Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.06.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 2002 43 Fyrirtæki til sölu ● Verslun, bensínssala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sér- staklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. ● Lítill pizzastaður til sölu í Hafnarfirði. Partur af stórri keðju. Miklir möguleikar. ● Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð. ● Lítill sportbar í Árbæjarhverfi. Besti tíminn framundan. Auðveld kaup. ● Sólbaðsstofa í Skeifunni. 12 bekkir. Velta 1.200 þús. kr. á mánuði. Skipti möguleg. ● Góður og vaxandi söluturn í Grafarvogi. Velta 2,7 m. kr. á mánuði.Verð aðeins 4,5 m. kr. Auðveld kaup. ● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyr- irtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. ● Hreingerningafyrirtæki sem sérhæfir sig í hreinsun á rimlagardín- um. Góður tækjakostur. Hentar vel í bílskúr. Góðar tekjur fyrir duglegan mann. ● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 15 her- bergi, ársvelta 20 m. kr. Möguleiki á 15 herbergjum til viðbótar og lítilli íbúð fyrir eiganda. ● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1—2 starfsmenn, sérstaklega smiði. ● Myndbandaleiga — söluturn í Breiðholti með 5 m. kr. veltu á mánuði. Auðveld kaup. ● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyr- irtæki í svipaðri starfsemi. ● Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vaxandi velta og miklir möguleikar. ● N-1 bar í Keflavík. Til sölu eða leigu. Vinsæll skemmtistaður á besta stað í Keflavík. ● Rótgróið veitingahús við Bláa Lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði. ● Vel þekkt og vaxandi sérverslun með flísar. 50 m. kr. ársvelta. Góð umboð. ● Veitingastaður í atvinnuhverfi. Mánaðarvelta 3 m. kr. á mánuði. Eingöngu opið virka daga kl. 7—17. Lágt verð — auðveld kaup. ● Snyrtivörudeild úr heildverslun. Litalína sem er í nokkrum góðum verslunum og hægt er að efla. Hentugt fyrir konu sem hefur vit á snyrtivörum og langar í eigin rekstur. Lágt verð. ● Langar þig í eigin rekstur? Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrir- tæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur. ● Eitt af vinsælustu veitingahúsum bæjarins. Mjög mikið að gera. ● Lítil kvenfataverslun við Laugaveg. Góð afkoma fyrir 1—2 konur. Auðveld kaup. ● Sólbaðsstofa í Garðabæ. Sú eina í bænum. 5 bekkir + naglastofa. Verð 6 m. kr. Góð greiðslukjör. ● Skyndibitastaður í Kringlunni. Einstakt tækifæri. ● Verksmiðja sem framleiðir gróðurmold o.fl. Góð viðskiptasam- bönd. ● Þekkt kvenfataverslun í Skeifunni. Góð þýsk innkaupasambönd. Auðveld kaup. ● Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón. Auðveld kaup. ● Lítil smurbrauðsstofa með góð tæki og mikla möguleika. ● Bílaverkstæði á góðum stað í Kópavogi. Hentugt fyrir 2 menn. Verð 2,5 m. kr. ● Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og matvælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári. ● Ein besta sólbaðsstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti mögu- leg á góðu atvinnuhúsnæði. ● Stór bar í miðbænum. Einn stærsti bjórsölustaður borgarinnar. ● Lítil rótgróin sólbaðsstofa í Vesturbænum. 4 bekkir og stækkunar- möguleikar. Auðveld kaup. ● Bílaverkstæði í Hafnarfirði. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Mikið að gera. Sími 533 4300, GSM 820 8658 Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Stökk- pallur Allra sí›ustu sætin … *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. kr.48.467 m.v. tvo fullor›na og tvö börn í viku. Aukavika: 14.000 kr. Ver›: kr.59.900 m.v. tvo fullor›na í viku. Aukavika: 18.000 kr. Ver›: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 82 01 06 /2 00 2 Sætin bóku› og uppl‡singar gefnar um gistista› tveimur dögum fyrir brottför. Benidorm / Albir 11 sæti Krít 10 sæti Mallorca 16 sæti Portúgal 22 sæti * * í næstu ferðir MEÐ aukinni áherslu á fluguveiði hefur ekki farið hjá því að menn hafa horft til einstakra veiðistaða sem hentað hafa fluguveiðum illa og velt fyrir sér hvort ekki sé til einhver útfærsla eða töfrafluga sem gæti gert gæfumuninn. Þessir óhentugu veiði- staðir eru nær allir annaðhvort hvítfyssandi fosshyljir eða æðandi strengir með kyrrlátara keri undir. Slík- ir veiðistaðir hafa verið ær og kýr maðkveiðimanna og athvarf þeirra. Í sumar verður reynd ný fluga við slíkar aðstæður, Kistu- baninn, hönnuð og hnýtt með það í huga að ná laxi upp úr hinni erfiðu og maðkavænu Kistukvísl í Laxá í Aðaldal og fleiri veiðistöðum á Æðarfossasvæði árinnar. Orri Vigfússon formaður Laxár- félagsins ýtti flugunni úr vör og í samvinnu við hönnuðina og hnýt- arana Sigurjón Ólafsson og Sigurð Bjarnason, varð flugan til sem hér má skoða á mynd. „Kistubaninn er byggður á hug- myndafræði Waddingtons og Portlandbragðinu og á að duga á öllum þeim stöðum þar sem skjótt þarf að fanga athygli laxins í ólg- andi straumkasti,“ segir Orri og heldur áfram: „Portlandbragðinu, eða gáru- hnútnum, hafa verið gerð ítarleg skil á undanförnum árum en við skulum líta betur á hugmyndir Waddingtons. Richard Luis Owen Waddington var frægur veiðimað- ur og mikilsvirtur fræðimaður. Ár- ið 1947 gaf hann út bókina Salmon Fishing – A New Philosophy. Hann benti á að lítil fluga númer 6 og tveggja til þriggja tommu túpa gæfu oft svipaðan árangur þegar þær væru látnar fljóta rétt undir yfirborðinu. Flugum Waddingtons var ætlað að líkjast álum og höf- undurinn rannsakaði ferðir ála um Atlantshafið. Hann benti á að upp- runi álsins væri í Saragossahafi og göngur hans yfir Atlantshafið á vit ferksvatnskerfa í norðurhöfum. Waddington taldi að állinn leit- aði uppi og fyndi upprunafljót sitt á sama hátt og villti göngulaxinn í Atlantshafinu. Flugan sem þeir Sigurður og Sigurjón hafa hannað tekur mið af þessu; þeir setja rauf framarlega á túpuna til að hægt sé að þræða girnistauminn þar í gegn og þá er hægt að veiða með henni eins og flugu sem hnýttur er á gáruhnútur. Þeir félagar hafa einnig gert tvískipt afbrigði af flugunni þar sem aftari endinn er notaður til að festa krækjuna en fremri hlutinn er frjáls og getur daðrað og flaksast til.“ Uppskriftin Þeim sem hafa áhuga á að hnýta Kistubanann dugar líklega að skoða myndina, en ef uppskriftin er skoðuð aðeins, þá er búkurinn nakin 50 mm löng plastpípa. Krag- inn er hringvafin blá hræstorks- fjöður (Marabou). Vængur er 5–6 ræmur af bláum Krystal-hárum og yfir þau koma hár úr blálituðu skotti heimskautarefs. Hvort tveggja nær vel aftur fyrir öngul túpunnar. Hauskragi er ræmur úr stéli Amherst-fashana, hnýttar allan hringinn um túpuna, jafn- löng væng. Hausinn er svartur. Veiðiaðferðin er í raun nauða- einföld. Plastið og holan á túpunni sjá til þess að agnið flýtur hátt og vel. Galdurinn er að láta dýrið slást til og frá í hvítfyssinu þar sem menn vita að laxar liggja und- ir. Menn gætu haldið að laxinn sæi ekki flugu á yfirborðinu í gegn um alla þessa froðu og loftbólur, en það er rangt. Laxinn getur a.m.k. við vissar kringumstæður séð agn- ið nógu vel til að geta skotist eins og ör úr dýpinu og gleypt fluguna. Vanir menn hafa veitt marga laxa á svokölluðum ólíklegum stöðum með því að láta fluguna rása í yfir- borðinu í hvítfyssinu á þennan hátt. Margir veiðistaðir bjóða upp á þessa tilraun, nærtækt er að nefna Sjávarfossana tvo í Elliða- ánum og Korpu. Morgunblaðið/Golli Kistubaninn í öllu sínu veldi. Kistubani sem flaksast og daðrar ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ÞAÐ skortir ekki litbrigðin í ís- lenska náttúru og ekki er annað hægt en að heillast af litadýrðinni sem veröldin á það til að sýna okk- ur. Myndin er tekin í hlíðum Snæ- fellsjökuls, þar sem franskir ferða- menn voru á ferðalagi á dögunum. Það er kyrrt og eyðilegt um að lit- ast en jafnframt er það hluti af að- dráttaraflinu. Að undanförnu hefur veðrið leikið við íbúa Snæfellsbæjar og hefur straumur ferðamanna leg- ið í bæinn. Margir þeirra bregða sér í göngu upp í hlíðar jökulsins. Kyrrð í hlíð- um Snæfells- jökuls Morgunblaðið/Alfons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.