Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 27 Heimsferðir kynna nú haustferðir sínar til Kanaríeyja, þann 23. október og 24. nóvember, en Kanaríeyjar eru tvímælalaust vinsælasti vetraráfangastaður Ís- lendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta ensku strand- arinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmunds- son verður að vanda með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fyrstu 50 sætin á sértilboði Kanarí- veisla Heimsferða í haust frá kr. 56.165 Roque Nublo Brottför · 23. okt. - 32 nótt · 24. nóv. - 23 nætur Gististaðir Heimsferða · Roque Nublo · Los Tilos · Los Volcanes · Paraiso Maspalomas · Tanife · Dorotea23 nætur Verð frá 56.165 24. nóvember, m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 23 nætur. Verð kr. 78.750 24. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 23 nætur. 5. vikur (32 nætur) Vinsælasta ferðin – tæpar 5 vikur á frábæru verði Verð frá 64.965 23. okt., m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 32 nætur. Verð kr. 89.550 23. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 32 nætur. Sumarútsala 40-50% afsláttur          Laugavegi 71, sími 551 0424 Seyma HIN árlega þjóðlagahátíð á Siglu- firði hefst næstkomandi mánudag, 1. júlí, og stendur til 7. júlí. Á opnunardegi kl. 21 í Siglu- fjarðarkirkju flytur Kammerkór Kópavogs útsetningar Þorkels Atlasonar og Nuno Corte-Real á þjóðlögum. Stjórnandi er hinn portúgalski Paulo Lorenço. Annan dag hátíðarinnar, þriðju- daginn 2. júlí, kl. 20 leikur ástr- alski frumbygginn Francis Fire- brace á didgeridoo og þylur sagnaþulur í Grána. Klukkan 21.30 sama dag heldur Danska þjóðlagadúóið söngva- dagskrá. Miðvikudaginn 3. júlí kl. 20 í Grána verða flutt íslensk og ensk þjóðlög af þeim Báru Grímsdóttur söngkonu og Chris Foster gít- arleikara. 21.30 kemur síðan jazztríóið Flís fram í Siglufjarðarkirkju. Fimmtudag, 4. júlí, verður flutn- ingur á þjóðlagasafni séra Bjarna í Siglufjarðarkirkju kl. 20 í útsetn- ingu Hildigunnar Rúnarsdóttur og í flutningi Mörtu G. Halldórsdóttur sópran og Örns Magnússonar píanóleikara. Í Grána kl. 21.30 verða leikin þjóðlög, spuni og ljóðleikur af Nínu Björk Elíasson söngkonu, Minnu Raskinen Kantele og Krist- ínu Bjarnadóttur ljóðskáldi. Föstudaginn 5. júlí í Nýja bíói kl. 20 verður söngleikurinn Kolrassa eftir Þórunni Guðmundsdóttur fluttur. Áhugamannaleikfélagið Hugleikur flytur ásamt hljómsveit. Á sama stað kl. 23 koma fram Sturm und Drang frá Noregi. Í Siglufjarðarkirkju kl. 14 á laugardeginum verða leiknir þrír strengjakvartettar eftir Jón Ás- geirsson, í flutningi Eþos- kvartettsins. Klukkan 16 verður, einnig í Siglufjarðarkirkju, sungin og spil- uð ensk þjóðlagatónlist af Julie Murphy og hljómsveit. Síðan verður haldin upp- skeruhátið þjóðlagahátíðar í Nýja bíói kl. 20. Sunnudaginn 7. júlí kl. 11 verð- ur helgistund í Skógræktinni í Skarðdal þar sem listamenn verða þátttakendur. Auk ofantalinnar dagskrár verða haldin námskeið í tengslum við hátíðina. Viðfangs- efni námskeiðanna verða: Útsetn- ingar og spuni út frá þjóðlögum. rímnakveðskapur, barnagælur og þulur, þjóðdansanámskeið, að leika undir á gítar, áströlsk frum- byggjamenning, silfursmíði I, silf- ursmíði II, skreyting ullar með roði og loks Siglufjörður – saga og náttúra. Einnig verða haldin barna- námskeið, en þau eru: Þjóðdans- anámskeið barna (9 ára og yngri), leikjanámskeið (9 ára og yngri) og leiklistarnámskeið (10 ára og eldri) Einnig munu listamenn hátíð- arinnar halda erindi daglega kl. 10 til 12 dagana 2. til 5. júlí auk þess sem haldið verður málþing laug- ardaginn 6. júlí þar sem umfjöll- unarefnið er Guðmundur dúllari. Frummælendur á málfundinum verða Þórarinn Eldjárn skáld, Smári Ólason tónlistarmaður og Rósa Þorsteinsdóttir fræðimaður hjá Stofnun Árna Magnússonar. Þjóðlagahátíð verður haldin á Siglufirði dagana 1. til 7. júlí. Fjölbreytt dagskrá þjóðlagahátíðar ÚT ER komin bók- in Framtíðarsýn innan heilsu- gæsluhjúkrunar í ritstjórn Herdísar Sveinsdóttur og Ara Nyysti. Í bókinni er að finna umfjöllun hjúkrunarfræð- inga og annarra um hjúkrun innan heilsugæslunnar. Bókin byggir á er- indum sem flutt voru á ráðstefnu sem haldin var á vegum Rann- sóknastofnunar í hjúkrunarfræði og Heilsugæslunnar í Reykjavík. Ráðstefnan var haldin haustið 2001 og var tileinkuð minningu dr. Guðrúnar Marteinsdóttur, dósents í hjúkrunarfræði. Í bókina hafa bæst við kaflar sem ekki voru til umfjöll- unar á ráðstefnunni. Bókin gefur, skv. fréttatilkynningu, góða yfirsýn yfir það fjölbreytilega starf sem hjúkrunarfræðingar vinna innan heilsugæslunnar í dag. Fjallað er um ungbarnavernd, skólahjúkrun, unglinga og þjónustu heilsugæsl- unnar við þá, reykingavarnir, þjón- ustu við foreldra, stefnumótun, umönnun aldraðra og starfsánægju hjúkrunarfræðinga svo fátt eitt sé nefnt. Bókin er 256 blaðsíður og í kiljuútgáfu. Hjúkrun HIN árlega Jazzhátíð á Egilsstöðum verður haldin, undir leiðsögn Árna Ísleifssonar, dagana 10. til 13. júlí. Meðal þeirra sem koma fram eru J.J. Soul Band, Húsavíkurdeild Dudda Run, Hrafnaspark frá Akur- eyri og Hans Kwaakernaat ásamt tríói Björns Thoroddsens. Loks spil- ar sænski baríton-saxófónleikarinn Cecilia Wennerström. Jazzhátíð á Egilsstöðum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.