Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 30. júní 1992: „Niðurstöður Kjaradóms um launakjör ráðherra, alþingismanna og ýmissa embættismanna má ræða út frá ýmsum sjón- armiðum og færa rök með og móti þeim launum, sem dóm- urinn hefur úrskurðað ein- stökum starfshópum en eitt er alveg ljóst: nái niðurstöður Kjaradóms fram að ganga hrynur sú launastefna, sem mörkuð hefur verið í tveimur kjarasamningum frá febrúar 1990. Sú launastefna er ein meginástæða þess, að tekizt hefur að ná verðbólgunni nið- ur á svipað stig og tíðkazt í nágrannalöndum okkar og jafnvel niður fyrir það. Þessi launastefna er jafnframt ein helzta ástæða fyrir þeim stöðugleika, sem skapazt hef- ur í efnahagsmálum okkar Íslendinga síðustu misserin. Þessi launastefna er líka ein helzta forsenda þess, að okkur takist að koma upp úr djúpum öldudal alvarlegrar kreppu, sem ríkir í at- vinnumálum okkar.“ . . . . . . . . . . 30. júní 1982: „Menn þurfa ekki að vera vel í sér í sögu íslenskra stjórnmála á þess- ari öld til að vita, að fram- sóknarmenn telja það meðal stærstu stunda í sögu flokks síns og leiðtoga, þegar Her- mann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, neitaði þýska flugfélaginu Lufthansa um flugleyfi til Íslands skömmu áður en síðari heimsstyrjöldin hófst. Fram- sóknarmenn eru hreyknir af því, að þáverandi forystu- maður þeirra stóðst þrýsting frá útlöndum og ásælni er- lends einræðisríkis, sem var á útþenslustigi og vildi ná fót- festu á Norður-Atlantshafi. Nasistar beittu því óspart í samskiptum sínum við Ís- lendinga á þessum árum, að íslenska þjóðin ætti mikið undir viðskiptum við Þýska- land. Beittu nasistar þessum viðskiptatengslum með ósvífnum hætti til að hafa áhrif á íslensk stjórnvöld og knúðu þau meðal annars til að þagga niður gagnrýni blaða á Þýskaland nasism- ans, eins og sagan sýnir.“ . . . . . . . . . . 30. júní 1972: „Flestum var ljóst, þegar núverandi rík- isstjórn var mynduð fyrir um það bil ári, að fljótlega myndi síga á ógæfuhliðina. Þrír ólík- ir flokkar stóðu að stjórn- armynduninni, og þegar áður en þeir komu sér endanlega saman um samstarf og mál- efnayfirlýsingu, var ljóst, að erfitt yrði að sætta hin ólíku sjónarmið, sem flokkar þess- ir hafa haldið á loft. Í mál- efnasamningi stjórnarflokk- anna var t.a.m. strax lýst yfir því, að þeir væru ósammála um grundvallaratriði utan- ríkisstefnunnar. Þannig var það frá upphafi nokkuð víst, að svo ósamstæðir flokkar gætu ekki tekið viðfangs- efnin föstum tökum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BYGGÐASTOFNUN OG DREIFING SJÓNVARPSEFNIS Á ársfundi Byggðastofnunar,sem haldinn var fyrirskömmu, skýrði Kristinn H. Gunnarsson, fráfarandi stjórnarfor- maður stofnunarinnar, frá því, að Byggðastofnun hefði eignazt sjón- varpssenda, sem hún hefði átt veð í og mundi beita sér fyrir uppbygg- ingu dreifikerfa fyrir þrjár sjón- varpsstöðvar, þ.e. Sýn, Skjá einn og Aksjón á Akureyri. Þetta er furðu- leg ákvörðun, sem beinir jafnframt athyglinni að öðrum fjölmiðlarekstri hins opinbera. Í þessum tilvikum er um að ræða einkareknar sjónvarpsstöðvar. Ætl- ar Byggðastofnun að taka að sér dreifingu á efni þeirra og á hvaða forsendum? Er það stefna núverandi ríkisstjórnar að auka umsvif ríkisins í fjölmiðlun frá því, sem nú er? Ef hér er um að ræða stefnubreyt- ingu hjá opinberum aðilum má þá búast við því að Byggðastofnun taki að sér að sjá um dreifingu á dag- blöðum um landsbyggðina eins og Markús Örn Antonsson, útvarps- stjóri, bendir réttilega á í samtali við Morgunblaðið í gær að væri eðlilegt framhald af ákvörðun Byggðastofn- unar. Auðvitað eru slík afskipti opin- berra aðila af fjölmiðlun í landinu óþolandi. Það er nú þegar óviðun- andi fyrir einkarekna fjölmiðla að búa við samkeppni við Ríkisútvarpið eins og það er rekið. Morgunblaðið hefur verið þeirrar skoðunar, að hið opinbera eigi að reka útvarpið sjálft en selja Rás 2. Jafnframt hefur blaðið lýst þeirri skoðun, að ríkið eigi að hætta að reka afþreyingarsjónvarp í sam- keppni við einkareknar sjónvarps- stöðvar en beina rekstri ríkissjón- varpsins í annan farveg. Jafnframt er ljóst að ekki er hægt að una því að fjölmiðlarekstur rík- isins sé að því er virðist ónæmur fyr- ir þeim sveiflum, sem verða á fjöl- miðlamarkaðnum. Þótt gífurlegt tap hafi verið á rekstri Ríkisútvarpsins síðasta áratug, svo eitt tímabil sé tekið sem dæmi, sjást þess engin merki að alvarleg tilraun sé gerð til þess að auka hagkvæmni í rekstri stofnunarinnar, skera niður kostnað eða draga úr honum á einn eða ann- an veg. Þær málamyndaráðstafanir, sem gripið er til við og við, skipta litlu sem engu máli í þessu sam- bandi.Við svona háttalag er ekki hægt að búa. Í fyrsta lagi er eðlilegt að krefjast þess, að Byggðastofnun hverfi frá áformum um opinber afskipti af fjöl- miðlarekstri eins og tilkynnt var á dögunum, að stofnunin hygðist taka upp. Þess verður að vænta að nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar beiti sér fyrir því. Í öðru lagi er eðlilegt að krefjast þess, að rekstur Ríkisútvarpsins verði tekinn fastari tökum, hvað sem líður að öðru leyti skoðanamun á milli stjórnarflokkanna um framtíð stofnunarinnar. Það er sjálfsagt að gera sömu kröfur til opinberra stofnana og fyr- irtækja og gerðar eru til einkafyr- irtækja, að þessir aðila lagi rekstur sinn að breyttum aðstæðum hverju sinni. Það er afar óheppilegt að framtíð- armál Ríkisútvarspins skuli vera í sjálfheldu vegna þess, að ekki næst pólitísk samstaða um málefni stofn- unarinnar og nauðsynlegar breyt- ingar. Æskilegt er að stjórnarflokk- arnir nái a.m.k. samkomulagi um einhverjar þær lágmarksaðgerðir, sem geri kleift að ná þannig tökum á rekstri RÚV, að aðrir fjölmiðlar geti a.m.k. búið við það um skeið. Í GÆR, föstudag, var tilkynnt um stofnun samtakanna Heimssýnar, sem kynnt eru sem þverpólitísk samtök sjálfstæðissinna í Evrópu- málum. Þessi samtök telja það ekki samrýmast hagsmunum Íslendinga að gerast aðilar að Evrópusamband- inu en leggja áherzlu á vinsamleg samskipti og víðtæka samvinnu við aðrar þjóðir í Evrópu og heiminum öllum. Ekki fer á milli mála, að stofnendur samtak- anna eru úr öllum stjórnmálaflokkum. Í Morg- unblaðinu í dag, laugardag, eru þau kynnt sam- eiginlega af Ingva Hrafni Óskarssyni, formanni Sambands ungra sjálfstæðismanna og aðstoð- armanni Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráð- herra, og Ragnari Arnalds, fyrrverandi ráð- herra og alþingismanni sem sat á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið í nær þrjá áratugi, varð fyrsti formaður Alþýðubandalagsins við stofnun þess sem formlegs stjórnmálaflokks 1968 og hafði áð- ur verið einn af helztu forystumönnum samtaka, sem börðust gegn dvöl bandaríska varnarliðsins á Íslandi. Ragnar Arnalds er formaður hinna nýju samtaka. Í stjórn þeirra situr Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi formaður Framsóknar- flokksins, og annar fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, Ingvar Gísla- son, er meðal stofnfélaga. Þar er einnig að finna tvo núverandi þingmenn Sjálfstæðisflokks, þá Guðmund Hallvarðsson og Einar K. Guðfinns- son, og fyrrverandi þingmann Sjálfstæðis- flokksins, Guðmund H. Garðarsson. Ekki fer á milli mála, að á vettvangi hinna nýju samtaka taka höndum saman einstaklingar og talsmenn sjónarmiða, sem í tæplega hálfa öld deildu harkalega um utanríkisstefnu Íslands. Þess vegna má búast við að margir velti því fyrir sér, hvort samtökin Heimssýn séu vísbending um nýtt mynztur í íslenzkum stjórnmálum t.d. á þann veg, að landsstjórnin verði að kosningum loknum að ári mynduð á grundvelli afstöðu til aðildar að ESB. Um það verður ekkert fullyrt á þessu stigi málsins, en fyrir viku lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra þeirri skoðun í sam- tali við Morgunblaðið að svo yrði ekki. Í allmörg ár hafa verið starfandi samtök hér á Íslandi, sem hafa það á stefnuskrá sinni að Ís- land eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Samtök þessi störfuðu af töluverðum krafti í upphafi en seinni árin hefur verið deyfð yfir starfsemi þeirra. Gera má ráð fyrir að stofnun Heimssýnar verði til þess að aukinn kraftur færist í starfsemi Evrópusamtakanna og að auk- in starfsemi samtaka áhugamanna með og á móti aðild að Evrópusambandinu verði til þess að skerpa línur í umræðunum um afstöðu Ís- lands til ESB. Þær umræður eru nú þegar miklar og á köfl- um heitar. Stundum hefur verið sagt að for- sætisráðherra hafi „bannað“ umræður um Evr- ópumál. Þann málflutning hefur verið erfitt að skilja. Forsætisráðherra Íslands, þótt valdamik- ill sé, hefur enga möguleika á að banna umræð- ur um einstök málefni. Raunar verður ekki um það deilt, að Davíð Oddsson hefur örvað mjög umræður um Evrópumál undanfarna mánuði. Stofnun Heimssýnar á þeim grundvelli, sem fyrir liggur, bendir til þess, að nú stöndum við á ákveðnum vegamótum í þessum umræðum. Síð- ustu mánuði hafa þær einkennzt af skoðana- skiptum á milli forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra, sem hafa vakið mikla athygli vegna þess ekki sízt að í hlut eiga oddvitar stjórn- arflokkanna tveggja. Gera má ráð fyrir, að starfsemi Heimssýnar og Evrópusamtakanna verði til þess að umræðurnar fari fram með al- mennari þátttöku og þá er kannski tilefni til að staldra aðeins við og íhuga á hvaða leið við er- um. Klofin þjóð Á fyrstu nær 50 árum í sögu íslenzka lýð- veldisins voru Íslend- ingar klofin þjóð vegna djúpstæðs ágreinings um grundvallaratriði. Kalda stríðið milli austurs og vesturs skipti þjóðinni í tvær fylkingar. Þær voru að vísu ekki jafnar að styrkleika. Lýðræð- issinnar voru í miklum meirihluta en talsmenn sósíalismans, sem hölluðu sér að Moskvu í um- ræðum um alþjóðamálin, voru áhrifamikill minnihluti. Íslenzka þjóðin var klofin í herðar niður. Þetta var sundruð þjóð. Sundurlyndið endur- speglaðist í umræðum um alþjóðamál almennt og um varnarliðið og aðild Íslands að Atlants- hafsbandalaginu sérstaklega. Það ríkti persónu- legt hatur á milli manna, sem höfðu ólíkar stjórnmálaskoðanir. Menningarlífið á Íslandi var gegnsýrt af þessum átökum. Listamenn voru vondir eða góðir listamenn, ekki vegna mats á verkum þeirra, heldur eftir því hvar þeir skipuðu sér í flokk. Heil kynslóð íslenzkra lista- manna varð að sæta því að vera ekki dæmd af verkum sínum heldur stjórnmálaskoðunum. Deilurnar, sem við og við spretta upp um stjórn- málaskoðanir og stjórnmálaafskipti Nóbels- skáldsins Halldórs Laxness, endurspegla þessa togstreitu. Það var óvenjulegt, að menn með ólíkar stjórnmálaskoðanir tengdust nánum vináttu- böndum. Þess voru dæmi að athugasemdir voru gerðar við hjónabönd, þar sem mismunandi stjórnmálaskoðanir voru til staðar. Þessar harkalegu, djúpstæðu og á stundum hatursfullu deilur komu skýrt fram í þorska- stríðunum. Andstæðingar aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningsins við Bandaríkin notuðu þá þjóðerniskennd, sem brauzt fram í landhelgisdeilunum, hvað eftir annað til þess að reyna að knýja fram stefnu- breytingu í utanríkismálum. Múgsefjunin á Ís- landi komst á það stig fyrir einungis aldarfjórð- ungi að þessi hróp heyrðust víða: Notum byssurnar á þá! Það voru íslenzku varðskipin, sem áttu að nota fallbyssurnar frá því í upphafi 20. aldarinnar á brezku herskipin! Stjórnarsamstarf á milli tveggja helztu pól- anna í þessum átökum, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks/Alþýðubandalags var óhugs- andi. Ólafur Thors, þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, hafði myndað ríkisstjórn með þátttöku Sósíalistaflokksins 1944. Það hefur sennilega verið framkvæmanlegt í lok heims- styrjaldarinnar síðari vegna samstöðu vestur- veldanna og Sovétríkjanna í stríðsátökunum, auk persónulegrar og óvenjulegrar vináttu Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar. En um leið og harðnaði á dalnum í samskiptum stórveld- anna eftir stríðslok fór lífið að verða erfitt í ný- sköpunarstjórninni, þótt fleira kæmi að sjálf- sögðu til. Þegar Bjarni Benediktsson reifaði hugmyndir um stjórnarsamstarf með þátttöku Alþýðu- bandalagsins í lok viðreisnartímabilsins við nokkra áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum var þeim hugmyndum illa tekið og sumir þeirra sögðu, að þeir mundu aldrei vinna með komm- únistum. Þegar Morgunblaðið hreyfði í desember 1979 hugmyndum um stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags þótti það tíðindum sæta að slíkar hugmyndir væru yfirleitt orð- aðar. Verkalýðshreyfingunni var óspart beitt í þessari orrahríð. Minnihlutinn á landsvísu í kaldastríðsátökunum hafði yfirráð yfir verka- lýðshreyfingunni að langmestu leyti og beitti henni óspart gegn þeim ríkisstjórnum, sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að. Síðasta slík herför var gerð veturinn og vorið 1978 þótt fleira blandaðist að vísu inn í þau átök. Það eru ekki nema þrír áratugir síðan það þótti fréttnæmt ef áberandi talsmenn vinstriafl- anna skrifuðu greinar í Morgunblaðið. Þetta langa, djúpstæða og á köflum haturs- fulla sundrungarskeið heyrir fortíðinni til. Yngri kynslóðir vita ekki um hvað er verið að tala og skilja það ekki, þegar þessum atburðum er lýst. Eldri kynslóðir eru brenndar á sálinni. Sáðkorn nýrrar sundrungar Að þessum liðna og erfiða tíma er vikið hér og nú vegna þess, að Evrópuumræðan ber í sér sáðkorn nýrrar sundrungar í íslenzku þjóðlífi. Og við sjáum merki þess nú þegar. Umræðan um aðild eða ekki aðild að ESB kallar fram sterkar tilfinningar hjá fólki. Að hluta til vegna þess, að sumir þættir málsins vekja upp umræður um fullveldi þjóðarinnar og sjálfstæði. Til marks um það eru ummæli Ragn- ars Arnalds í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, en hann segir, að þetta mál sé um- fram allt sjálfstæðismál, innganga í ESB þýði afsal á ýmum þáttum fullveldisins og að ýmis réttindi glatist og síðan bætir Ragnar við: „Ég nefni sem dæmi, að við getum ekki gert viðskiptasamninga við önnur ríki án milligöngu Evrópusambandsins, samninga um fiskveiðar í úthafinu og annað í þeim dúr. Sumir tala um þetta eins og einhverja þjóðernisrómantík, líkja þessu við sjálfstæðisbaráttuna, en það er nú bara eðli málsins enda er það viðurkennt að til þess að ganga í ESB þyrftum við að breyta stjórnarskránni, þar sem það felur í sér afsal fullveldisins.“ Að öðru leyti vegna þess að hugsjónin um sameinaða Evrópu er í margra augum stórbrot- in hugsjón í ljósi sögulegra átaka þjóðanna á meginlandi Evrópu. Þar er unnið að sameiningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.