Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 30. JÚNÍ 2002 151. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sóknarfærin liggja áfram í sjávarútvegi 10 Siðfræði samofin öllum greiningum á meðgöngu 18 Eyjamenning á Breiðafirði Gamli tíminn er alls staðar nálægur í Skáleyjum jafnt verkhættir hlunnindanýting og leikföng barnanna Hér kynnist tölvuleikjakynslóðin jórir Vest- manna- yingar fóru ýlega í reiðafjarð- reyjar og völdu í Skál- yjum og í latey. Sigurgeir Jónasson ljós- d ði j lífið á B ið fi ði /10 kill húsakostur er í Skáleyjum, en þar var tvíbýli lengi vel. ér er horft til bæjarhúsanna af bryggjunni. Prentsmiðja Morgunblaðsin Sunnudagur 30. júní 2002 B FIMM suður-kóreskir hermenn féllu eða er saknað og 22 aðrir særðust er til átaka kom milli suður- og norður- kóreskra herskipa úti fyrir vestur- strönd Kóreuskagans í gær, að því er s-kóreska varnarmálaráðuneytið greindi frá. „Fjórir hermenn féllu, eins er saknað, og einu skipa okkar var sökkt,“ sagði Lee Sang-Hee und- irhershöfðingi, framkvæmdastjóri stjórnstöðvar herráðs S-Kóreu, við fréttamenn. N-kóreskt varðskip hefði verið dregið rjúkandi á brott af bar- dagasvæðinu. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem til átaka kemur milli Kóreuríkjanna og boðaði Stjórnstöð Sameinuðu þjóðanna (SSÞ) eftirlitssveitirnar, sem settar voru á laggirnar eftir að ríkin létu af átökum 1953, fulltrúa þeirra til viðræna í gær. N-Kóreu- menn virtu þó boðunina að vettugi. Átökin urðu á fiskimiðum við Yeonp- yeong-eyju þegar tvö n-kóresk varð- skip fóru yfir línuna á milli yfirráða- svæða ríkjanna á því svæði. Fjögur s-kóresk varðskip voru samstundis send á svæðið. Lee sagði að eitt n-kóresku varð- skipanna hefði hafið skothríð og hefðu s-kóresku skipin svarað í sömu mynt. Hefði orrustan staðið í 20 mín- útur. Í fregn opinberrar fréttastofu N-Kóreu sagði aftur á móti að n-kór- esku skipin hefðu verið í vörn og voru S-Kóreumenn sakaðir um að hafa ráðist á þau. Hefðu átökin valdið manntjóni, en ekki var getið um hversu margir hefðu fallið. Kim Dae-Jung, forseti S-Kóreu, boðaði neyðarfund í þjóðaröryggis- ráðinu til þess að ræða stöðuna. Var allur s-kóreski herinn í viðbragðs- stöðu í gær. Ekki voru þó fyrirætlanir um að breyta þeirri áætlun forsetans að vera viðstaddur lokaathöfn heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu, er haldin verður í Japan í dag. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um það hvort líklegt sé að n-kór- eski flotinn hafi átt sök á orrustunni í gær. „Norðanmenn gætu ekki hafa hagnast á þessum atburðum,“ sagði Lee Jong-Seok, við Sejong-stofn- unina í S-Kóreu, sem er einkarekin. Bætti hann því við, að samskipti Kór- euríkjanna teldust góð, þótt ekki standi yfir opinberar viðræður. Koh Yoo-Hwan, prófessor við Dong-Guk-háskóla, segir aftur á móti að vera kunni að N-Kóreumenn hafi verið að hefna þess, að n-kóresku varðskipi var sökkt á svipuðum slóð- um 1999, og fórust margir með því, en manntjón S-Kóreumanna var tiltölu- lega lítið. Átökin 1999 eru talin hafa brotist út vegna deilna um krabbaveiðar á svæðinu, sagði Koh. „N-Kóreumenn leggja allt kapp á að veiða krabba, því að þær veiðar afla þeim hvað mestra tekna.“ Mannskæð sjóorr- usta Kóreuríkjanna Seoul. AFP. ÍSRAELSKUR hermaður vísar fréttamönnum á brott frá rústum aðalstöðva heimastjórnar Palest- ínumanna í Hebron á Vestur- bakkanum í gær. Eftir fjögurra daga umsátur eyðilagði ísraelski herinn húsið í gærmorgun og sagði ísraelska útvarpið að 15 herskáir Palestínumenn, er hafi hafst við innandyra, hafi fallið. Húsið var þriggja hæða og í því voru stjórnsýslu- og öryggis- málaskrifstofur palestínsku heimastjórnarinnar. AP 15 felldir í Hebron Bush heitir aðgerðum gegn fjársvikum Svikarar hljóti sektir og fangelsi Washington. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hét því í gær, að sækja til saka þá framkvæmdastjóra fyrirtækja er ættu þátt í fjársvikum og koma í veg fyrir að þeir sem brytu þannig af sér fengju að gegna stjórnunarstöðum í bandarískum fyrirtækjum. Þetta kom fram í vikulegu útvarpsávarpi forsetans, er ætlað var að bæta á ný traust almennings á bandarískum fyrirtækjum og verðbréfamörkuð- um. „Alríkisstjórnin mun verða vak- andi fyrir því, að sækja til saka þá sem brjóta af sér, til þess að tryggja að fjárfestar og launþegar beri áfram fullt traust til bandarískra fyr- irtækja,“ sagði forsetinn ennfremur. Orð Bush eru til marks um afdrátt- arlausari afstöðu stjórnar hans til fjársvikahneykslismála, er hafa tröllriðið viðskiptalífinu í Bandaríkj- unum síðan í desember, er orkusölu- fyrirtækið Enron varð gjaldþrota. Bush sagði að stjórnin myndi fara ofan í kjölinn á fregnum um fjársvik innan fyrirtækja og draga til ábyrgð- ar þá sem gerst hefðu sekir um að villa um fyrir hluthöfum og starfs- fólki. „Framkvæmdastjórar sem svíkja munu eiga yfir höfði sér fjár- sektir og ef þeir fremja glæpi verða þeir settir í fangelsi,“ sagði forset- inn. Tyrkir fögnuðu 17 TYRKNESKI landsliðsmaður- inn Hakan Sukur komst á spjöld knattspyrnusögunnar í gær þegar hann skoraði mark er aðeins 11 sekúndur voru liðnar af leik Tyrkja og S-Kór- eu um þriðja sætið á HM. Tyrk- ir sigruðu í leiknum með þrem- ur mörkum gegn tveimur. Aldrei fyrr í sögu HM hefur mark verið skorað svo fljótt í leik. Með markinu sló Sukur 40 ára gamalt met Tékkans Vacl- avs Maseks, sem skoraði mark er aðeins 15 sekúndur voru liðnar af leik Tékkóslóvakíu gegn Mexíkó á HM 1962. En S-Kóreumenn létu ekki deigan síga og eftir aðeins níu mínútur voru þeir búnir að jafna. Tyrkir brugðust ókvæða við og þremur mínútum síðar tóku þeir forystuna á ný og er um 30 mínútur voru liðnar af leiknum komust þeir í 3-1. S-Kóreumenn minnkuðu svo muninn rétt í leikslok. Í dag leika Brasilíumenn og Þjóðverjar til úrslita um heims- meistaratitilinn. Mark eftir 11 sekúndur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.