Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN Laxalind 19 - Kópavogi Opið hús frá kl. 16-18 Glæsilegt parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á góðum útsýnisstað. Samliggjandi stofur með arni, sjónvarpshol og 3 svefnher- bergi. Sérsmíðaðar innréttingar og vönduð gólfefni. Innbyggð halógen- lýsing í öllu húsinu. Arkitekt innanhúss Rut Káradóttir. Timburverönd með skjólveggjum og heitum potti. Eignin er vel staðsett í enda botn- langa við grænt opið svæði, glæsil. útsýni. Verð 31,0 millj. EIGN Í SÉRFLOKKI. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 16-18 Verið velkomin. ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, 3. h., 101 Reykjavík sími 552 6600 - fax 552 6666 Mjög fín 73 fm kjallaraíbúð, for- stofa, hol, gott eldhús, flísalagt bað, góð stofa og stórt svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Sér- geymsla og þvottahús í sameign. Sérinngangur. Tilvalin fyrsta íbúð fyrir unga og námsfólk. Stutt í alla skóla. Verð 9,5 millj. Hagamelur Opið hús í dag milli kl. 14 og 16 Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Í dag býðst þér að skoða þessa einstaklega glæsilegu efri sérhæð. Einstakt útsýni til norðurs, vesturs og suðurs. Rúmgóðar suðursvalir. Íbúðin er 120 fm auk millilofts. Íbúðinni fylgir 28 fm bílskúr að auki. Íbúðin er til afhendingar fljótlega, fullbúin án gólfefna. Ásmundur sölumaður á Höfða verður á staðnum í dag. Verð 21,5 millj. Endaraðhús á frábærum stað í Selásnum. Örstutt í sundlaug og óspillta náttúru. Glæsilegt 171 fm endaraðhús á tveim hæðum með tvöföldum 42 fm. bílskúr að auki. Parket og flísar á gólfum. Stofa og borð-stofa. Arinn í stofu. Fimm svefnh. Sjónvarpsherb. Baðherb. flísalagt, baðkar og sturta. 1. flokks innréttingar. Fallegur garður. Verönd til suð-vesturs. Eign í toppstandi. Skipti möguleg. Helga og Jón taka vel á móti ykkur í dag. Verð 21,9 millj. Í dag býðst þér að skoða þessa fallegu 133 fm íbúð sem er á 3. hæð. Íbúðin er í virðulegu steinhúsi á þessum eftirsótta stað. Íbúðinni fylgja tvö herbergi sem eru í útleigu. Suðursvalir. Rúnar tekur vel á móti ykkur. Verð 14. millj. Maríubaugur 115 - efsta hæð Grettisgata 90 - 3. hæð Brautarás 1 Hraunbær 119 - leiga Úrvalshúsnæði til útleigu á góðum stað ! Eignamiðlunin hefur til útleigu nýtt og glæsilegt húsnæði að Hraunbæ 119. Húsið er einkar vel staðsett við hliðina á Árbæjar- pósthúsinu í einu fjölmennasta íbúðar- og atvinnuhverfi borgar- innar. Húsnæðið er tilbúið undir tréverk, en lóð fullfrágengin með góðum bílastæðum. Lyfta er í húsinu. Húsið hentar sér- staklega vel fyrir verslun og ýmis konar þjónustustarfsemi. Á neðri hæð eru til útleigu um 300 fm og á efri hæð um 530 fm. Á neðri hæð hefur Sparisjóður Vélstjóra þegar opnað 400 fer- metra útibú. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Kjartan Hallgeirsson. 2495 KAUPENDALISTINN Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Sími 575 8500 • Fax 575 8505 EINBÝLISHÚS.  Höfum fjársterkan kaupanda að einbýlishúsi í Þingholtunum. Góðar greiðslur í boði fyrir rétta eign.  Heildsala vantar 150-200 fm einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr í Grafarvogi. Bein kaup eða skipti á heilli húseign á útsýnisstað í Hólun- um. RAÐ- OG PARHÚS  Vantar fyrir hjón sem eru að flytja utan af landsbyggðinni rað- eða par- hús helst á einni hæð.  Vantar rað- eða parhús með fjórum svefnherb. í Garðabæ fyrir traustan kaupanda SÉRHÆÐIR  Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 120-150 fm hæð á svæði 101 eða 107. Góðar greiðslur í boði.  Óskum eftir 5 herb. sérhæð í Norðurmýri, þ.e. Hrefnugötu, Kjartans- götu, Guðrúnargötu, Bollagötu, Gunnarsbraut eða Auðarstræti.  Vantar sérhæðir í Kópavogi (suðurhlíðar Kópavogs), Garðarbæ eða Hafnarfirði. 4RA - 7 HERB.  Einstæða móðir vantar 4ra herbergja íbúð í nágrenni (göngufæri) Aust- urbæjarskólans. Góðar greiðslur í boði.  5 herb. íbúð í Fossvogi óskast fyrir traustan kaupanda. Góðar greiðslur í boði.  Höfum traustan kaupanda að 4ra herb. íbúð í Hlíðunum eða vesturbæ í góðu fjölbýlishúsi.  Vantar fyrir traustan viðskiptavin góða 4ra herb. íbúð, helst með bílskúr í Fossvogi, Gerðum eða Háaleitishverfi.  Harðan KR-ing vantar 4ra herb. íbúð í nágrenni heimavallarins. Góðar greiðslur í boði.  Óskum eftir 5 herb. íbúð á svæði 101, helst við Freyjugötu, Sjafnar- götu, Fjölnisveg, Bergstaðastræti, Mímisveg eða Lokastíg, en aðrar götur koma til greina.  Vantar 4ra herb. íbúð í Grundum eða Túnum Kópavogs fyrir traustan kaupanda. 2JA -3JA HERB.  Stýrimann vantar 3ja herb. íbúð á svæði 101 eða 105.  Erum með kaupanda að 3ja herbergja íbúð í nágrenni Hlemmtorgs. OPIÐ alla virka daga frá kl 9 til 18 Álfheimar 19 - opið hús Falleg og björt 4ra herb. íbúð á efstu hæð í þessu fallega fjórbýli. Íbúðin er mikið endurnýjuð, parket. Suðursvalir. Frábær staðsetning. Íbúðin getur losn- að fljótlega. Áhv. húsbréf ca. 6,2 m. Verð 12,3 m. Haukur og Hlíf taka á móti ykkur í dag, sunnudag, frá kl. 13 - 16. Allir velkomnir. OPIÐ HÚS Í DAG MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá alþingismönnunum Lúðvík Bergvinssyni, Guðjóni Arnari Kristjánssyni og Guðrúnu Ögmundsdóttur: „Vegna yfirlýsinga formanns alls- herjarnefndar í fjölmiðlum þess efn- is, að ekki sé ástæða til að halda frek- ari fundi í allsherjarnefnd Alþingis vegna aðgerða stjórnvalda meðan á heimsókn Kínaforseta stóð hefur þess verið farið á leit við formann nefndarinnar, með vísan til ákvæða 2. mgr. 15. gr. laga um þingsköp Al- þingis nr. 55/1991, að boðað verði til fundar í nefndinni svo skjótt sem verða má. Á fundinum verði farið yf- ir aðgerðir lögreglu og sýslumanns á Keflavíkurflugvelli í aðdraganda og á meðan á heimsókn Kínaforseta stóð. Formanni er skylt að verða við þessari beiðni. Á fundinn verði boðaðir ríkislög- reglustjóri, lögreglustjórinn í Reykjavík og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Þess er enn- fremur farið á leit að fulltrúar hvers embættis fyrir sig ræði einslega við nefndina og fulltrúar viðkomandi ráðherra verði ekki viðstaddir fund- inn. Undirritaðir telja að ef Alþingi á að geta sinnt stjórnarskrárbundnu hlutverki sínu að veita framkvæmda- valdinu aðhald verði hún að geta kallað á sinn fund það fólk sem hún vill ræða við án milligöngu og af- skipta ráðherra. Nefndin á að hafa sjálfdæmi um þá gesti sem hún boð- ar til fundar og getur ekki sætt sig við að aðrir taki ákvarðanir fyrir hana í þeim efnum. Það er mat undirritaðra, að það sé hvorki hlutverk formanns allsherjar- nefndar né fulltrúa ráðherra, að ákveða hvort fullnægjandi upplýs- ingar hafi verið veittar nefndinni eða ekki eða hvernig þeirra skuli aflað. Þetta á ekki hvað síst við þegar þeir sem óskað hafði verið eftir að kæmu til fundar mættu ekki og hafa því ekki gefið sín svör eða sett fram sín- ar skýringar. Því hefur þessi beiðni verið sett fram svo Alþingi fá rækt hlutverk sitt um að veita stjórnvöld- um aðhald.“ Beiðni um fund í alls- herjar- nefnd MIKIL aðsókn ferðamanna hefur verið að söfnunum á Eyrarbakka það sem af er sumri. Þau eru opin alla daga vikunnar klukkan 10 til 18. Í Sjóminjasafninu eru sýndar minj- ar frá sjósókn frá verstöðvunum fornu milli Þjórsár og Selvogs. Auk þess eru áhöld eyrbekkskra iðnaðar- manna, gripir úr félagslífi og safn mynda til sýnis í safninu. Í forsal Sjóminjasafnsins er sýning sem helguð er Barnaskólanum á Eyr- arbakka og Stokkseyri, en skólinn verður 150 ára 25. október næstkom- andi. Þar getur að líta líkan af Eyrar- bakka fyrri tíðar, sem nemendur skólans bjuggu til á liðnum vetri. Í Húsinu getur að líta ýmsa gripi er tengjast Húsinu og þar með menning- arsögu Eyrarbakka og Suðurlands. Í Húsinu eru nú uppi þrjár sýningar: Í assistentahúsinu, á annarri hæð, er sýningin Sitthvað um selinn og er þar kynnt margvíslegt efni sem tengist selum við Ísland. Í borðstofu Hússins eru nýjar stækkanir af myndum sem Hans Malmberg, einn fremsti ljós- myndari Svía á sinni tíð (1927–1977), tók hér á landi árið 1951. Ljósmynda- bók, helguð Íslandi, var þá gefin út. Myndirnar í borðstofunni eru af ferð- um hans um Suðurland. Í stássstof- unum eru síðan gripir, skjöl og mynd- ir sem tengjast Húsinu og íbúum þess. Söfnin á Eyrarbakka vel sótt ♦ ♦ ♦ Eyrarbakka. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.