns og Guðrúnar Gunnars í Ikea fyrir framúrskarandi lipurð og þjónustu. Við höfðum keypt vöru hjá þeim og er farið var að nota hana kom upp alvar- legur galli. Þau tóku mjög vel á móti okkur og leystu úr málunum af þvílíkri snilld. Við komum örugg- lega oft í IKEA í framtíð- inni. Hafið bestu þakkir! Unnur og Guðmundur Þór Karlsson 6 ára. Tapað/fundið Svartur ruslapoki með ferðabúnaði týndist ÉG gekk Fimmvörðuháls- inn með góðum hópi Úti- vistar um síðustu helgi. Ferðin heppnaðist í alla staði ágætlega en á heim- leiðinni, líklega á brautar- pallinum á BSÍ, hvarf svartur ruslapoki, líklega merktur mér, en með inni- haldi uppá: gult göngutjald í fjólubláum poka – Marm- ot, 3 einangrunardýnur, handklæði úr flísefni og heimaofin værðarvoð úr svartri ull með köflóttu mynstri, gulu, rauðu og bláu. Værðarvoðin er notuð sem ponsjo. Skilvís finn- andi hafi samband við Sess- elju Traustadóttur í síma 864 2776 eða: sesselja- @hotmail.com. Karlmanns- gleraugu í óskilum Karlmannsgleraugu fund- ust neðst á Hverfisgötu þriðjudaginn 25. júní sl. Nánari upplýsingar í síma 862 5509. Leðurarmband týndist ARMBAND sem er ljós- brún leðuról með stöfunum RJ og HM týndist að morgni 17. júní í miðbæn- um. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 1089. Dýrahald Kettlingar fást gefins KETTLINGAR, fallegir og kassavanir, fást gefins. Uppl. í síma 587 2957. Kisu vantar heimili RÓLEGAN og blíðan högna, 4ra ára, vantar heimili vegna flutnings. Hann er eyrnamerktur og geldur. Upplýsingar í síma 698 6908. Bella er týnd BELLA, 2ja ára skógar- köttur týndist frá Arnarási í Garðabæ fyrir viku. Þeir sem hafa séð hana vinsam- legast hafi samband við Eddu eða Sigrúnu í s. 551 5055 eða 893 3233. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 fús, 4 annast um, 7 vott- ar fyrir, 8 leynum, 9 gagn, 11 nöldra, 13 krakki, 14 streyma, 15 stertur, 17 þvættingur, 20 mannsnafn, 22 málm- pinnar, 23 hugleysingja, 24 búa til, 25 venja. LÓÐRÉTT: 1 skrölt, 2 krafturinn, 3 ill kona, 4 hindrað, 5 suða, 6 formóðirin, 10 ástæða, 12 máttur, 13 vín- stúka, 15 geymis, 16 svera, 18 bylgjum, 19 sér- stakt spil, 20 mannsnafns, 21 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 teinungur, 8 vöðli, 9 ræddi, 10 Týr, 11 reisa, 13 arðan, 15 svöng, 18 ofsar, 21 lúr, 22 meiða, 23 mælum, 24 takmarkar. Lóðrétt: - 2 eyðni, 3 neita, 4 narra, 5 undið, 6 sver, 7 finn, 12 sýn, 14 rif, 15 sómi, 16 ösina, 17 glaum, 18 ormur, 19 sálga, 20 rúms. LAUGARDAGINN 1. júní buðu nokkrir menn til endurfunda fólki sem hafði starfað á Vífils- stöðum, fólki sem dvalið hafði þar sem sjúklingar á árum áður og einnig þá sem ólust þar upp í kring. Mér fannst gaman að hitta fólk sem ég hef ekki séð í tugi ára en hafði jafnvel verið herberg- isfélagi þess. Mér fannst skrýtið að sjá leguskálann sem ég forðum daga lá á daginn í en á skálann vantaði þakið sem hafði fokið af vegna óveðurs. Þarna voru læknasynirnir Lárus Helgason og Skúli Ólafsson, og börn Björns bústjóra og Viktorsbörn, sem gladdi mig mjög. Þeir sem buðu til þessa móts voru Ingvar Viktorsson, Hilmar Harðarson, Elísas Hansen, Sigurður Þor- leifsson og Smári Sigurðs- son. Nú vil ég þakka þessum mönnum fyrir framtakið og veit ég að ég geri það fyrir hönd allra sem mættu sem voru fleiri en búist var við. Við þökkum einnig fyrir veitingar sem voru í boði þeirra. Pálína Magnúsdóttir, Asparfelli 12. Endurfundir á Vífilsstöðum Vífilsstaðaspítali Víkverji skrifar... SPENNAN nær hámarki í dag áheimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, með úrslitaleiknum í Japan. Þá mætast lið Brasilíu og Þýskalands, og svo merkilega vill til að þjóðirnar hafa aldrei mæst í loka- keppni HM. Víkverji hefur fylgst grannt með keppninni allan tímann og er að mörgu leyti ánægður með það sem boðið hefur verið upp á. Margir snjallir leikmenn hafa ylj- að honum um hjartarætur með frá- bærri frammistöðu, og erfitt að nefna einhvern einn eða tvo af svo stórum hópi. Víkverji hefur þó, eftir mikla íhug- un, valið leikmann mótsins, þó ekki væri nema bara svona fyrir sjálfan sig. Þrátt fyrir alla fimu framherj- ana, snillinganna á miðjunni og varn- armennina vösku, sem margir hverj- ir hafa sýnt stórbrotin tilþrif í Japan og Suður-Kóreu, telur Víkverji að einn markvarðanna eigi skilið að telj- ast leikmaður þessa heimsmeistara- móts. Það er Oliver Kahn, hinn þýski. Þar er greinilega á ferðinni stórkost- legur íþróttamaður, sem ekki hefur stigið feilspor í leikjunum til þessa – og aðeins fengið á sig eitt mark í keppninni, sem er ótrúleg staðreynd. Víkverji bíður spenntur eftir því að sjá hvort Kahn tekst að stöðva Ron- aldo, Rivaldo, Ronaldinho og alla hina snillingana í dag í úrslitaleikn- um. x x x VÍKVERJI hafði ekki farið í Bláalónið í nokkur ár þar til hann lét verða af því í vikunni. Sótti þá tvo út- lendinga, kunningja sína, á Keflavík- urflugvöll og byrjaði á því að skreppa með þá í lónið. Það verður að segjast alveg eins og er að uppbyggingin á staðnum hefur verið til mikillar fyr- irmyndar upp á síðkastið; þarna er ákaflega snyrtilegt, húsnæði og að- staða öll glæsileg og er skemmst frá því að segja að útlendingarnir hrifust mjög af staðnum. Enda sögðust þeir hafa heyrt af „Blue Lagoon“ – ef far- ið væri inn á Netið í því skyni að leita upplýsinga um Ísland væri ekki hjá því komist að fá upplýsingar um þennan óvenjulega stað. Eftir að hafa slakað á í lóninu góða stund bauð Víkverji félögum sínum svo upp á málsverð í veitingasal lóns- ins og ekki varð sú stund til að draga úr ánægju með staðinn. Þar var bor- inn fram dýrindis matur á mjög sanngjörnu verði. x x x AUGLÝSINGAR Tóbaksvarnar-nefndar í sjónvarpi hafa gjarn- an vakið mikla athygli og umtal hin síðari ár og enn einu sinni hefur nefndin náð að vekja verðskuldaða athygli á málstað sínum með áhrifa- miklum auglýsingum. Hann hætti að reykja í dag, segir þulurinn um manninn sem liggur í sófanum heima hjá sér. Þar er greinilega farið rétt með því maðurinn er látinn og reykir því ekki meira! Þetta er vissulega óvenjuleg aug- lýsing og að sumra mati óviðeigandi þar sem svo virðist sem börn séu að leik í íbúðinni ef marka má hljóðin í auglýsingunni. Sumum sem rætt hafa umrædda auglýsingu við Vík- verja finnst Tóbaksvarnarnefnd hafa gengið of langt að þessu sinni, en Víkverji tekur ekki undir það. Reyk- ingar eru dauðans alvara, og eins gott að segja hverja sögu eins og hún er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.