Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 35 Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Tón- leikar kl. 20. Björn Steinar Sólbergsson leikur. Grafarvogs- kirkja. Sunnu- dagur: Bæna- hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristi- legt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkju- hvoli á mánudögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon- fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu- dag, kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkjunnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Íslenska kristskirkjan. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram talar um efnið: Hvernig á að sigrast á depurð og svartsýni. Vegurinn. Opið hús kl. 20. Högni Vals- son heldur áfram að fara í Efesusbréfið. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. að sam- komurnar eru á fimmtudögum í sumar. Þá er einnig barnastarf í gangi fyrir ald- urinn 4-10 ára. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Allir hjart- anlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Sunnu- dagur: Samkoma kl. 14. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Bænastund fyrir sam- komu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1-7 ára börn. Þriðjud.: Bænastund og brauðsbrotning kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Þín dóttir, Elsa Björg Reynisdóttir og fjölskylda. Ákaflega stórt skarð hefur verið höggvið í raðir okkar systkinanna frá Víðilæk við fráfall elskulegrar systur okkar, Þórdísar Björgvinsdóttur, sem lést í hörmulegu bílslysi á þjóðhátíðardaginn. Það var skelfileg- ur dagur. Hún Dísa, sem svo var ávallt köll- ÞÓRDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR ✝ Þórdís Björg-vinsdóttir fædd- ist á Víðilæk í Skrið- dal 14. september 1944. Hún lést í bíl- slysi við Finnafjarð- ará í Bakkafirði 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Níels Björgvin Sigfinnsson og Aðalbjörg M. Kjerúlf, ábúendur á Víðilæk. Þórdís var næstyngst 11 al- systkina auk eldri hálfbróður. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Reynir Stefánsson og bjuggu þau í Mjóa- nesi í Skógum (Austur-Héraði). Börn þeirra eru: 1) Elsa Björg, bú- sett í Neskaupstað. Maður hennar er Halldór Gunnlaugsson og eiga þau tvo syni. 2) Stefanía Björk, nú búsett í Mjóanesi en hún á tvö börn með fyrrum sambýlismanni, Karli Jónssyni. 3) Sveinbjörn bif- vélavirki í Reykjavík. Útför Þórdísar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. uð, var ekki nema 57 ára gömul og hún átti svo margt eftir ógert í þessum heimi. Þungur harmur er kveðinn að eiginmanni, Reyni Stefánssyni, börnum þeirra, skyld- fólki öllu og samstarfs- fólki. Dísa var ákaflega traustur starfsmaður hvar sem hún tók til hendi. Vann hvert verk heima jafnt sem heim- an af hljóðlátri sam- viskusemi, svo ekki þurfti þar um að bæta og ávann sér traust og virðingu alls samferðafólks. Þau hjón höfðu nýverið fargað fé sínu flestu og hugðust stofna til skóg- arbúskapar á jörð sinni Mjóanesi. Nokkur hemill mun leggjast á þá fyr- irætlan. Reynir, eiginmaður Dísu, er ekki síður traustur og samviskusam- ur í hvívetna, og má hann, rétt eins og hún, ekki vamm sitt vita í nokkurri grein. Dísa var dul í skapi, feimin og fremur alvörugefin, en þó var grunnt á fölskvalausri glaðværð ef eftir var leitað. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg ellegar hrópaði á gatnamótum, en sinnti af alúð hverju viðfangsefni. Hljóðar eru sveitir Vallahrepps og Skriðdals við hið sviplega fráfall. Með hljóðum huga og þungum harmi þakka ég systur minni fyrir kær- leiksríkar samverustundir og sam- starf liðinna ára. Reyni og fjölskyldu, öðrum ætt- ingjum og vinum votta ég djúpa sam- úð. Þar sem góðir fara eru guðs veg- ir. Bragi Björgvinsson, Víðilæk. Elsku Dísa mín. Það var sárara en nokkur orð fá lýst þegar fregnin um andlát þitt barst okkur. En þó er enn erfiðara að sætta sig við algerlega ótímabært fráfall þitt þegar frá líður og dagarnir sem liðið hafa gera okk- ur kleift að koma einhverju skipulagi á hugann sem hefur verið allur á reiki undanfarna daga. Þú sem hefur starfað hérna með okkur í Hallorms- staðaskóla frá 1974, ef frá eru talin örfá ár, ýmist við ræstingar eða við matseld, nema hvort tveggja væri. Það er nánast óhugsandi að hið dag- lega líf okkar hér í skólanum gangi upp án þín. Þú settir þinn sterka og örugga svip á lífið hérna með traustri og yfirvegaðri nærveru þinni. Aldrei styggðaryrði þó allt væri hér á fljúg- andi fartinni. Aldrei haggaðist þú og alltaf varst þú til taks bæði fyrir okk- ur starfsfólkið og ekki síður fyrir nemendurna. Þú hefur blómstrað í okkar hópi og við höfum fengið að vita meira og meira um þín hugðar- efni og áhugamál. Lífið brosti við þér. Og allt sem þú komst nærri óx og dafnaði hvort heldur sem var væsk- ilslegir græðlingar blóma eða börnin okkar. Það skarð sem hefur myndast í okkar hóp verður seint fyllt. Það er svo margt sem þú sinntir um en fáir leiddu hugann að, enda ekki þinn háttur að hafa hátt um störf þín eða yfirhöfuð að hafa orð á því þó mikið væri að gera og mikið mæddi á þér. Mannkostir þínir voru einstakir og það er dýrmætt að hafa fengið að kynnast þér. Fyrir það er ég þakklát. En slysin gera ekki boð á undan sér og það höfum við mátt reyna nú. Frá því á 17. júní hefur rignt hér á Héraði allflesta daga og einhvern veginn finnst mér það vera við hæfi. Sveitin þín, Héraðið, grætur þig líka. Hvernig við getum sætt okk- ur við að missa þig, verður tíminn að leiða í ljós, hann læknar stundum sárin og kveikir jafnvel nýjar vonir. Því verðum við að trúa. Við sem vorum svo heppin að fá að þekkja þig, starfa með þér, gantast með þér og eiga þig að sem vin, erum rík. Minningin um þig lifir og hún gefur okkur þrótt til að halda áfram og gefur okkur öllum hér í Hallorms- staðaskóla vonandi styrk til að takast á við haustið án þín. Megi góður Guð leiða fjölskyldu þína og blessa á þess- um erfiðu stundum. Vinir og ættingjar allir sem áttu með þér leið biðja í Herrans hallir þér heimkoman verði greið. Þó skilji vinir á vegi vaxa í hjörtum blóm sem lifa þó líkaminn deyi í lausnarans helgidóm. Þó minning þín leiftrandi ljómi og lofi þitt hjartalag. Inni í titrandi tómi er tilvera okkar í dag. Við komum að kistunni þinni og kveðjum þig, Dísa mín. Hver biður með bæninni sinni og blóm þitt í sál okkar skín. (Vígþór H. Jörundsson.) Elsku Reynir, Sveinbjörn, Elsa og fjölskylda, Stefanía, Rafn og Rut, fyrir hönd okkar allra í Hallorms- staðaskóla votta ég ykkur innilega samúð mína og vona að allar góðu minningarnar um einstaka konu, elskulega eiginkonu, móður og ömmu styrki ykkur og veiti ykkur þrótt til að takast á við sorgina. Sif Vígþórsdóttir, Hallormsstaðaskóla. Elsku Dísa, þú varst alltaf svo in- dæl og notaleg. Það var sama hvað við höfðum hátt og löbbuðum oft yfir nýskúraða gólfið þitt aldrei varðstu reið. Það varst þú sem sást um það að við hefðum blóm í kennslustofunum okkar og ekki gafstu upp þótt það væru ófá blómin sem enduðu strípuð í ruslinu eftir óskemmtilega meðferð okkar krakk- anna. Það verður bæði sorglegt og tómlegt að hafa þig ekki hjá okkur í skólanum til að þrífa, elda, vökva blómin og bara vera hjá okkur, svona elskuleg eins og þú varst. Við munum ávallt minnast þín í hjarta okkar, elsku Dísa. Megi Guð vera með fjölskyldunni þinni og von- andi verður minningin um þig til að lina sorg þeirra og okkar allra sem vorum svo heppin að þekkja þig. Blessuð sé minnig þín. Sigríður Eir og Valdís Lilja, nemendur í 10. bekk Hallormsstaðaskóla. Okkur bræður langar í örfáum orðum að minnast hennar Mæju okkar sem má með sanni segja að hafi verið okkur eins og amma. Mæju kynntumst við fyrst þegar hún bjó hjá Borgu systur sinni í Hafn- MARÍA BJARNADÓTTIR ✝ María Bjarna-dóttir fæddist í Stykkishólmi 8. ágúst 1915. Hún lést á Landspítalum við Hringbraut 8. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kristín Guðmunds- dóttir húsfreyja og Bjarni Magnússon, járnsmiður og fanga- vörður í Stykkis- hólmi. María var yngst níu systkina. Hin hétu Jakob, Þor- steinn, Margrét, Guðmundur, Gestur, Sigurborg, María og Magnús. Þau eru öll lát- in. María fluttist ung til Reykjavík- ur og starfaði fyrstu árin á veit- ingastaðnum Laugavegi 28. Síðan hóf hún störf á Landspítalanum við Hringbraut og starfaði þar samfleytt í 46 ár. Útför Maríu var gerð frá Foss- vogskapellu 18. júní. arfirðinum en þeir voru ófáir bíltúrarnir sem við fórum þangað með foreldrum okkar. Seinna náðum við svo oft í hana í Hátúnið enda móðir okkar dug- leg að bjóða henni heim í mat. Mæja var tíður gest- ur á bernskuheimili okkar í Hamrahlíð 9 og eigum við ekkert nema góðar minningar frá þeim heimsóknum. Iðulega laumaði hún að okkur 500 kalli og þá þýddi ekkert að afþakka. Hún hafði líka einstaklega gaman af því að stríða okkur, ekki síst ef hún sá okk- ur bera að ofan. Mæja var alltaf hress og skemmti- leg og það var einstaklega gaman að tala við hana því hún hafði alltaf skoðanir á öllum hlutum, ekki síst stjórnmálunum sem hún fussaði oft og sveiaði yfir. Nú þarf Mæja ekki lengur að ergja sig yfir þjóðmálun- um því hún er farin og kemur ekki oftar í mat í Hamrahlíðina. Viljum við hér með þakka þessari einstöku konu fyrir góð kynni. Guð blessi minningu hennar. Jón Ingi, Magnús, Símon Ægir, Þorkell og Davíð Örn. KIRKJUSTARF Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.