Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 33 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Ný legsteinagerð Einstakir legsteinar Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10 220 Hf., s. 565 2566 Englasteinar                                                     !"            ##$ ##%      & '   ( '  ) *   +   )     !"" # " $   !""  %   !"" &  ' "  !"" ( )   * + " *%                      ! "# $$ %& &                    !! ## '  '(( ')! ##* +,-+) '(( . ! ##* ,,-)*+)+-,-/                        !" #     $  %  &% '    #    (    (  #              !  "  # $    % Helgina áður en hann lést gerði Valgarður víðreist, bjó sér til örlítið aukasumarfrí og heimsótti vini og vandamenn í sumarbústaði hér á undirlendinu og var sá gamli óvenju- lega ferðaglaður og hress og er ég ekki frá því að hann hafi ómeðvitað skynjað hvert stefndi. Ég er ríkari í sinni og hjarta eftir kynni mín af Val- garði, æðruleysi hefur fengið nýjan skilning í mínum huga og ég á eftir að sakna húmorsins og ferða í rjóma- tertur og fínerí sem alltaf er hægt að gleðja góða maga með. Valgarður minn, ég veit að þú ert núna á græn- um grundum með ástvinum þínum og hef ég einhvern veginn lúmskan grun um að þið hjónin og Valgarður nafni þinn séuð núna, þegar ég hripa þessar línur, úti að spássera og Dopphildur Djásn hlaupandi allt um kring. Ég bið guð og alla engla um að vaka yfir þér og votta öllum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Fritz M. Jörgensson. Elsku bróðir, ósköp lá þér á allt í einu. Enginn tími til að kveðja og segja takk fyrir það sem þú varst mér og mínum. Við vorum búin að fara í gegnum súrt og sætt saman, áttum okkar góðu stórfjölskyldu sem var ekki minnst þér að þakka hversu stór og góð hún varð. Ævi þín varð ekki sú auðveldasta en þú gerðir það besta úr henni sem hægt var og kvartaðir ekki yfir örlög- unum. Margs er að minnast frá okkar góða æskuheimili; dansinn í kringum jólatréð á aðfangadagskvöld, jólaleik- irnir, bókaheitin, söngurinn í kring- um píanóið og svo margt sem við höf- um reynt að miðla til næstu kynslóða af því þetta gaf okkur svo mikið. Nú svo kom Kolla, stóra ástin, inn í lífið þitt og lífsbaráttan hófst hjá ykkur, börnin komu hvert af öðru, húsbygg- ing og baráttan fyrir brauðinu eins og gengur í stórum fjölskyldum. Allt gekk vel, þið voruð yndisleg saman og góð fjölskylda. Þá reið stóra höggið yfir, þú veiktist af veikinni sem helst enginn vill vita af, geðveik- inni, bráða geðklofa og það varð allt svart í bili, þú varst látinn taka út þungan dóm. Enginn skilningur. Vonandi eru meðferðarúrræðin betri í dag. Ég er svo þakklát þessu fólki sem skapar listaverk eins og „A Beautiful Mind“ og Engla alheimsins sem auka skilning fólks á geðveikinni. En lífið hélt áfram og það birti smám saman upp og fullt af fólki sem hafði skilning studdi við bakið á okkur. Fyrir það vorum við þakklát, þú komst smám saman út í lífið til okkar með hjálp góðs fólks og lyfja. Þú áttir þín góðu börn sem studdu við bakið á þér og gerðu þér lífið bærilegt. Góðu stund- irnar urðu fleiri og fleiri, þú varst duglegur að finna þér góð áhugamál, þér var margt til lista lagt og oft var glatt á hjalla hjá okkur. Þú varst búinn að tala um að þú vildir helst ekki verða mjög gamall og hrumur, en þú varst bara svo hress og með þinn góða húmor til þess síðasta svo mér datt í hug kallinn sem lá banaleguna með svipaðar skoðanir á aldri og heilsu, hann sagði: „Æi, ég hefði nú alveg þegið svona hálft ár í viðbót.“ Alla vega hefði ég þegið að hafa þig lengur. Ég veit að almættið verður áfram með okkur og áfram verður staðið þétt saman. Far þú í friði bróðir. Blessuð sé minning þín Gægæ minn. Þín litla siss, Bergljót. Elsku Valgarður frændi. Mig lang- ar til að kveðja þig með nokkrum fá- tæklegum orðum, nú þegar þú ert horfin okkur yfir móðuna miklu. Ég man eftir þér frá árunum þegar ég var barn á Akureyri. Fjölskylda þín var stór og alltaf gaman að koma í Kringlumýrina til frændfólksins. Þið hjónin voruð fallegt par og gagn- kvæm ást og samheldni einkenndi ykkur. Barnahópurinn var fallegur og mannvænlegur. Á heimilinu var líf og fjör eins og vill verða hjá barn- margri fjölskyldu. Þið hjónin sáuð þó um að ærslin færu ekki úr böndunum. Kolbrún á sinn ljúfa og hægláta hátt og þú með meðfæddum myndugleika, blönduðum svolitlum stráksskap á stundum. Þegar fjölskyldan flutti til Seyðisfjarðar fannst mér það mikill missir, en það var bætt úr að nokkru með sumarheimsóknum á Seyðis- fjörð. Segja má að ég kynntist þér fyrst fyrir 15 árum, þegar þú bjóst í Há- túni. Þá var ég orðinn fullorðinn mað- ur og með okkur varð vinátta. Ég heimsótti þig reglubundið og yfir kaffi ræddum við hin ýmsu mál. Þú varst greindur maður, talaðir fallegt mál. Þú varst sögumaður góður, haf- sjór af sögum, gjarnan kryddaðar kímni og græskulausu gamni. Þú vild- ir öllum vel, varst tilfinningamaður en barst tilfinningarnar ekki á torg. Í brjósti þér bjó mikill harmur sem þú leyndir flestum. Þú varst lifandi og áhugasamur um ýmis málefni, sér- staklega þau er sneru að tækni og skaust þar stundum yngri mönnum rækilega ref fyrir rass. Árið 1989 keyptir þú íbúð í smíðum á Klapp- arstíg 3 og í kjölfarið fylgdu skemmti- legir tímar. Þarna varð gestkvæmt, því þótt þú væri ekki allra varst þú í raun mikil félagsvera. Þú hafðir mikið að gefa og varst einnig mjög áhuga- samur um hagi viðmælenda þinna. Börnin og barnabörnin voru tíðir gestir og á þessum árum eignaðist þú sannkallaðan heimilisvin sem bjó í næsta húsi; Örn Bjarnason frá Ak- ureyri, sem gaf tilverunni bjartari svip. Við frændurnir brölluðum ýmis- legt og vorum um tíma saman í hálf- gerðu „bílabraski“. Keyptum við m.a. saman „Volvo 264“ árgerð 1979, sem verið hafði í eigu eins af forsetum lýð- veldisins. Bifreiðin var sannkölluð lúxusbifreið, með kraftmikilli vél, vökvastýri, leðursætum og rafmagni í rúðum. Hún var rúmgóð vel, enda veitti ekki af. Þú varst með stærstu mönnum og mikill að vallarsýn. Nefndum við bílinn Forsetabílinn. Valgarður hafði ekki ekið um árabil. Gamli ökukennarinn tók nú nokkra ökutíma og endurnýjaði skírteini sitt. Á næstu árum ók hann bifreiðinni af reisn og myndugleika og hafði mikla ánægju af. Síðustu misseri hittumst við frændurnir ekki eins oft og áður en strengurinn á milli okkar var alltaf samur. Það er undarleg tilfinning að þú skulir vera farinn. En á stundum finnst mér að þú sért við hliðina á mér þegar ég er að bauka eitthvað. Ég veit það, Valgarður minn, að þér líður vel og ert í faðmi ástvina, sem áður eru farnir. Ég bið þig að heilsa föður mínum sem dó fyrir rúmum 2 árum. Þið voruð ágætir félagar og er mikill missir að ykkur báðum. Ég vil að lokum votta börnum Val- garðs, barnabörnum, systrum og öðr- um vandamönnum og vinum innilega samúð. Sömuleiðis senda móðir mín og systkini innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhann Frímann Gunnarsson. Vinur minn góður, Valgarður Frí- mann Jóhannsson, er dáinn. Reyndar kallaði ég hann alltaf Gægæ Frí- mann, eða bara Gægæ, eins og allir gerðu sem þekktu hann vel. Nafnið var svo einstakt að það var nóg að segja bara Gægæ, þá vissu allir við hvern var átt. Við kynntumst á Akureyri, en Gægæ var þar lögreglumaður um margra ára skeið, jafnframt því að starfa sem rafvirki hjá Indriða í Kóinu. Ég var þá innan við tvítugt og þurfti endilega að skaprauna lögregl- unni, ef ég mögulega gat, eins og fleiri ungir menn í höfuðstað Norðurlands á þeim tíma. Sérstaklega átti þetta við þegar við strákarnir höfðum kom- ist yfir áfengi og stundum tókst okkur að æsa lögguna svoleiðis upp að hún fór að láta kjánalega og missa stjórn á skapi sínu. Ég held að flestir í lögregl- unni hafi einhvern tímann lent í því. Nema Gægæ. Hann skipti aldrei skapi það ég best man. Alltaf svona sallarólegur, stór og mikill, dálítið eins og góðlegur bangsi. Hann Val- garður Frímann Jóhannsson lét nú ekki nokkra unglingsstráka koma sér úr jafnvægi. Gægæ var svo stór og mikill að fé- lagar hans í lögreglunni báðu hann að „rétta nú vel úr sér“ ef mikið lá við og slagsmál sýndust í uppsiglingu. Datt þá yfirleitt allt í dúnalogn. Enginn vildi lenda í slag við þennan stóra mann ef hægt var að komast hjá því. Þannig er minningin um Gægæ á Ak- ureyri svona í kringum 1965. Svo var það sumarið 1990 að ég flutti á Völundarlóðina neðst á Klapp- arstígnum í Reykjavík og einn af þeim fyrstu sem ég sá þar var Gægæ Frímann, vinur minn frá Akureyri. Hann hafði keypt sér þar íbúð eins og ég. Það voru miklir fagnaðarfundir. Í þau ár sem við áttum báðir heima þarna á Klapparstígnum kom ég nán- ast daglega til Gægæ og við spjöll- uðum um alla heima og geima yfir góðum kaffisopa. Hjá honum var eiginlega mitt annað heimili í nokkur ár. Það var hálftómlegur dagur ef ég náði ekki að segja nokkur orð við vin minn Gægæ Frímann og fá kaffi í bolla. Og við spjölluðum margt. Það var gott að koma til Gægæ með vandamál lífsins sem banka uppá öðru hvoru hjá okkur öllum. Hann fann alltaf ein- hverja einfalda lausn á málunum, hversu snúin sem þau kunnu að hafa verið í upphafinu. Með rólegheitum sínum og góðsemi greiddi hann úr öllu saman og lausnin lá svo á borðinu fyrr en varði, svona rétt eins og ekk- ert væri eðlilegra. Ég furðaði mig oft á þessum eiginleika hjá Gægæ, að leysa mál á einfaldan hátt. Áfram liðu árin. Frá Klapparstígnum flutti Gægæ í Álftamýri 40 og bjó þar í nokkur ár. Þangað heimsótti ég hann stundum og alltaf var það jafn notalegt. Þar reyndist líka vera hægt að spjalla saman og leysa lífsgátuna og einnig þar var drukkið gott kaffi. Þaðan lá svo leiðin í Jökulgrunn 2, þar sem Gægæ átti heima síðustu mánuðina sem hann lifði. Lát hans bar nokkuð skyndilega að og mig grunar að þann- ig hafi hann óskað sér að það mætti verða. Kæri vinur, Valgarður Frímann Jóhannsson, Gægæ. Það er komið að kveðjustund. Ég vil við leiðarlok þakka þér fyrir allar ljúfu og notalegu samverustundirnar og öll heilræðin sem þú áttir alltaf handa mér. Sumir menn eru sendir í veg okkar hinna til að kenna okkur svo ótal margt. Þú varst einn þeirra. Ég varð líka þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast börnunum þín- um flestum og fleiri ættingjum, sem í dag eru góðir vinir mínir. Gægæ, minn góði vinur. Farðu vel. Örn Bjarnason. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.