Morgunblaðið - 30.06.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 30.06.2002, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ un við Færeyjar tekin sem dæmi um góða útkomu sóknarstýringar. Hvað finnst þér um það? „Færeyingar byggja fiskveiði- stjórnun sína að töluverðu leyti á aflamarkskerfi með framsalsrétti milli skipa á nákvæmlega sama hátt og á Íslandi. Það eru 8 uppsjávar- skip í Færeyjum, sem fá úthlutað aflamarki. Þau hafa verið það í mörg ár. Nú eru fimm frystiskip að veiða þorsk norður í Barentshafi og þann- ig hefur það verið síðastliðin 15 ár. Það komast engir aðrir inn í þessar veiðar á uppsjávarfiski en útgerðir þessara 8 skipa og sömu söguna er að segja um útgerðir skipanna fimm í Barentshafinu. Þá er veiðiheimild- um færeyskra báta við Ísland deilt niður á þá með aflamarki, sem er framseljanlegt. Ná ekki að takmarka aflann Sé litið á sóknarmarkið, byrjaði það vegna óánægju með tillögur fiskifræðinga, en þá var veiðum á heimamiðum stjórnað með afla- marki. Mig minnir að fiskifræðingar hafi lagt til 28.000 tonna hámarks- afla af þorski, en þá breyttu menn yfir í sóknarmark og aflinn varð um 45.000 tonn. Hluti af ánægjunni með sóknarmarkið var því sá, að þeir veiddu nærri tvöfalt meira en fiski- fræðingar lögðu til. Dagakerfið virkar þannig að afli á skip á dag er áætlaður og dagafjöldi síðan ákveðinn í samræmi við þann heildarafla sem talið er að taka megi. Kerfið er hins vegar alveg lok- að. Það komast engir inn í þetta kerfi nema kaupa sér skip sem er inni í kerfinu. Það má færa daga milli skipa og sameina veiðiheimildir með fækkun skipa. Það er sóknar- dagarnir eru framseljanlegir. Með þessum hætti hafa Færeyingar mjög góða stjórnun á stærð flotans. Það er því eingöngu á heimamið- um, sem Færeyingar stjórna veið- um með dagakerfinu. Fiskveiði- stjórnunin miðast við það að stækka flotann alls ekki, heldur minnka hann með sameiningu veiðiheimilda. Þegar við berum fiskveiðistjórnina á Íslandi og í Færeyjum saman, kem- ur margvíslegur mismunur í ljós. Í Færeyjum eru ekki til kvótalausir bátar, hafi menn hvorki aflaheimild- ir né veiðidaga, komast þeir ekkert inn í kerfið. Ég fullyrði að Ísland sé eina landið við norðanvert Atlants- haf, þar sem engar hömlur eru á stækkun flotans. Í Evrópusamband- inu er til dæmis ekki hægt að fá veiðileyfi fyrir nýtt skip nema til- svarandi eða stærra skip fari úr rekstri. Þar er nánast í öllum lönd- um veiðunum stjórnað með afla- marki á fyrirtæki, þar sem veiði- heimildirnar eru framseljanlegar, ekki eingöngu á milli fyrirtækja, heldur einnig á milli landa. Við sam- einingu aflaheimilda skipa í Noregi fá útgerðarmenn loforð stjórnvalda fyrir því að sameiningin haldi í 19 ár ef skipið, sem sameinað er af er úr- elt. Alls staðar erfitt að komast inn Niðurstaðan er sú að alls staðar er mjög erfitt að komast inn í fisk- veiðar. Það verður þá að kaupa rétt- indin, það er veiðileyfið, rúmmálið og aflamarkið á sama hátt og hér var. Það er hvergi hægt að komast inn á sama hátt og kvótalausu bát- arnir hér. Eftir Valdimarsdóminn geta menn komið hingað með hvaða drasl sem er, hvaðan sem er úr heiminum, skráð það og byrjað að veiða með því að leigja sér heimildir eða kaupa aflahlutdeild. Manni finnst, að þegar verið er að fræða okkur um fiskveiðistjórnun í lönd- unum umhverfis okkur, sjái sumir sér hag í því að sleppa því að minn- ast á ýmsa mikilvæga þætti, sem ekki falla að þeirra skoðunum. Til dæmis er verið að leggja það til í Færeyjum að fiskidögum verði fækkað verulega vegna þess að sóknarkerfið hefur valdið því að afl- inn er mun meiri en fiskifræðingar telja ráðlegt.“ Held að margumtöluð sátt náist seint Nú hefur Alþingi samþykkt auð- lindagjald á sjávarútveginn. Má þá segja að sátt sé orðin um fiskveiði- stjórnun á Íslandi? „Ég held að þessi margumtalaða sátt náist seint. Þarna var talað um tvær, þrjár aðferðir. Ein fólst í því að taka af útgerðinni ákveðinn hluta aflaheimilda sem hún hafði og bjóða upp. Ég held að þeir, sem það vildu gera, hafi ekki hugsað málið alveg til enda. Það hefði truflað alla þróun og stöðvað fjárfestingar í sjávarútveg- inum með tilheyrandi afleiðingum, þar sem engar áætlanir hefði verið hægt að gera fram í tímann. Af tvennu illu held ég að það sé lán fyr- ir okkur að sú leið var farin, sem varð ofan á. Ég held að þessi svo- kallaða sátt náist seint við ákveðna aðila, en að töluvert stór hluti þjóð- arinnar geti sætt sig við þetta. Margt sem gleymist í umræðunni Mér finnst margt gleymast í þess- ari umræðu. Við, sem stundum þessa atvinnugrein, erum oft af- greiddir sem sægreifar og stórút- gerðarmenn, en það gleymist oft sú staðreynd að hjá Samherja vinna til dæmis á áttunda hundrað manns. Við berum að sjálfsögðu ákveðna ábyrgð gagnvart því fólki. Stað- reyndin er sú að við höfum aðgang að þessum aflaheimildum, höfum rétt á að nýta þær og okkur ber að skapa atvinnu og verðmæti úr þeim, þannig að það gagnist fólkinu sem vinnur hjá okkur, þeim sem hafa lagt fé í fyrirtækið hjá okkur og þeim sem eru að þjóna sjávarútveg- inum. Þetta þurfum við að gera þannig að það gagnist þjóðarbúinu í heild. Dæmi um þetta er þróun og fram- leiðsla á búnaði fyrir sjávarútveg- inn. Mest af honum hefur verið þró- að í samvinnu við útgerðir stærri skipa og stóru frystihúsin. Vinnslu- búnaður Marels hefur verið þróaður á þennan hátt og sú þróun er nú að skila sér líka í kjötvinnslu. Sömu sögu er að segja um tölvufyrirtæki, sem eru að flytja út þekkingu. Hún hefur verið þróuð í samvinnu við stærri fyrirtækin. Sú stefna að taka af okkur heim- ildir og bjóða þær upp, hefði að mínu mati ekki leitt til góðs. Sumir þeirra sem gagnrýna kerf- ið mest, eru þeir sem hafa selt sig út úr því. Aðrir vilja einfaldlega meiri ríkisforsjá og pólitískar skoðanir eru auðvitað mismunandi. Sumir vilja að Byggðastofnun úthluti þess- um heimildum, en staðreyndin er sú að það er meira deilt um þær heim- ildir sem Byggðastofnun hefur deilt út en um aðrar heimildir.“ Gengið upp og niður Hefur þú trú á frekari umsvifum ís- lenzkra sjávarútvegsfyrirtækja í sjáv- arútvegi í öðrum löndum? „Mér finnst þetta tvíþætt. Annars vegar þátttaka í starfseminni beint, það er veiðum og vinnslu, og hins vegar sölu- og markaðsmálin. Ég held að það sé afar nauðsynlegt fyrir okkur að reyna okkur með því að fara út. Við verðum að hafa kjark til þess og vera tilbúnir til að láta fjár- magn í það. Ef við lítum á það sem Samherji er að gera erlendis í dag, þá er stað- an þessi: Í Færeyjum ganga þau fyrirtæki, sem Samherji á hlut í, vel. Í Skotlandi gengur reksturinn einn- ig ágætlega, í Þýzkalandi hefur reksturinn verið þyngri, en ég hef fulla trú á því í dag að sá rekstur verði mikilvægur fyrir Samherja í framtíðinni. Þessi fyrirtæki saman hafa fengið árlega úthlutað miklum veiðiheimildum og eru að vinna í umhverfi þar sem mikill stöðugleiki ríkir um þá úthlutun. Sem dæmi má nefna að þessi fyrirtæki eru að veiða yfir 6.000 tonn af þorski á þessu ári. Ég er sannfærður um að erlend starfsemi Samherja verði áfram mikilvægur þáttur í rekstri félags- ins og á að geta skilað því góðum arði. Við erum búnir að verja mjög miklum peningum í að endurbyggja skip og fleira. Við erum búnir að flytja út, hvort sem er til Færeyja, Skotlands eða Þýzkalands, óhemju mikinn búnað til vinnslu og veiða. Því hefur þessi útrás þjónað hags- munum íslenzks iðnaðar mjög vel, hvað sem sagt verður um annað. Ég vonast til að við höldum þessu áfram því það er nauðsynlegt að eiga í samskiptum erlendis og vera að vinna með fólki þar. Fyrir mér er þetta hluti af því að selja afurðir. Við fáum þekkingu og náum sambönd- um í gegnum þessa starfsemi, sem skilar sér á ýmsan hátt. Þegar við erum að selja fisk getum við boðið viðskiptavinunum sjófrystar afurðir hvort sem er frá Þýzkalandi, Skot- landi, Íslandi og jafnvel Færeyjum. Það styrkir sölustarfsemi okkar mikið. Vona að íslensk fyrirtæki treysti sér út Ég vona að rekstur íslenzkra fyr- irtækja gangi það vel að þau treysti sér til að fara út. Að hluta til hefur þetta mistekizt, en þá sýnir það jafn- framt að við erum ekkert einir um að kunna eitthvað fyrir okkur í sjáv- arútvegi. Það er víða mikil þekking. Við höfum öðlast mikla þekkingu af þátttöku okkar í sjávarútvegi er- lendis og ég er bjartsýnn á það, sem við erum að gera erlendis í dag. Það má heldur ekki gleyma því að starf- semi okkar erlendis skapar vinnu og umsvif hér á landi. Frystiskipin sem við gerum út ytra landa stundum afla sínum hér á Íslandi. Í byrjun júní lönduðu skip frá okkur um 1.400 tonnum af afurðum í Reykjavík og því fylgja veruleg umsvif fyrir þá sem þjónusta sjávarútveginn. Meira um erlenda fjárfestingu hér en af er látið Á hinn bóginn er það staðreynd að það er meira um erlenda fjárfest- ingu í íslenzkum sjávarútvegi en af er látið. Við vitum að hér á Íslandi er verið að reka fiskvinnslu fyrir at- beina erlendra fyrirtækja. Það ligg- ur alveg á borðinu og má taka dæmi um Sandgerði og Ólafsvík og fleiri staði. Sé síðan litið á sölufyrirtækin, eru þau einfaldlega alþjóðleg fyrirtæki. Það er enginn sem segir það að ekki geti komið einhver erlendur aðili og keypt meirihlutann í SH eða SÍF. Þetta eru fyrirtæki hér á markaði, ekki framleiðslufyrirtæki, heldur sölufyrirtæki. Þetta eru vel rekin fyrirtæki og ekkert óeðlilegt að út- lendingar vilji kaupa í þeim. Það er alltaf verið að hafa áhyggjur af því að útlendingar komi til með að fjár- festa í íslenzkum sjávarútvegi. Ég held að þeir hafi ekki haft mikinn áhuga á því, en áhuginn á markaðs- fyrirtækjunum gæti verið meiri. Þau hafa byggt upp mjög öflugt dreifikerfi, sem gæti verið eftirsókn- arvert. Launagreiðslur á Vilhelm Þor- steinssyni tæpur hálfur milljarður Umfram allt þarf íslenzkur sjáv- arútvegur stöðugt og gott rekstrar- umhverfi, þar sem hægt er að sjá nokkuð langt fram á veginn með nokkurri vissu hvað varðar þær leik- reglur sem gilda. Óvissan í umhverf- inu er næg. Fjárfesting í fiskveiðum hefur ekki verið mjög mikil, nema helzt í skipum til veiða á uppsjáv- arfiski undanfarin misseri. Hefðu menn ekki einhverja tryggingu fyrir stöðugleika, væru menn ekkert að fjárfesta í skipi eins og Vilhelm Þor- steinssyni. Útgerð hans hefur geng- ið mjög vel og sem dæmi um það má nefna að launagreiðslur á síðasta ári til skipverja voru langleiðina í hálfan milljarð króna. Þar er verið að þróa flókinn vinnslubúnað í samvinnu við íslenzkt fyrirtæki, sem Samherji hefur lagt metnað sinn í að vinna með. Það er svo þegar farið að skila sér í auknum útflutningi fyrir við- komandi fyrirtæki. Með því að vinna aflann um borð í stað þess að fiska í bræðslu voru launin aukin um 250 milljónir króna. Það er verið að skapa atvinnu, auka vinnslu og verð- mæti með þessum stóru skipum og það þarf stór og öflug fyrirtæki til að ráðast í fjárfestingar af þessu tagi. Ákveðin forréttindi Það eru ákveðin forréttindi fyrir mig sem stjórnanda í íslenzkum sjávarútvegi að taka jafnframt þátt í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja er- lendis. Þar er nefnilega ekki verið að takast á um leikreglurnar, sem gilda, heldur „einungis“ reksturinn. Oft er líka verið að fjalla um það hvernig stjórnvöld í viðkomandi löndum geti bezt stutt við bakið á sjávarútvegsfyrirtækjunum, meðal annars með styrkjum til að endur- nýja framleiðslutækin. Þátttaka í sjávarútvegi í nágrannalöndunum veitir því í raun kærkomna hvíld frá eilífri umræðunni hér heima um kvótakerfi, gjafakvóta, tilfærslu og uppboð aflaheimilda og fleira í þeim dúr. Ég er þrátt fyrir allt sannfærður um það að sóknarfærin liggja áfram í sjávarútvegi, bæði hér heima og er- lendis. Þau sóknarfæri þurfum við Íslendingar að nýta, þótt neikvæð umræða um atvinnugreinina geri okkur stundum erfitt fyrir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson.                  # & #     &     '    (    (  )           *&+       ,-         ./   0/               ! !  '    &     .'   (    "   1    #     2&+  3  &+  ! !    %       ! !  2+   &   .# 0 4 5) 6   ' 3#  7 7    ' 8+# 2 9     ' 2  %5    ' :  7 ); <   ' :  4   6   ' : &  0   5)     ' % /# 0   5)     ' ) '  5)     ' 1= 5) <    ' : &  5) 6    ' %+  5)     ' 2  '  5) 6 "   :  5) 6 "   ;#>  ?  "   @ '  5)    ' 0   5) !    ' ;$A )125.4) + &   : : (;     ' :   (;  "   :   (;    ' :  (; 6   ' :   (;    ' .   20 & 5)    #  (  02 6"   ' 4  02 "   ' hjgi@mbl.is ’ Það er hvergi hægtað komast inn á sama hátt og kvótalausu bátarnir hér. Eftir Valdimars- dóminn geta menn komið hingað með hvaða drasl sem er, hvaðan sem er úr heiminum, skráð það og byrjað að veiða með því að leigja sér heimildir eða kaupa aflahlutdeild. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.